Morgunblaðið - 17.03.1932, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Notið ein-
göngu þessar
eldspýtur.
Fást í flestum
verslunum
bæjarins.
AukafunÖur
verður haldinn í Taflfjelagi Reykjavíkur næstkomandi
sunnudag kl. 2 síðd.
FUNDAREFNI:
Kosning fulltrúa á Sambandsþingið.
STJÓRNIN.
nnkir 1 Pöisk
HOL! r^S 1 KOLl
Erum að skipa upp okkar ágætu Steamkolum. Gætið
þess að kaupa þur kol úr skiph
Fljót og géð afgrciðsla.
Kolaverslnn Gnflna & Einars.
Sími 595. Sími 595.
og rúgmjöl, nýkomið.
H. BENEDIKTSSON & CO.
Sími 8 (4 línur).
Þeir,
sem þurfa að kaupa sjer til-
búinn fatnað o. fl. fyrir pásk
ana, ættu að nota þessa síð-
ustu útsöludaga hjá
Marteini Einarssyni & Go.
fluglvsið í Morgunblaðinu.
Saurbæiarmálið.
Svar frá síra Einari
Thorlacius.
Niðurl.
5. Það er rangt, að jörðin sje
illa hýst og um húsabætur hafi
ekki verið að ræða í minni tíð.
íbúðarhúsinu hefi jeg haldið svo
vei við, sem kostur er á, og tví-
vegis farið fram höíuðviðgerð á
því, svo að það er nú miklu betra,
en þegar jeg tók við því, auk þess
sem nú er í því miðstöð og vatns-
veita. Hefir mjer iíka verið þetta
nauðsynlegt, svo mjög sem heilsu
konu minnar hefir hrakað hin síð-
ari ár. — Ollum öðrum bygging-
um hefi jeg haldið við eftir þörf-
um, bygt stóra hlöðu með hest-
liúsi, safnhús, og'e'r þetta alt undir
járnþaki. Túnið hefi jeg grætt út
svo, að nú gefur það hálfu meiri
tiiðnfeng en áður.
Það er einnig rangt að ríkið sje
búið að taka undir sig lielming
járðarinnar. Skóginn leigi jeg því
opinbera.
6. Það er rjett, að nokkrir sókn-
armenn í Saurbæjarsókn rituðu
mjer brjef í haust. Hafði þeim
runnið til rifja grátur og gnístran
tanna á heimili aðstoðarprestsins.
Skoruðu þeir á mig að segja af
mjer fyrir 15. nóv. s.l. og tilkynna
aðstoðarpresti það, og kváðust ella
mundu ,,prófa aðrar leiðir að sama
ma,rki“. Þegar jeg fekk þessa
miidu hótun ijet jeg stefnuvott-
ana birta aðstoðarprestinum upp-
sögn á stöðu hans, til vonar og
vara, þó hann væri að eins ráðinn
til eins árs.
Kom þá til þess, að sóknarbúar
færu að prófa aðrar leiðir að sama
marki. Eftir að búið var að rægja
mig í söfnuðunum, var farið til
yfirboðara minna.
Biskup, sem hafði sagt við mig
í sumar, að hann vildi ekki, að
jeg segði af mjer, tók vei máli
aðstoðarprests og .,nokkurra sókn-
arinanna41. Tók hann undir áskor-
unina, en er það kom fvrir ekki,
kallaði hann okkur prestana á
sáttafund. Þar gerði hann þá sátta
tilraun, að jeg skyldi kaupa, af
aðstoðarpresti mínum mitt eigið
embætti, fyrir þriggja til sex mán-
aða laun aðstoðarprests, fram yfir
]iað, sem um samið var, að aðstoð-
arpresturinn skyldi fá. Við sætt-
umst, ekki.
Þá var farið til stjórnarráðsins
til að ráða mig af dögum. En ráð-
herra mun hafa sagt, að hann
gæti ekki sett embættismann frá
fyrir engar sakir. Ekki get jeg
hrósað mjer af vináttu þess manns,
enda þekki jeg hann lítt, en skylt
er að þakka það, að hann hefir
sýnt mjer rjettlæti.
7. Jeg hefi bygt Helga syni mín-
uiri staðinn, meðan jeg er þar
prestur. Mjer er kunnugt um. að
hann hefir enga aðra byggingu en
niína, og er því öllu tali um lengri
byggingu mótmælt sem uppspuna.
Ekki veit jeg, hvort dagar Helga
sonar míns í Saurbæ verða ánægju-
legir, en hitt veit. jeg, að oft verður
lítið úr því högginu, sem hátt er
reitt ,og stundum kemur það fyrir,
ef í slíka staði er kastað, að stein-
arnir ieita t.il baka, og 'hitta sjálf-
ari illvirkjann fyrir. Eru næsta fúl-
manniegar hrakspár „nokkurra
sóknarmanna“ í garð sonar míns,
er ekkert hefir unnið til saka.
Meiri hluti sóknarnefndar mun
Jnafa halldið ,fund‘ án þess að Guð-
brandur sonur minn væri þar til-
kvaddur. Rituðu þessir. menn svo
Iielga. sjmi mínum hótunarbrjef,
og munu hafa fengið kuldalegt
svar, svo sem von var.
Er þessi framkoma mjög í sam-
ræmi við lubbaskap „nokkurra
sóknarmanna“, er hafa gert. til-
raun eftir tilraun til þess að
sundra fjölskyldu minni í þessu
máli, og fá einn og einn meðlim
hennar til að svíkja rnig. Þessar
tilraunir hafa verið gagnslausar,
því að f.jölskylda mín liefir öll
stutt mig sem veggur, og hefir
mjer verið að því mikill styrkur í
þessum ofsóknum.
8. Ekki hefi jeg sagt, að aðstoð-
arpresturinn lrafi átt, upptökin að
,,uppreisninni“ gegn mjer. En ekki
kom hótunarbr.jefið til mín fyr en
eftir hans bendingu. Samið var það
á prestssetri mínu, heimili hins
fróma þjóns míns. Sumir þjónar
eru þannig innrættir, að þeir hefðu
stöðvað slíkt br.jef og yfir höfuð
ekki tekið annað í mál, en að jeg
yrði áfram við mitt eigið embætti.
Það sagði aðstoðarpresturinn
m.jer, að þegar síra Sveinbjörn
Högnason varð skólastjóri Flens-
borgarskólans, fóru þeir feðgar á
stúfana til að skora á síra Svein-
b.jörn að segja af sjer. En frænd-
ur aðstoðarprestsins söfnuðu undir
skriftum undir áskorun til síra
Sveinbjarnar að vera kvr, og báru
sigur úr býtum, bæði í því og á
fundum. Virðast þeir heldur liafa
vil.jað hálfan Sveinb.jörn en heilan
Sigurjón. En ])að var nú á fæð-
ingarhreppi aðstoðarprestsins, og
er enginn spámaður á. sínu föður-
landi.
f Saurbæjarsókn liefir öðru máii
gegnt, enda er m.jer ekki kunnugt,
að nokkurt skyldmenni aðstoðar-
jirestsins sje í þeirri sókn, nema
fjöiskylda hans í Saurbæ.
9. Þá unglinga, er nú ganga
mest á móti mjer, hefi jeg flesta
skírt og fermt, nema aðstoðarprest,-
inn. Aldrei liefi jeg vikið þeim
nema góðu á heimili mínu. En úti
er vinskapurinn, þegar ölið er af
könnunni. Nú er ráðist að mjer úr
fjarlægðinni, þegar jeg var að
leita rnjer og konu minni lækninga.
Kona mín lá fyrir dauðanum r
mest-allan fyrra vetur. — Það má
vera, að þessum unglingum hefði
orðið að ósk sinni að vfirbuga mig
og koma mjer á knje ef hún hefði
ekki fengið aftur heilsu. Nú mun
jeg með guðs hjálp reyna að þola
það, þótt frá þeim standi næðingar
um liærur mínar lijer eftir.
Reykjavík, 10. mars. 1932.
Einar Thorlacius.
Hýtt leikrit
eftir Einar H. Kvaran.
Það nrátti merkisyiðburður heit.a,
er Einar H. Kvaran sendi frá sjer
leikritið „Hallsteinn og Dóra“ í
fyrra. íslenskar leikbókmentir eru
ekki auðugri en svo, að sjerhvert
nýtt leikrit er þeim góður fengur
og l>á s.jerstaklega þegar það fer
saman, • að höfundurinn er þjóð-
frægt skáld og rit.ið ágætt að kost-
um. — Einar H. Kvaran hefir ekki
setið auðum höndum. A tæpu ári
hefir hánn fullsamið leikrit, sem
nýlega er komið í bókaverslanirn-
ar og sýnt verður í fyrsta sinn
i Sálrænn iytirlestur. I
Hr. cand. Hai Rau
flytur á dönsku fyrirlestur í
Nýja Bíó k. 7 15
á morgun.
Fjarhrif (telepati) og
dámagn (hypnose).
Nokkrar tilraunir verða
sýndar.
Aðgöngumiðar á 2 krónur.
í Hljóðfærahúsinu sími 656.
Bókaverslun E. P. Briem srmi
26. og Útibú Hljóðfærahúss-
ins sími 15.
B&rnatúttnr
margar tegundir, stórar og smá-
ar, óstimplaðar og stimplaðar,
lausar og einnig pakkaðar í sjer-
staka pappastokka.
Snnð
margar tegundir, með beinhringj-
um, er þola suðu, einnig alveg úr
gúmmi, mjög sterkar
í kvöld í leikhúsinu. Er það leik-
ritið ,,Jósafat“, í helstu atriðun-
iim sariiið eftir hinni vinsælu skáld-
sögu höf. „Sambýlið“.
Ijeikritið er í fimm þáttum og
helstu viðburðir sögunnar raktir
m. a. liúsbruninn, sem sýndur er
í fjórða þætti leiksins. Hefir Leik-
fjelagið kostað kapps um að gera
sýninguna sem best. úr garði, en
helstu hlutverkin leika: Arndís
Björnsdóttir, Haraldur Björnsson,
Gunnþórunn Halldórsdóttir, Frið-
finnur Guðjónsson, Indriði Waage
og Viðar Pjetursson.
Haraldur B.jörnsson hefir haft
leikstjórnina á hendi.
Ig.
LX.
Náðu þeir háttum?
I hinum skipulagsbundna rógi
sem Tíminn flytur um Reykvík-
inga út um bygðir lands, var ný-
lega rætt um framræslu Breiðholts-
rnýrar og Fossvogs, sem unnið hef-
ir verið að í vetur.
Þar segir svo:
„Eins og við er að bíiast, er öll
framkvæmd hinna svokölluðu at-
vinmibóta lrinn mesti skrípaleikur.
Menn er settir í jarðabótavinnu
um hávetur. Sú vinna hefir gengið
þannig, að verkamennirnir hafa
orðið að byrja á því að moka veg-
inn, svo bílfært verði út á akurinn!
f verstu iHviðrunum komust, verka-
mennirnir stundum alla leið, en
urðu svo strax að bvrja að moka
slóð til baka, ef þeir áttu að ná
háttum heim ti'l sín um kvöldið.
Jarðabæturnar biðu, enda hefði
ekki gert betur en mennirnir hefðu
haft við að rnoka burtu snjóinn,
þegar verst viðraði.<£!!