Morgunblaðið - 18.03.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.1932, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Huglfsingadagbðk Blússur, peysur, feld pyls á börn og fullorðna í miklu úrvali í Versl. Hlómfríðar Kristjánsdóttur, Þing- holtsstræti 2. Heitt & Kalt, Yeltusundi 1, sími 350. Við kvöldverðinn góðir og ódýrir rjettir, heitir og kaldir. — Eng ómakslaun. Þrátt fyrir verðhækkun á tó- baksvörum, eru enn þá margar tegundir af vindlum, cigarettum og öðru tóbaki með sama verði og áður í Tóbakshúsinu, Austurstræti 17. Túlípanar frá 30 au. Hyasinthur frá 80 au. Páskaliljur frá 25 au. Fallegasta úrval í bænum. Skóla- vörðustíg 3. Kr. Kragh, sími 330. „Orð úr viðskiftamáli" er nauð- syn'eg handbólc hverjum verslun- armanni. ----- Fæst á afgreiðslu Morgunblaðsins. Hreinar Ijereftstuskur kaupir ísafoldarprentsmiðja. Brunatrygging er hvergi viss- ari en hjá British Dominions. Bæjarins hesla kaffi fæst í Irma. Ávalt nýbrent og nýmalað. Gott árdegiskaffi 165 auræ. Besta tekund púðursykur 27 aura V* kg. — Ný sykursending nýkomin. Hafnarstræti 22. Pðskaetfg úr súkkulaði og Marzinpan frá Ví> eyrir til 25.00. Alt innlendur iðnaður. Lítið í gluggana! Dagskrár Alþingis í dag: E. d. Frv. um heimild handa at- vinnumálaráðh. til að veita Trans- jamerican Airlines Corporation leyfi til loftferða á íslandi o. fl. 3. umr. Ef leyft verður. Um opinbera grg. starfsmanna ríkisins. 3. umr. Um skiftameðferð á búi Síldareinka- sölu 3. umr. Um breyt. á 1. nr. 42, 14. júní 1929, um rekstur verk- smiðju til bræðslu síldar. 2. umr. Um geldingu hesta og nauta. 2. umr. N. d. Frv. um stóríbúðaskatt. Frh. 1 .umr. Um háleiguskatt. 1. umr. Um ölgerð og sölumeðferð öls 1. umr. Um mannafla í íslensk- um eimskipum og mótorskipum. 1. umr. Um virkjun Efra-Sogsins. 1. umr. Um breyt. >á 1. nr. 7, 14. júní 1929, um tannlækningar. 1. umr. Um loftskeytatæki á botnvörpu- skipum og um eftirlit með loft- skeytanotkun íslenskra veiðiskipa 2. umr. Um breyt. á 1. nr. 14, 20. okt. 1905, um fyrning skulda og annara kröfurjettinda. 1. umr. Um breyt. á 1. nr. 56, 31. maí 1927, um skemtanaskatt og þ.jóðleikhús. 1. ■umr. Um afnám 1. nr. 48, 20. jöní il923, um eftirlitsmann með bönk- um og sparisjóðum. 1. umr. Um breyt. á 1. nr. 40, 7. maí 1928 (Jarð ræktarlög). 1. umr. Um breyt. á 1. nr. 47, 15. júní 1926, um verð- toil. 1. umr. Um afnám 1. nr. 31, 20. okt. 1905, um sölu pjóðjarða, óg 1. nr. 50, 16. okt. 1907, um sölu kirkjujarða. 1. umr. Þingsál.- jtill. um undirbúning laga um áburð á jarðeignum hins opinbera. Ein umr. Glímumenn K. R. eru beðnir að athuga að í kvöld verður glímu- æfing kl. 8%—9% í K. R. húsinu. Skipafrjettir. Gullfoss fór frá Álaborg í fyrrakvöld á leið hing- að. — Goðafoss fór frá Leith í .fyrrakvöld á Qeið hingað. — Brú- arfoss kom til Hvammstanga kl. 3 í gær, er á vesturleið. — Detti- foss fór hjeðan í gærkvöldi til útlanda. Dánarfregn. Á þriðjudaginn var andaðist í Seyðisfirði Sigurjón Jónsson, nær 72 ára að aldri. — Góður og gegn maður. Sonur hans er Jón Sigurjónsson prentari í , Acta“. Lokadansleik heldur Charmaine kliibburinn í Iðnó, annað kvöld klukkan 9. (Sjá augl.) Skipulagsnefndin fer upp i Borgarnes í dag, og verður þar nokkra daga, til þess að athuga skipulag, sem húsameistari Sig- urður Guðmundsson, hefir gert uppkast að. Hattar. linir og harðir í miklu og nýtísku úrvali. lOruhúslð. Dutlungar ástarinnar. Aftur ók hann gegnum hallar- hliðið. Jámhurðin fjell aftur með urgandi hljóði og þegar hann leit við þóttist hann þess fullviss að sjer væri veitt athygli af ósýni- legum augum. Það var fyrst mörg- um árum síðar að þessi einkenni- lega heimsókn hafði fengið sína rjettu mynd í huga hans. En þetta kvöld ók hann yfir heiðina án nokkurra ákveðinna tilfinninga. — — Það var ómögulegt að trúa því að þetta væru annað en draumórar, sem hefðu orsakast af hita dagsins, og hann hefði fallið í dvala í vagn- inum. Farþegag með Dettifossi í gær voru 24, flestir til Vestmannaeyja. Til Hamborgar fóru Steindór Hjaltalín útgerðarmaður, Þorkell .Sveinsson og Georg Liitke. íslenskt kvöld, sem fjelagið „Norden“ gekkst fyrir var ný- lega haldið í OddfjeQaga húsinu í Kaupmannahöfn. Anna Borg las þar upp íslensk kvæði og margt var þar fleira til skemtunar. Á eftir voru sungnir þjóðsöngvar allra Norðurlanda. Fór skemtunin vel fram. (Sendiherrafrjett). Stjórn Verslunarmannafjelagsins Merkúr liefir beðið blaðið að geta þess að fundur verður haldinn í Varðarhúsinu þ. 18. þ. m. (í kvöld) og þar rætt um fjelagsmál og ís- lensku vikuna. Nemendum Versl- unarskóla íslands er boðið á fund- inn. Skorar stjórn fjelagsins á alla( fjelagsmenn að mæta stund- víslega kl. 8% síðd. Englandsbanki lækkaði forvexti í gær um %% —- niður í Sy2%. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ 17. mars: Gjöf frá frú Ólöfu Sveinsdóttur 10 kr. Með þökkum meðtekið. Einar Thoríacius. Hjálpræðisherinn. Samkoma í kvöld kl. 8. Kapt. George Willi- ams talar. Annað kvöld verður einnig samkoma, þar sem lautn. Kjartan Kjærbo talar. Mikill söng- og hljóðfærasláttur. Allir vel- komnir! Um fæðispeninga þurfalinga var rætt í bæjarstjórninni í gærkvöldi og lækkun þá, sem gerð hefir verið, úr 1 krónu í 80 aura. Las .borgarstjóri upp skýrslur, er hann hefir fengið um kostnað við fæði og aðrar daglegar þarfir manna hjer í bænum. Búreikninga hafði hann meðal annars fengið frá fjöl- skyldu, þar sem fæðiskostnaður- inn Iiafði árið 1931 verið 57V2 eyrir á dag, fyrir manninn. Var um það rætt í bæjarstjórn hve nauðsynlegt það væri, að leið- beina húsmæðrum í ódýrum og hagkvæmum matarkaupum. Fyrirlestri Sigurðar Eggerz, er auglýstur var í blaðinu í gær, er frestað til mánudagskvölds. — Nánar auglýst í blaðinu á morgun. Reykjavíkurstúkan, skemtifund- ur í kvöld kl. 8%. Einsöngur, upp- lestur, myndasvning o. fl. Allir guðspekifjelagar velkomnir. Baldur kom inn í fyrrinótt vegna vjelbilunar. Var með 25 tunnur lifrar. Dr. Max Keil talar í háskóla- fyrirlestri sínum í kvöld kl. 6 um Goethes Faust. Öllum heimill að- gangur. XV. Þegar bifreiðin lagði af stað frá Toulon skiftu ungu mennirnir um hlutverk. Sama hlutlausa og til- finningarlausa stillingin sem gagn- tók Gerald á heimleiðinni yfir heið- ina hafði einkent hann síðustu mánuðina. En nú settist hann upp og fór að athuga umhverfið með nokkrum áhuga. En Kristófer, sem alla leiðina hafði gert sitt ýtrasta til að skemta vini sínum tók nú að gerast æ þögulli og hugsandi á svip. Þeir voru komnir í gegnum Hueres og bifreiðin var að fara um veginn hjá Toret du Dom áður en nokkuð var minst á það sem þeim var ríkast í huga. — Hjer um bil hálftíma akstur hjeðan var það, er ekki svo? — sjrarði Gerald. Kristófer kinkaði kolli. Það var óþarft að skilgreina nákvæmar hvað um var spurt. — Og nákvæmlega á sama tíma árs, helt Gerald áfram hugsandi. Jeg man að fyrstu ljósrauðu blóm- in voru að gægjast upp í aldin- görðunum. Og nú segir þú að hún sje komin hingað aftur. Mjer þætti gaman að skilja það. Vonandi hef- ir þó ekkert verið önugt heima? — Ekki vitund, svaraði Kristó- fer. Hún var eina yndi föður þíns á meðan þú varst í þessari löngu Rússlandsför. Það var honum mik- Umferð bönnuð. Bifreiðaumferð um nýja Þingvallaveginn er bönn- uð fyrst um sinn fyrir austan Leir vogsá. Er bann þetta sett vegna þess að holklaki er í veginum og gæti því bifreiðaumferð skemt hann mjög. Talskeyti til skipa og báta hefir loftskeytastöðin í Reykjavík sent kl. 8.45 að undanförnu, en núna um helgina verður sú breyting ger, að skeytin verða framvegis send kl. 15,20, en verða jafnframt endurtekin á eftir næturveður- skeytunum kl. 1.45 til aprílmán- aðarloka. K. R. heldur 33 ára afmæli sitt hátíðlegt á morgun í húsi sínu við Vonarstræti. Hefst skemtunin með samdrykkju, ræðum og söng. Á eftir verða fimleikasýningar drengja og telpna, og gamanvísur sungnar. Því næst verður leikinn nýr K. R.-skopleikur, sem heitir: „O. Eyjafjörður! ‘ — Mun hann sprottinn upp af ljúfum endur- minningum frá norðurför K. R. Að lokum verður stiginn dans. — Skemtunin er aðeins fyrir fje- lagsmenn. Á sunnudaginn verður önnur skemtun fyrir æskulýðinn í fjelaginu. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,10 Tilkynningar. Tón- leikar. Frjettir. 12,35 Þingfrjettir. 16.00 Veðurfregnir. 18.55 Erlend- ar veðurfregnir. 19 05 Þýska, 1. fl. 19,30 Veðurfregnir. 19,35 Enska, 1. flokkur. 20.00 Klukkusláttur. Erindii: Hagkvæm eldliús (frú Laufey Vilhjálmsdóttir). 20,30 Frjettir. Lesin dagskrá næstu viku. 21.00 Grammófóntónleikar: Symp- honia nr. 4, eftir Tschaikovsky. 21.45 Þýska, upplestur (Dr. Keil). Minningarhátíð um Goethe held- ur Háskóli fslands á þriðjudaginn kemur í Gamla Bíó, í tilefni af því, að þann dag eru liðin 100 ár síðan Goethe andaðist. Rektor Háskólans, Olafur próf. Lárusson flytur fyrst ávarp, próf. dr. Ágúst H. Bjarnason flytur erjndi um Goethe og próf. dr. Alexander Jóhannesson flytur erindi er hann nefnir: Goethe í íslenskum bók- mentum. Ungfrú Guðrún Pálsdótt- ir syngur nokkur kvæði eftir Boethe, ungfrú Sigrún Ögmunds- dóttir les upp lcvæði eftir hann og dr. Max Keil fer með einta'I Fausts. Seinast syngur stúdenta- kór „Álfakónginn“ og „Kveldvísu vegfaranda“. Þarf ekki að efa, að þetta verður hátíðleg og merkileg samkoma, eins og sæmir minningu skáldjöfursins. BaykU SOBSSB Cigarettur. 20 stk. pakkinn kostar kr. 1.25. Besta þorskalýsið í bænum fáið þjer í undirritaðri verslun. — Sívaxandi sala sannar gæðin. Sent um alt. Versl. Bjðrninu. Bergstaðastræti 35. Sími 1091. Flallkonu gljðvðrurnar gagna mest og fegra best. BiðjiS' því kaupmann yðar um: Fjallkonu Skósvertu, Fjallkonu, Skógulu, Fjalllconu Skóbrúnu, Fjallkonu Hvítu, Fjallkonu Fægilöginn og Fjallkonu Gljávaxið góða. Þessar gljávörur þola allan saman- burð, hvað gæði og verð snertir, við samskonar iitlendar vörur, sem kallaðar eru þær bestu. Það besta er frá. H.f. Efnagerð Heykiavfkur Ingiliergnr Jóusson skósmiður hefir flutt vinnustofu sína af Grettisgötu 26 í Lækjar- ^ötu 10. Mnnið HT missir að hún skyldi ófrávíkj- anlega vilja fara til Frakklands. — En hvers vegna vildi hún þá fara? Kristófer hugsaði sig um litla stund. Ætlun hans var að ná þeim mesta hagnaði sem hugsanlegur væri af þeim áhuga sem sýnilega var að vakna hjá Gerald. — Vegna þess að skapgerð henn- ar er öðru vísi en annara og henni var ómögulegt að þola kringum- stæðurnar eins og þær voru. Hún unni þjer hugástum, en þú sást ekki sólina vegna annarar stúlku. Jeg var líka hrifinn af henni, eins og jeg hafði alt af verið og var nógu heimskur til þess að reyna að vinna ást hennar. Auðvitað hefði jeg óðara átt að kynnast hinu ósigrandi trygglyndi hennar við sínar eigin tilfinningar. Svo hallaði Kristófer sjer þægilega aft- ur á bak í sætinu og helt áfram að tala um málið á sama hátt og hann væri að tala í dómsalnum. — Fleiri stúlkur hefðu getað kosið einn öðr-1 um fremur, en ef óskir þeirra Að trúlofunarhringar eru happ- sælastir og bestir frá Signrþór Jónssyni. Austurstræti 3. Rvík. atig 3. Húsgagnav. Reykjavlkur. Maísmjöl, miög ódýrt. Mjólkurfjel. Reykjavíkur. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.