Morgunblaðið - 07.04.1932, Blaðsíða 2
MORGUNBI. AÐIÐ
Skoðun skipa.
Það var á pálmasunnudag
síðasta, er jeg var að leggja á
stað suður í Hafnarfjörð, að
Morgunblaðið kom á heimili
mitt og fletti jeg því í sundur til
áð leSa fyriraagnir greina. Kom
jeg þá auga á nafn mitt, með
stóru letri og datt fyrst í hug,
að einhver hefði logið því í bæn-
um að jeg væri dauður og ein-
hver kunningi minna væri þeg-
ar farinn að skrifa um mig eft-
irmæli og leit jeg því á undir-
skriftina og sá að gamli vinur
minn og starfsbróðir, Ólafur T.
Sveinsson, stóð þar undir, og
hugsaði sem svo, að hann væri
manna vísastur að sýna mjer
þennan sóma, og þar sem bíll-
inn grenjaði fyrir utan húsið,
varð jeg að fara án þess að lesa
greinina, en á leiðinni suður í
Fjörð, hugsaði jeg margt gott
til Ólafs fyrir hugulsemina.
I Firðinum var mjer sagt, að
jeg fengi heldur óþverralega
upp á þausarann hjá Ólafi
Sveinssyni og skildi jeg ekki
hvar í það gat legið, en er jeg
kom heim, las jeg greinina með
athygli og er því var lokið sagði
jeg við sjálfan mig:
Jeg vildi óska, að gamli vin-
ur minn hefði aldrei skrifað
þessa grein.
,,Langlokugrein“, sem Ól-
afur Sveinsson kallar mína
grein, eru 2i/í dálkur í Vísi, en
hann mun ætla að seta met, því
hans eru rúmir 3 dálkar í Morg-
unblaðinu, en þrátt fyrir þessi
miklu skrif eru sáralitlar upp-
lýsingar frá fagmanni gefnax,
en talsvert afbakað og fært til
verri vegar það, sem í grein
minni í Vísi stendur, en svo vill
það oft verða, þegar menn eru
öskuvondir, meðan þeir setja
hugsanir sínar.fram á pappírn-
um.
Það var ljóta setningin, sem
mér varð á að skrifa, „að skip-
in sjálf á sínum tíma kæmi því
upp hvemig þau hafi verið
skoðuð", en þetta varð þeim þó
á, „Jóni Valgeir“, sællar minn-
ingar og „Fanny“. Um Breiða-
fjarðar „Svan“ getum við verið
f/iorðari. Fari hr. Ólafur Sveins
son niður á skrifstofu Sjóvá-
tryggingarfjelags Islands, (sá
gangur er ekki langur) mun
hann geta fengið að sjá eftirrit
af Sjódómsrjetti út af strandi
,,Svans“, sem haldinn var hjer
í Reykjavík, eftir strand hans
17. janúar s.l. Með athygli ætti
hann að lesa framburð skip-1
stjórans, á tveim öftustu síð-
unum og athuga, hvort skip
þetta hafi sjálft sagt til — eða
ekki. I sama eftirriti er einnig
lýsing á vjel þess skips, og það
merkilega kemur fram í rjett-
arhaldinu, að hjer er hvorki að
ræða um seglskip með hjálpar-
vjel, nje mótorskip með hjálp-
arseglum. Fyrir fagmann hlýt-
ur lestur um þetta að vera mjög
fróðlegur, þótt við hinir lítil-
igldu, sem hann getur um síð-
ast í grein sinni, höfum ekki það
gagn af því sem skyldi, er við
lesum það.
Hr. ólafur Sveinsson skorar
á mig að sanna ertt og annað
og hótar mjer óvináttu eða van
þakklæti hinna 100 skipaskoð-
unarmanna, sem hann hefir yf-
ir að ráða. Þegar jeg skrifa
sömu grein í Ægi, 11. maí 1931
og sendi honum eins og vant er
ritið, þá er ekkert sagt, engin
athugasemd gerð, en þegar jeg
tek hið sama upp og fæ rúm
fyrir það í Vísi og þori að benda
á eitt og annað af því, sem jeg
bæði hef heyrt og sjeð og gefið
Ólafi Sveinssyni tækifæri til að
svara aðfinnslum, sem hjer má
víða heyra, þá tekur hahn mig
til bæna, í stað þess að þakka
mjer fyrir tækifæri það, sem jeg
gef honum með grein minni, til
þess að koma með faglegar leið-
beiningar skoðuninni til styrkt-
sr og sanna með rökum, vitleys-
ur þær, sem eru hjá mjer ög
fleirum, sem „þótt ekki af sjálfs
þótta rembingi, heldur af ó-
nógri þekkingu á tildrögum
þeirra atburða, sem menn þykj-
ast þekkja, en sem þá vantar
allan skilning á“ o. s. frv. eða
með öðrum orðum, skrifa þann-
ig stílaða grein, að við idiótarn-
ij in pleno, þegjum, hvað sem á
ger.gur.
Mjer skilst svo á grein Ól.
Sveinssonar, að hann hugsi eða
segi „Skipaskoðun, það er jeg“.
Inn á það svið mega ekki aðrir
koma en þeir útvöldu, en á því
varaði jeg mig ekki, þegar jeg
skrifaði greinina í „Vísir“. Mun
nú líða langt, þar til jeg fer út
á þá galeiðu aftur, en gott og
blessað var það, að þessi aula-
lega grein mín gaf skipaskoð-
unarstjóranum tækifæri til að
lata ljós sitt skína og mega
menn ef til vill vænta, að hann
af sinni miklu þekkingu, 'gefi
frekari upplýsingar og hvatn-
ingar um þetta velferðamál þjóð
arinnar og er þá tilgangi náð,
því ekki veitir af að skýra eitt
og annað, sem fyrir kemur, og
menn eru í vafa um hvernig
skilja skal.
Hafi það verið tilætlun Ól.
Sv„ með grein hans, að spana
mig upp til að skammast við sig
í blöðum, þá hefir það ekki tek-
ist og tekst ekki, þótt hann þar
reyni aftur, því þannig kveð jeg
ekki gamlan vin, en verið get-
ur, að jeg skýri síðar i Ægi,
hvílík kórvilla það sje, að láta
aðalskoðun á skipsbotnum fara
fram í svartasta skammdeginu.
Hvað væri sagt, ef menn færu
að dytta að húsum sínum og
mála þau á jólaföstunni til þess
að göturyk ekki skemdi máln-
ingu? Það er hið sama og mála
skip í snjó og frosti.
Hr. Ólafur Sveinsson hefir af-
ar vandasamt starf með hönd-
um og hefir sýnt mikinn dugnað
í því, en hann ætti að leiðbeina
almenningi endrum og sinnum
með smábendingum í blöðum
og ekki stökkva upp á nef sjer
og lesa rangt, þótt aðrir minn-
ist á starfið. Jeg hefi hvergi
nefnt annað, en skoðun skipa í
heild, enga sjerstaka menn og
vona, að Ól. Sveinsson beri nú
saman báðar greinar okkar aft-
ur, og ígrundi með ró og spekt,
hvort engu sje ofaukið í grein
hans, mjer til handa, í Morgun-
Neðantaldar
ÍSLiiSKHR vðmiR fyrirliggjandi
Trawlbuxur
Trawldoppur
Vinnuskyrtur
Olíusíðstakkar
Olíubuxur
Olíupils
Olíusvuntur
Sjóhattar
Nankinsfatnaður
Sjóvetlingar
Leðuraxlabönd
Madressur
Kústar og burstar
alls konar.
Botnvörpur
og hlutir í þær.
Þorskanet 16, 18, 20 og 22
möskva.
Uppsettar lóðir
Lóðarstokkar
Smokkönglar
Snurpinótasigurnaglar
Snurpinótablakkir
Fiskigoggar
Grunnlóð
Blýlóð, 3 stærðir
Carbidlugtir
ásamt. framleiðara.
Bárufleygar ■ (lýsispokar)
Bjarghringsdufl
Drifakkeri, 3 stærðir
Seigl fyrir skip og báta
Fiskábreiður
Bif reiðaáburður
Lúgupresenningar
Tjöld, allar stærðir og
gerðir.
Stangabaujur
Lúgufleygar.
EBið islenskan lðnaðl
0. ELUN6SEN.
HEILBRIGÐIfSLENDINQA
byggist á hollum fæðutegundum. Engar fæðutegundr eru hollari en mjólk og
mjólkurafurðir sem unnar eru í mjólkurvinslustöð okkar, eftir nýjustu og
bestu aðferðum sem visindin þekkja, undir eftirliti þaulæfðs sjerfræðings.
VELMEGUNtSLENDINGA
bygg'ist á því, að íslendingar noti íslenskar fæðutegundir. Engar fæðuteg-
undir eru íslenskari en mjólk og mjólkurafurðir. Engar fæðutegundir eru
betri nje heilnæmari en mjólk og mjólkurafurðir frá mjólkurbúi okkar.
Mjólkurfjel. Reykjavikur.
laðinu, sem út kom á Pálma-
jnnudag síðast.
Dráttur hefir orðið á svari, en
íömmum svara jeg aldrei í
á§kavikunni.
29 /3. 1932.
Sveinbjörn Egilson.
xxi r.
Jörðin.
; orið 1910, er menn ótt.uðust, að
ilastjarnan gerði hjer usla, voru
rær konur að tala saman á götu
|er í Reykjavík um liina yfir-
>fandi hættu, og heyrðist að önn-
- þeirra sagði:
Hefir þú annars heyrt, að
ið eigi að koma hingað stórt skip
> flytja alt. fólk af jörðinni til
vskalands.
Uppreisnin í Dartmoor.
Fanginn, sem bjargaði lífi
Tumers ofursta, hefir
verið sýknaður.
Þegar fanganppreisnin varð í
Dartmoor-fangelsinu í Englandi
f.vrir nokkuru, bjargaði einn fang-
inn lífi forstjóra fangelsins, Turn-
ers ofursta, og hætti til þess lífi
sínu. Fangi þessi lieitir George
Donovan. Árið 1928 var hann
ásamt tveimur mönnum öðrum
dæmdur tii lífláts fyrir að hafa
myrt lyfsala nokkurn í Brighton,
Ernst Serrith að nafni. En 14
klukkustundum áður en afta.kan
átti fram að fara, var dómnum
breytt-í æfilangt. fangelsi, og fekk
Donovan fregnina um það «r móð-
ir hans, kona og systir voru komn-
a? til fangelsins til þess að kveðja
hann fyrir fult og alt.
Nú hefir Donovan sem sagt feng'
ið uppgjöf allra saká. En yfir-
völdin voru hrædd um það, að
honum mnndi ekki vera óhætt í
Dartmoor eftir það og þangað til
hann yrði laus 'lát.inn. Var hann
því fluttur þaðan til fangelsis-
ins í Maidstone og látinn vera þar,
]>angað til sýknun hans var lýst.
Var honum og þá um leið afhent
fíirbrjef til útlanda og nægilegt
fje til þess að hann gæti byrjað
]>ar nýtt og hetra Mf.
Jóhann Þ. Jósefsson alþm. fór
nýlega með þýska eftirlitsskipinu
Weser til Yestmannaeyja.
/