Morgunblaðið - 20.04.1932, Síða 3

Morgunblaðið - 20.04.1932, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ S IHorgtttiMaðift Út^rof.: H.f. Árvakur, Reykjarlk. Ritstjðrar: Jðn KJartansson. Valtýr Stef&nsson. Rltstjðrn og afgreitisla: Austurstræti 8. — Slmt B00. Auglýslngastjðrl: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Stml 700. Helmaslmar: Jðn KJartansson nr. 741. Valtýr Stefánsson nr. 1810. E. Hafberg nr. 770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 & mánuOl. Utanlands kr. 2.50 & asAouBL t lausasðlu 10 aura eintakiB. 20 aura meO Losbðk. • r ■ •• • riarlogin afgreidd til efri deildár. Þriðju umræðu fjárlaga var lok- ið í Nd. í fyrrinótt. Hjer verður getið um helstu brtt. er samþykt- ar voru. Frá fjárveitinganefnd: — Til Bakkafjarðarvegar og Geithellna- vegar 5000 kr. til hvors, til Álf- heiðar Bilöndal, eltkju Kristjáns Blöndal póstafgr.m. 300 kr. Frá einstökum þingmönnum: Fjallabaksvegur 10 þús., Jökul- Halshlíðarvegur 5000, Breiðdals- vegur 5000 kr.. til fjallvega 5000 kr. hækkun; vörnflutningastyrkur til hafnleysishjeraða á Suðurlandi 20 þús. (ef frv. um bifreiðaskatt. verður samþ.); til v.b. Skaftfell- ings 4000 kr. hækkun, til Jóns Blöndals til lokanáms 1200 kr., til Jóns Leifs 1500, Skáksamband íslands 1500; ræktunarvegur í Vestmannaeyjiim 6000 kr.; fram- lag ríkissjóðs til erindrekstrar í Miðjarðarhafslöndum lækkað úr -3000 í 6000 kr.; til Búnaðarbanka fslands, til greiðslu á eftirstöðv- um af láni Áslækjarrjómabús við Viðlagasjóð 5500 kr.; samskonar æftirgjöf vegna Mjallar 12 þús. kr.; Gamalmennahæli á ísafirði 200 kr. liækkun; til Jóns Gauta Jónatanssonar, til að Ijúka námi í rafmagnsfræði 1800 kr. Aftan við styrkinn til Leikfjelágs Rvík- ur var skeytt þeirri athugasemd, -að 1000 kr. skyldu ganga til frú Soffíu Guðlaugsdóttur til sjólf- stæðra leiksýninga, ef ekki næst samkomulag um samstarf milli hennar og Leikfjelagsins. Til. Stór- stúkunnar 10 þús. (úr 8 þús.) en þar áf 2500 til sambands bindind- isfjelaga i skólum landsins. Holta- vörðuheiðarvegur 30 þús. (úr 20 þús.). I’á. voru samþyktar ýmiskonar heimildir til stjórnarinnar, svo sem: Að skipa þrjá menn t il að at- lmga ástand Flóaáveitunnar og fjárhagsgetu bænda á áveitusvæð- inu; að láta niður falla áskilið framlag á móti ríkissjóðstillagi til Kjósarvegar árin 1930 og 1931; að veita st.yrk til að koma upp mjólkurhúuin til osta- og smjiir- gerðar. Vj kostnaðar; að fela st.jórn Búnaðarbankans að selja hin dönsku ríkisskuldabrjef. sem viðlagasjóður á og eru nú að tryggingu fyrir veðdeild Lands- bankans, enda greiðist skuld við- lagasjóðs við ríkissjóð af andvirði hinna seldu brjefa; að taka á h igu á hentngum stað í Reykja- vík kjallara til geymslu á Inn- lendiuu kartöflnm. „Hegrinn" veldur spjöllum í höfninni. Brýtur framsiglu og reyk- háf af skipi. 1 rokinu í gærkvöldi tók „Hegr- inn“ svo mikið á sig að hemlur hans biluðu hafnarbakkamegin og Iirakti stormurinn ,,Hegrann‘ ‘ með f'Iugferð eftir brautart.eininum sem ei' á hafnarbakkanum. Þar við bakkann liggur kola- skipið ,,Ingerfire“, sem verið ei\ að skipa upp úr. Um leið og ,.Hegr inn“ rauk á stað, rakst hann fyrst. a framsiglu skipsins. Er hún úr hollu járni að neðan og bognáði þar og lagðist flöt út af ofan á stjórnpall skipsins. „Hegrinn“ helt. áfram. Fór hann rjett yfir stjórn- pallinn og rakst mi á reykháf skipsins og svifti honum af, svo að hann lá laus og flatur á vfirbygg- iuguunL Enn helt „Hegrinn“ áfram og rann brautina á enda. Þar á end- anum er viðnám, oki allmikill, sem hann átti að staðnæmast við, en hann hentist þar vfir og fram af ieiniimm og gróf sig niður í upp- fyllinguna. Þá. staðnæmdist hann fyrst og munaði þá minstu að hann hefði líka lent á aftursiglu ,.lngerfire“ og þá auðvitað brotið hana eins og framsigluna. Fjárlög Breta. Nýir tollar. London, 19 .apríl. United Press. FB. Fjármálamenn og viðskiftamenn sjerstaklega, en raunar eigi síður a'Ilur almenningur, bíður með ó- þreyju eftir því, að Chamberlain leggi fram f járlagafrumvarp stjórnarinnar í dag, ekki síst vegna þess að talið er víst. að frumvarpið muni leiða í ljós hver verði stefna stjórnarinnar um á- lagningu fastra tolla. í nánustu framtíð og hvað komi í stað þeiírra, sem ganga úr gildi í imaí næstkomandi. — Búist er við. að Chamberlain hefji ræðu sína kl. 3.30 síðd. og tali í níutíu mínútur. — Vegna Lausanne og Ottawe ráðstefnanna er tæplega búist við, að önnur fjárlög verði lögð fram í haust. Samkvæmt útvarpsfrjettum frá Englandi gat Chamberlain þess í ræðu sinni, að tekjuhalli á sein- ustu fjárlögum hefði orðið meiri, «D ráð var fyrir gert. og stafaði það aðallega af því, að tekju- greinir hefði brugðist, t. d. tekjur af pósthúsum uim 700.000£. Aftur á móti hefði skattar farið fram úr áætlun og hefði það bjargað fjár- málum Breta hve vel menn hefði greitt skattana. Lengra væri ekki hægt að ganga í beinum skattaá- lögum en gért hefði verið. og yrði skattarnir að lækka undir eins og liægt væri. — Tekjuauka af inn- fhitningstollum kvað hann hafa orðið 33 milj. £ og gerði ráS fyrir að nýir tollar yrði lögleiddir. ---——------------- Forvaxtalækkun. Helsingfors, 19. apríl. TJnitcd Press. FB. Forvextir hafa verið lækkaðir um í &V2%. innflutninsur á vörum sem framleiddar eru í landinu, eða hægt er að framleiða hjer. Þegar litið er á verslunarskýrsl- urnar, rekur maður fljótt augun í það, að fyrir stórfje eru fluttar inu árlega ýmsar vörur, sem fram- Ieiddar eru í landinu sjálfu, eða hægt er að frainleiða hjer. Nú er það að vísu svo, að ekki éru til yngri verslunarskýrslur en frá árinu 1929, og hefir eitthvað bre.ytst til batnaðar nm innflutn- inginn síðan. En af skýrslum þess- v.m má þó margt læra, og margar tölur eru þar athyglisverðar. T. d. höfum vjer flutt inn þetta ár síld til beitu fyrir 95 þús. kr. Er hart ti! þess að vita, þar sem vjer erum á hverju ári í vand- ræðum með að selja þá síld. sem vjer veiðum sjálfir. Kjötmeti var flutt inn fyrir 66.- 299 kr., þar af pylsur fyrir 45.401 kr. og flesk fyrir 17.291 kr. Smjörlíki var fhitt inn fyrir 170 þús. kr„ en síðan mun sá inn- flutningur hafa minkað st.órum, enda eigum vjer ekki að þurfa að flytja inn neitt af þeirri vöru. Af svínafeiti, tólg o. fl. var flutt inn fyrir 89 þús. kr. Mjólkurafurðir voru innfluttar fyrir rúmlega hálfa miljón króna, þar af niðursoðitt mjólk fyrir 346.827 kr., smjör fyrir 22.338 kr. og östar fyrir 146.516 kr. Egg voru fhitt inn fyrir 140.946 krónur, og er það þó vara, sem hægt er að framleiða hjer með litlum tilkostnaði. Af niðursuðuvörum, svo sem síld, fisksnúðum, laxi, humar og skelfiski, var flutt inn fyrir 83.769 krónur, en.af kjötmeti fyrir 60 þús. kr. og niðursoðið grænmeti fyrir 27.237 krónur. Kartöflur voru fluttar inn fyrir 329.951 kr„ laukur fyrir 41.460 kr., kálhöfuð og annað nýtt græn- meti fyrir 42 þús. kr., og bláber fynr 6367 kr.; er það að vísu ekki há upphæð, en hjer er nóg til af bláberjum og mætti tína svo rnikið af þeim í sumum sveitum, að þau væru útflutningsvara. Alls konar efnavörur, svo sem ávaxtamauk, saft, lakkrís, soja og ávaxtalitur, tómatsósa, brjóstsyk- ur. marsipan og konfekt var flutt inn fyrir 268 þús. kr.. og kaffi- bætir fyrir 257.619 kr. Oáfeng drykkjarföng, svo sem ávaxtavín, öl, gosdrykkir og edik var flutt ínn fyrir 565.157 kr. Af allsbonar ullarvörum er flutt. inn geisimikið, þar á meðal ullar- band f.yrir 123.506 kr., prjóna- vörur (sokkar, hærföt o. fl.) 995,- 707 kr„ ullarfatnaður karla 883,- 341 kr . Húðir og skinn voni flutt inu fyrir 279.038 kr. og strigaskór fyr- ir 111.276 kr. Kert.i. sápa, skósverta, fægiefni o. fl. var flut.t inn fyrir 617 þús. króna. Kjöttunnur og síldartunnur voru fluttar inn fvrir rúmlega eina milj. króna. Tilbúnar vörur úr st.rái. reyr o. fl. (þó ekki hattar) voru flntt. ar inn fyrir 108.751 kr. Baðlyf voru flutt inn fyrir 55.- 762 krónur. Leirker ýmiskonar voru flutt. irm fyrir 13.728 kr. Hjer er farið fljótt yfir sögu. en þessi dæmi ættu ])ó að nægja til að sýna mönnum fram á, að þett.a er óeðlilegur innflutningur. Vjer flytjum hjer inn vörur, sem vjer framleiðum sjálfir, svo sem kjöt, fisk og ullarvörur. Og svo flytjum vjer inn ógrynni af iðn- aðarvörum, sem hægt er að fram- leiða í landinu. Væri oss stórhagn- aður að því að framleiða þær sjálfir, þótt vjer verðum að kaupa liráefni í þær frá útlöndum, því að með því er aukin vinna í land- inu, en það er nauðsynlegt, eins og Iiögum vorum er nú lcomið. Sambanö iðnfjelaga. Nýlega hefir verið stofnað sam- band með iðnfjelögum þeim, sem vinna að húsagerð í Reykjavík. Sambandið lieitir: Tðnsamband byggingamanna í Rej’kjavík. Þátt- takendur í stofnun þess eru þessi átta fjelög: Trjesmiðafjelag Rvík- ur, Múrarafjelag Reykjavíkur, Málarameistaraf jelag Reykjavík- ui, Málarasveinafjelag Reykjavík- ur, Fjelag píplagningamanna í Reykjavík, Rafvirkjameistarafje- lag Reykjavíkur, Rafvirkjafjelag Revkjavíkiir og Veggfóðrarafjelag Reykjavíkur. Stjórn sambandsins' skipa einn fulltrúi frá hverju sambandsfje- lagi, og eru þeir þessir: Fyrir Trjesmiðafjel. Markús Sigurðsson, fyrir Múrarafjel. Kjartan Olafs- son, fyrir Málarameistarafjel. Ein-. ar Gíslason, f.yrir Málarasveinafjel. Araldimar Hannesson, fyrir Fjel. pípulagningamanna Ríkarður Ei- ríksson, fyrir Rafvirkjafjel. Sig- urður Jónsson, fyrir Rafvirltja- méistarafjel. Eiríkur Hjartarson, fyrir Veggfóðraraf jel. Victor Helgason. Forseti Sambandsins var kjörinn Markús Sigurðsson; ritari Sigurð- ur Jónsson; fjehirðir Einar Gísla- son. Tilgangur sambandsins er að (fla samstarf iðnaðarmanna í þess- nm iðngreinum á allan hátt og þá fyrst og fremst með því, að fyrirbyggja að aðrir en kunnáttu- menn, vinni að fagvinnu í þess- um greinum, og gera tilraun til að hindra óheiðarlega samkepni, sem komið hefir fram í því að einstaklingar hafa gert, svo lág tilboð í ýms verk, að þeir hafa, ekki getað leyst þan svo vel af hendi, að viðunandi geti talist. cg stundum orðið að hætta við þau há.lfgerð, sjer og öðrum til tjóns. Þessum tilgangi livgst Sam- bandið að ná, með því að stuðla að því, að hver einstaklingur, sem iðnrjettindi hefir, sje meðlimur í fjelagsskap sinnar iðngreinar, og að þeir brjóti ekki í bág við lög og fyrirmæli fjelaganna. Meðlimir geta öll iðnfjelög orð- ið, sem vinna að húsagerð í Rvík. og auk þess, einstakir meistarar, ef ekkert meistarafjelag er starf- andi í þeirra iðngrein. Sambandið vinnur á ópólitískum grundvelli, enda mæla lög ]iess svo fyrir, að ekkert sambandsfjelag megi vera meðlimur í neinu því sambandi. sem pólitískt get.i talist. Erindreki í London. Við 3. um- ræðu í Nd. í fvrrinótt, var feld fjárveiting ti*l þess að hafa ís- lenskan erindreka í London. Deilur Breta og Ira. Lorulon, 18. apríl. United Press. FB. De Valera hefir skorað á breshu. stjórnina að leggja fram sannanir fyrir því, að fríríkið hafi með samningi skuldbundið sig til a<5 inna af hendi ársgreiðslur t»»r, sem hafa orðið Bretastjórn og' hinni nýmynduðu fríríkisstjórn. íjð deiluefni. Breska stjórnin hefir orðið við áskorun De Valera nu.ð því að birta opinbera skýrslu utm( fjárhagssamkomulag milli Breta- stjórnar og fríríbisstjórnarinnar, frá árinu 1923, en í samkomnJagi þessu er vikið að. ársgreiðslrumm. Sjálfstæði Navarra. Pamplona, 18. apríl. United Press. UB. Tilraun varð gerð til þess 1 d&g að brenna hús Joaquin Bale«tetta, leiðtoga flolcks. sem vill endur- reisa hið forna Navarra-konung- dæmi. — Balestena og fleiri hoo- ungssinnar hafa verið handteknir og saltaðir um svikráð gegn lý.ð- veldinu. (Pamplona. eða Pampiv- luna, stendur við fljótið Arga » Norður-Spáni. Borg þessi var höi- uðborg hins forna Navarra-koo- ungdæmis). mþingisfáninn. í 87. tbl. Morgunblaðsins ei smágrein með yfirskriftiiini lenski fáninn og Alþingishúsið" og undirskrifuð „8káti“. Það má vel vera að sá, sem. greinarstúfinn skrifaði sje eða hafi verið skáti, um það er mjer óhunn- ngt. Skátum er kent að hera vir$- ingu fyrir þjóðarfánanum og elska hann svo, að þeir megi eigi þola að honum sje sýndur ósómi, en' ])ótt skátum sárni að sjá t. d. ilia útleikinn eða rifinn fána dreginn a stöng. her þeim að finna að því á kurteislegan h.átt og ef þeir birta aðfinslur sínar í opinheru blaði. þá að skrifa undir eigih nafni. Enda er það algjorlega gagnstætt anda og fyrirmælum sfcá.talaganna að ófrægja með dylgjum hvern sem í hlut á eg ekki þá síst sjálft Atlþingi lands- ins eins og virðist koma fratn í áðnrnefndri greiu. Reykjavík, 16. apríl 1932. A. V. Tulinina, skátahöfðingi. Ath. Urnrædd grein var birt. hjcr í blaðinu með tilliti til þess, að það væri almenn ósk skátafjeiaga að hún væi'i birt. Hefir því hjer' verið um misskilning að ræða sem liöf. ofannefndrar greinar íeið- rjettir. . Ritstj. Gengi sterlingspunds. London, 19. apríl. United Press. F*B. Gengi sterlingspunds í gær. mið- að'við dollar 3.7714, er yiðskifti hófnst. en ■ 3.78%, er viðskiftttm laiik. New Vork: Gengi sterlingsprnuks $3.79, er viðskifti liófust, eú $3.78%, er viðskiftum lauk. Verslnnarmannafjelag Hafnas- fjarðar heídur dansleik í kvöid í Hótel Birninum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.