Morgunblaðið - 07.05.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1932, Blaðsíða 2
MORGUNBIAÐTÐ Fyrir ligg jan Ai: Hestahafrar, vernlega gúðir. fflanið að hafrar irá okknr ern besta eldið fyrir reiðhestin yðar og má einnig nota sem sáðhafra. Bygglngarlöðlr. 23 lóðir við Lauganesveginn vestanverðan, fyrir inn- an Kirkjuból, verða leigðar til íbúðarhúsabygginga. Á öllum lóðunum á að byggja einstæð hús. Hver lóð er 437^2 fermeter að stærð. Umsóknir sendist á skrifstofu borgarstjóra og er þar uppdráttur af lóðunum til sýnis. L. Borgarstjórinn í Reykjavík, 6. maí 1932. K. Zimsen. Lystibátnr. Lystibátur síldareinkasölu íslands „Blanche Fleur“ 4.71 smálest, bygður í Noregi árið 1927 úr eik, er til sölu. Báturinn hefir rúmgóðan klefa sem tekur 6—8 manns, klefi þessi er þiljaður innan með mahogni, aftast í bátnum eru sæti fyrir um 10 manns. Allar upplýsingar gefur Skilanefnd Síldareinkasölu Islands. (Sími 1733). Allar fagrar konur nota hvítu Lux handsápuna vegna pess, hún heldur hörundi þeirra jáfnvel enn pá mýkra heldur. en kostnaðar- samar fegringar á snyrtistofum. LUX HANDSAPAN „Jeg Tiefi reynt nm da- gana óteljandi tegnndir af frðnsknm harisápum, en aldrei á æfi minni hefi jeg fyrir liitt neitt sem jafnast á við Lux hand- sápuna ; vilji maður hal- da iiörundínu unglegu og yndislega mjúku “ [M-G-M) 209-50 IC LEVER BROTHERS LIUITED, PORT SL'NTJGHT, ENGLAND Veiðirjettur og eignarjettur. Laxveiðafrumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, er hið ákveðnasta bolsafrumvarp sem þar hefir sjest, segir Jón H. Þorbergsson. Jón H. Þorbergsson bóndi á Laxamýri var nýiega á ferð bjer í bænum. Hafði Morgunblaðið tal af honum um laxveiðafrumvarp það sem Alþingi hefir nú til meðferðar, og neðri deild nýlega hefir af- greitt. Frumvarpið hnígur mjög á þá sveif, að takmarka veiði manna við árósa, til hagnaðar fyrir þá veiðibændur, sem veiðirjett eiga til dala. Dreifing veiðarinnar. — Það er vitaskuld ekkert á. móti því, segir Jón Þorbergsson, að veiðinni í laxveiðivötnum sje þannig hagað, að hún dreifist sem mest, milli veiðibænda. En Iöggjafarvaldið má ekki gleyma því, að meðan núverandi skipun er á eignrjetti manna, verð- ur ekki eign eins tekin og afhent öðrum, nema sá sem missir eign sína, eigi rjett til skaðabóta. Veiðirán — eignarán. Jón Þorbergsson segir m. a.: Til þess að skýra ákvæði lax- veiðafrumvarpsins, eins og það er nú, get jeg tekið dæmi frá jörð niinni Laxamýri. Hún ev samkvæmt núgildandi fasteignamati metin á 80 þúsund krónur. Af þeirri upphæð má telja að laxveiðin sje metin ea. 55 þús. krónur. Af jörðinni, eins og hún er metin nú, verður eigandi að greiða öll opinber gjöld. Jörðin, með hlunnindum, er og að veði fyrir lónum, en veð má ekki skerða, sem kunnugt er. Gerum nú ráð fyrir, að lax- veiðafrumvarpið yrði að lögum. Með því er veiðitími veiðieigenda styttur úr 5þ-j sólarhring á viku í 4^2 sólarhring. Bannað er að leggja veiðitæki lengra út í á, en þriðjung af breidd árinnar frá bakka. Nú má leggja veiðitæki út í miðja, á. Enn fremur er bannað að veiða í háf, og bannað að veiða með ádrætti í sjó nema í 500 metra fjarlægð frá árós. Með því er t. d. afnumin sjóbirt- ingsveiði á Laxamýri, því sjóbirt- ingurinn veiðist í ósalta vatninu við árósinn. Allir sjá að veiðirjettur jarðar- eigenda er hjer skertur að miklum mun, rjettnr, sem er eign lians, sem hann hefir greitt í jarðarverði. Og ekki nóg með þetta. Yeiði- eigendum er gert að skyldu að borga laun eftirlitsmanna, jin þess þeir bafi nokkurn íhlutunarrjett um kaupsamning við eftirlitsmenn- iua. Þeir gætu t. d. tekið verð allrar veiðarinnar í kanp sitt. Og klak verða þeir að greiða í hlutfalli við veiði sína. Má að vísu telja það sanngirni. En taka verður þá líka tillit til þess, að menn þeir, sem klakið er íalið, viti hvað þeir eru að gera, en ,fari ekki eftir tyllivonum um það, að með klaki megi fylla allar ár af laxi, enda þótt reynslan annars staðar hafi sýnt alt annað. Skaðabótaskylda, ríkisins. Eins og jeg hefi tekið fram, segir J. H. Þ., er löggjafarvaldinu vitaskuld frjálst að dreifa veið- inni í ánum. En meðan núverandi stjórnarskrá er við lýði, og vatna- lögin, sem tryggja mönnum eigu á vötnum landeigna sinna, þá er ekki hægt að svifta, menn veiði- rjetti, og afhenda hann öðrum, án þess skaðabætur komi til greina, til þeirra sem verða fyrir tjóninu. Ef laxveiðalög ákveða ekkert um það, hvernig þær skaðabætur skuli fram fara, geta veiðieigend- nr ekki haft aðrar aðferðir, en leita álits dómstólanna, til að fá þar rjett sinn. Ef löggjafarvaldið t. d. sviftir einhvern ósahónda helming veið- innar, hlýtur hann að eiga rjett á að fá endurgoldinn helming þeirrar upphæðar, sem laxveiðin var áður metin í fasteignamati jarðarinnar — þó ekki sje lengra farið. En meðan laxveiðafrumvarpið ákveður ekkert um skaðabætur, gerir beint ráð fyrir, að eignir sjeu af mönnum teknar, og öðr- um afhentar, sje jeg ekki betur, en frumvarpið til laxveiðalaganna sje hið ákveðnasta holsafrumvarp, sem enn hefir sjest á Alþingi. Dr. theöl. Jens Nörregaard prófessor í kirkjusögu við háskól- ann í Kaupmannahöfn dvelur hjer í bænum um þessar mundir. Harni kom hingað með e.s. Island síðast liðinn miðvikudag og býst við að verða hjer mánaðartíma. Aðaler- indi hans hingað er að flytja nokkur erindi kirkjusögulegs efnis í háskóla vorum fyrir stúdenta og þá aðra, sem hafa mætur á kirkju- sögulegum fróðleik. En jafnframt því er tilgangur hans sá að kynn- ast andlegu lífi þjóðar vorrar og landinu sjálfu eftir því sem tími vinst til, sjerstaklega stöðum, sem frægastir eru í sögu vorri. Prófessor Nörregaard er maður á besta aldri, að eins 45 ára, og hefir um 10 ára skeið verið pró- fessor við háskólann. Hann er mað- ur prýðilega lærður og vísinda- maður ágætur. Aður en hann gerð- ist prófessor hafði hann árnm saman dvalist í útlöndum. Arin 1911—1914 heimsótti hann þýska liáskóla (einkum Túhingen og Ber- lín) og hreska (Edinborg, Cam- bridge og Oxford) og dvaldist þá einnig hálft ár á ítalíu, til að kynnast kristilegri list. Árin 1922 -—1923 dvaldist hanú hálft ár í Frakklandi og um tveggja mán- aða skeið á Norður-Afríku til vís- indalegra rannsókua þar, varðandi forna kirkjulega sögustaði, eink- um liá er koma við sögu Agúst- ins^ kirkjuföðursins nafnfræga. Þaðan hjelt hann svo í annað sinn til Italíu og dvaldist þar nm liríð, en var þá kvaddur heim til þess að takast á hendur embættið sem prófessor í kirkjusögu við háskólann í Khöfn, en því embætti hefir hann gegnt síðan og verið sjerstaklega vellátinn af lærisvein- um sínum. Sem vísindamaður hef- ir dr. Nörregaard fengið mikið orð á sig sjerstaklega fyrir rannsóknir sínar varðandi æfi og þróunarferil Ágústins. Varð hann doktor í guðfræði fyrir mikið rit og ágætt um „Afturhvarf Ágúst- ins“ („Augustins religiöse Genn- embrud“, sem nokkru síðar kom út í þýskri útgáfu). Annað rit minna hefir hann samið um sama efni („Augustins Vej til Kristen- dommen“). Einnig hefir liann end- mið og aukið á dönsku kirkju- sögu Holmquists, og kom fyrra bindi þess ágæta rit.s iit á næst- liðnum vetri. Dr. Nörregaard er formaður guðfræðingafjelagsins danska („Theologisk Forening“) og prýðilega látinn sem fyrirlestra maður. Fyrsta fyrirlesturinn heldur dr. Nörregaard í dag kl. 6 síðdegis í Háskólanum um „Afstöðu Águst- ins til nýplatonskunnar“, og er öllum heimill aðgangur meðan hús- rúm, leyfir. Síldarflutningur til Sigluflariar. Út af símfregn frá Siglufirði, sem birtist lijer í hlaðinu þ. 5. þ. m. liefir Svavar Guðmundsson heð- ið Mbl. fyrir eftirfarandi Athugasemd Þáð skaí tekið fram, að kol þau, sem e.s. „Örnin“ flutti til ríkis- verksmiðjunnar. eru keypt að til- hlutun skilanefndar Síldareinka- sölu íslands og eftir liennar fyrir- mælum. Það var einnig samkvæmt fyrir- mælum skilanefndarinnar, að e.s. ,,Örnin“ var látinn taka bræðslu- síld í aðra lest skipsins, sem tæmd hafði verið á Akureyri, og flytja síld þessa til Siglufjarðar. Akvarð- anir um flutning þeiman yoru tekn ar án þess að herra Þormóður Eyjólfsson væri að spurður og er honum mál þetta því með öllu ó- viðkomandi. Það er öllum vitanlegt, sem til þekkja að skip Eimskipafjelagsins geta ekki tekið að sjer flutning á helmingnum af allri þeirri síld, sem þarf að flytja frá Akureyri í bræðslu, svo hjer hefir ekkert ver- ið frá þeim tekið. Frá Eimskipafjelaginu. Þá hefir forstjóri Eimskipafje- lagsins beðið Mhl. að láta þess getið, að afgreiðslumaður Eim- skipafjelagsins í Siglufirði, Þor- móður Eyjólfsson, hafi tilkynt s.jer um flutning þann með erlendn skipi, sem hjer um ræðir, og hafi Eimskip ekki getað annast flutn- inginn, að því sinni. Niðurlagsorð. Er þá sennilega útrætt um þetta mál, nema ef þeir Svavar Guðmundsson og Guðm. Vilhjálmsson vilja ræða um það sín á milli hvað rjettara sje, að Þormóður Eyjólfsson hafi tilkynt um flutninginn, eða Þ. E. hefir ekkert'um hann vitáð. Því hvort tveggja getur naumast hafa átt sjer stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.