Morgunblaðið - 20.05.1932, Page 2

Morgunblaðið - 20.05.1932, Page 2
2 MORGUNBIAÐIÐ VefnaðarvðrndaildiD: Alklæðnaðir, Sportföt, Hattar, Húfur, Pokabuxur (Plus Fours), Reiðbuxur. Gólfteppi, hentug fyrir framan rúm. Stærðir: 76x160, 61x122, 71x145 cm. Látið eigi hjá líða að athuga verð og gæði. Skattskrá Reykjaviknr liggur frammi í bæjarþingstofunni í hegningarhúsinu frá laugardegi 21. maí til laugardags 4. júní kl. 10—20, að báðum dögum meðtöldum. Kærufrestur til þess dags, er skattskrá liggur síðast frammi og þurfa kærur að vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur, Hafnarstræti 10, í síðasta lagi kl. 24 þann 4. júní. Skattstjórinn í Reykjavík. Eysteinn Jðnsson. BINDEX. Vatnsþjett sementsmálning. Bindex er málning sjerstaklega gerð fyrir alls konar múr- aða fleti. Aðalefnið í Bindex er hvítt Portlandsement, sem blandað er litum og ýmsum öðrum efnum, sem gera það „ljósegta“.Bindex verður hart eins og tinna, það samlag- ast sementshúðun og endist þannig jafn lengi og sements- húðin sjálf. Bindex þolir alla veðráttu: kulda, hita, þurk og vætu. Bindex gerir múrfleti alveg vatnsþjetta. Bindex fæst í ýmsum litum, og er notkunin mjög einföld. Allar nánari upplýsingar hjá J. Þorláksson 5 Norðmann. Bankastræti 11. Símar 103, 1903 & 2303. í DAG verður opnuð ný kjötbúð á horninu á Klapparstíg og Njálsgötu. (Útbú frá Kjötbúðinni í Ingólfshvoli). Hringið í síma 1982. Virðingarfylst. M. Frederiksen. HiliUNPDfr op hiiiuhoriar, kreppnpappír, nmbúðapappír og teiknlstlitl hvit og mislit f Bökauerslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austnrbæjar B. S E. Lv. 34. Uerslunarskólinn. Frá starfsemi skólans síðastliðinn vetur. Skólinn hefir starfað í 6 cleild- um í vetur, þar af 1 kvölddeild. Nemendur hafa verið um 170 víðs- Vegar að af landinu. Horfur eru á því að skólinn verði að minsta ikosti ekki minni næsta vetur, þvi að 34 gengu nú undir inntökupróf og þegar eru komnar tilkynningar frá allmörgum öðrum, sem ætla að ganga imdir haustprófin, að ]>ví er skólastjóri sagði í ræðu sinni við skólauppsögn. í vetur var tekin upp kensla í nokkurum nýjum námsgreinum, versiunar- ^ögu, vöruþekkingu og nokkurum greinum viðskiftafræða, spænsku og hraðritun, og í nokkurum öðr- um greinum var kenslunni breytt eða hún aukin (vjelritun, bók- færsla). Sumt af þessu er enn á tilraunastigi, m. a. af því að nauð- synleg söfn og áliöld hefir vantað. í vetur" hefir verið komið upp dálitlu vörusafni og eru þegar komin í það nokkuð hundruð sýn- ishorn og von á fleirum, sem ættu að vera tilbúin næsta vetur. Þá hefir einnig verið lagður dálít- ill grundvöllur að bókasafni fyrir skólann. Enn fremur var í vetur byrjað að starfrækja í skólanum sjerstaka æfingastofu. Þar hafa nemendur haft daglegar vjelritun- aræfingar og fjölritun og ætlunin mun vera sú, að hafa þarna fleira verklegt nám. í sambandi við þessa ■æfingakenslu liafði skólinn í vetur sýningu á skrifstofuvjelum, þá fyrstu sem hjer hefir verið haldin. 1 þessu sambandi má einnig geta þess, að skólinn byrjaði í vetur á því, að sýna nemendum (einkum í efsta bekk) ýms verslunar- og atvinnufyrirtæki og naut þar góð- vildar forstöðumanna þeirra. Þessi fyrirtæki voru skoðuð í vetur: Mjólkurfjel. Rvíkur, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Fjelagsprentsmiðj- an, Hamar, Skóverslun Lárusar G. Lúðvígssonar, Klæðaverksmiðjan Álafoss og búin á Korpúlfsstöðum og Reykjum. Fyrirlestrastarfsemi byrjaði skól inn einnig í vetur og voru fluttir í skólanum þessir fyrirlestrar: Stjórnskipulag og flokkar í helstu menningarlöndum (Vilhj. Þ. Gísla- son). Verslunarhús og innrjetting búða (Sig. Pjetursson byggingar- fulltrúi). Heilbrigði og verslun (Þorbjörg Árnadóttir f. yfirhjúkr- unarkona). ísl. framleiðsla (Egill Guttormsson framkv.stj.). Fjár- lög og landsreikningur ('Magnús Jónsson próf. alþm.) Baráttan fyrir íslensku verslunarfrelsi á 18. og 19. öld (Vilhj. Þ. Gíslason). Auglýsingar (Wickmann). Þá má geta þess, að skólinn kom á hjá sjer í vetur nákvæmu heilbrigðiseftirliti og rjeð til þess sjerstakan skólalækni (Bjíirn Gunnlaugsson) Fjelagslíf nemenda var óvenju fjörugt og gott samstarf Versi- unarskólans við aðra skóla. — í skólanum starfaði í vetur mál- fundafjelag, söngfjelag og dálítil hljómsveit, taflfjelag, íþróttafjelag og sjerstök skemtinefnd. Verslunarskólinn er orðinn ein- hver stærsti skóli landsins og starf ar nú af eigin ramleik og með dá- litlum ríkisstyrk, sem er mjög dágur, þegar tekið er tillit til nem- r.emafjölda og kenslustundafjölda og þess hlutverks, sem skólanum er ætlað. Þessir nemendur luku burtfar- arprófi (einkunnir eru reiknaðar eftir Örsteds-kerfi, á sama hátt og t. d. í Mentaskólanum): Alfreð Jónasson, I. einkunn. Ásmundur Olsen. Ásta Jónasdóttir. Bjorn Ófeigsson, I. eink. Einar Guðjónsson. Emil Richter. Eyjólfur Þorvaldsson, I. eink. Gísli Hannesson, I. eink. Gróa Helgadóttir. Guðríður Sigurðardóttir. Gunnar Kristjánsson. GunnJaugur Ingvarsson. Hans A. Hjartarson, I .einlt. Helga Gísladóttir, I .eink. Hermann Hermannsson. Tndriði Björnsson, I. eink. Jóhanna Kristjánsdóttir, I. eink. Jón Sigurðsson, T. eink. . Jón Þorleifsson. Már Einarsson, I. eink. Oddnr Sigurðáson, I. eink. Olga Stefánsdóttir., Ólöf Júlíusdóttir, T. ág. eink. Sigríður Eiuarsdóttir. Sigríður Pjetursdóttir, I. eink. Sigurbjörn Meyvantsson, I. eink. Sigurður Guðjónsson, I. eink. Skúli Halldórsson. Steinþór Marteinsson, T .eink. Viðar Thorsteinsson. Víglundur Möller, I. eink. Þorsteinn Egilson. Þorvaldur Ansnæs. Örn Ó. Johnson, I. eink. Þeir nemendur, sem skarað höfðu fram úr við námið, fengu verðlaun, voru það þessir: Óilöf Júlíusdóttir frá ísafirði, hlaut hæstu einkunn við hurtfar- arpróf og einhverja hæstu eink- unn, sem fengist hefir í skólanum (1202 stig). Næst hæstu einkunn hlaut Björn Ófeigsson, Reykjavík (117 stig), og þriðju hæstu Indriði Björnsson, Siglufirði og Már Ein- arsson, Hafnarfirði (112 stig). — Enn fremur hlutu verðlaun skól- ans þau sem efst voru í hverjum hinna bekkjanna: Þráinn Sigurðs- son, Siglufirði í II. A. Anna Líndal Rvík, í II. B., Ólöf Magnvisdóttir, Reykjavík í T. A og Ingveldur Þorsteinsdóttir, Keflavík í I. B. TJmsjónarmenn fengu einnig við- urkenningar skólans fyrir störf sín. Heiðruðu húsmæður! biðjið kaupmann yðar eða kaup- fjelag ávalt um: Vanillu Citron búðingaduft Cacao frá Rom H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Hann er búinn til úr úrvalsefnum: Efnin eru jurtir af guðs- grænni jörðinní, brendar og malað- ar á sama hátt og blessaðar kaffi- baunirnar. Munið því að biðja um þann rjetta. Það er og verður. G. S. Kaffibætlr, Glæný bðknnaragg 13 anra. Snðuegg 15 anra. Störfeld verðlækkun á reiðhjólum. Ferðafjelag íslanðs. Önnur ferð: Kaldársel, Vatnsendi. Verð frá kr. 100—200. Allir varahlutir seldir ódýrt; ásettir ókeypis. mjög Næstkomandi sunnudagsmorgun er fyrirlmguð skemtiferð með bíl- um suður að Kaldárseli, svo iangt sem fært, er; þaðan gangandi að Elliðavatni og á Vatnsendahæð og þaðan aftur með bílum til Reykja- víkur um kvöldið. Þ'eir, sem vilja og eru göngugarpar, geta bæglega gengið upp á Helgafell í leiðinni, en þaðan er gott útsýni yfir Reykjaneshraunin í kring og ná- læg fjölíl, Trölladyngju, Sveiflu- háls, Lönguhlíð, Bláfjöll og Vífil- fell. Hefir Guðmundur Bárðarson pró fessor lofað að vei’ða með í ferð- inni og segja þátttakendum frá því helsta sem fyrir augun ber. Er hann allra íslendinga kunnugastur jarðmyndunum á Reykjanesfjall- garði og hefir rannsakað þær ítar- lega. Signrþór Jónssan. Austurstr. 3. Amatördeild Lofts í Nýja Bíó. Framköllun og kopíering fljótt og vel af hendi leyst. Farið verður af stað úr Hafnar- stræti á Hteindórsbílum kl. 9 ár- degis, en kl. 6 taka bílarnir fólkið á Vatnsendahæð. Aðgöngumiðar kosta kr. 3.50 fyrir fjelaga og kr. 4.00 fyrir aðra og verða seldir á afgreiðslu Fálkans í dag og til kl. 4 á morgun. Verði veðnr hagstætt, ræður það að líkum, að þetta .verður öllum .þátttakendum ánægjulegur dagur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.