Morgunblaðið - 08.06.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1932, Blaðsíða 2
M0RGONBl A Ð í Ð Hauomenn — HaagflelOg! A.S. Sadolin & Holmblads málningavörur hafa eftir- talda kosti: Útlit fegurst — ending best — þekja mest. Árangurinn verður sparnaður ef þær eru notaðar. Athugið það í kreppurmi. Fyrirliggjandi: Appelsínur, Jaffa, 144 Appelsínur, Brasil, 176. Appelsínur, Valencia, 300 og 240 stk. Epli. Laukur. Kartöflur nýjar og gamlar. Eggert Kristjánsson & Co. Símar: 1317 og 1400. Fálkinn flýgur út. Heildsölubirgðir hjá Rialfa Biðrnssyni S Co. Símar 720, 29B. Fálkakaffibætirinn er elsti kaffibætirinn. — Deilur H. R. við i. S i. Ein,s og flestu íþróttafólki og íþróttavinum er kunnugt, hófust deilur milli K. R. annars vegar og fyrverandi knattspyrnuráðs í Reykjavík og í. S. f. hins vegar síðastliðið haust. Mál þetta hefir þegar vakið mikla eftirtekt og um- tal hjer í bæ og víðar, bæði meðal íþróttafólks og annara, en fáir vita á því ful’l skil, þess vegna og til þess að allir gætu fengið sem greinilegastar upplýsingar um þessar deilur og málarekstur allan á hendur K. R. þá sömdum við greinilega skýrslu um málið alt frá upphafi og fram til þessa dags einnig fylgdi álit þriggja iögfræð- ' inga, sem athugað hafa alla mála- vexti; ásamt stuttu svari til f. S. I. út af grein þeirra hjer í blaðinu á dögunum. Ætluðumst við til þess að hver og einn gæti svo dregið ályktanir og myndað sjer skoðanir um málefnin eftir þeim ' gögnum öllum, er til greina koma, og báðum því Morgunblaðið fyrir birtingu þessarar skýrslu alirar. En því miður gat blaðið ekki tekið skýrsluna, þar eð hún þótti of löng til þess, og verður hún því að birtast annars staðar, en í þess stað birtast athugasemdir við áður umgetna grein í. S. í. Vegna þess að þetta síðasta af- rek f. S. í., sem sje, að reka K. R. úr í. S. í., vakti almenna nndrun hjer í bæ og víðar og vegna stöð- ugra fyrirspurna til okkar út af því, þá birtum vjer litlu síðar hlut- lausa skýrslu um þetta síðasta á- hiaup, í Morgunblaðinu 15. maí og ræddum málið þar nokkru nánar. Ut af því er stjórn í. S. í. nokk- uð að ybbast við okkur í Morgun- blaðinu 19. maí, kemur þar skýrt fram hvern áhuga stjórn í. S. í. bar í brjósti fyrir því að reka K. R. úr sambandinu við fyrsta fáan- legt tækifæri. Færi betur ef slíkur feikna áhugi ríkti hjá stjórnar- meðlimum í. S. í. þegar um væri að ræða eitthvað sem íþróttalífinu í landinu væri til nytsemdar og þroska. Ekki svarar stjórn í. S. í. ásök- un vorri á hendur henni, út af til- raun hennar til að skaða íþrótta- lífið í bænum, með burtrekstri og litilokun stærsta íþróttafjelagsins út af smámunum, 1 þess stað gerir hún miklar tilraunir til að afsaka lagabrot sín, og kemur meðal ann- ars með þá broslegu ályktun sína, að fari reglugerðargrein í bága við lög, þá sje hvort tveggja ónýtt. Þetta er óneitanlega fúrðulegt, jafnvel þótt það komi frá stjórn í. S. f. Hegningarbálkur eða reglu- gerð um hegningu, sem kemur í bág við lög eða stjórnarskrá hvort heldur er fjelaga eða ríkja hefir ekkert gildi. Slík fyrirmæli sem fara í bág við lögin falla um sjálf sig. Það er ósatt hjá stjórn í. S. í. að 15. gr. I. f. S. í. fjalli um hurt- rekstur fjelaga úr sambandinu fyrir fult og alt, heldur er þar að eins talað um burtrekstur og í þessum síðustu málaferlum K. R. og f. S. f. er ekki lítill munur á þessu tvennu. Greinin hljóðar svo meðal ann- ars: — „Brottrekstur fjelaga úr sam- handinu má ekki fara fram nema á aðalfundi“ o. s. frv. 5. grein Hegningarbálksins sem i stjórn í. S, í. vitnar í, fer því | greinilega í bága við sjálf lög 1. S. í. og ætti vitanlega að eins að íjalla um útilokun frá íþrótta- keppni. Stjórn í. S. í. gefur í skyn að K. R. muni ekki hafa ætlað sjer að hlýða dómi þess í fyrstu nema að hann fjelli K. R. í vil. f því sambandi viljum vjer geta þess, að K. R. sendi deilumál þetta til í. S. í. til leiðrjettingar eins og sjá má á fyrsta brjefi K. R. til 1. S. í., en ekki til staðfestingar á laga- brotum Knattspyrnuráðsins. Við höfðum sem sje ekki í fyrstu á- stæðu til að ætla að stjórn í. S. í. hefði ekki þroska til að afgreiða þetta. mál lögum samkvæmt. Nei órjettlæti stjórnar í. S. í. gagnvart K. R. kom í ljós þegar í upphafi málsins enda þótt enda- lok þess væru upphafinu verri. Þau eru nýtt ’met hjá 1. S. I. Og óneitanlega er það einkenni- leg framkoma hjá sambandsstjórn- inni, þeirra manna. sem eiga að gæta hags þeirra íþróttaf jelaga, er í sambandinu eru, að svo að segja að sitja með reidda öxi yfir höfuð- svörðum fjelaga í sambandinu og telja það skyldu sína að reka fje- lag úr sambandinu við fyrsta fáan- legt tækifæri, og ef með þarf að reyna að útskýra lög og reglu- gerðir eftir geðþótta og því sem þeim fihst best við eiga, svo að lögum samkvæmt falli ekki á þá blettur nje hrukka. Slík sambands- stjórn er ekki líkleg til þrifa. Stjórn f. S. í. kveðst ætla að gefa skýrslu um mál þetta og senda sambandsf jelögunum og' finst oss það vel við eigandi. Við væntum þess að þeir muni eftir að birta álit lögfræðinganna í málinu. Stjórn K. R. 5öngskemtun Jóhönnu Jóhannsdóttnr og Sig. Birkis í hiisi K. R. var haldin fyrir því nær fullu húsi og' við ágætar við- tökur áheyrenda. Þau iná bæði telja til nýjunga í reykvísku hljóm leikalífi. Birkis hefir verið svo önnum kafinn við kenslu undan- farin ár, að hann hefir ekkert næði liaft til þess að syngja sjálfur; ungfrúin söng hjer eins og kunn- ugt er síðastliðið haust, en áheyr- endur vorn því miður alt of fáir þá. Þau fjelágar (svo notað sje kommúnistiskt hugtak) sungui sam an fjóra dúetta, tvo íslenska og tvo úr óperunni „La Traviata“, og fjellu raddir þeirra prýðisvel saman, báðar háar og skærar, hvor á .sínu raddsviði. Smekkur, kunn- átta og músíkölsk tilfinning' eru eiginleikar, sem þau eiga þæði í ríkum mæli, og báru óperudúett- arnir þess vott, að vel hafði verið unnið að verkefnunnm, og hvergi misfellur á. TJngfrúin söng ein nokkur lög, varð að endurtaka tvö þeirra, og syngja tvö lög að auki. ftalska arían gaf henni tækifæri til þess að sýna þá kunnáttu í „koloratur- söng“, sem hún hefir fengið, en af íslensku lögunum tókst henni betur ,Svífðu nú sæta‘ eftir Stein- grím K. TTall, sem einnig virðist gert af mun meiri kunnáttu en lag Björgvins Guðmundssonar. — iBirkis söng einn lag eftir Kalda- ! lóns „Til næturinnar“. sem er eitt jaf þeim veigaminstu, er runnið liafa úr sjálfbTekung þess frjó- sama og vinsæla höfundar, en Birkis gerði eins mikið úr laginu og hægt var. Eftirtektarverð var meðferð lians á tveimur lögum eftir Tosti, sjer í lagi „Ridonami la calma“ sem sungið var mjög lát- laust en tilþrifamikið. Aðsóknin að söngskemtuninni sýndi það, að menn höfðu hugsað sjer gott til þessa tækifæris, en. eins og allir vita, hafa íslenskir söngvarar ekki átt upp á háborðið hjá Reykvíkingum síðustu 3—4 ár- in, hvað aðsókn snertir. En við- tökurnar voru ljós vottur þess, að þeir sem sóttu samsönginn fóru burtu ríkari en þeir komu. Vicar. íslanö stranöar við Siglunes, í þoku. Reynt að ná því út í nótt. Klukkan 9 í gærmorgun frá Es. ,„ísland“ frá Akureyri. Besta veð- ur var á Eyjafirði, logn og sól- skin. En þegar kom út í fjarðar- mynnið skall á sótsvarta þoka. Laust eftir hádegi sigldi skipið í strand á austanverðu Siglunesi. Háflóð var um það leyti. — Hafði skipið siglt á grynningarnar með hálfri ferð. Samt stóð það í stór- grýti á lárjettum kili. Skipstjóri sendi afgreiðslunni jijer skeyti um atburðinn. Var hann vongóður um að skipið næð- ist út með næsta flóði. Bátur af Siglunesi koni brátt á strandstað- inn. Tók liann nokkra farþega, og flutti til Siglufjarðar. Sögðu þeir ’.Siglfirðingum tíðindin. Ymsir bát- ar af Siglufirði brugðu þegar við, og fóru á strandstaðinn. Sögðn þeif1, er þeir komu til baka, að tvísýnt. myndi hvort skipið næðist út. Leki var þó enginn kominn að skipinu — eða sama og enginn. Togarar tveir, sem voru að veið- um á Skagagrunni, komu á strand- sta'ðinn í gærkvöldi. Ætluðu þeir að reyna að ná skipinu út um háflóðið. Einnig mun „Fylla“ hafa verið á .leiðinni þangað í gærkvökli, til aðstoðar. Norskt skip „Varild“, &trand- aði þarna 15. september 1928, á leið frá Aknreyri. Flakið af því, er j’jett hjá strandstað „íslands“. G-ullfoss fór hjeðan í gær, vestnr og norður með margt farþega. — Meðal þeirra voru: Jórunn Jó- hannsdóttir. Hulda Valdimarsdótt- ir. Gunnþórunn Halldórsdóttir. Dóra Haraldsdóttir. Theódóra Bjarnadóttir. Sigga Kristinsdóttir. Jóhanna Baldvinsdóttir. J.S. Kvar- ari. Hallgr. Baekmann. Viggo Sig- urðsson. Árni Gíslason. Helgi Pjetursson. ÓIi Vilhjálmsson. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tónleikar (útvarpskvartett- irm). 20.00 Klukkusláttnr. 20.30 Frjettir. 21.00 Grammófóntónleik- ar: Piano-konsert nr. 1, í B-moll, eftir Tschaikowski. Hefir Hausner farist? Sam- kvæmt, einkaskeyti, sem forstöðu- manni Frjettastofu hlaðamanna hefir borist, hefir ekkert frjest ti! flugmannsins Hausner sem ætlaði að fljúga frá Ameríku til Eng- lands og PóIIands og er leit hafin að honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.