Morgunblaðið - 24.06.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.1932, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ í' Ruglftlngadagbök Nýr smálax og silungur í Nor- dalsíshúsi, sími 7. Barinqa og óbarinn harðfiskur, mjög ódýr, fœst í Fisksölunni, Nýlendugötu 14. Sími 1443. Nýja ánaanaðka fáið þið besta á Grettisgötu 22. Sími 2395. Mótorhjól, nýtt, D. K. W., 8 hesta, luxus 300, er til sölu. Þetta jaerki er heimsfrægt. Upplýsingar í Hijóðfærasölunni á Laugaveg 19. Flóra, Vesturgötu 17, sími 2039. Fyrirliggjandi: Úrval af potta- blómum, rósum í mörgum litum, 'afskorin blóm og grænmeti. Aðkomumaður spyr: Hvar á jeg að borða meðan jeg dvel í bænum? Bæjarmaður svarar: í Heitt & Kalt, Veltusundi 1. Kaupakona óskast í sveit við heyvinnu. Uppl. á Bræðaborgar- stíg 1 kl. 1—2 í dag. Spriklandi lax úr Blliðaánum, í matinn í dag, silungur úr Þing- ▼allavatni, ný stórlúða, útbleyttar kinnar, reglulegt sælgæti. Hverfis- götu 123, sími 1456. Saltfisksbúðin Hverfisgötu 62, sími 2098 og plan- ihu við höfnina, sími 1402. Hafliði Baldvinsson. unum væri beint til verksmiðju- stjómarinnar og okkar Þormóðs persónulega, svöruðum við ekki Guðmundi og fleirum svo sem verðugt var, til þess að varast að etofna til æsinga á fundinum. Guðm. Skarphjeðinsson rejrnir að ma í veg fyrir áð skýrsla verk- smiðjustjómarinnar birtist í útvarpinu. Daginn eftir fundinn gáfum við Þormóður atvinnumálaráðuneytinu skýrslu um samningaumleitanir okkar við fasta starfsmenn og verkamenn og hefir atvinnumála- ráðuneytið birt þá skýrslu í út- varpinu, en skýrslan öll verið birt hjer í blaðinu. Guðmundur Skarp- hjeðinsson er frjettaritari útvarps- ins á Siglufirði, og ætlaði hann, sem slíkur, að koma í veg fyrir, að skýrslan yrði birt í útvarpinu. Er honum auðsjáanlega umhugað um að upplýsingarnar um aðfarir hans berist ekki út til þjóðarinnar. Næsta dag, mánudaginn 20. júní, barst okkur frá verkamönnum í verksmiðjunni brjef það, er birt- ist í Morgunblaðinu í gær, þar sem þeir bjóða tilslökun. Á fundi 21. júní samþykkti Verkamannafjelagið á Siglufirði fyrir forgöngu æsingaseggjanna að banna verkamönnum að gera þessa tilslökun með 55 atkvæðum gegn 50. Þótt þessi tilslökun sje nokkur, þá er hún mjög langt frá því að vera fullnægjandi. Sveinn Benediktsson. Trúlofun sína. hafa opinberað Miss Davina H. S. Brandex frá Edinborg og Runólfur Sigurðsson verslunarmaður hjá Sambandi ísl. samvinnufjelaga í Reykjavík. Athygli skal vakin á ferða- áætlun Suðurlandsins til og frá Borgarnesi, um helgar í sumar. Hlvopnunin. Tillögur Þýskalands hafa byr. Genf, 22. júní. Búist er við, að Hoover forseti fallist skilyrðislaust á tillögu Þýskálands, einnig ítalía, Spánn, Rússland og Bretland, með fyrir- vara, en Japan og Frakkland ekki. — Aðalnefnd ráðstefnunnar frest- aði fundi kl. 7.45, án þess að til- kynna hvenær næsti fundur verði haldinn. Ný tillaga frá Hoover. Washington 23. júní. Hoover forseti hefir gert það að tillögu sinni, að dregið verði úr vígbvinaði til lands og sjávar, sem nemi einum þriðja. Tillaga þessi hefir verið lögð fyrir afvopnunar- ráðstefnuna í Genf. Forsetinn leggur áherslu á, að þjóðirnar virði Kelloggs-sáttmál- ann og vinni að því marki, að komið verði í veg fyrir styrjaldir áð fullu og öllu. Heldur hann þvi fram að þjóðimar megi að eins vígbúast í sjálfsbjargar skyni, en þegar þjóðimar vígbúist eigi leng- ur í árásar skyni, verði málum þeirra betur komið. Ennfremur leggur forsetinn áherslu á, að eigi verði hægt að endurreisa atvinnu og viðskiftalífið í heiminum, nema lausn fáist á afvopnunarmálunum og mál þessi verði að ræða hvert í sambandi við annað, en taka eigi hvert mál fyrir sig til umræðu og úrlausnar. í frjett frá norska útvarpinu í gær segir: Tillaga Hoovers forseta um að draga úr vígbúnaði allra þjóða svo nemi einum þriðja, hefir vakið feikna eftirtekt um öll Iönd og er ekkert mál meira rætt í heims- blöðunum um þessar mundir. United Press. FB. Dagbók. Veðrið í gær (kl. 5 síðd.): Lægð- in fyrir norðan landið fer mink- andi, og er nú yfirleitt hæg SV- átt hjer á landi. Nokkrar skúrir hafa verið í dag á SV og V-landi, en þurt austan lands. Hiti er 10 —11 st. vestan lands en 12—15 st. á N- og A-landi. Veðurútlit í dag: V-gola. Smá- skúrir en bjart á milli. Til Strandarkirkju frá N. H. 5 kr. Pilti 2 kr. N. N. 10 kr. Skipafrjettir. Gullfoss er í Kaup mannahöfn. — Goðafoss fór frá Vestmannaeyjum í gær. — Brúar- foss fer 'hjeðan kl. 10 í kvöld til Breiðafjarðar og Vestfjarða. — Lagarfoss er á heimleið til Aust- nrlandsins og Dettifoss til Reykja- víkur. — Selfoss er í Englandi. ierðafjelag fslands. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að það er ekki Ferðafjelag íslands, sem stendur fyrir skemtiferð á sunnudaginn að Grýlu, Keri, Laug- arvatni og Þingvöllum. Bóksala Mentaskólans er opin í dag kl. 11—12 og 1—3. 50 ára er í dag frú Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, Vesturgöt.u 51C. Skógareldur kom upp í fyrra- dag í Nörreholmen í Noregi, skamt frá Grimsstað, sem er eign Knut Hamsuns skálds. Eldinn tókst að slökkva er á daginn leið, en þá hafði brunnið 60—70 mála skóglendi. Hamsun tók s.jálfur þátt í slökkvistarfinu. Gyldendalsbókaforlagið norska ákvað í fyrradag að stofna 100.000 króna sjóð, til eflingar norskum bókmentum.- Enn fremur lagði það af ársgróða sínúm 50 þúsund krón- ur í styrktarsjóð starfsmanna sinna. Athygli skal vakin á auglýsingu frú Guðrúnar frá Presthólum, um fyrirlestur sem hún hyggst að flytja í dag. Umtalsefni hennar munu mörgum kunn, og vafalaust þykir fólki fróðlegt að heyra álit frúarinnar um þessi mál. Frú Guð- rún á ekki örðugt með að ræða hugsanir sínar á þann hátt, að menn hlusti, hún er fylgin sjer og málsnjöll vel, og hefir aldrei tamið sjer þá list að „tala eins og hver vill heyra“, en heldur einarðlega fram sannleikanum, hver svo sem í hlut á. Jeg skil ekki annað en 'fólk langi til að heyra hvað gamla konan, nærri áttræð, hefir fram að bera um þau margumþráttuðu mál, sem hún gerir að umtalsefni í fyrirlestri sínum í dag. Kona, Biskup Jón Helgason flytur í kvöld kl. 9 Synodus-erindi í dóm- kirkjunni: Hvað er heilög ritning fyrir vora tíma? Allir velkomnir. Menn geri svo vel að hafa með sjer sálmabækur. Rnattspyrnumótið. f gærkvöldi keptu Valur og Knattspyrnuf jelag Akureyrar. — Mátti ekki á milli fjelaganna sjá, svo voru þau jöfn, en samt fóru Ieikar svo, að Valur sigraði með 1:0. Poul Reumert las upp í Gamla Bio í gærkvöldi. Var aðsókn góð og dáðust áheyrendur mjög að framsagnarsnild hans og þökkuðu honum í hvert skifti með löngu dynjandi lófataki. Útvarpíð í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Grammófónsöngur: Richard Tauber syngur: Wolgasöng og Wilst du, úr „Der Zarewitsch“, eftir Lehár. Michele Fleta syngur: Henchido de Amor Santo úr „La Dolores“, eftir Bretón og Ay, Ay, Ay úr „Guyana“, eftir Perez- Freire. 20.00 Klukkusláttur. —- Grammófón: Symphonia nr. 4, eft- ir Schumann. 20.30 Frjettir. Lesin dagskrá næstu viku. Músík. 21.00 Erindi í dómkirkjunni: Heilög ritning og erindi hennar til vorra tíma (Jón biskup Helgason). t Nýkomlð! Appelsínur „Brazil“ 100—176—200 stk. Epli „New Zealaud“, 180 stk. Kartöflur, ítalskar, ný uppskera, Kavtöflur, Hollenskar, gamlar. Sítrónur — 300 stk. 12000 krónnr Sá, sem getur lánað 12.000 krónur gegn góðri fast- eignatryggingu, getur fengið góða og ljetta ársatvinnu hjá atvinnurekanda hjer í bænum. Tilboð merkt: „12.000“, sendist A. S. í. fyrir hádegi á n.k. mánudag. Vjelstjórafjelag Éslands. Almennur fjelagsfundur verður haldinn í Vjelstjóra- fjelagi íslands laugardaginn 25. júní kl. 3 síðd. í Varðar- húsinu, uppi. Mætið stundríslega. STJÓRNIN. Skiftainndnr. Föstudaginn 1. júlímánaðar næstk. kl. l1/^ síðd. verður skiftafundur haldinn í þrotabúi fiskiveiðahlutafjelagsins H.f. Valur í Hafnarfirði. Verður þá tekin ályktun um ráðstöfun á E.s. Papey G. K. 8, eign búsins. Skiftaráðandinn í Hafnarfirði, hinn 22. júní 1932. KagnAs Jðnsson. E.s. Snðnrland Flugferðir milli Norður- og Suður-Ameríku. New York í júní. United Press. FB. Flugferðir milli Norður-Ameríku og Suður-Ameríku aukast stöðugt. Samkvæmt skýrslum Pan-American Airways flutti fjelagið á fyrsta fjórðungi yfirstandandi árs 14.012 farþega til Suður-Ameríku, en 12,- 862 á saina tíma í fyrra. — Póst- fiutningar námu á sama tíma 647.- 838 pundum eða 70.133 meira en á sama tíma í fyrra. Ný tillaga í áfengismálum. Mexico City í júní. United Press. FB. ( Francisco A. Meyer, fyrverandi þingmaður, hefir borið fram til- lögu til að draga úr áfengisnautn. Hefir tiílaga hans vakið nokkra eftirtekt. Hefir hann lagt til, að pllir, sem neyta áfengis, verði að kaupa sjer skírteini af ríkisstjórn- inni og verði bannað með lögum að veita eða selja nokkrum áfengi, nema lögmætum handhafa slíks skírteinis. Skírteinið verður að Fer til Borgarness á hverjum laugardegi síðdegis og: frá Borgarnesi á hverjum sunnudegi síðdegis á tímabilinu. frá miðjum júní til miðs ágústs. Fargjöld fyrir þessar ferðir ef farið er fram og til baka með sömu ferð eru: á 1. farrými kr. 16.00 báðar leiðir og á 2. farrými kr. 8.00. Þetta eru hentugar og ódýrar ferðir fyrir þá, sem vilja fara upp í Borgarf jörð um helgar. Farseðlar eru seldir um borð og einnig hjá Ferða- skrifstofu fslands. Áætlun yfir þessar íerðir er þannig: K •Ö t3 OX P c crq w S crq 1 p Frá Reykjavík: 25. júní kl. 5 síðd. 2. júlí — 4 — 9. júlí — 5 — 16. júlí — 4 — 23. júlí — 5 — 30. júlí — 4 — 6. ágúst — 5 — 13. ágúst — 4 — jl i uui g ai ticai • 26. júní kl. 8 síðd 3. júlí — 7 — 10. júlí — 7 — 17. júlí — 7 — 24. iúlí — 7 — 31. júlí — 7 — 7. ágúst — 7 — 14. ágúst — 7 — Auk þess fer skipið til Borgarness með viðkomu á Akranesi, hvern þriðjudag og föstudag og kemur aftur samdægurs. ULLARBALLAR endurnýja á hverju ári. — Aðeins karlmenn, sem náð hafa myndugs aldri, g-eta fengið skírteini þessi. 7 Ibs. fyrirliggjandi. Sími 642. L. Andersen, Austurstræti 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.