Alþýðublaðið - 04.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.06.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 að það eru mörg ár sfðan farið var að leiða rafmagn um lengri veg en ioo kilometra, auk þá heldur 7—8 km., eins og greinin segir að nú séu lengstu leiðslur í heitni. 1911 var fullgerð vatnrafmagns- stöð fyrir Winnipegborg í Mani- toba. Stöðin hefir 50,000 hestöfl,. spennan er 60,000 volts og leiðsl- an til bæjarins (Winnipeg) er 77 enskar mílur, ca. 123 kílómetrar á lengd. Milli Big Creek, sem er sunnan til í Californiu og Los Angeles, er rafmagnsleiðsla, sem er 240 enskar mílu.r á lengd (ca. 390 kilometrar). Það eru nærri 6 ár síðan hún var lögð. Eftir henni er flutt mest 57,000 kilowatts, ca. 70,000 hestöfl. Þessi leiðsla er annars fjarska merkileg. Spennan er afar há, 150,000 volts, og inikill partur leiðslunnar er fyrir ofan snjólínu (5000 fet yfir sjávarmál), þar sem á henni dynja allskonar iilveður. en á þessum árum hefir hún að eins bilað þrisvar sinnum mjög lítillega. Eg læt þessi dæmi nægja við- víkjandi villunni, sem eg talaði um í upphafi. Mörg fleiri dæmi mætti færa, en eg tel það óþarft. Það er í mesta raáta virðingar- vert, að flytja fróðleik og fréttir frá umheiminum, eins og Alþbl. hefir gert, þó í smáum stfl sé. En það verður að vera rétt sagt frá. Annars er það betur ósagt. £ Hjartarson. Alþbl. er Ijúft að flytja þessa athugasemd, enda þólt hún sé bygð á misskilningi, því í grem- inni í Alþbl. er átt við neðan- sjáVarleiðslu (kabel), en ekki leiðslu á landi. Um dagiDQ og vegii, Skemfiferð ætlar verkakvenna- félagið Framsókn að fara næstk. sunnudag. Lagt verður af stað kl. 11 frá Lækjargötu 12 og inn að Lauganesi. Er ætlast til að konur hafi með sér nesti., Lúðrasveit verður með í förinni. Vafalaust fjölmenna félagskonur við þetta tækifæri, ekki sízt ungu stúlkum- ar, sem erú mjög margar í félag- inu, þvf þetta er í fyrsta skifti, sem félagið fer skemtiferð, og ekkert er meira fjörgandi og hleypir betur lífi í félagtskap, en góð skemtiför á vordegi. Húsaleignlögin. Samþykt til- laga frá húsnæðisnefnd á þá leið, að bæjarstjórnin sjái sér ekki fært að leggja til við landsstjórnina, að húsaleigulögin verði afnumin að svo stöddu. Laxyeiðin í Elliðaánnm. 12, en ekki 14, laxar veiddust í EU- iðaánum í fyrradag, og 17 laxar í gær. Sig. Thoroúdsen verkfræðingur er ráðinn til að gegna bæjarverk- fræðingsstöðunni í surnar. Mótekjan. Eftir áskorun nefnd ar úr fulltrúaráði verkalýðsfélag anna samþykti bæjarstjórnin að láta taka upp alt að 800 smál, af mó í sumar. eftir þeim upplýsingum, sem fyrir lágu, og vísaði því til nefndarinn- ar aftur, til betri undirbúnings. Yeðrið Reykjavík .... ísafjörður .... Akureyri .... Seyðisijörður . . Grímsstaðir . . . Vestm.eyjar . . . Þórsh., Færeyjar Stóru stafirnir Loftvog há, hæst fyrir Suð aústurlandi og stögug. Suðaustlæg átt. í dag. ANA, hiti 7,9 logn, hiti 7.2 S, hiti 10,5 S, hiti 6,6 logn, hiti 10,0 A, hiti 8,8 Iogn, hiti 5,3 merkja áttina Botnia kom frá útlöndum í morgun. Apríl kom af fiskiveiðum í nótt með ágætan afla. Konungsnef'nd var kosin í bæj- arstjórn í gær og lentu í henni þeir: borgarstjóri, Sv. Björnsson og Þorv, Þorvarðarson. Iínattspyrnuiíappleilinnm milli yngstu deilda knattspyrnufélaganna er nú lokið. Var síðasti leikurinn í gærkvöldi og fór svo, að Vær- ingjar unnu Víking með 7 : 1, og K, R. vana Fram með 6 : o. Úrslit mótsins urðu þau, að ,K. R, vann og hkut þar með bikarinn; hafði skorað 11 mörk og unnið öil félögin. Væringjar skoruðu 19 mörk, en töpuðu íyrir K. R. Víkingur skoraöi 4 mörk og Fram ekkert, — Sigurjón Pétursson af- henti bikarinn að loknu mótinu og talaði nokkur hvatningaorð til hinna ungu íþróttamanna. Hrossasalan. Landsstjórnin hef- ir nú tekið að sér hrossasöluna næsta ár. Mun „Sambandið" ann- ast hana að nokkru Ieyti, Mh. Shjaldbreið kom inn í gær með um 40 tn. af síld. Hún er búin af afla á 4. humdrað tn. Franski spítalinn. Ræðisraað- ur Frakka hér hafði boðið bænum spítalann til leigu, þaim tíma árs sern franskir sjómenn eru ekki hér við land, og var tilboði hans tekið með þökkum. Var farsótta- húsnefndinni falið að semja nánar um þetta. Verzlunin „Hlíf“ á Hverfisgötu 56 selur: Sólskinssápu, Red Seal- sápu, Sápuduft (ágætar tegundir), Sápuspæni, Taybláma, Þvottaduft (Vi to Wiilemoes-kraít og Richs- kraft), Soda á 0,25 pr. t/2 kg., Ofnsvertu, Fægilög í smádunkum á 0,50, Handsápur, Handáburð (Arnesan giycerin), Götukústar, Gólfskrubbur, Pottaskrubbur, Hand- bursta, Olíu á saumavélar (í gíös- um). Teiknibolur (á 0,20 pr. 3 dús ), Þvottaklemmur o. m. fl. Gerið sto vel og lítið inn í húðina eða liringið í síina 503. Brnnastöðin. Brunamáíanefnd- in (K. Z,, Pétur Ingim., Kristóíer, P. H.) hafði lagt til, að í útbygg- ingu slökkvistöðvarinnar yrði búir. út íbúð handa varáslökkviliðsstjór- anum (Kristófer Sigurðssyai) og átti þessi breyting að kosta alt að 10 þús. kr. Bæjarstjórnin vildi ekki fallast á þessa breytingu, l L F. „Framsókn" fer skemtigöngu ian að Lauga- nesi sunnudaginn 6. júní, ef veður leyfir. Það verður farið af stað kþ 11 stundvíslega frá Lækjargötu i2.: Spilað verður á lúðra. Konur hafi með sér nesti. Fjölmennið! Nefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.