Morgunblaðið - 29.06.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1932, Blaðsíða 2
2 MOKGUNBIAÐIÐ t lens Porsteinsson kaupmaður. 1 dag verður borinn til grafar Jens Þorsteinsson á Framnesvegi i C, er ljest þann 9. þ. m. eftir langvinnt heilsuleysi. Hafði hann legið rúmfastur síðan í febrúar síðastliðnum. Jens var fæddur að Meiðastöð- um í Garði þann 13. des. 1900, son- nr Þorsteins merkisbónda á Meiða- stöðum (d. 1931) Gíslasonar á Augastöðum í Hálsasveit Jakobs- sonar smiðs á Húsafelli Snorra- sonar sterka prests þar Björnsson- ar, en móðir Jens og kona Þor- Jens Þorsteinsson. steins var Kristín (d. 1927) Þor- láksdóttir bónda á Hofi á Kjalar- nesi Halldórssonar á Tindsstöðum Bjarnasonar s. st. Halldórssonar1 s. st. Byjólfssonar s. st. Halldórs- sonar á Möðruvöllum í Kjós Þórð- arsonar Ormssonar gamla sýslu- manns í Eyjum í Kjós Vigfússon- ar. Móðir Kristínar var Hólmfríð- ur Jónsdóttir frá Eyfakoti á Eyr- arbakka Einarssonar s. st. Bjarna- soi.ar. Bróðir Jóns Einarssonar í Eyfakoti var Þorkell í Vestmanna- eyjum faðir Guðrúnar móður Jó- hanns Þ. Jósefssonar alþingis- manns og voru þau Kristín á Meiðastöðum og Jóhann því þre- . menningar. Er þessa hjer getið vegna þess, að þetta mun fáum kunnugt, þótt eigi sje langt að rekja. Bæði voru þau Meiðastaða- hjón alkunn fyrir dugnað og mynd arskap, enda áttu þau til góðra að telja. Munu þau og kynsæl verða, því að börn þeirra eru mörg og rnannvænleg. Jens sál. fluttist til Reykjavík- ur með foreldrum sínum árið 1915. Var hann jafnan heilsulinur frá því hann var barn, en þó brá enn til hins verra með heilsu hans eftir 1918, er spánska veikin gekk hjer um garð. Mátti hann sín jafnan. lítt við vinnu og varð oft að hætta við hafið verk. Hann gekk í Versl- unarskólann, en fekk ekki lokið námi vegna veikinda. Arið 1927 stofnaði hann verslun og rak hana þangað til 1929. Eftir það gerðist imnn skrifstofumaður hjá Stein- dóri Einarssyni og síðan hjá Aðal- stöðinni. 1 febrúar í vetur þyrmdi yfir hann og lagðist þá rúmfastur. Eftir það komst hann ekki á fætur aftur. Hann kvæntist 16. júní 1928 Kristínu Jónsdóttur frá Stokks- eyri, eignuðust þau 2 d.ætiir og er hin vngri þeirra fædd þrem dög- um eftir Ját föður síns. Jens sál. var maður vel að sjer, meðal annars í tungumálum, og hafði harm aflað sjer þeirrar ment- unar mest sjálfur, því að hann var námfús og góðum gáfum gædd ur. Hann var mjög vel látinn af öllum, sem kyntust honum, enda var hann glaðlyndur og kátur, þrátt fyrir veikindi sín. Manna var hann ráðvandastur og áreið- anlegastur í viðskiftum. —■ Var honum að öllu vel farið og hinn besti drengur. — Það var með ágætum, hve vel hann bar veik- indi sín að dómi allra, sem best þekktu til, ljet aldrei hugfallast. eða svo undan síga, að hann liyrfi til þunglyndis eða kvartaði um hagi sína. Hann var og gæfusamur að því leyti, að hann átti ágæta konu, sem stóð við hlið honum og Ijetti byrði hans, eftir því sem hún frarnast mátti, og stundaði hann með mikilli nærgætni og alúð. — Sömuleiðis reyndust systkini hans honum mjög vel í veikindum hans. Vandamenn 'og vinir Jens sál., sem aldrei þekktu hann að öðru en góðu einu, kveðja hann nú með söknuði, þakka honum fyrir sam- veruna og ^óska honum góðrar heimkomu. G. J. ---------------- ilnattspyinunámskBið í isafirði. Að tilhlutun Iþróttaráðs Vest- fjarða, sendi f. S. í. Axel Andrjes- son vestur til ísafjarðar í byrjun þ(;ssa mánaðar, til þess að standa þar fyrir námskeiði í knattspyrnu' Námskeiðið stóð í þrjár vikur, frá 2. júní til 21. júní, og tóku þátt í því 110 menn úr fjelögunum „Herði“ og „Vestra“_. Var kensla bæði munnleg og verkleg og voru knattspyrnuæfingar svo að segja á hverjum degi og oft þrjár á dag. Aulc þess voru haldnir 4 kappleik- ar. Að námskeiðinu loknu tóku 10 menn dómarapróf. Axel hefir verið knattspyrnu- kennari síðan 1915, en aldrei seg- ist hann hafa kynst mönnum er [eða tóku svo miklum framförum eins og þeir, sem þetta námskeið sóttu. I brjefi til í. S. í. segir formaður íþróttaráðs Vestfjarða að námskeiðið hafi borið meiri og betri árangur, en hinir bjartsýn- ustu hefði látið sjer til hugar koma. Sje það almannarómur að öll framlcoma, leikni og samleikur knattspyrnumanna á fsafirði hafi þreyst svo til batnaðar á þessum 3 vikum, að gerólíkt sje því sem áður var. Það er öllum vitanlegt, hve ó- metanlegt gagn íþróttamenn hafa af því að fá kennara, enda hafa íþróttanámskeið þau, er haldin liáfa verið hjer á landi, borið góðan ávöxt. En þau þyrfti að vera mildu fleiri og lialdin um land alt. Það verður líka með tímanum, þegar fjárskortur háir ekki lengur svo mjög sem verið hefir. Hjúskapur. Gefin voru saman í hjónaband á þriðjudaginn 21. þ. m. ungfrú Anna Jónsdóttir, ráðs- kona á Laugarvatni og Bergsteinn Kristjónsson, kennari á Laugar- vatni. Síra Friðrik Hallgrímsson gaf þau saman. Herhlaup til LUashington Göngumenn rádast á járnbrautarlest og œtla að leggja hana undir sig. Þau lög voru sett í Bandaríkj- unum, að allir hermenn, sem verið / höfðu í stríðinu, en leystir voru frá lierþjónustu, skyldi fá árlega uppbót (bónus) um nokkurt skeið. Nú kröfðust þessir menn þess fyrir skemstu að fá alla uppbótina greidda í einu lagi, en liún nemur um 2000 miljónum dollara. Það sá stjórnin sjer alls ekki fært að greiða og Hoover ljet svo um mælt, að þótt þingið samþykti þessa f járveitingu, mundi hann ekld taka mark á því. Þá brugðu hinir fyrverandi her- menn á sitt ráð. Tólcu þeir sig saman um það að fara kröfuferð til Washington og heimta uppbót sína greidda. Og svo byrjaði straumurinn þangað frá öllum ríkj um Bandaríkjanna snemma í þess- um mánuði. Fóru þeir víða fram með ofbeldi, stöðvuðu t. d. járn- brautarlestir og rjeðust á þær til þess að aka með þeim ókeypis. En JögregJan skarst víðast hvar í Jeik- inn og hindraði ofbeldið. Þannig var það í CleveJand í Ohio, að 1000 göngumenn ætluðu að ieggja undir sig járnbrautarlest, en 400 iögregiuþjónar skárust í leikinn. Sló þar í harðan bardaga og særðust. margir af hvorum tveggja, en lögreglan bar þó hærra hlut. — 500 göngumenn frá New York rjeðust á ferjubát, til þess að kom- ast yfir á. Þar komu að 200 lög- regluþjónar og tvístruðu göngu- mönnum. Var iögreglan vopnuð byssum, sprengjum og táragasi. — Hjá Blacksburg í North Carolina stöðvaði lögreglan 200 göngumenn og leyfði þeim ekki að fara lengra. Hinn 6. júní komu 900 göngu- menn frá Baltimore til Washington og voru þá þegar 2000 göngumenn þar fyrir. Lögreglan skoraði á þá að hverfa á burtu úr borginni, því að ekki var húsnæði þar fyrir þá og ekki höfðu þeir heldur neitt að borða, en þeir þverneituðu að hlýðnast, og kváðust ekki hreyfa sig fyr en þeir fengi kröfum sín- um framgengt. Hinn 7. júní voru 30 þúsundir göngumanna komnar til Washing- ton og höfðu sett upp reglulegar herbúðir utan við borgina. Stöðugt bættust nýir og nýir hópar við og hreyfingin magnaðist svo út um öil ríkin, að þá var talið að 70—80 þúsundir göngumanna væri á leið til borgarinnar úr öllum áttum. Má vera að þessar tölur hafi verið nokkuð ýktar. Um þetta leyti kom það upp úr kafinu, að það voru kommúnistar sem stóðu fyrir þessu herhlaupi. Lögreglan komst að því, að komm- únista.r höfðu dreift sjer í, göngu- mannaflokkana og að það var á- ltveðið hjá þeim fyrirfram, að troða illsakir við lögregluna hve- nær sem tækifæri gæfist og koma því þannig til leiðar að göngu- mönnum og lögreglu lenti saman, tii þess að geta skelt skuldinni á George E. Alrnond einn af foringjum göngumanna (í einkennisbúningi). lögregluna fyrir það á eftir, að hún hefði ráðist á friðsama og hungraða göngumenn. Aðalfjelög fyrverandi hermanna fordæmdu þetta herhlaup til Washington og sendu út aðvaranir til fjelaga sinna að láta kommúnista ekki leiða sig út í öfgar. Kommúnistar reyndu t.ð fá göngumenn til þess að ganga undir rauðum fánum, en því fengu þeir þó ekki til leiðar komið. Göngu- menn tóku ekki í mál að ganga undir öðrum fána en fána Banda- ríkja. En þó er ekki gott að segja hvernig fer ,ef alt lendir í uppnámi i Washington. Hinn 11. júní voru 50 þúsundir göngumanna komnar til Washing- ton. Fjöldinn aliur hafðist við úti á bersvæði, en mörgum var skotið inn í tómar búðir og vörugeymslu- hús, sem nóg er af þar, eins og annars staðar. Yfirvöld borgarinn- ar voru á nálum út af því að alt mundi lenda í uppnámi, ef ekki væri hægt að fá göngumenn á burt með góðu. Ymsir menn í borg inni buðust til þess að safna saman 100 þúsundum fyrverandi her- ir.anna, sem ekki hafa látið ginn- ast af æsingum og ruidirróðri kommúnista, og fá þá til þess að lcoma til Washington og reka göngumenn burtu. En yfirvöldun- um þótti það alt af viðurlitamikið og höfnuðu því boðínu. Hafa þau látið nægja að draga saman í borg- inni sæg af lögregluþjónum og vopnað herlið. Jafnframt buðu yf- irvöldin göngumönnum að þeir skyldi fá ókeypis far heim til sín, ef þeir viidi hverfa þegar á braut frá Washington. En þeir þvertóku fyrir það. Hinn 11. júní hafði alt farið frið samlega fram, en kommvánistar eggjuðu göngumenn sí og æ á það að ræna bviðir og ráðast á opin- berar bvggingar. -------------------- Athugasemd. Ilerra ritstjóri. Gerið svo vel ljáið rúm í blaði yðar eftirfarandi: í smágrein í dagbókarfrjettunv í Morgunblaðinu í dag, er rang- lega skýrt frá atkvæðagreiðslu um tillögu, sem samþykt var á fundi í Sjómannafjelagi Hafnarfjarðar s. 1. föstudag, og prentuð, var í Al- jvýðubiaðinu í gær. Umrædd tillaga var samþykt vneð öllum atkvæðum fundar- manna,, nema 3, sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Enn fremur er það rangt, að fundinn hafi sótt nær eingöngu landverkamenn. Hann skipuðu nær oingöngu sjómenn. P. t,. Reýkjavík, 28. júní 1932. F. h. Sjómannafjeí. Hafnarfjarðar. Óskar Jónsson (formaður). Forsetakosningin í U. S. A. Chicago, 27. júní. United Press. FB. Flokksþing demokrata til þess að velja ríkisforsetaefni flokksins var sett hjer á hádegi í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.