Morgunblaðið - 29.06.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
<j ÚtRef.: H.f. Árvakur, Reyklavlk.
• Rltatjörar: Jön KJartanaaon.
2 Valtýr Stef&naaon.
® Rltatjörn vg afgrrelBala:
Auaturatrœtl 8. — Slaai 100.
a AuKlýaingraatJörl: H. Hafbarc.
• Augrlýaingaakrifatofa:
• Auaturatræti 17. — Slmi 700.
2 Helmaafmar:
• Jön KJartanaaon nr. 741.
® Valtýr Stef&naaon nr. 1SI4.
• B. Hafber* nr. 770.
2 ÁakrlftacJald:
• Innanlanda kr. 8.00 & naAnnOl.
2 Utanlanda kr. 2.50 A at&nuVL
• 1 laaaaaölu 10 aura elntaklB.
2 20 aura meS Leabök.
ItBlsku flugmSnnunum
blekkist ð.
Londonderry, 27. júní.
United Press. FB.
ítalski flugbáturinn Lslan lagði
ai' stað hjeðan áleiðis til Sout-
bampton kl. 5.30 síðd. — Áhöfnin
ætlar að bregða sjer til Lundúna,
áður en flugferðinni verður haldið
áfram til Amsterdam og Róma-
borgar.
Southampton, 28. júní.
LTnited Press. FB.
ítalski flugbátxirinn neyddist til
að lenda, áður en hann komst alla
leið til Southampton, vegna vjel-
bilunar. Atti hann þá að eins eftir
skamt ófarið. Var þetta í gær-
kvöldi. Ahöfnin var flutt til Cáls-
hot. Bnginn flugmannanna meidd-
•jst. —
Horrœnir ráðherrar
á fundi í Ósló.
Ósló, 28. júní. 1
United Press. FB.
Forsætisráðherrar íslands, Sví-
þjóðar og Danmerkur voru við
staddir setningu 20. norræna þing-
mannamótsins, sem haldið er ár-
lega, og að þessu sinni hófst hjer
í gær. 1 ræðu, sem Mowinckel
fyrv. ráðherra hjelt, ræddi hann
um þau áhrif, sem seinasti þing-
inannafundurinn í Ósló hefði haft.
Lagði hann til, að mótið lýsti yfir
fullum stuðningi við tillögur um
nauðsynina á lækkun tolla, sem
fram komu á Lausanneráðstefn-
unni þ. 18. júní, en í öðru lagi
lagði Mowinckel til, að þingmanna
mótið lýsti yfir ánægju sinni yfir
tcllasamkomulagi Belgíu, Hol-
lands og Luxembourg, og_í þriðja
lagi lagði hann til, að mótið sam-
l>ykti ,að norrænu löndin gerði alt,
sem í þeirra valdi stendur til þess
að veita stuðning tillögum, sem
fram koma til þess að bæta við-
skiftaástandið í heiminum og við-
slciftalega samvinnu.
Herriot og Papen
ósamþykkir,
Lausanne, 28. júní.
United Press. FB.
Viðræðum Herriot og von Pap-
ens var eftir ]irjár klst. frestað
til kl. 10 í fyrramálið. — Herriot
hefir tilkynt frakkneskum blaða-
mönnum, að Frakkland geti ekki
fallist á tillögur Þjóðverja viðvíkj-
andi afnámi skaðabótanna.
molar.
Óheílindi foringja
Alþýðuflokksins.
Nýlega birtist í ,Alþýðublaðinu‘
„yfirlýsing“ frá tveimur foringj-
um sósíalista, þeini Jóni Baldvins-
syni og Hjeðni Valdimarssyni, þar
sem þeir meðal annars þóttust gera
grein fyrir samtali, sem fram
hefði farið milli þeirra og tveggja
þingmanna Sjálfstæðisflokksins (J.
Þorl. og Jak. Möllers), áður en
samsteypustjórnin var mynduð. —
Segjast þeir þá hafa lýst yfir
])ví f. h. síns flokks „að Alþýðu-
flokkurinn krefjist lausnar kjör-
dæmamálsins á þá yfirstandandi
þingi og væri á móti þingslitum
án þess að leysa það mál.“
í næstu blöðum, eftir að þessi
„yfirlýsing" kom út, birtust í Al-
þýðublaðinu kaflar úr þingræðum,
er Jón Baldvinsson flutti í Efri
deild við eina umr. fjárlaga. —
Þar hóf J. Bald. árás á Sjálfstæð-
isflokkinn og bar á hann, að
hann hefði svikið í kjördæmamál-
inu.
Jón Þorláksson svaraði þegar J.
Eald. Skýrði hann þar frá því,
að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki
stigið eitt einasta spor í kjördæma
málinu, án þess áður að bera sig
saman við foringja sósíalista, þá
J Bald og Hjeðinn. Þegar það
kom til orða, að Sjálfstæðisflokk-
urinn tæki þátt í myndum sam-
steypustjórnar Ásg. Ásg., var þetta
borið undir þá J. Bald og H. V.
Svarið var að Alþýðuflokkurinn
vildi helst komast hjá kosningum
núna. Og þeir tjáðu, að þeim væri
óljúft, að kjördæmamálinu yrði
teflt þannig, að koma þyrfti til
nýrra kosninga, án þess að stjórn-
arskrárfrv. fengist samþykt. Væri
það því í samræmi við óskir Al-
þýðuflokksins, að reynt yrði nú að
sneiða hjá árangurslausum kosn-
ingum. Hins vegar gáfu þessir
foringjar sósíalista í skin, að yrði
kjördæmamálinu frestað núna,
myndi Alþýðuflokkurinn reyna að
nota það til þess að fá einhvem
flokkslegan ávinning á kostnað
Sjálfstæðisflokksins!
Á þessu sjest hvílík mikil-
menni(!) þessir foringjar sósíalista
eru. Þeir vita, að ómögulegt er að
fá kjördæmamálið leyst á viðun-
andi hátt á síðasta þingi. Þeir
vilja fyrir livern mun komast hjá
kosningum. Þeir telja besta lausn
málsins, eins og á stóð, vera þá,
sem Sjálfstæðismenn fóru, að taka
höndum saman við þá menn í
Framsóknarflokknum, er ganga
vildu til móts í rjettlætismálinu.
En þeir segjast mega til að nota
þett.a til árása á Sjálfstæðismenn,
ef ske kynni að þeir gætu með því
veitt ‘nokkur atkvæði. Er hugsan-
leg öllu aumlegri og ódrengilegri
framkoma af hálfu stjórnmála-
manna?
Vildu sósíalistar slaka á
r jettlætiskröf unni ?
í einni svarræðu sinni til J.
Bald., benti Jón Þorláksson á, að
þegar sósíalistar væru nú að ámæla
Sjálfstæðisflokknum fyrir, að hann
hefði ekki látið kjördæmamálið
ganga fram á þessu þingi, þá
velctu þeir með þeim ámælum grun
um, að þeir liafi ekki verið sjálfir
heilir í málinu. Því að allir lands-
menn vissu, að engir möguleikar
voru til að láta málið ganga fram
á síðasta þingi, nema þá með veru-
legum afslætti á rjettlætiskröf-
unni. Það væri og í hámæli, að
oeir foringjar sósíalista hafi gert
fyrv. forsætisráðherra Framsókn-
arflokksins tilboð um lausn á mál-
inu(, sem braut mjög í bága við
kröfur Sjálfstæðismanna. Sagthafi
verið, að ekki hafi staðið á öðru
en að uppástungan hefði verið sam
þykt, af meiri hluta æðstu stjórnar
Framsóknarflokksins. —
Þess má geta í þessu sambandi,
að það var almannarómur hjer í
bænum á tímabili, að sósíalistar
myndu fáanlegir til að gera stór-
feldar tilslakanir í kjördæmamál-
inu og leysa málið strax. Ummæli
J. Þorl. á þingi benda til þess, að
eitthvað hafi verið hæft í þessu.
En þá verður almenningi það senni
lega fullkomlega ljóst, að ásakanir
sósíalista í garð Sjálfstæðismanna
nú eiga ekki rót sína að rekja til
kjördæmamálsins, heldur til þeirra
stjórnarskifta, sem urðu í þinglok-
in. Sósíalistar eru reiðir yfir því,
að samherji þeirra, Jónas frá
Hriflu, liefir nú hrökklast úr
valdastóli. Þeir sakna matgjafans
mikla.
Þingfrestun.
J. Bald. gat þess, að hann hefði
gjarnan viljað fá þingi frestað
þangað til seinna í sumar, og taldi
líkur til, að þá hefði mátt knýja
kjördæmamálið fram.
Þessu svaraði Jón Þorl. þannig,
að það hefði enginn ávinningur
orðið fyrir kjördæmamálið þótt fyr-
verandi stjórn hefði fengist til að
fresta þingi. Sú stjórn hefði jafn-
an verið óvinveitt málinu og þess
vegna ekki að vænta rjettlátrar
úrlausnar af hennar hálfu. Að
veita slíkri stjórn frestun á þingi
hefði því að eins orðið til ógagns
málinu. En Sjálfstæðisflokkurinn
hefði farið þess á leit við Ásgeir
Ásgeirsson, sem var vinveittur
málinu, að hann frestaði þingi
gegn loforði um að leysa stjórn-
arskrármálið síðar í sumar. En
Asg. Ásg. hefði ekki viljað fara
þessa leið, heldur kosið samsteypu-
stjórn og lofað að beita sjer fyrir
lausn stjórnarskrármálsins á næsta
þingi. Þess vegna hafi sú leið ver-
ið farin.
Á næsta þingi.
J. Þorl. skýrði loks frá því að
Sjálfstæðismenn hefðu spurt þá J.
Bald. og H. V. hvort þeir myndu
á nokkurn hátt bregðast kjör-
dæmamálinu á næsta þingi þótt
mynduð yrði nú samsteypustjórn
með það fyrir augum, að fá málið
leyst. Þessu neituðu foringjar sósí-
alista afdráttarlaust og tóku skýrt
fram, að slíkt gæti eklri komið til
mála.
Af þvi, sem að framan er sagt,
er ljóst, að alt það, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefir aðhafst í
kjördæmamálinu, hefir hann gert í
samráði og með vitund og vilja
foringja sósíalista. Það var og
sjálfsagt, því að þessir flokkar
hafa hingað til unnið saman í
málinu. Yonandi verður það einnig
svo, að samvinnan haldist áfram á
næsta þingi, þótt nokkur urgur sje
nú í foringjum sósíalista. En það
er minna mark takandi á slíku,
þar sem vitað er að þeir eru á
kjósendaveiðum.
Þingmaðurinn utan gátta.
Er þeir J. Þorl. og J. Bald.
H
höfðu deilt um hríð um kjördæma-
málið og samsteypustjórnina, stóð
Magnús Torfason upp og gerði
þá fyrirspurn til forsætisráðherra
(Ásg. Ásg.), hvort það væri satt,
að hann (Á. Á.) hefði samið um
það við Sjálfstæðismenn, að
sprengja Framsóknarflokkým. —
Ásg. Ásg. svaraði þessu þannig, að
M. T. væri vorkunn, að bera fram
slíka fyrirspurn. Hann hefði sem
sje aldrei komið á flokksfundi í
vetur og vissi því ekkert hvað þar
hefði gerst. Ekki kvaðst Á. Á.
vita; hvort þessi fjarvera þm. Árn.
þýddi það, að hann væri með því
að sprengja flokkinn. Hins vegar
kvaðst ráðh. gera sjer vonir um,
að takast mætti að innbyrða þing-
manninn aftur. (En skyldi nokkur
hafa löngun til þess?).
Leikförin norður.
Á sunnudagskvöldið var komu
liingað til bæjarins síðustu leik-
endurnir, sem fóru hjeðan til Ak-
ureyrar til að sýna þar leikritið
„Jósafat“ með leikendum úr Leik-
fjelagi Akureyrar. — Haraldur
Björnsson, sem kom frá Hólahá-
tíðinni, þar sem upplestur hans var
einn þáttur í hátíðahöldunum, læt-
ur hið besta yfir förinni, og sam-
vinnunni fyrir norðan.
Af þeim 10 leikendum sem eru í
leiknum voru 6 æfðir nýir á Ak-
ureyri, auk allra „statista11, og
gekk það mjög ákjósanlega. Lætur
Haraldur af því hvað leikendur
þar hafi verið fljótir að læra hlut-
verk sín og tileinka sjer allar
lc-iðbeiningar. — Það verður án
efa álitsauki fyrir Leikfjelag Ak-
ureyrar, að hægt sje að æfa svo
stóirt og umfangsmikið leikrit, á
svo stuttum tíma, með meira en
helming af nýjum leikendum þar
lir bænum, sem flestir eru lítt
æfðir leikarar. Leikurinn var sýnd
ur í 4 kvöld við góða aðsókn, og
ágætar viðtökur, eins og sjá má af
blaðadómum að norðan.
Af Akureyrarleikendunum kvað
mest hafa þótt koma til leiks frú
Regínu Þórðardóttur, sem með
glæsilegu litliti og geðþekkri fiam-
komu, ásamt mjög góðum leik,
fylti svo mjög út persónuleika hlut
verksins (frú Finndal) að í hönd-
um hennar var það st.ærra og merki
legra en nokkrum gat dottið í
hug, og mun mörgum ógleyman-
le'gt.
Jón Norðfjörð þótti og ágætur
í hlutverki Gríms; mun hann nii
með bestu karlleikurum Leikfje-
lags Akureyrar.
Hefir för þessi og samvinnan
milli fjelaganna verið mikils virði
fyrir báða aðila og gefur hún enn
eina sönnun þess, að góðir leik-
kraftar eru enn þá til á Akur-
eyri, og að Norðlendingar kunna
að meta góða leiklist, því eins og í
fyrra komu menn víðs vegar að
til að sjá leikinn, frá Siglufirði
Sauðárkróki, úr Þingeyjarsýslu,
svo og úr nærliggjandi sveitum.
Höfundur leiksins og fni hans
voru viðstödd sýningarnar.
Ferðalangur.
Einar skáld Benediktsson kom
heim hingað með Dettifossi. Hefir
hann dvalið sjer til heilsubótar
suður í Afríku, í Frakklandi og
á Spáni, var seinast fimm mánuði
í Bareelona.
Dagbók.
Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5):
Vindur er alllivass N um alt land
með kalsaveðri, 8—9 st. hita og
bjartviðri syðra, en 2—5 st. hita
í öðrum hjeruðum landsins ásamt
þykkviðri og dálítilli úrkomu,
rigningu eða slyddu • og snjó til
fjalla. Lægðin milli Noregs og ís-
lands er allstór, en yfir Grænlandi
er önnur minni, sem mun þokast
A-eftir, svo veður verður lygnara
vestan lands á morgun.
Veðurútlit í Rvík í dag: N-kaldi.
Bjartviðri.
Iðnaðarmannafjelagið í Reykja-
vík heldur fimd í kvöld. Sjá augl.
Hjónaefni. Nýlega hafa opinber-
að trúlofun sína Kristín Ogmunds-
dóttir frá Reykjum í Biskupstung-
um og Aðalsteinn Jónsson, sjómað-
ur, Hverfisgötu 90.
Á mánudaginn opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Unnur Þorsteins
dóttir frá Vestmanneyjum og
Björn Björnsson matreiðslumaður
á Dettifossi.
80 ára er í dag Kristín Jóns-
dóttir frá Kaldárhöfða, sem nú
dvelur á Elliheimilinu. — Margir
munu minnast hennar með vin-
semd, sem komu á heimili hennar
þar eystra þau 20—30 ár sem hún
bjó þar. Heldur mun hafa verið
erfitt í búi hjá lienni þar og stór
var barnahópurinn, en ált af voru
viðtökurnar þær sömu og hverjum
gesti, sem að garði bar, tekið með
virktum. Vinur.
F. I. L. Loftskeytamenn eru
beðnir að mæta að Hótel Borg í
dag kl. 15, vegna jarðarfarar
Garðars Guðmundssonar loftskeyta
manns.
Viðurkenning fyrir björgun. —
Þýska björgunarfjelagið, Deutsche
Gesellschaft zur Rettung Schiff-
bruchiger, hefir sæmt Einar Stef-
ánsson, skipstjóra á Dettifossi,
ýsku björgunarmedalíunni úr
gulli og Lárus Þ. Blöndal stýri-
mann, J. A. Sveinsson II. vjel-
stjóra og Valdimar Einarsson loft-
skeytamann þýsku björgunarmed-
alíunni úr silfri, og 500 mörk til
Guðlaugs Þ. Þorsteinssonar báts-
manns, Magnúsar Jóhannessonar,
Gunnlaugs F. Gunnlaugssonar og
Guðráðs G. J. Sigurðssonar háseta
á Dettifossi, fyrir björgunina á
skipshöfninni á togaranum Lúbeck
5. mars í vetur.
Herræ von Ungelter, þýskur að-
alræðismaður, tók fyrir skömmu
við aðalkonsúlati Þjóðvelja hjer.
Hr. von Ungelter hefir, eins og
kunnugt er, verið áður hjer á
landi í sams konar erindum og
er mörgum hjer að góðu kunnur.
Skipafrjettir. Gullfoss fór frá
Kaupmannahöfn í gær. — Goða-
foss fór frá Hull í fyrrinótt á-
leiðis til Hamborgar. — Brúar-
foss kom hingað í morgun. —
Dettifoss fór hjeðan í gærkvöldi í
hraðferð vestur og norður. — Lag-
arfoss var í Seyðisfirði í gær. —
Selfoss fór frá Antwerpen í gær
áleiðis til Leith og Reykjavíkur.
Höfnin. Skaftfellingur fór til
Víkur í fyrrakvöld. — Línuveið-
arinn Andey kom hingað í gær
að fá sjer kol. er að búa sig út á
síldveiðar. Skipið á nú heima á
Akranesi, en var áður í Hafnar-
íirði. ■—■ Enskur togari kom í
fyrradag með veikan mann, hafði
stirðnað annar fótur hans. —
Þýski togarinn Albert Sturm, sem
dæmdur var fyrir landhelgisbrot,
er farinn á veiðar aftur.
Jóhannes Sigurðsson forstöðu-
maður Sjómannastofunnar, tók
sjer far með Dettifossi í gærkvöldi
fyrir Sjómannastofu í sumar eins
til Siglufjarðar. Stendur hann þar
og á undanförnum sumrum.