Morgunblaðið - 01.07.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ jj)) Himm i Qlsein) CÍj nJÚLKIN ER B-E-S-T. Nokkrir kassar óseldir. Hyggnar húsmæður kaupa að eins Libby s dósamjólkina. iS Tilkynning. Hjer með er skorað á vátryggingarfjelög, sem hjer á landi starfa og aðalumboð hafa í Reykjavík, en ekki hafa ennþá sent skýrslu um eignir sínar við árslok 1931 og tekjur það ár, að senda þær skýrslur til Skattstof- unnar í Hafnarstræti (Edinborg) í síðasta lagi 10. þ. m. Annars kostar yerða þeim áætlaðar eignir og tekjur til skatts að þessu sinni eins og lög standa til. Skattstjórinn í Reykjavík. Eysteinn Jónsson GarðslSngnr. nýkomnar. Verðið er nú 1.00 pr. meter. Einnig fyrirliggjandi alls konar Dreifarar, Vatnskranar, Klemmur og Samtengingahólkar. 0. Ellingsen. fflistHr i Fliótshlið dailega irá BifreiðnstSð Steináérs fllnnið Þlðrsármðtið á morgnn aðeins S krðnnr sætið hvora ieið. Nttlð íslenzkar vörw ®g isltink stdy. Rannsóknir í Grcrnlanöi. Lauge Koch og nokk- urir leiðangursmenn hans komu með ,,ís- landi“ og fóru til Ak- ureyrar í gær með „Hvidbjörnen“. Með-„Islandi“, sem hingað kom í fyrrakvöld, var dr. Lauge Koch og nokkurir af förunautum hans í Grænlandsleiðangrinum. í gær- morgun fluttu þeir yfir í danska varðskipið „Hvidbjörnen“, sem legið hefir hjer í nokkra daga og biðið eftir þeim, og fyrir há- degi lagði „Hvidbjömen“ af stað norður til Akureyrar, en þar bíða leiðangursskipin „Godthaab“ og „Gustav Holm.“ Morgunblaðið hitti þá að máli í gærmorgun dr. Lauge Koch og Söminemester Petersen, sem á að stjórna fluginu í Grænlandi í sumar. Dr. Lauge Koch sagði að leið- angursskipin, sem bíða á Akureyri, ætti að leggja á stað til Grænlands þegar eftir komu „Hvidbjörnens“ þangað. Ekki höfðu þeir frjett neitt um ísinn í Grænlandshafi, er: töldu þó engin tormerki á því, að skipin mundu fljótlega komast til hafna í Grænlandi. En þeir Lauge Koch og Petersen dvelja á Akureyri þangað til þeir fá frjettir frá Grænlandi um það, að firðir sje orðnir íslausir, svo að liægt sje að lenda þar á flug- vjel. Fer „Hvidbjörnen“ þá með þá og flugvjelina, sem liggur á Akureyrarhöfn, vestur að ísrönd- inni, en þaðan ætla þeir fjelagar að fljiiga inn til Grænlands. í leiðangrinum eru alls 98 menn. Starfa þeir í sumar að rannsóknum í 15—20 flokkum og hafa 12 vjel- báta til ferðalaga inn um firðina. Sjerstaklega á að rannsaka Franz Jósefs-fjörð rækilega, dýralíf þar og botngróður. Standa þær rann- sóknir í sambandi við aðrar haf- rannsóknir, en eiga þó einkum að leiða í ljós hver veiðiskilyrði þar sje og hvort Skrælingjum sje byggilegt við fjörðinn. En aðalverkefni leiðangursins í sumar, er að gera kort af strand- lengju Grænlands frá Scoresby- sund norður til Danmarkshavn og alla leið inn á meginlandsísinn. — Verða flugvjelarnar hafðar til landmælinganna og taka ljósmynd ir af landinu. Er landflæmi það, sem á að „kortleggja“ um 500 km. langt og 300 km. breitt að meðal- tali. Nó ætla Norðmenn að gera út stóran leiðangur til Grænlands í sumar, og hafa tvær flugvjelar til landmælinga, norðan við það svæði sem Danir mæla. — Hafði norska blaðið „Aftenposten“ orð á því fyrir nokkru, að sjálfsagt væri að hafa samvinnu við Dani um landmælingar. Spurði Morgun- blaðið Lauge Koch hvort nokk- urt samkomulag væri um það. En hann kvað þvert nei þar við. — Kvaðst hann fyrir löngu hafa tek- ið að sjer fyrir hönd alþjóða- landabrjefanefndar, að gera kort f austurströnd Grænlands, og samningar nm það gerðir löngu áður en Norðmenn hefði farið að hugsa um að gera þar landmæl- ingar. Uppsögn íTlentaskólans. 24 nýir stúdentar. Mentaskólanum var sagt upp í gær. Stúdentsprófi luku 24 nemendur, 12 í máladeild og 12 í stærðfræði- deild. Hlutu 19 fyrstu einkunn og 5 aðra. Þessir luku stúdentsprófi: Máladeild: Skólanemendur: Armann Jakobsson. Ásdís Jes- dóttir. Birgir Einarsson. Eiríkur Eiríksson. Guðlaug Sigurðardótt- ir. Jóhann S. Guðmundsson. Ket- ill Gíslason. Ragnhildur Benedikts- dóttir. Skarphjeðinn Þorkelsson. Valgerður Tómasdóttir. Þórður V. Oddsson. Utamskóla: Björn Sigurðsson. Stærðf ræðideild: Skólanemendur: Benjamín H. Eiríksson. Björn B. Olafs. Friðrik Kristófersson. Gísli Þorkelsson. Guttormur Er- lendsson. Haukur Oddsson. Hösk- uldur Dungal. Magnús Pjetursson. Sigurður Þorkelsson. Þörsteinn Einarsson. Utanskólanemendur: Arnljótur Guðmundsson. Olafur Tryggvason. Hæstu einkunn við stúdentspróf liiaut Benjamín Eiríksson (7.23 í aðaleinkunn). En hæstu einkunn í skólanum að þessu sinni hlaut Dagný Ellingsen (7.43 í aðalein- kunn); hún er í 4. bekk. Gagnfræðapróf stóðust 25 nem- endur, þar af 5 utan skóla. 15 gagnfræðingar náðu það háu prófi, að þeir öðlast rjett til að taka sæti í 1. bekk lærdómsdeildar. Eftir að rektor hafði afhent stúdentum og gagnfræðingum skírteini þeirra, úthlutaði hann nokkrum verðlaunum. Að því loknu ávarpaði rektor hina nýbökuðu stúdenta, minti á þá alvörutíma, er nú standa yfir. Athngiðl íslenskt smjör. Sveskjur. Rúsínur. Gráfíkjur. Súkkulaði margar tegundir. Nýir og niðursoðnir ávextir. Verslnn Einars Eyjólfssonar Sími 586. Prestastefnan 193Z Niðurl. Á næsta fundi voru að lokum ræddar nokkrar athugasemdir, sem synódusnefnd hafði gert við frum- vörp handbókarnefndarinnar um kirkjuvígslu, kirkjugarðsvígslu og um útför framO'iðinna. Voru frum- vörpin síðan afhent nefndinni á- samt athugasemdum synódusnefnd- anna, og henni þakkað af biskupi fyrir starf hennar, sem þrátt fyrir framkomnar athugasemdir væri í alla staði hið lofsverðasta og bæri alls yfir fagran vott um áhuga hennar á að leysa þetta vanda- mikla verk svo vel af hendi, að allir mættu vel við una. Tóku fundarmenn undir það með því pð standa upp. Þá hreyfði sjera Gísli Skúlason því hvort ekki væri hægt að fá settar fastar reglur um notkun kirkna af hálfu leikprjedikara, sem færu um landið og vildu fá að nota kirkjurnar til ræðuflutn- ings. Eftir nokkrar upiræður var borin fram og samþykt með sam- hljóða atkvæðum svohljóðandi til- laga: „Prestastefnan skorar á kirkju- ráðið að setja fastar reglur um það hverjum prjedikurum úr leik- mannastjett sje heimilt að tala í kirkjum vorum“. Einnig kom fram svohljóðandi tillaga frá öllum prestum í Árnes- þingi, sem eftir nokkrar umræður var samþykt í einu hljóði: „Prestastefna fslands leyfir sjer að skora á ríkisstjórn íslands, að hún festi kaup á Skálholti, hinu fornfræga biskupssetri, nú er það til sölu, svo að það gangi ekki kaupum og sölum milli einstakra manna, og geri það aftur að kjrkjueign eins og það var áður, og felur prestastefnan biskupi landsins að bera fram þetta mál fyrir sína hönd og styðja að því eftir mætti, að það nái fram að ganga“. Minst var því næst á frumvarp það er lá fyrir síðasta alþingi um fullkomna friðun skírdags sem helgidags og síðan borin fram, og samþykt í einu hljóði, tillaga þessi: „Préstastefnan telur æskilegt, að næsta alþingi samþykki frumvarp það, sem frú Guðrún Lárusdóttir flutti á síðasta Alþingi um að skírdagskvöld verði friðhelgað engu síður en kvöldin fyrir stór- hátíðir, svo og að samþykt verði, að fyrri dagur stórhátíða og föstu- dagurinn langi verði fullir frí- dagar jafnt á sjó sem landi eftir því sem frekast verður við komið“. í sambandi við þessa tillögu sam- þykti prestastefnan í einu hljóði: „Að votta frú Guðrúnu Lárus- dóttur einlæga virðingu sína og þakklæti fyrir einarðlega fram- komu hennar á Alþingi bæði í kirkju- og mannúðarmálum, sem þingið hefði haft til meðferðar“. Loks var reifað málið um presta- fækkun, sem í vetur komst á dag- skrá með þjóðinni með tillögu til þingsályktunar, sem borin var fram á Alþingi, og var eftir nokkr ar umræðiu- samþykt svohljóðandi tillaga með öllum greiddum at- lcvæðum: „Prestastefnan mótmælir ein- dregið þingsályktunartillögu þeirri um prestafækkun, er samþykt var á síðasta Alþingi og lætur jafn- framt í ljós undrun sína yfir því, að slík tillaga skuli koma fram, þar sem allir hjeraðsfundir og ná- lega allir söfnuðir og hreppsnefnd- ir landsins hafa árið 1929 sent kirkjumálanefnd eindregin mót- mæli gegn fækkun presta“. Að þessari tillögu samþyktri á- varpaði biskup fundarmenn nokkr- um orðum út frá 2 .Kor. 13, 11—13 og lauk fundinum með bæn. Sagði hann síðan prestastefnunni slitið. Kl. 8% um kvöldið sátu synódus- prestar kvöldboð heima hjá bisk- upi. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.