Morgunblaðið - 08.07.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBIAÐIÐ Hliursoinir ðuexlir: Aðalfundur Læknafjelags íslands var haldinn í Rvík 28. og 29. júní þ. á í-Kaupþingssalnum. Voru þar til umræðu ýms inn- anfjelagsmál og auk þess haldnir fyrirlestrar. Perskjur 1 og 2% lbs. Aprieots 1 og 2% lbs. Ananas 1 og 2% lbs. Blandaðir ávextir. Tómatsósa 8 og 12 onz. blandaður fl. Pickles Pan-Yan. LÍTIÐ ÓSELT. Vielstjóraljelafl Islands, Fasian stirfsiinn vantar. Tilboð með kaupkröfu skulu komin til fjelagsins fyrir þann 1. ágúst. Að eins fjelagsmenn koma til greina. Fjelagssljúritin. Sívaxiiodl sala á Gefjunardúkum sannar, að Gefjunarfötin eru bestu inn- lendu fötin. Konur og karlar hjer í bæ, ganga nú svo hundruðum skiftir í Gefjunarfötum. Fáíð yður Gefjunarföt Gefjunarteppi og þjer eruð vel búiníi í sumarfríið. GEF]UN. Útsala og saumastofa, Laugavegi 33. Sími 538. KOL og KOKSI Bestn tegnndir ávalt fyrirliggjandi. Fljót afgreiðsla. Pantið í síma 807, og milli kl. 12—1 og eftir kl. 6 í síma 1329. 6. Kristjánsson. — Kolaverslnn. — Hið islenska garðyrkjnfjelag. Aðalfundur fjelagsins verður baldinn laugardaginn 16. júlí kl. SYt að kveldi, í Gróðrarstöðinni, húsi Einars Helgasonar. Amatördelld Fallegir stólar, falleg borð, Lofts í Nýja Bí6. Pramköllun og kopíering fljótt og vel af hendi leyst mjög ódýr, í dagstofu og karl- mannaherbergi. Húsgagnaversl. Reykjavíkur, Vatnsstíg 3. Sími 1940. T. Dr. med Gunnl. Claessen hjelt fyrirlestur er hann nefndi -,Nýrri tíma hugmyndir um byrjunarstig lungnaberkla“. Gaf hann yfirlit yfir skoðanir manna á því máli eins og þær nú eru að verða og urðu úm það talsverðar umræður. í sambandi við þetta mál var sam- þykkt tillaga frá Bjarna Snæ- björnssyni lækni í Hafnarfirði og kosnir tveir menn, þeir prófessor Sigurður Magnússon og Halldór Hansen læknir, til þess að endur- skoða berklavarnalögin í samráði við landlækni. II. Doeent Niels Dungal flutti fyrirlestur um ónæmi og bólusetn- ing gegn barnaveiki . Hafa rannsóknir hans s. 1. ár, m a. leitt í ljós, að um 85% af börnum í Reykjavík á aldrinum 8—13, muni vera mjög næm gegn barnaveiki, ef hún kæmi upp hjer. En hægt er að bólusetja fyrirhafn- arlítið gegn sjúkdómnum, og veit- ir sú bólusetning 4—5 ára ónæmi, að heita má algerlega örugt. Barnaveiki hefir ekki verið hjer í eitthvað 8 ár, svo að búast mætti við að hún yrði skæð, ef hún bær- ist til landsins og ekki yrði varnar- ráðstöfunum beitt þegar í stað, er veikin gerði vart við sig eða jafn- vel áður. III. Prófessor Guðm. Thoroddsen flutti fyrirlestur um takmörkun barneigna og framköllun á fóstur- láti. TJrðu miklar umræður um þetta mál. Er og mikið um það rætt og ritað í flestum löndum nú seinustu árin. Samkv. lögum liggur hegning við því að framkalla fósturlát, nema sjerstakar læknisfræðilegar á stæður sjeu fyrir bendi, sem geri að lífi konunnar sje hætta búin af iþví að ganga með barn eða ala Ibarn. Á seinni árum hefir sú skoð- un mjög rutt sjer til rúms, að aðr- ar ástæður en læknisfræðilegar einnig ættu að hoimila Oæknum að framkalla fósturlát (a. m. k. inn- an 3ja mán. af meðgöngutíman- um). — Löggjafinn hefir í flest- um löndum reynst heldur tregur til þessa ,og því hefir áhersla ver- ið lögð á, að benda fólki á, hvem- ig konurnar eigi að forðast að verða hamshafandi, ef þær vilja r eyna að forðast það, því það sjeu ekki nema sjálfsögð mannrjett- indi konunnar, að ákveða sjálf hvort hún vilji verða barnshafandi eða ekki. IV”. Samkvæmt hinum nýju lög- um um lækíiingajleyfi á heilbrigðis stjórnin að geta sett launalausum læknum (praktiserandi læknum) gjal dskrá. Stjórn Læknafjelags íslands og Læknafjelag Reykjavíkur mót- mæltu þessu í vetur — töldu það ólög, ;að setja, launalapsum lækn- ,um gjaldskrá og koma í bág við 65. gr. stjómarskrárinnar („engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna nema almenningsheill krefji, enda komi lagaboð til“). Mætti þá engu síður setja verkamönnum og öðram stjettum gjaldskrá, en því hefir engtnn hreyft. Samþykti fundurinn svohljóðandi yfirlýs- ingu, að „hann er algerlega samþykk- „ur Læknafjelagi Reykjavík- „ur í því, að gjaldskrá launa- „lausra lækna (praktiserandi „lækna) sje einkamál þeirra „og telur ranglátt og óvið- „unandi að heilbrigðisstjórn „setji þeim gjaldskrá. „Aðalfundur Læknafjelags ís- „lánds felur Læknafjelagi „Reykjavíkur allar fram- „kvæmdir fyrir stjettarinnar „liörid í taxtamáli ólaunaðra „lækna“. Til þess að vinna með landilækni að samningu nýrrar gjaldskrár fyrir hjeraðslækna kaus fundur- inn, auk formanns L. 1., þá bjer- aðslæknana Þórð Edilonsson og Olaf Pinsen. V. ’Samþ. var að stjórnin skyldi bera undir atkv. fjelagsmanna, hvort halda skyldi, breyta eða leggja. niður embættanefnd fje- lagsins. Auk áður talinna tillagna voru m. a. þessar samþyktar, allar frá fjelagsstjórninni og allar sam- þyktar í einu hljóði. 1. „Aðalfundur Læknafjelags ís- „lands 1932 lítur svo á, að „forstaða hins nýja spítala á „Kleppi sje óviðunandi, með „því lagi, sem verið hefir um „tíma undanfarið, og fullnægi „enganveginn þeim kröfum, „sem bæði læknar og almenn- „ingur hljóta að gera til stofn- „unarinnar. Fundurinn treystir „heilbrigðisstjórninni til þess „að ráða bót á þessu svo fljótt „sem unt er og fá dr. med. „Helga Tómasson til þess að „taka við yfirlæknisstöðunni „aftur“. 2. „Aðalfundur Læknafjelags fs- „lands 1932 skorar á beilbrigð- „isstjómina að blutast til um, „að bifreiðar lækna og Ijós- „mæðra verði undanþegnar bif- „reiðarskatti, svo sem gerist „í Noregi, enda legst slíkur „skattur óbeinlínis á sjúklinga“ 3. „Undanfarin ár hefir fjöldi út- „lendinga leitað bjer atvinnu, „dvalið bjer lengur eða skem- „ur eða sest hjer að. „Heilbrigði landsmanna kann ■ „að stafa hætta af þessu (kyn- „sjúkdómar o. fl.), en lögum „nr. 10, 18. maí 1920 um eftir- „lit með útlendingum mun bafa „verið slælega fylgt. „Aðalfundnr Læknafjelags fs- „lands 1932 vill vekja athygli „heilbrigðisstjórnarinnar á því, „að nauðsyn ber til þess, að „skerpa eftirlitið með útlend- „ingum, sem flytjast hingað til „lengri dvalar“. VI. Stjórn fjelagsins var end- urkosín: Prófessor Guðm. Hann- esson, formaður, Magnús Pjeturs- son ritari, Maggi Júl. Magnús, gjaldkeri, Helgi Tómasson vara- maður. DEILUMÁL BRETA OG ÍRA- London 7. júlí. . United Press. PB. J. H. Thomas nýlendumálaráð- berra tilkynnir að ný orðsending út af ársgreiðslunum umdeildu, hafi verið send fríríkisstjórninni. Er nú svo langt komið á sam- komulagsleið, að báðir aðilar hafa fallist á að leggja deilumálið í gerð. 1^—— SkemtiferðciBkip sem hingað koma í sumar. Tvö útlend skemtiferðaskip hafa nú verið hjer, en von er á mörgum fleiri. Á laugardaginn bemur er von á skipinu „Relianee“ og kemur það frá New York. Hinn 13. júlí koma hingað tvö skip. Annað er „Arandora Star“. Kemur það beint frá London og stendur hjer við einn dag, fer síð- an norðnr til Akureyrar og ligg- ur þar þ. 15. júlí. Hitt er þýska skipið „Sierra Cordoba“ og kem- ur það frá Hamborg. Hinn 23. er von á skipinu „Reso lute“. Hinn 27. er von á enska skipinu .,Atlantis“. Kemur það bingað að morgni og dvelur hjer einn dag. Það kemur beint, frá London. Hjeð an fer það norður til Akureyrar og liggur þar þann 29. júlí. Norska skipið „Stavangerfjord“ er væntanlegt hingað fyrst í á- gúst. Ef til vill koma hingað einn- ig tvö frönsk skemt.iferðaskip, annað seinast í júlí, en hitt fyrst í ágúst, en það er þó eins líklegt að þæi ferðir farist fvrir. Lögreglan ð Laugavatnl. í Morgunblaðinu, sem kom út í dag beinir „Reykvíkingur“ þeirri fyrirspum til mín hver kosti Reykjavíkurlögreglu á Lauga- vatni. Þótt þessi fyrirspum sje æði hjákátleg, skal jeg þó svara henni til þess að hún valdi engum mis- skilningi. Það hefir verið venja undanfarr in ár og áður en jeg tók við stjóm lögreglunnar aS lána endmm og sinnum lögregluþjóna hjeðan til eftirlits í nærsveitum, þar sem margt fólk hefir verið saman kom ið. 1 í Lögregiluþjónarnir hafa frí einn dag í viku eins og aðrir og hafa þá þeir lögregluþjónar, sem frídaginn eigá, tekið þessa löggæslu að sjer með samþykki mínu. Lögregluað- stoð hefir verið veitt þannig þrisv- ar í vor: Laugavatni, Mosfells- sveit og að Þjórsártúni. Það væri óþarft að taka það fram, ef ekki væri sjerstaklega um það spurt, að kostnaðinn við löggteslustarfið hæði á Laugavatni og annars- staðar greiðir undanteknin garlaust sá, er biður um löggæsluna. — Reykjavíknrbær hefir því ekki eins eyris útgjöld vegna þessarar löggæslu, sem lögregluþjónamir hafa einstöku sinnum unnið í frí- stundum sínum. Annars er það rjett hjá fyrir- spyrjandanum, að eðlilegast er, að sýslufjelögin annist sjálf sína lög- gæslu og ættu sýslumenn og dóms málastjórn að sjá um það, að til væri í hverri eýslu nokkrir Pig- gæslumenn er grípa mætti til er nauðsyn krefur. Af þessum á’stæð- um hefi jeg stefnt að því að af- nema þann sið að lána lögreglu hjeðan. Seinustn daga hefir öllum beiðnum þar að lútandi verið ndlt- að. Reykjavík, 6. júlí 1932. Hermann Jónasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.