Morgunblaðið - 12.07.1932, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.07.1932, Qupperneq 2
MORGUN BI AÐIÐ -& Iðnsambanö byggingamanna í Reykjauík. Starfsvið þess og framtíðarhorfur. Seint á s.l. ári var hafinn un'd- irbúningur að stofnun Iðnsam- bandsins, og var það stofnað marsmánuði þ. á., með þátttöku allra_ þeirra iðnfjelaga, sem veru- legan þátt taka í húsabyggingum hjer í Reykjavík. Að undirbriningur sambands- stofnunarinnar gekk svo greiðlega og- þátttakan varð svo almenn kom til af því, að öl'lum var ljóst það mikla skipulagsleysi, sem ríkj andi var í flestum iðngreinum. — Alls staðar var þörf á umbótum, en hvergi voru f jelagssamtökin nógíi sterk til að koma þeim í framkvæmd. í sumum fjelögunum hafði ver- ið stungið upp á þeirri leið, að fjelögin gengi í Alþýðusamband fslands, en vegna þess að meiri hluti iðnaðarmanna telur að það sje Oífsskilyrði fyrir samtök iðnað- armanna, að halda þeim fyrir ut- an pólitísk dægurmál, varð sú stefna aldrei ráðandi í neinu þeirra fjelaga, er þátt tóku í stofnun iðnsambandsins. Aftur á móti varð sú skoðun ofan á í öll- um fjelögunum, að heppilegasta leiðin væri, að stofna Samband með iðnfjelögunum, sem starfaði á ópólitískum grundvelli, væri óháð samtökum annara stjetta og gæti því eingöngu gefið sig við máll- efnum iðnaðarins. f tilkynningu, scm birtist í út- varpinu og dagblöðunum í vor, um stofnun Sambandsins og tilgang þess, var sjerstaklega drepið á þau höfuð ætlunarverk þess, að vinna að því, að iðnlærðir menn einir vinni að iðnaði og útiloka óheiðarlega samkeppni. Til þess að geta komið í framkvæmd þess- um nauðsynjamálum, hefir Sam- bandið beitt sjer fyrír því, að gera alla iðnaðarmenn, sem til- heyra þessum iðngreinum, fjelags- bundna. Arangurinn af því starfi hefir orðið mikill. Fjöldi manna, sem áður stóð fyrir utan fjelags- samtökin, hefir nú þegar gengið inn í þau. En þó eru til þeir iðn- aðarmenn, sem telja sjer hag í því að standa fyrir utan þessi heil- brigðu og sjálfsögðu samtök og sýna sig líklega til, að reyna að eyðileggja þau með öllu. Gegn þeim mönnum á nú að beita afli samtakanna, til þess að fá þá inn í Sambandið. Jeg vænti þess að hver einasti Sambands- fjelagi sýni þann skilning á nauð- syn Iðnsambandsins og samtökum iðnaðarmanna yfirleitt, að þeir beiti nú sameiginlegum átökum ti'l þess að þeir menn, sem telja sjer hag í að nota ófaglærða menn til vinnu, þegar góðir iðnaðarmenn ganga vinnuláusir og sem telja sjer hag í því, að halda við hinni óheiðarlegu samkepni, fái ekki tækifæri til þess, að leggja í rúst- ir þann góða vísir, sem lagður befir verið með stofnun Iðnsam- bandsins. Hver sá Sambandsfjelagi, sem svíkur samtökin, gerist liðsmaður inn verði ein af máttarstoðum þjóðfjelagsins er, að að honum vinni vel mentaðir iðnaðarmenn, og að hann verði fjárhagslega sjálfstæður. Að sjálfsögðu ber Sambandinu skylda til að standa á verði fyrir því, að nokkurt Sambandsfjelag skii lunum lýltur við þessa menn. jfgj aðstöðu til þess að skapa sjer Erfiðasta hlutverk Sambandsins ; er að vinna bug á hinni óheiðarlegu samkepni. Þess má þó vænta, að með auknum fjelagsþroska verði Svo hart tekið á öllum slíkum sam kepnisbrögðiim að þau verði úti- lokuð. Sumar iðngreinar telja sig nú þegar hafa aðstöðu til að skapa sanngjarna taxta á efni og vinnu, og eru það þær iðngreinar sem hafa á hendi sölu á öllu því efni, sem þær vinna rir. Sam- bandið mun því vernda þá taxta á efni og vinmt, sem f jelögin kunna. að setja sjer, ef þeir eru álitnir sanngjarnir af óvilhöllum og dómbærum mönnum, sem Sam- bandsstjórn tekur gilda. I sam- bandi við þetta má geta þess, að einstökum Sambandsfjelögum er — samkv. Sambandslögunum — heimilt að haga einka fjelagsmál- um sínum eftir vild, og ber Sam- bandinu skylda til að styðja sam- þyktir þeirra, ef þær brjóta ekki í bág við stefnu Sambandsins, íög þess eða samþyktir. Ástandið hefir verið þannig, að tilboð hafa stnndum verið svo langt undir sannvirði, að þeir, sem hafa gert þau, og fyrir þær ástæð- ur hlotið verkin, hafa orðið að í’cita ýmsra vafasamra ráða til þess að forðast fjárhagslegt tjón, hefir þá verið næst hendi það ráðið að nota ódýran vinnukraft (ófaglærða menn), auk þess hafa breytingar frá útboðslýsingum og téikningum gefið í þessum tilfell- um tækifæri til að ná uppbót á hinum áheyrilega lágu tilboðum. Jeg mun að þessu sinni ekki nefna nein sjerstök^dæmi af þeirri ástæðu að jeg vona að hlutaðeig- endur láti sjer skiljast að heppi- legast er, að lausn fáist á þess- um málum á friðsamlegan hátt. Yil jeg því í lengstu lög forðast nersónulegar deilur, en ef nauð- syn krefur mun jeg birta ýms gögn, sem jeg hefi í höndum, til sönnunar því, sem jeg hefi drepið á hjer að framan. Því hefir verið haldið fram af andstæðingum Sambandsins, að með því að vemda taxta í hvaða mynd sem er, sje Sambandið að s j ósanngjarna taxta í skjóli Iðnsam- bandsins, enda hefir Sambands- stjórn áskilið sjer rjett til að láta fara fram hverja þá rannsókn á töxtum fjelaganna, er henni þykir þurfa til þess að fá trygg- ingu fyrir því að þeir sjeu í alla staði sanngjarnir að því er snertir vinnukaupendur, og því að eins mun Sambandið vernda þá, að sú trygging fáist. Ut af orðróm, sem breiddur hef- ir verið út meðal iðnaðarmanna um það, að Iðiisambandið hafi þeg ar staðfest taxta Rafvirkjameist- arafjelagsins. ska'l jeg geta þess, að hann hefir ekki verið lagður fyrir Sambandsstjórn til samþykt- ar. Hefir því Sambandsstjórn enga afstöðu tekið til hans. Sigurður Jónsson. rafvirki. Ath. Þess skal getið að línur bessar eru skrifaðar á eigin á- byrgð og Sambandsstjórn því óvið komandi. Höf. ...»-rnaf-<ig)>-min.-.... M lúlfana Inglmundardðttir. Hinn 2. þ. m. andaðist é Elli- heimilinu hjer í Reykjavík ekkjan Jórunn Júlíana Ingimundardóttir. Hún var fædd á Akureyri 20. júlí 1859 • og fluttist ung til Reykja- víkur með foreldrum sínum. — Faðir hennar var Ingimtundur Ingimundarson prentari, bróðir Ólafs í Ráðagerði (föður Valgerðar skifta sjer af því, sem komi því móður frú Margrjetar Zoega) og ekki við, og að hjer sje beinlínis1 Ingigerðar frá Völlum á Kjal- um verslun að ræða, sem iðnaðin- um sje óviðkomandi. Út af því vil jeg biðja iðnaðarmenn að athuga það að löggjöfin hefir dregið hreinar línur milli iðnaðar og verslunar, með því að undan- þiggja iðnaðarmenn frá því að þurfa að leysa verslunarleyfi, þó þeir selji efnivörur til iðnar sinnar. Þeir skynbærir menn, sem halda því fram að kaup og sala á efni- vörum til ’ðnaðarins sje honum óviðkomandi, eða með öðrum orð- um að fjárhagsleg afkoma iðnað- arins sje honum óviðkomandi, hljóta að halda slíku fram mót betri vitund. Hver einasti maður hlýtur að viðurkenna það að fjár- þeirra sem þrá dauða þess. Menn hagsleg afkoma er megin atriði verða að gera sjer það alveg hvort heldur er í lífi einstaklinga, Ijóst, að það getur gilt líf eða stjetta eða þjóðfjelagsheildarinn- arnesi (móður Geirs kpm. Zoega). En móðir hennar var Elín Jóns- dóttir Arnasonar frá Ofanleiti í Reykjavík. Þegar Júlíana var fullííða, fluttist hún til ísafjarðar og' giftist þar, 22 ára gömul, Þor- láki Magnússyni trjesmið, breið- firskum að ætt. Dvöldust þau hjón þar lengi síðan. Eignuðust þau alls 12 börn, og eru 7 þeirra nú 4 lífi, 5 dætur búsettar hjer, ein dóttir búsett í Kaupmannahöfn og einn sonur búsettur í Winni- peg. Árið 1911 fluttu þau Þorlá.k- ur og Júlíana sig alfarin frá ísa- firði hingað til Reykjavíkur. Mann sinn misti hún 4. jan. 1915. Síðan hefir hún dvalist hjer hjá börn- um sínum. Frú Júlíana sál. var mikil myndar og tápkona og sýndi frá- bæran dngnað og ráðdeild með dauða Sambandsins hvernig við- ar. Skilyrði fyrir því að iðnaður- sjtt þunga og umsvifamikla heim- ili. En auk þess rak hún á ísafirði og fyrstu árin eftir að hún flutti hingað, veitinga og greiðasölu. Er slíkt mikið meira en meðalverk fyrir húsfreyju með annan eins barnahóp, enda var maður hennar hæfileikamaður og mesta lipur- menni, sem stóð henni jafnfætis í öllum vandamálum. Síðustu 10—12 æfiárin bilaði heilsa þessarar mikilhæfu konu. — Reyndi þá mjög á þrek hennar og þolgæði og aðstandenda henn- ar, sem önnuðust hana og reyndu af fremsta megni að ljetta hina þungu sjúkdómsbyrði sinnar kæru móður. Blessuð sje minning hennar. S. Skulöaskifti Breta og íra. Aðaldeilan milli Breta og íra er út af skuldamálum. Cosgrave, fyrv. forseti hafði undirskrifað samning við bresku stjórnina um það, að írar skyldi greiða Bretum 3 miljónir Sterlingspunda á ári í 60 ár. Samningur þessi hafði aldrei verið birtur, og de Valera vissi ekkert um hann, fyr en Mr. Thom- as nýlenduráðherra Breta sagði Mr. Dulanty, umboðsmanni írska fríríkisins í London, frá honum. Það kom þá upp úr kafinu, að samningur þessi var geymdur í Merrion Street og utan á honum stóð: „Leyniskjal11. Samskonar samning hafði breska stjórnin gert við Ulster, en séf, var munurinn, að Ulster hefir aldrei borgað neitt, en írska frí- ríkið hefir á hverju ári í tíu ár greitt Bretum 3 miljónir Sterlings punda. Allar líkur benda til þess, að það liafi verið með samþykki bresku stjórnarinnar, að Ulster- búar hafa skotið sjer undan að greiða sinn hluta. Þegar þetta leyniskjal var dregið fram í dagsbirtuna, ljet Valera í Ijós undrun sína út af því, að slíkur samningur skyldi vera til. Og hann kvað samning- inn alls ekki hafa lagalegt gildi, þar sem hann hefði ekki verið staðfestur af Dail Eireann (írska þinginu). Ljet Valera þegar í ljós, að hann mundi krefjast þess, að Bretar endurgreiddi írum þær 30 milj. sterlingspunda er þeir hefði haft af þeim á þennan hátt. Samkvæmt samningnum áttu trar að greiða árgjalldið í tvennu lagi, annan helminginn 15. júní. En það hafði verið venjan, að hann væri greiddur um mánaða- mótin júní — júlí. Kröfðust Bret- ar þess því að Írar greiddi sjer 1.5 milj. sterlingspunda fyrir 1. júlí. En de Valera svaraði því, að hann vildi stefna málinu í gerðar- dóm. Mr. Thomas felst á það, en hann vildi að sá gerðardómur væri skipaður lögfræðingum eingöngu, eins og gerðardómur sá, er sam- þyktur var á alríkisráðstefnunni bresku 1930. Valera hefir ekki á móti því, en hann krefst þess, að í dóminum eigi sæti menn frá hlut lausum þjóðum. Það víldi Mr. Thomas ekki taka í mál. En Valera sat fast við sinn keip og hafði þar stuðning verka- mannaflokksins írska. Tilkynti hann Mr. Thomas, að ef Bretar vildi ekki hlíta óhlutdrægum gerð ardó'mi, þá mætti þeir bíða æði lengi eftir borguninni. Og Valera gekk enn lengra. Hann krefst þess nú, að samband.s mál Ira og Breta verði lagt í gerð ardóm. Á þessu hefir strandað og nú ætla Bretar að reyna að klekkja á írum með því að leggja háa innflutningstolla á vörur þeirra. Þykir de Valera þetta ekki vera í sem bestu samræmi við áskoranir Mac Donalds á fundin- um í Lausanne um það, að þjóð- irnar ætti að stryka út allar skuldir og Ijetta. af tollum, svo að viðskiftin í heiminum geti komist í samt lag aftur. (Eftir að þetta er skrifað, hefir komið fregn um það, að Bretar og frar hafi komið sjer saman um gerðardóminn). Stórstúkuþinglð. Samþyktir. FB. 11. júlí. 1. Stórstúkan samþykkir að fela framkvæmdarnefndinni að annast um að hafinn verði þegar undirbúningur undir 50 ára af- mæli I. O. G. T. á íslandi. 2. Stórstúkan tjáir þeim prest- um þakkir, er prjedikað hafa bind indi í kirkjum sínum, en óskar þess jafnframt, að það verði föst og viðtekin regla allra presta að prjedika bindindi í öllum kirkj- um sínum að haustinu eða snemma vetrar. 3. Stórstúkan telur, að sjer- staka áherslu verði að leggja á öll kenslu- og siðferðismál þjóðarinn- ar, og væntir stórstúkan þess, að kennarar og prestar landsins styrki fastlega bindindisstarfsemi og sýni mönnum fram á skaðsemi áfengis. Stórstúkan lítur svo á, að eigi megi fækka þessum starfsmönn- um þjóðfjelagsins, enda treystir hún því ,að þeir skilji köl'lun sína og vinni að því að göfga og þroska þjóðina. 4. Stórstúkan telur sjerstaka nauðsyn á, að regluboði ferðist um Skaftafellssýslur, Múlasýslur svo og Húnavatnssýslur. Pershing um bannið John J. Pershing, yfirforingi Bandaríkjaliðsins í ófriðnum mikla, hjelt nýlega eftirtektar- verða ræðu í samsæti í París. Skoraði hann þar fastlega á Bandaríkjamenn að rísa gegn þeim lögbrotum, spillingu og glæpamensku, sem bannið hefði haft í för með sjer. „Ef Ameríkumenn hefðu ekki verið svo afskiftalausir um þjóð- mál eins og þeir allajafna eru“, sagði herforinginn, „þá hefðu þeir aldrei látið bjóða sjer slíka vit- leysu sem bannið. Og fari þeir ekki að opna augun fyrir þessu eiga þeir á hættu að enn ver fari fyrir þeim“. „Með banninu háfa þeir drýgt glæp, bæði gagnvart þjóðinni og landsstjórninni. — — Smyglarar og glæpamenn moka nú saman auðæfum. sem hefðu átt að lenda í fjárhirslu ríkisins. Og þetta eru menn, sem áður hefði verið hengd- ir á hæsta gálga“.--------- („Lu“ 3. júní 1932). G. H.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.