Morgunblaðið - 24.07.1932, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.07.1932, Blaðsíða 8
8 MORGJNBLAÐIÐ kenna á þýsku, þvert ofan í fyrir- mæli 27. greinar 'stjórnarskrár Memels, er mælir svo fyrir, að „þýska og litáíska skuli jafn rjett- iháar sem opinber tungumál í Memel“. Enn fremur brjóta þeir 25. gr. um það, a$ kenslan skuli jafn fullkomin í Memel og í sams konar skólum í Lithauen, því þeir kenna hana eins og mál, sem beri að fyrirlíta. Og það liggur í aug- um uppi, að enginn ketur kent mál, nema hann kunni það sjálf- ur fullkomlega. Það er einnig tákn um það* hve vel það h'efir tckist, að gera landið þýskt, að mikill hluti æskunnar fyllir nú fiokk Hitlers. Loks' ber að minnast á þau á- hxúf, sem gestgjafarnir úti á lands- bygðinni hafa í hina sömu átt. — Eins og alls staðar annars staðar eru gistihúsin til sveita aðal-sam- komustaðimir, þangað koma menn til að skrafa saman og spyrja al- mæltra tíðinda. Gestgjafarnir eru næstum allir í þjónustu undirróð- ursins þyska. Á ba.k við alt standa svo jarðeigendur, flestir þýskir, afdankaðir prússneskir embættis- menn og fleiri, sem kóróna starfíð í þágu „germanismans“, sem áður var um getið, „Rytas“ (málgagn kristilegs lýð- ræðisflokks í Lithauen). Eriand-minnismerki. — Franski myndhöggvarinn Guillaume sjest hjer á myndinni vera að vinna að frnmmynd að minnismerki um Briand. Paderewski hinn heimsfrægi pólski hljómlistarmaður, hefir að undanförnu verið á ferðalagi um Ameríku, og halldið hljómleika víð.s vegar. Mynd þessi er tekin af honum í New York, er hann var að leggja á stað heimleiðis. Ung stúlka færir honum forkunnar fagran blómvönd í kveðjuskyni. //, ver vill ékki spara Heiðraða húsmóðir! Fyrst að ekki finst betra og ómengaðra Jjvot- taefni en FLIK-FLAK, og FLIK-FLAK er eins gott og pað er drjúgt — og pegar pér vitið, að FLIK-FLAK getur sparað yður tíma, penin- ga, erfiði og áhættu — er pá ekki sjálfsagt að pér pvoið aðeins með FLIK-FLAK? FLÍK-FLAK er algjörlega óskaðlegt, bæði fyrir hendurnar og pvottinn; pað uppleysir öll óhreinindi á ótrúlega stuttum tíma — og pað er sótthreiösandi. Hvort sem pér pvoið strigapoka eða silki- sokka, er FLIK-FLAK besta pvottaefnið. fffintýrá prinsinn því að hvar sem hann fór voru gálgar reistir og hjengu þar vesa- lings menninxir öðrum til viðvör- unjar. Að hálfum mánuði liðnum kom hann aftur til Middelburg, þar í borginni voru nokkrir menn á svarta listanum, þ. e. a. s. mean 'er hiifðu haft brjefaviðskifti við van Berselen. Efstur á þeim lista var Philip Danwelt. Dugði ekki að fresta því að ná þeim líka svo allri hættu væri þar með lokið. 16. kapítuli. Danwelt og kona hans sátu að miðdegisverði á heimili sínu. — Flýtti Danwelt sjer að borða, hann var að eins ófarinn til Ylissingen til að taka á móti ullarfarmi frá Englandi. í seinni tíð var hugur hans óskiftur við verslunina, heima fyrir var hann þur á mann- inn og afskiftalaus xfm heimilið. Jóhanna hafði allan veg og vanda af heimilisstjórninni, gleði hennar var horfin, hún var þreytuleg og döpur í bragði. Fyrir hálfum mán- uði hafði faðir hennar veikst skyndilega og dáið. Harmaði hún mjög föður sinn, hann hafði alla tíð verið svo mikið fyrir hana. Móður sína misti hún á unga aldri, faðir hennar hugsaði þá einnig um hana sem besta móðir, og er hún eltist ,var hann henni sem besti fjelagi. Hann fylgdist m'eð þroska hennar og hún gat sagt honum alt, hann skildi æskuna manna best. — Nú var hann líka horfinn. — Litla samúð hafði hún orðið vör við hjá manni sínum, hann gladdist yfir arfinum — Claessen var auðugur maður og Jóhanna einkaerfingi. Jóhanna þjáðist mikið, -hugur hennar var stöðugt hjá Antoníusi greifa, hún iðraðist sáran hve fijótráð hún hefði verið að giftast Danwelt. Hún hafði talið raunir sínar fyrir skriftaföður sínum og bað Guð heitt og innilega um kraft til að reynast manni sínum góð kona. Alt fyrir það gat hún' ekki gleymt Antoníusi og bað fyrir honum kvölds og morgna, eins og hún hafði lofað honum nóttina sælu í garðinum við Grav- enhofshöllina. Daglega gerði hún sjer far um að þóknast manni sín- um á alla lund, þrátt fyrir hrana- skap hans og skilningsleysi. Jan, gamlþ þjónninn hennar, var kominn til hennar og þjónaði þeim nú við borðið ásamt ungum manni er Pjetur hjet, hafði hann verið um tíma í þjónustu Danwelts. Jóhanna horfði á mann sinn hversu hann hámaði í sig matinn: — Þú flýtir þjer of mikið að borða, Philip. Hann hjelt áfram að 'rífa í sig matinn og svelgdi í ein- um teyg úr glasi sínu áður en hann gaf sjer tíma til að svara henni: — Jeg hefi ekki tíma til að siæpast og láta tímann líða ónotað- an, eins og kvenfólkið gerír, jeg hefi mörgu að sinna, tími minn er dýrmætur. — Jan, er búið að leggja á fyrir mig? — Já, h'erra, hesturinn er til og Gottfred líka, hann ætlar að fylgja yður. — Hvað var þetta, hver er á ferðinni hjer úti fyrir? Danwelt stóð kyr og hlustaði. Jó- dynur heyrðist úti í garðinum og vopnaglamur. Jan hl jóp út að glugg anum og leit út. Hópur vopnaðra manna reið heim tröðina, aftast reið stór maður á brúnum hesti og samhliða honum lítill náungi í gul- um fötum. — Hans hátign landstjórinn er á ferðinni, tilkynti Jan. — Skollinn taki hann, mælti Danwælt. Þeir voru komnir heim að dyr- unum og ráku spjótsoddana í hurðina. Jan ætlaði að ljúka upp. — Bíddu, hvaða erindi sem landstjórinn á, er ekki vert að hann sjái þig, Jóhanna. Það vissu allir að eigi var hættu- laust, að fagrar konur yrðu á vegi landstjórans. — Farðu, Jóhanna. Jóhanna hlýdcli, en í því hún stóð upp misti hún mundlínu sína á gólfið og beygði sig eftir henni. Þetta litla atvik varð orsök til annars meira er fram leið. Rhynsaiút var ekki þolinmóður að eðlisfari, hann skipaði mönn- um sínum að brjótast inn, þegar ekki var lokið upp strax fyrir þeim. Hurðin spratt upp og land- stjórinn óð inn. Jóhanna var ekki komin út úr stofunni, hún varð máttvana áf hræðslu, er hún heyrði hávaðann, hún leit við og sá de Rhynsault. koma vaðandi inn með sverð og spora, fíflið elti hann með lurkinn á bakinu og fjórir vopnaðir menn. Philip Danwelt horfði á land- stjóra og var byrstur á svip. — Hvað á þessi ruddaskapxxr að þýða, jeg hefi aldrei fvr orðið •—wrnrrn J »fi AUt með Islensknm Skipimi! *f«l , ... -- -* fyrir slíkri heimsókn. De Rhynsault leit með fyrirlitn- ir.gu á Danwelt. — Hraðaðu þjer meira næst að ljúka upp fyrir em- þættismönnum hertogans, er þeir berja á dyr þínar. — Ert þú ekki Philip Danwelt? — Jú, svo mun vera, en segið mjer hvers vegna ráðist þjer þann- ig inn til mín ? — Sýnið sendimanni hertogans fulla virðingu. — Þið líkist meira innbrotsþjóf- um 'en konungleg.um embættis- manni — sjáið þið hvernig þið> hafið farið með hurðina. — Þegi þii, kjáninn þinn, þú munt brátt fá annað að hugsa um en hurðina þína. í sömu svipan leit hann þangað sem Jóhanna stóð. Hún stóð upp við stóran skáp og gat hvorki hrært legg eða lið af hræðslu, varð henni starsýnt á fíflið og fór hryllingur um hana, er hún sá kryplinginn. Landstjórinn hugsaði sig um-hvar hann h'efði sjeð þessa fögru konu, og mundi þá eftir, að hann hafði veitt henni eftirtekt í veislunni í Gravenhofhöllinni. Þá hafði hann hugsað sjer að kynn- ast, henni betur, en sökum annríkis hafði hann ekki komið því við, hann hafði verið svo önnum kafinn í störfum sínum, að hann hafðí gleymt henni aftur. Rhynsault tók ofan fyrir Jó- hönnu: — Jeg bið fyrirgefningar, náðuga frú, jeg vissi ekki að þjer voruð hjer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.