Morgunblaðið - 27.07.1932, Síða 4

Morgunblaðið - 27.07.1932, Síða 4
1 MORGUNBLAÐIÐ Nokkrar stúlkur, vanar frammi- stöðu, geta fengið'atvinnu nú þeg- ar. Eiginhandar umsóknir ásamt mynd sendist' A. S. í. í dag eða á morgun, merkt „Frammistöðu- stúlka' ‘. Á Valdastöðum í Kjós er brúnn hestur í óskilum. Mark: biti aftan bæði eyru. Athugið! Hattar, harðir og linir, sokkar, húfur, manchettskyrtur, vinnuföt, axlabönd, nærföt o. fl. með lægsta verði. Hafnarstræti 18. Karlmannahattabúðin. — Einnig gamlir hattar gerðir, sem nýir. Café Höfn selur meiri mat, ó- dýrari, betri, fjölbreyttari og fljótar afgreiddan en annars stað- ar. Það vita allir að besta og ódýr- asta fæðið selur Fjallkonan, Mjó- stræti 6. ákvörðunar kristindóms og kirkju mál þjóðarinnar. Mun að vísu of seint, að sá fvmdur verði haldinn hjeðan af á þessu ári, því að góðan skal undirbúninginn hafa, en slíkan fund — sem haldinn yrði í Keykjavík — ættu að sækja allir prestar landsins (einnig frí- kirkjuprestar) og kjömir fulltrú- ar úr hópi leikmanna, einn úr hverju prófastsdæmi (mætti kjósa þá á auka-hjeraðsfundi, ef með þyrfti). Fundartími er vafalaust hentastur, eins og hjer hagar til, að vor- eða sumarlagi, og ætti fundurinn því að haldast á næsta vori, í júnímánuði. Væri jafnvel ákjósanlegt, að'þá gengi fundar- tími synodus og prestafjelags að mestu til þessa allsherjarfundar, með því að í þann mund sækja klerkar m. a. hvort sem er til Reykjavíkur, en leikmanna-full- trúum yrði að sjá fyrir farar- kaupi, ef þeir takast þessa för eigi á hendur án þess. Jeg teldi rjett og viðeigandi, að prestar höfuðstaðarins( sem eru áliugasamir kennimenn) og söfn- uðirnir þar gengjust aðallega fyr- ir þessu fundarhaldi, væntanlega í samráði við stjórn prestafjelagsins, biskup o. fl. En æskilegt væri og myndi áhrifamest, ef kirkju- málaráðherrann nýi (sem jeg'met mikils, án tillits til stjórnmála- skoðana) tæki að sjer forgöngn málsins, enda er hjer aðkallandi liin brýnasta andleg nauðsyn al- þjóðar. G. Sv. Hátfðahðld f Bergen. í fyrra voru þjóðleg hátíðahöld í Haakonshallen í Bergen og var það rithöfundurinn Stein Bugge, sem kom þeim á stað. Nú eiga sams konar hátíðahöld að fara þar fram dagana 4.—21. ágúst. Þessi hátíðahöld eru aðallega helguð skáldinu Björnstjerne Björnson, í tilefni af því að 100 ár eru liðin síðan hann fæddist, og tónskáldinu 'Edvard Grieg, sem fæddur var í Bergen. Verða þar tvær hátíðarsýningar. A annari verður farið með útdrátt úr skáld- ritum Björnsons og tónverk Griegs. Á hinni fer fram sýning á nýju norsku leikriti um „Friðþjóf og lngibjörgu“. Er það eftir Olav Hoprekstad. A Bergenhús-víginu umhverfis Haaltonshallen fara auk þess fram alþýðlegar skemtanir mjög marg- breyttar. Þar verða sýndar þjóð dansar, þar fer fram fiðluleikur og lúðrablástur, þar verða sýning- ar manna óg kvenna í þjóðbúning um, lcór æskumanna frá öllu Vest urlandi syngur undir stjórn J. L Mowinckel yngra. í hinum gamla Kristskirkjugarði fer fram guðs- þjónusta undir berum himni og prjedikar Fleischer biskup þar. Þetta er að eins sýnishom af því, sem fram á að fara, eins og for stöðumennirnir hafa skýrt oss frá □agbók. Veðrið (þirðjudagskvöld kl. 5) Veður er kyrt og víðast þurt hjer á landi, vindur yfirleitt N—NA Loft er meira og minna skýjað í flestum hjeruðum landsins. Hiti er 7—10 st. á NA- og A-landi, en annars 10—15 st. Lægðin yfir Bretlandseyjum er nærri kyrstæð, en yfir Grænlandi og Grænlands- hafi eru grunnar lægðir, sem hreyfast hægt A-eftir. Lítur út fyrir kyrt veður næsta sólarhring og úrkomulítið. Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg viðri. Sennilega úrkomulaust. Knútur prins er 32 ára í dag. Hann hefir verið liðsforingi á Fyllu hjer við land síðan í vetur, og verður á skipinu til hausts Hann kemur hingað í dag og held- ur sendiherra Dana honum veislu í tilefni af afmæli hans. Friðþjófur Nansen, norska eftir- litsskipið, sem verið hefir við Norð urland undanfarið, kemur hingað til Reykjavíkur í opinbera heim sókn í dag, og verður hjer : nokkra daga. Karlakór Reykjavíkur. Fundur í K. R.-húsinu, uppi, á fimtudag 28. júlí kl. 9 síðd. Áríðandi að allir mæti. Ferð um óbygðir. Ferðaskrif- stofur Geirs H. Zoega og Ferða- fjelagsins Hekla efna til 9 daga ferðalags upp í óbygðir og verður lagt á stað ■ um aðra helgi. Farið verður í Gljúfurleitir hjá Þjórsá, að Arnarfelli í Hofsjökli, Kerlinga- fjöllum, Hveravöllum, Hvítárvatni og þaðan niður að Gullfossi og Geysi. Ekki verða fleiri en 15 tekn ir í ferðalagið (sjá augl. í blað- inu). — Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Hilla Johan- sen frá Reyðarfirði og Stefán Á. Pálsson heildsali. Margrethe Löbner Jörgensen hefir nýlega ritað ítarléga grein í danslia bændablaðið „Vort Land- brug“ um íslenskan landbúnað. Skýrir hún þar frá fjárhagserfið- leikum bænda, eins og þeir eru nú. Hefir liún aflað sjer mikils kunnleika um það efni. En greinin er skrifuð af þeim hlýleik og vel- vilja í vorn garð, sem höf. er lagið, og með þeirri trú á framtíð lands og þjoðar, sem þessi erlenda heið- urskona hefir alið í brjósti sjer. Útigangsfje. í vor hitti Ólafur Pálsson á Sörlastöðum í Fnjóska- dal útigangsfje fram í afrjett. Var þar komin ær sem Hannes Jónsson bóndi í Hleiðargarði í Eyjafirði átti, en ekki kom fram í göngum í fyrra haust. Hafði ærin verið tvílembd í fyrra og verið með hrút og gimbur. En nú var hún þarna með f.jögur afkvæmi sín, íljálpræðisherinn. Samkoma fyr- ir hermenn og nýfrelsaða í kvöld kl. 8i/2. Áttræðisafmæli á í dag ekkjufrú Bergþóra Einarsdóttir, Kláppar- stíg 13. Hún er fædd í Skálholts- koti hjer í bænum, 27. júlí 1852. En að Klapparstíg 13 fluttist hiin með manni sínum, Jóhanni Ás- mundssyni, frá Miðvogi á Akra- nesi, árið 1882, og hefir því búið á sama stað nú um 50 ára skeið. Bergþóra er í hópi þeirra mörgu kvenna, er hafa unnið lífsstarf sitt í kyrþey, og helgað heimili sínu alla krafta, <en þó jafnframt átt hlýja hönd að rjetta nágrönn- um og öðrum samferðamönnum á lífsleiðinni. Munu margir þeirra minnast hennar í dag með hugheil- um árnaðaróskum. J. Siglfirðingar hafa keypt línu veiðarann Bjarka og ætla að gera hann út. Fór hann norður í gær, Togararnir. Geir fór á ísfisk veiðar í fyrrinótt. — Draupnir fór á síldveiðar í gærmorgun. Styrkur úr Snorrasjóði. Ráðu- neyti forsætisráðherra hefir tilkynt FB.: Uthlutun á styrk úr Snorra sjóði hefir nú farið fram í annað sinn. Styrk hafa hlotið: Ólafur Hansson stúdent, frá Grund Skorradal, 1000 kr., Ásgeir Hjart- arson stúdent, frá Arnarholti, 900 kr„ Geir Jónasson stúdent, frá Ak ureyri 900 kr., allir til sagnfræði- náms við hásþólann í Oslo, Ár mann Halldórsson stúdent, frá Bíldudal, til heimspekináms við sama háskóla, 850 kr„ Barði Guð- mundsson magister, til sagnfræði- legra rannsókna í Noregi, 800 kr„ og Sigrún Ingólfsdóttir, frá Fjósa- tungu, til undirbúningsnáms fyrir kenslustörf við húsmæðraskóla hjer á landi, 700 kr. Útvarpið í dag: 10.00 Veður fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir 19.40 Tónleikar (Útvarpskvartett- inn). 20.00 Klukkusláttur. Grammó fóntónleikar: Till Eulenspiegel eft- ir Richard Strauss. Einsöngur: Antonio Scotti syngur: Vi ravviso úr „La sonnambula“ eftir Bellini og Ei favella úr „Othello“ eftir Verdi. Chaliapine syngur: Gullkálf urinn og Serenade Mefistofelesar úr „Faust“ eftir Gounod. 20.30 Frjettir. Músík. Veðreiðar áttu að fara fram á sunnudaginn var hjá Hróarsholti í Flóa, en fórust fyrir vegna þess að Magnús Torfason sýslumaður bannaði þær. Kvað hann hið fræga samkomubann, ier hann setti í vor, vegna þess að Leikfjelag Reykja- víkur ætlaði að sýna „Karlinn í kassanum11 á Eyrarbakka, vera enn í gildi. Þó fara fram þar eystra ýmsar aðrar samkomur svo sem leiðarþing og guðsþjónustur. Það var af spjehræðslu að Magnús setti ‘þetta bann fyrst (og upp á ■eigin eindæmi), en hvernig spje- hræðslan getúr gengið svo langt, að hún nái til veðreiða, er lítt skiljanlegt. Spennandi kappleikur verður háður í kvöld kl. 9 á íþróttavell- inum milli hins góðkunna knatt- spyrnuflokks af skemtiskipinu Atlantis“ og K. R. Nokkur und- anfarin ár hefir þessi útlenski flokkur keppt við K. R. kapp- leika hjer og hafa bæjarbúar ivrpst á- völlinn, því þessi leikur hefir ætíð verið hinn ánægjuleg- asti. Eru Englendingar feður knatt spyrnunnar og þessi flokkur hefir ávalt sýnt ihjög góðan leik, þó K. R. hafi borið hærra hlut í viður- eigninni. Mun flokkurinn enski ætla mi að hefna fyrir ósigra, því hann hefir skorað á K. R. Verður án efa skemtilegt að horfa á þenn- ar skyldi vera eign ættingja sinnal Mæðgurnar með sitt lambið hvor. ‘an leik þar sem tveir svo ágætir 'sem ætti að reka þær í fjelagí. Rijrktv laz, 2 kr. V2 kg. Ostur frá 1 kr‘ V2 kg, Jarðarberjasulta 1.25 pr. 1/2 kg. Nýjar kartöflur 20 au. V2 kg. Hjörfnr Hjartarsou. Bræðrabcrgarstíg 1. Sími: 1256. knattspyrnuflokkar eigast við. — Verður því sjálfsagt fjölmenni á vellinum í kvöld. Skipafrjettir. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær áleiðis til Reykjavíkur. — Goðafoss fór frá Hull í fyrrinótt, áleiðis til Ham- borgar. — Brúarfoss kom hingað á hádegi í gær að vestan. — Lag- arfoss er í Kaupmannahöfn. — Dettifoss fór bjeðan í gærkvöldi vestnr og norður. — Selfoss er í Antwerpen. Úr dönsku blaði. Út af þeim at- burði er örn rændi telpukrakka í Noregi fyrir skemstu, segir eitt danska blaðið svo frá: — Fyrir tveim árum rændi íslenskur örn þriggja ára telpu og flaug með hana upp í hreiður sitt. Alveg ný- lega hafa menn fundið telpuna. Henni leið vel. Örninn hafði gefið henni nóg að eta. I staðinn sá telpan um hreiðrið. Öminn var sem sje gamall karlfugl og hafði mjög gaman að því að láta telp una mata sig. — Eftir þetta má norski örninn láta í minni pokann Upp að Siglufjarðarskarði fóru þeir á bíl á sunnudaginn var frá Siglufirði Vilhjálmur Hjartarson og Guðvarður Steinsson. Töldu þeir, að ferðinni lokinni, að ger- legt myndi að ryðja bílveg alla leið yfir skarðið. Arne Möller hjelt fyrirlestur um skólamál í Reykholti á sunnudag inn var. Sjálfvirka miðstöðin. Landsíma stjóri gerir sjer nú vonir um, að sjálfvirka miðstöðin verði fullger svo hægt verði að taka hana í notkun í byrjun desember í vetur. Síra Jón Thorarensen, sem fyrir tveim árum fekk Stóra-Núpspresta kall, 'en hefir áfram setið í Hruna og þjónað báðum prestaköllunum, hefir aftur sótt um Hrunapresta kall og náð þar lögmætri kosn- ingu. Stóra-Núpsprestakall er því nú laust. Símalagningar í sumar. Land- úmastjóri hefir skýrt blaðinu frá, að eftirfarandi símalínur ætti að leggja í sumar: Milli Bólstaðar- hlíðar og Bergstaða í Svartárdal í A-Húnavatnssýslu; milli Kópa- skers og Leirhafnar á Sljettu og Kópaskers og Skinnastaða; og milli Sandgerðis og Stafness. Er landsímastjóri nýkominn að norð- an og hefir gengið frá samningum við hjeraðsbiia um lagningu lín- anna þar. .Tarðarför Bata. Frá Prag er nýlega símað að iegar Thomas Bata „skófatnaðar- kóngur“ var jarðaður, hafi 70 þúsundir manna fylgt honum til grafar. Mazaryk forseti og stjórnin sendu þangað sjerstakan fulltrúa til þess að koma þar fram fyrir sína hönd. 40 prestar aðstoðuðu við út.för- ína. — Þegar erfðaskrá Bata var opnuð kom það í Ijós að hann hafði mælt svo fyrir að allar verksmiðjur sín- Fljótir ml Nýslátrað dilkakjöt, ódýrast £ bænum. Lifur og hjörtu, sviðin svið. Hangikjöt. Salt dilkakjöt. Næpur í búntum. Sendið eða símið. AUir í BjðrSIÍEIEE, Bergstaðastræti 35. Sími 1091. Mafiborð og Borðstofustólar. Fallegar gerðir. Lágt verð. Húsgagnaversl. Reykjavíkur,. Vatnsstíg 3. Sími 1940. Borgarflðrður, Borgaríies. fastar ferðir Lvem máundag og fimtnd. frá Bifreiðastðð Kristins. Simar 847 og 1214 Amatðrfieild LangaTegs Apðteks er innrjettuð með nýjum áhöldum frá Kodak. — Öll vinna fram- kvæmd af útlærðum mynda- smið. — Filmur sem eru. afhentar fyrir M. 10 að morgni, eru jafnaðarlega til- búnar kl. 6 að kvöldi. - Framköllun Kopiering. Stækknn Lofts í Nýja Bíó. Framkðllun og kopíering’ fljótt og vel af hendi leyst. Daglega nvtt grænmeti. Engeviartaða til sðln við Lefts- bryggjn í dag. Reknet óskast keypt. Upplýs- ingar í síma 2370.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.