Morgunblaðið - 07.08.1932, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.08.1932, Blaðsíða 5
Bunmidaginn 7. ágúst 1932. 0J Reykjavikurbrjef. 6. ágHst. Veðráttan. Fyrri liluta síðastliðinnar viku var suðlæg og' ’suðvestlæg átt um land alt, en á fimtudag snerist til N-lægrar og norðaustlægrar áttar. Hefir verið úrkomusamt um alt land, og þurkar mjög stopulir, þó birt hafi upp við og við í sumum hjeruðum. Hiti svipaður um land alt 10-— 12 stig segir Veðurstofan. Fiskverslunin. Fisksölusambandið hefir nú sent út eitt fiskútflutningsskip, tvö eru að enda við að hlaða, tvö byrja að hlaða næstu daga og eitt er leigt til viðbótar. Br búist við því að í ágústlok verði farinn þriðjungur eða svo til af fiskbirgðum þeim sem voru í landinu 1. ágúst, en það voru 212 þús. skpd. Verðlag á fiski svipað og sagt hefir verið frá hjer áður, sunnlenskur stórfiskur 75 kr. skpd. en á besta fiski 80—85 kr. skpd. Portúgalsverð 70 kr. skpd. Labrador 57 kr. skpd. Kaupendur hafa á flestum mark- aðsstöðum tekið fisksölusamtökun- um hjer vel. Bn verðhækkunarvon- ir ekki sagðar miklar, því fjár- hagsvandræði í markaðslöndunum gera það að verkum, að fiskur selst lítt, nema ódýr sje. Greiðslu j öf nuður. Gagnlegir eru útreikningar manna um það, hve mikið meiri úitflutningur okkar þarf að vera umfram innflutning, svo greiðslu jöfnuður sje trygður við útlönd. Hefir þeirri undirstöðu undir fjár- hagslegu sjálí'.stæði þjóðarinnar verið fremur lítill gaumur gefinn hin síðari ár. Nú telur fjármálaráðherra, að við þurfum að selja árlega iit- flutningsvörur fyrir um 10 miljón ir króna um fram vörur þær sem við flytjum inn, til þess að greiðslu jöfnuður haldist. Útflutningsvörur landbúnaðar hafa undanfarin ár selst fyrir 4—5 miljónir. Þær allar hrökkva því 'ekki nema til hálfs t.il að vega á móti vöxtum af er- lendum skúldum og öðru því fje sem þjóðin þarf árlega að greiða til útlanda fyrir annað en inn- fiutningsvörurnar. V er slunar j öf nuður I fyrra var útflutningur meiri en innflutningur, samkv. bráða- birgðaskýrslum. Bn tvö árin þar á undan 1929 og 1930 var innflutn- ingur mun meiri en útflutningur- inn. Tölur hagskýrslanna eru þessar, eru tölurnar fyrir árin 1931 og 1930 bráðabirgðatölur. En líklega helst hlutfallið líkt milli innflutn- ings og útflutnings, þó tölurnar hækki. Útflutt Innflutt milj. kr. milj. kr. 1931 45.4 42 1930 57 66.5 1929 74 77 Útflutningurinn þessi þrjú ár er því 176.4 milj. kr., en innflutning- ir 185.2 milj. kr. Samkvæmt á- etlun Ásg. Ásg. um það live út- lutningur þarf að vera mikill svo í'reiðslujöfnuður lialdist, ætti af- ;taða okkar til útlanda því á þess- am þrem árum að hafa versnað im 3 sinnum 10 miljónir króna og nærri. 9 miljónir að auki, eða um 40 miljónir. Anna Borg. 1 dag hverfur hin unga íslenska leikkoíia, Anna Borg, af landi burt með manni sínum, frægasta leikara Dana, Poul Reumert. Kornung heillaði hún hugi Reyk- víkinga á hinu þrönga íslenska leiksviði. Þá var hún undir hand- leiðslu móður sinnar, sem Reyk- víkingum er óglejnnanleg. Síða.r, er hún fekk rýmra svið, og stærri verkefni uppfylti hún allar þær vonir, ættingja og landa sinna, sem fylgdu henni heiman að. Hún er í dag sá Isl'endingur, sem á erlendu listasviði hefir vakið mesta hrifningu með list sinni. Við, er heima erum, teljum okkur trú um, að listeðli hennar sje af svo íslensku bergi brotið, að hún geti aldrei að öllu leyti slitið sig hjeðan. Með þeirri von fylgja henni óskir alþjóðar um glæsilega framtíð. Leifsmyndin. Ungur norskur blaðamaður kom hingað til bæjarins nýlega. Spurði iann um livað hjer væri merkileg- ast að sjá í bænum. Var honum m. a. sagt frá myndastyttu Leifs heppna á Skólavörðuhæð, sem Bandaríkin hefðu gefið hingað. Maðurinn hnaut við, er hann heyrði getið um mynd Leifs Eiríks- sonar hj'er. H'ann hafði ekki heyrt það fyrri, að Leifur liefði haft neitt samband við Island(!) Kjördæmamálið. Úti um sveitir eru stöku Fram- sóknarmenn að hampa því, að Sjááfstæðismenn hafi í vor sem leið breytt Svo snögglega til í kjördæmamálinu, að viðbúið sje, að þeir ætli að svíkja málstað sinn um jafnrjetti fyrir kjósendur landsins. * I hugleiðingum sínum um þetta mál, láta þeir jafnan hjá líð.a að minnast á eitt mjög mikilsvert. at- ríði. Þegar Sjálfstæðismenn á þingi ákváðu í vor, að afgreiðsla skyldi fást á f jármálum. höfðu Fram- sóknarmenn á þinginu tjáð sig reiðubúna til þess að leysa kjör- dæmamálið á næsta þingi á viðun- andi hátt. Áttu Sjálfstæðisþingmennirnir að meta orð Framsóknarmanna ómerk? Áttu þeir fyrir fram að líta svo á, sem Framsóknarþing- menn meintu ekkert með loforð- um sínum? Líta Tímamenn úti um sveitir svo á, sem loforð og yfir- lýsingar þingmanna þeirra sje markleysa ein? Forngripur Afturhaldsins. Tvímælalaust má telja núgiíd- andi kosningalög einn hinn merki- legasta forngrip í stjórnlögum lýð frjálsra þjóða. Því hjer á landi getur einn kjósandi ráðið úrslit- um um tvö þingsæti. Svo er í tvímenningskjördæmunum, — er flokkskosning er hrein, en engir pólitískir hálfrefir sem kjósa menn sitt úr hvorum flokki. Fái einn flokkurinn einu atkvæði fleira en sá sem næstflest atkvæði fær, er það einn kjósandi sem ræður t.veim þingmönnum. Hinu steingerfða Afturhaldi, sem aðhylst hefir Hriflumenskuna í stjórn landsins, þykir svo mikið koma til þessarar fornu missmíðar, að því þykir, eftir því sem Tíminn segir, blátt áfram ógeðslegt að hugsa til að þessu verði breytt. Sjálfyírkf þvoffaefní , s-\<n ' « O n - <rv ÁÍoVr’-'ogíþia.tAA Heiðraða húsmóðir! Fyrst að ekki finst betra og ómengaðra þvottaefni en KLIK-KLAK, og KLIK-FLAK ereins gott og það er drjúgt — og þegar þjer "vitið, að. KLIK-FLAK getur sparað yður tíma, peninga, erfiði og áhættu — er þá ekki sjálf- sagt að þjer þvoið að eins með FLIK-FLAK. FLIK-FLAK er algerlega óskaðlegt, bæði fyrir hendurnar og þvottinn; það uppleysir öll óhreinindi á ótrúlega stuttum tíma — og það' er sótthreinsandi. Hvort sem þjer þvoið strigapoka eða silki- sokka, er FLIK-FLAK besta þvottaefnið. Slippurinn nýi. Sagt var frá tillögum hafnar- nefndar hjer í blaðinu, sem bæjar- stjórn samþykti, um að veita hinu nýja Slippfjelagi lán til þess að fjelagið geti komið upp nýrri drátt arbraut nú fyrir haustið. Slippfjelagið hefir fengið veru- legan afslátt á skuldum sínum ög nýtt hlutafje, svo það er fjár- hagslega trygt. Dráttarbrautin, sem sett verður upp, getur tekið togara, svo þeir ísl. togarar, sem þarf að „klassa“ geta fengið við- gerð hjer á þessu ári. Dráttar- brautin verður sett við gamla Slippinn. Tillaga liefir komið fram um það, að setja dráttarbrautir íýrir togara og millilandaskip úti í örfirisey. Bn sú tillaga fer í bág við þær fyrirætlanir, að nota Orfirisey í framtíðinni fyrir geýmslupláss handa fiskveiðaflot- anum. í framtíðinni eiga fiskiskip- in að hafa aðalbækistöð sína í vestanverðri höfninni. Ómerkingurinn- Oft er erfitt eða frágangssök að komast að raun um hver hefir um- ráðarjett yfir ómerkingum, þeim sem teljast til sauðfjár. Gengið hefir hjer árum saman, og þó ekki sjálfala ómerkingur einn, sem eng- inn veit hver á. Vikublaðið Tím- inn. Marklaus hefir hann verið, ekki 'einasta að því leyti, að mark hefir ekki verið á honum tekið, heldur einnig marklaus að því leyti, að engin tilvísun er á honum um það, liver blaðið á, eða hver gefi það út. Mun fátítt í heimin- um, að stjórnarblað sje svo úr garði gert, að þeir sem halda í því lífinu vilja ekki kannast við króann. Sje svo, að Samband íslenskra samvinnufjelaga eigi blaðið, er nokkur vorkunn að það sje eklti vikulega tilkynt opinberlega að sú fjelagsskapur þverbrjóti alþjóða- reglu samvinnufjelaga með útgáfu á pólitísku blaði, sem oft tekur á sig sorpblaðsmynd. Laugarvatn. í svo til hverju blaði Tímans er einhvers konar augl. um Laugar- vatn. Á vetrum eru þar auglýstar skíðaferðir, skautaferðir, sundferð- ir og jafnvel námsferðir við skóla- námið. Bn á sumrin er auglýst gist- ing og greiðasala, liárliðun og ýmsar hundakúnstir í heitu og köldu umhverfi. Nýlega er byrjað að auglýsa þar heilsuböð og heilsu- bætur, eins og það væri yfirleitt ; llra meina bót að vera þar um kyrt. í vetur var auglýst á Alþingi sjerstök meðferð á Laugarvatni fyrir Reykvíkinga, einkum fyrir „háskrílinn“, sem húsbændur Laugarvatns nefna svo, og bent á, að ef menn hefðu ofreynt magann heima fyrir gætu menn livílt inn- !ýflin með sumardvöl við matborð Laugarvatns. En þrátt fyrir alla þessa kosti jLaugarvatns; sem svo mjög er 1 gumað af, hefir húsbændum hót- |elsins ekki tekist að fylla vistar- iverur sínar með gestum, á nreðan 'sumarhótel í nágrenninu vikum jsaman þurfa að neita fjölda gesta um sumardvöl sökum rúmleysis. Slíkar verkanir hafa auglýsing- ar Tímans liaft fyrir rekstur Laugarvatns á sumrin. Ríkissjóður borgar. Erlendur stjórnmálamaður, sem hingað kom í fjármálastjórnartíð Jónasar Jónssonar segir frá því, að dómsmálaráðherrann hafi boð- i<5 sjer í bíltúr. Leið þeirra lá fram lijá greiðasölustað. Vildi ráðherr- ann staðnæmast þar og veita hin- um útlenda gesti sínum kaffi. — Þeir voru ekki fyr komnir inn úr dyrunum, en ráðherrann fer að segja frá býli þessu. Ekkja ein ráði hjer liúsúm. Maður hennar hafi' verið góður vinur sinn. Sjálf- ur liafi hanh (ráðherrann) hróf- að þessu upp handa henni. Húsið hafi ekki kostað nema 10—12 þús. krónur. Þá ympraði hinn erlendi stjórn- málamaður á því, að það gæti nú orðið útdráttarsamt fyrir ráð- herrann, að láta hverjum fylgis- manni í tje þó ekki væri nema 10 —12 þús. kr. Ráðlierrann hlyti að vera maður vel fjáður, ef hann hjeldi lengi þannig áfram. Sussu nei, sagði ráðherrann. Það er ríkissjóður, sem borgar. Sannleikskorn. Hvað verður gert í máli Sveins Benediktssonar gagnvart Siglu- f jarðarbolsum ? Hvað hefir verið gert í slíkum tilfellum? Geta ekki hvaða menn sem vera skal tekið sjer vald í þessu landi til að gera það sem þeim sýnist? Hvar er ríkisvaldið, sem oftlega er talað um? Hvað er þetta ríkis- vald? Hvað verður úr valdi hins íslepska sjálfstæða ííkis þegar ein- liver og einhver, einn í dag og annar á morgun með nokkrum samtökum neitar að lilýða lögum þess? Innbrotsþjófar — einn og einn eru teknir fastir. Bn hvernig færi ef þeir mynd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.