Morgunblaðið - 09.08.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1932, Blaðsíða 4
llORGf<NBT.AÐIf> Rugltilngadagbök l Nýr og heitur fiskbúðingur, ný- reyktar fiskpylsur, fiskfars 2 teg., kjötfars, beinlaus fiskur. — Alt fyrsta flokks. Fiskmetisgerðin, Hverfisgötu 57. Sími 2212. Útsala. Margar tegundir af kjóíatauum og fleiri vörur seljum við með miklum afslætti þessa vikn. Nýi Bazarinn, Hafnarstræti 11. — _________________________ Blóm og ávextir. Hafnarstræti 5. Sími 2017. Daglega 50 aura blóm- vendir. Café Höfn selur meiri mat, 6- dýrati, betri, fjölbreyttari og i'ijótar afgreiddan en annars stað' ar. Það vita allir að besta og ódýr- asta fæðið selur Fjallkonan, Mjó- stræti 6. Munið eftir að kaupa heima- hckuðu kökornar „Freia“, Lauga- veg 22 B. Ingur stúdent getur nú þegar fengið pláss sem lærlingur á Sauðár- króks-Apóteki. Upplýsing-ar g-efur lyfsali, P. L. Mogensen. 0ttau;aráð5tefnan. I gær komu inn „Empress of Britain", sem flutti bresku fulltrúana vestur um haf Dilkaslátnr fæst nú flesta virka daga. . Sláturfjelagið. Svala- drvkkur mjög hentugur og góður á ferðalögum. Yerðið lækkað! Seint um kvöldið 18. júlí kom breska skipið „Empress of Bri- tain“ til Quebec, með fulltrúa Breta, sem taka þátt í Ottawa- ráðstefnunni. Meðan skipið var að sigla upp eftir St. Lawrancefljót- inu, sveimuðu margar flugvjelar yfir því, til þess að bjóða það velkomið. En er skipið lagðist að bryggju, voru þar fyrir þúsundir manua, og höfðu flestir biðið all- an daginn eftir því með óþreyju. Og um leið og skipið kastaði land- festum, laust manngrúinn upp fagnaðarópum, sem engan enda ætluðu að taka. I’ví næst gekk fram Bennett forsætisráðherra Kanada, og hjelt ræðu þar sem hann bauð gestina velkomna. En fyrir hönd bresku fulltrú- anna svaraði Baldwin af skips- fjöl. og töluðu báðir um það, hve þýðíngarmikil mundi verða ráð stefnan í Ottawa. En múgurinn laust upp nýjum fagnaðarópum Mátti nokkuð af móttökunum sjá hve miklar vonir almenningur hafði gert sjer um árangurinn af ráðsbefnunni. Fiskbirgðirnar, Fiskaflinn fram til 1. ágúst er talinn 19% minni heldur en um sama leyti í fyrra og 23% minni heldur en í hittifýrra. Fiskbirgðir í landinu eru nú taldar 212 þús. fullverkuð skpd., en í fyrra um sama leyti 318 þús. skpd. Fiskverðið segir Fiskifjelagið hækkandi, nú 80—85 kr. skpd. fyrir besta fisk. Gerir það ráð fyrir því, að verðið muni ekki lækka í bráð, þar sem birgðir í neyslulöndunum sje ekki miklar og fisksalan í höndnm Fisksölu- samlagsins. Gnllverð íslenskrar krónu var í gær 58.3 aurar. Ensku vísindamennimir sex, sem fórn upp á Yatnajökul 28. júní, voru sóttir í fyrradag upp á jökul- inn frá Hólum í Hornafirði. Skemtiför K. R. og annara bæj- arbúa. Næstkoinandi sunnudag þ. 114. ágúst éfhir fc. R. til skemti- farar upp í Ýatnaskóg. Farið verð ur af stað um morguninn kl. 8Í4 með e.s. „Esja“ frá hafnarbakkan ,um að Sanrbæ, og þaðan gengið upp í Vatnaskóg. Lúðrasveit spilar báðar leiðir, einnig við og við allan daginn í skóginum. Búist er við að 1 allir þátttakendnr verði komnir npp í Vatnaskóg kl. 12 á hádegi, og verður þá þegar sest að snæð- ingi, með því fólk mun hafa með sjer einhvern miðdegisverð. Ann ars verða veitingar á staðnum í hinum stóru tjöldum Sigvalda Jón assonar. Eftir að fólk 'hefir mat- ast, verðnr stiginn dans með horna og harmonikuhljóðfæraslætti, eða farið á berjamó í hinu ágæta berja landi Saurbæjar, og aðrir, er vilja syuda. geta fengið sjer liressandi Ibað í hinít tæra og góða vatni sem 'er í skóginum. H. I _ íslenskur hestur var sendur út imeð ,,íslandi“ til verksmiðjunnar „Lundbergs tekniska Fabrik1 Sundswall í Svíþjóð, er býr til Metallfix-límið. Fylgdu honum öll reiðtýgi íslensk. Er það forstjóri verksmiðjunnar, sem hestmn fær, og ætlar hann að reyna að fá mark að í Svíþjóð fyrir íslenska reið- hesta. Hestur þessi var að öllu leyti óaðfinnanlegur og tilvallnn reiðhestur. Síldveiðarnar. til Siglufjarðar 10 herpinótaskip 8 frá Skagafirði og 2 frá Eyjafirði, Þau liöfðu um 200—300 tunnur síldar, sem söltuð var. Undanfarna viku var síldveiði lítil, og mun valdið hafa óheppilegt veiðiveður, Eru menn famir að halda að síld- arframleiðsla verði ekki svo mikil (í sumar, að hún fullnægi eftir spurn. Það mun líka liafa valdið um, hve lítið hefir veiðst af sílc seinustu viku, að nokkur smokk- fiskur er í sjónum vestur með landi, en hann fælir síldina. Síld- veiði útlendra skipa er nú talin minni en venjulega, og mun þar einnig um valda, að síldin veiðist aðallega inni á fjörðum, Eyjafirði og Skj.álfanda. — í vikulokin telur Fiskifjelagið að saltaðar hafi verið alls 44.686 tunnur (í fyrra 66.202 tunnur), sjerverkað 35.211 tunn ur (í fyrra 62.702 tn.). Söltun er því nú nær % minni heldur en í fyrra. í síldarbræðslumar hafa farið 173.930 hektol. (í fyrra 215 815 hl. og 1930 372.211 hl.). Verð á síld hefir hækkað seinustu viku Verð á síldarolíu og síldarmjöli hefir einnig farið hækkandi að undanförnu. Kpattspyrnufjelagið Víkingur. o. flokks æfing í kvöld kl. 8. Farsóttir og manndanði í Reykja VÍk. Vikan 24.—30. júlí. (1 svig- um tölur næstu viku á undan). Hálsbólga 27 (23). Kvefsótt 13 (14). Gigtsótt 1 (2). Iðrakvef 8 (6). Taksótt 0 (1). Þrimlasótt 1 (0). Mannslát: 7 (8). Þar af einn utanbæjarmaður. Landlæktíisskrifstofan. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tónleikar: Celló-sóló. (Þór- hallur Ámason). 20.00 Klukkuslátt ur. Grammófóntónleikar: Píanó- konsért, eftir Chopin, leikinn af Brailowsky. 20.30 Frjettir. Músík. Amatördeild F. A. Thiele. Filmur, sem ern afhendar fyi-ir kl. 10 að morgni, em jafnaðarlega tilbúnar kl. 6 að kvöldi. öll vinna framkvæmd með nýjnm áhöldum frá KO- DAK, af útlærðnm mynda- smið. Framköllun. — Kopiering. — Stækkun. Rfintýra prinsinn. Landstjórinn undirskrifaði ekki dauðadóminn fyr 'en seint um kvöldið, hann hafði búist við Jó- hönnu og vildi fresta því í lengstu lög. — Á jeg ekki að syngja fyrir þig, sagði Kuoni. Þú ert svo dapur. — Nei ,mjer er enginn söngur í huga, sagði landstjóri. Hún er stöð eins og húðarbykkja. — Reyndu að ná taumhaldi á henni, sagði Kuoni, en því nærðu ekki ef þú drepur Danwelt. Það er annars Ieiðinlegt hvað þú ert fljótfær stundum, þú hefir ákveð- ið, að hann yrði líflátinn í fyrra- málið, slíkt var fásinna, það þýðir ekkert að ráðleggja þjer, fáviska þín og hefnigimi hlaupa með þig í gönur. — Hvað á jeg þá að gera® — Væri jeg í þínum spomm, mundi jeg fresta því að lesa upp dóminn, en senda til konunnar og segja h'enni, að hún megi heim- sækja mann sinn. Henni mnn of- bjóða líðan bans, og renna til rifja hvernig farið hefir um hann Þetta hefðir þú átt að gera fyr, I nú er það máske um seinan. I —• Of seint? — í sama mnnd kom þjónn inn og tilkynti að frú Danwelt óskaði eftir að fá að tala við landstjórann. — Bjóddu henni inn. Nei, ann- ars, látum hana taka á þolinmæð- inni, segðu henni, að jeg eigi ann- ríkt, en ef hún vilji bíða, þá reyni jeg að losna stundarkorn til að tala við hana. — Þú segir ofseint. — Land- stjórinn hló sigri hrósandi. I — Já„ þú ert búinn að undir- ' skrifa dóminn, með hverju get- urðu nú keypt hana? ! — J'eg get lofað að náða hann, asninn þinn. Fíflið hló. — Nú ertu að þjer, heldurðu að þú getir náðað mann sem hefir játað svik gegn her- toganum, hvað heldurðn að her- toginn s’egi við því? Rhynsanlt leit stómm aue-’”' fíflið. — Voru það ekki þín ráð að jge píndi hann til að játa? — Jú, en þú áttir ekki að birta dóminn. — Nú fer jeg. Hugsaðu þig vel um. Taktu við öllu sem að þjer er rjett, en lofaðu ekki fleiru, en því sem þú ert nyeddur til. Láttu kon- una bíða ögn lengur, jeg skal tala við hana um leið og jeg fer. Góða nótt vinur minn. Fíflið skygndist Um í forsalnum, >ar sá hann Jóhönnu og þjóna hennar Jan og Pjetur. Honum datt í hug eins og svo oft áður hvaða samband gætí verið milli hennar og greifans, hann hafði hugsað Sjer að landstjórinn gæti komist að því, en hann var svo mikill hjáni. Hann hneigði sig fyrir Jóhönnu: ■ Hans hátígn mun ekki láta yður bíða lengi, ef jeg get eitt- hvað gert fyrir yður þá er það sjálfsagt. Jóhanna starði ,á Kuoni án þsse að svara. —• Verið hughraust frú, það er ekkert að óttast. —- Viljið þjer hjálpa mjer — þjer — þjónn lundstjórans? Er húð yðar slæm ? Ef þjer hafið saxa, sprungna húð, fílapensa eða húðorma, notið þá Rósól Glycerin, sem er hið full- komnasta hörundslyf, er strax græðir og mýkir húðina og gerir hana silkimjúka og fagra. Varist eftirlíkingar. Gætið þess að nafn- ið Rósól sje á umbúðunum. Fæst í Laugavegs Apóteki, lyf ja- búðinni Iðunn og víðar. H.f. Efnagerð Reykjavíknr. Skipafrjettir. GuIIfoss kom hing- að í gær að norðan. — Goðafoss á. að fara hjeðan í kvöld.. — Detti- foss kom til Hull í fyrradag og: fór þaðan í gær. — Lagarfoss fór frá Leith í gær. — Brúarfoss fér frá Kaupmannahöfn í dag. — Sel- foss kom hingað í gærkvöldi. Knattspyrnumót Hafnfirðinga fyrir 2. og 3. flokk hafa staðiS yfir að undan förnu. Lauk þeim svo að „Þjálfi“ vann 2. fl. mótið, en „Haukar“ 3. fl. mótið. Ahugi fyrir knattspyrnú er að aukast mjög í Hafnarfirði. SeySisfjörður heitir rit, sem Verslunarmannafjelag Seyðisfjarð- ar hefir gefið út. Er það á fjóruni' tungumálum, íslensku, ensku, býsku og norsku. Eru þar ýmis- konar upplýsingar um bæinn. -—- Framan á kápunni >er skjaldar- merki Seyðisfjarðar prentað með litum. Frágangur á bókinni er liinn vandaðasti og í henni eru ma,rgar góðar myndir. Lik Manúels konungs var flutt til Portúgals. Breska stjórnin bauð stjóm- inni í Portúgal að senda þangað lík Manúals konungs á Iierskipinu „Concord“. Tók Portúgalsstjórnin aví boði með þökkum og fluttí skipið svo líkið þangað. — Meðan Manúel var lifandi mátti hann ekki stíga fæti á feðragrund sínar en nú, er hann var dauður, vildí stjórnin fá hann beim. — Jeg ræð gerðum mínum þeg^- ar svo stendur á. Horfið þjer á mig. Jeg 'er eins ljótUr eins og ijer eruð fögur, en í stað fegurðar hcfi jeg gáfur, er jég kann að; notfæra mjer. — Notið nú fegurð yðar eins og jeg nota gáfurnar tíl að ná settu marki og frelsa þann- ig líf Danwelts. Þjer hafið grátið og beðið í heila viku og hver er árangurinn, enginn annar en sá, að augu yðar eru orðin þrútin af vökum og gráti. — Hvað átti jeg að gera? — Þjer gátuð ekki látið undan Rliynsault og orðið við óslc hans. Það var heldur varla von. Knoni hvesti á hana augun. En var eng- inn annar sem yður datt í hug iessa daga að leita til, er gæti n-5ið yður að liði? — Jeg þekki engan, sagði hún, og hallaði sjer aftur í stólinnr — Hugsið þjer yðnr b'etur um. Fallegur og gáfáður maður, göf- ugur og voldugur, vemdari þeirra hrjáðu og undirokuðu? Maður er- eitt sinn bjargaði P. Danwelt manni yðar frá dauða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.