Morgunblaðið - 24.08.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.08.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBIAÐIÐ uts ks.'2}!Bsv!fírmnmimm Jpftor&tutMaMft Útc«f.: H.f. Árraknr, KirkltTlk. SUtatJðrar: Jðn Kjartanaaoa. Valtýr Staf&naaoa. Kltatjörn og afcrelCala: Auaturatretl S. — BlaU I0S. Auclýalncaatjörl: & Hafberc. Auclýaingraakrlf atofa: Auaturatrntl 17. — Slaal TOS. Helaaaalaaar: Jön KJartanaaon nr. 741. Valtýr Btefinaaon nr. ÍSIS. H. Hafberc nr. 770. AakrlftasJald: Innanlanda kr. 1.00 4. aaknuBl. Utanlanda kr. 1.10 A ntuSL { lauaaaölu 10 aura elataklB. 10 aura aaeö Lieafeök. Horðurhuels- rannsóknirnar I Reykjauík. Hollensku vísinda- mennirnir eru komn- Sr hihgað og byrja bráðum rannsóknir sínar. Hollensku vísindamennirnir og flugmennirnir, sem eiga að halda hjer úppi rannsóknum í sambandi við pólárið, komu hingaS í fyrra- kvöld með Lyra. Þeir komu með tvær flugvjelar með sjer og ætla að fljúga á þeim dagjega, þegar veður leyfir, eins hátt Oort upp og unt er til rannsókna. — Byrjað var á því í gær að taka flugvjel- arnar upp niður á hafnarbakka og aetja þær saman. Þær eiga að hafa bækistöð sína á túnunum sunnan við tjörnina. Hýtt Fitlantshafsflug. Heil fjölskylða cetlar að fljúga norðurleiðina yfir Rtlantshaf. PoWrigí rannsóknatma er T)r. 'Cannegieteí. Hann segir að aðal- ástæðán til þeás, að Reykjavík hef- ir verið valin sem rannsóknastaður, sje sú,: að þ’ar géti farið fram riorð- urhVelsrknnSókhir án þess að vís- indamennirnir, sem þær stunda, þurfi að búa sig út, sem pólfarar. Harin gerir ráð fyrir því, að hjer verði flogið 400 sinnum alls, upp í 5000 metra hæð. Flugferðir þessar •og veðurrannsóknir geta haft stór- kost.légá þýðingu fyrir væntanleg- ar flugferðir yfir norðurhluta At- lantshafs, en á þeirri leið er Is- land einhver þýðingarmesti á- fangastaðurinn. Og með því að koma við bæði í Grænlandi og Is- iandi, verður ekkert flug yfir haf lengra en 750 km. — Jeg lít þannig á, segir Dr. 'Cannegieter, að til flugferða uiri norðurleiðina eigi að nota land- flugvjelar með þremur hreyflum. • Flugvjelarnar, sem notaðar verða eru mjög litlar, aðeins fyrir einn mann, og geta tekið bensín fyrir 1% klst. flug. Athuganirnar sem gera á í loft- inu hjer eru þessar: Athuga hita, rakastig og loftþrýsting, loft- strauma og skýjafar. Dr. Cannegieter fer hjeðan eftir nokkurn tíma, þegar athuganirnar eru komnar vel af stað. Flugmenn- irnir sem hjer verða um kyrt eru v. Giesen og Bosch. Nevv York, 22. ág. Mótt. 23. ág. United Press. FB. George Hutchinson áformar að léggja af stað í flugferð til Lond- on á laugardag, í 10 sæta Amphi- bian flugvjel. í ferðinni taka þátt, auk Hutchinson’s, flugmaður, sem hefir stjórn flugvjelarinnar á héndi, vjelamaður, loftskeytamað- ur, Ijósmyndari, kona Hutchinson’s og dætur hans, en þær eru sex og átta ára gamlar. Áform Hutchin- son’s er að fljúga norðurleiðina, um St. Johns, Newfoundland, Labrador, Grænland og ísland, Færeyjar og Skotland og loks til London. 1 gærkvöldi barst Morgunblað- inu skeyti frá London um það, að Hutchinson hefði lagt á stað frá St. Johns á Newfoundland í gær- morgun, áleiðis til íslands. Flugvjelin er svört og silfurlit og á hana er málað númerið, NC 195 og nafnið „Flying Family“. Af skeytinu varð ekki annað sjeð, en. að Hutchinsons fjölskyld- an ætlaði að fljúga beina leið til íslands, þeim mun fremur, sem loftskeyta-köllunarmerki hennar, „KHNDR“ var líka gefið upp. Um kl. 7 í gærkvöldi byrjaði svo loftskeytastöðin hjer á tilraunum rið ná sambandi við flugvjelina. •Vissi þó ekki á hvaða bylgjulengd hún írumdi senda, en gerði ráð fyrir að það væri 600 metrar. — Reyndi hún lengi fram eftir kvöldinu, én fekk aldrei svar. Má því búast við að Hutchinson-flug- vjelin hafi annað hvort ekki farið lengra (en til Labrador, eða þá Grænlands í gær. Ekki hafði Hitchinson beðið um néinar veðurfregnir hjeðan, en í gíer var þoka hjer um alt Suð- vesturland, alt frá Eyjafjöllum að Snæfellsjökli, og flugveður því slæmt, eða landtaka. Seinast í gærkvöldi barst þetta skeyti hingað: New York, 23. ágúst. United Press. FB. Hjutchinson lagði af stað frá Floyd Bennet flugvellinum í dag. Bjóst' hann við að verða kominn til St. Johns, New Brunswick eftir sex klukkustunda flug. Tuö önnur Rtlantshafsflug. Solberg og Petersen lagðir á stað í Atlantshafsflug. otann, New York, 23. ágúst. United Press. FB. Norsku flugmennirnir Thor Sol- berg og Petersen lögðu af stað frá Floyd Bennet flugvellinum á Long Island kl. 5.43 í morgun. Þeir fje- lagar fljúga fyrst til Harbour Grace á Newfoundland. Þaðan ætla þeir að fljúga án viðkomu til Oslo. Uíkingaskipið ,RoaIö Rmunösen* í gcer. Folgerö skipstjórí var 1 svo þreyttur eftir ferðalagið yf- ir Atlantshaf, að hann treystist ekki til þess að tala við neinn mann. Skipafrjettir. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í gærmorgun, á- leiðis til Reykjavíkur. — Goðafoss fór frá Hull í fyrrakvöld, áleiðís lirn til Hambotgar. — Bnlarfoss'5,er á' Siglufirðri — Dettifoss fór frá Reykjavik í gæfkvöldi’kl. ‘1Ó vést- ur og norður. — Lagarfoss er á Borðéyiiy Selfoss ér á;leið ú&." Barre, Vermorit, U. S. A. 23. ág. United Press. FB. j Flugmennirnir Clyde Lee og John Bochkon lögðu af stað hjeð- an kl. 10.18 árd. áleiðis til Har- j bour Grace, Newfoundland. Þaðan ætla þeir að fijúga yfir Atlantshaf til Osló án viðkomu á leiðinni. Tekjuhalli á f járlögum Norð- manna. Oslo, 23. ág. NRP. — FB. Sunclby fjármálaráðherra hefir skýrt frá því í ' fyrirlestri, sem hann hjelt nýlega, að allar líkur bendi til að 30 miljóna tekjuhalli verði á ríkisbúskapnum. Skattar hafa orðið minni en búist var við. Tekjuhalli járnbrautanna verður sennilega 8—9 milj. króna. Auk þess gengistap á skuldum ríkisins erlendis. Sparnaðarnefnd ríkis- stjórnarinnar hefir átt í samning- við fjelög starfsmanna ríkis- ins um það, að starfsmennimir fállist af frjálsum vilja á nokkra laynalækkun, sennilega um 10%. „Roald Amundsen“. Norska víkingaskipið „Roald Amurdsen11 kom hingað um há degi í gær, eftir þriggja ára sigl- irigu umhverfis lmöttinn. Sigldi það fyrir innan Akurey, inn Hólma sund riorðan við Orfirisey og inn á Engéýjarsund. Þaðan sigldi það inn á höfnina og var lagt við festar í . hafnarkrikanum út af Loftsbryggju. Frjettaritari Morgunblaðsins fór um borð til þess að heilsa upp á norsku sægarpana og spyrja þá tíðindá. • Eji Folgerö skipstjóri kvaðst vera svo þreyttur að hann gæti ekki sint neinum manni. — Þráði hann nú það eitt að fá að hvíla sig. Skipið er mjög lítið, en brjósta- breitt, stafnahátt og skarað skjöld- um á bæði borð. Sigldi það hjer að landi með „gapandi höfði og gínandi trjónu“. — En í mörgu skilur það og gömlu víkingaskip- in. — Það hefir til dæmis annan seglbúnað en þau, hjálparvjel og áttavita. — í framstafni hafði 3að uppi Bandaríkjafánann, en í afturstafni norska fánann. Skip- verjar eru aðeins fjórir, enda mun ekki rúm fyrir stóra skipshöfn undir þiljum. Fram í stafni er eldhúsið og geymsla. Miðskipa er líkt og þak á húsi yfír vistarver- um skipverja. Þar fyrir aftan á TÍlfarinu er ofurlítill bjorgunar- bátur, sem varla gerir mikið betur en fleyta fjórum mönnum. Þeir fjelagar lögðu á stað frá New York hinn 20. júní og komu til St. Johns á Newfoundland hinn 1. ágúst. Þar höfðu þeir stutta við- dvöl. Hirin 11. ágúst sá norska skipið „Bergénsfjord” til ferða skipsinS og hafði það þá stefnu á Hvarf í Grænlandi. Síðan frjettist ekkert til þess þangað til í gær- morgun að til þess sást á siglingu hingað. Skipið hóf ferðalag sitt í Noregi síðla sumars 1929 og hefir því, eins og áður er sagt, verið þrjú ár í siglingum, og á nú aðeins eftir seinasta áfangann til þess að lúka siglingu umhverfis hnöttinn. Þeg- ar litið er á skipið, getur það ekki undrað neinn þótt þeir f jelagar sje þreyttir eftir siglinguna yfir At- lantshaf, frá Newfoundland til ís- lands. Qrengjamótið. Ný met. Drengjamótið hófst í gærkvöldi og var keppt í þessum íþróttumn 80 m. hlaup. Þar varð frækn- astur Kjartan Guðmundsson (A.) á 9.4 sek. Næstur Baldur Möller (Á.) 9.5 sek og þriðji Georg L. (Sveinsson (K. R.) 9.6 sek. Þessir aliir fóru fram úr gamla metinu sem var 9.7 sek. og átti það Georg 8tteinsson. Stangarstökk. Fræknastur Sig- urður Steinsson (f. R.) stökk 2.75 m., og í aukastökki 2.88 metra, sem er nýtt drengjamet. Annar Georg L. Sveinsson (K. R.) 2.70 metra og þriðji Ólafur Kristinsson (K. R.) 2.70 m. Langstökk. Fræknastur Kjartan Guðmundsson (Á.) 5.92 m., annar Georg L. Sveinsson (K. R.) 5.87 m. og þriðji Steinn Guðmundsson (Á.) 5.51 m. 1500 m. hlaup. Þar setti Gísli Kærnested (Á.) nýtt met á 4 mín. 36.3 sek. (Gamla metið var 4 mín. 43 sek. og átti hann það sjálfur). Annar varð Einar S. Guðmunds- son (K. R.) á 4 mín. 49.8 sek. og þriðji Jón Guðbjartsson (Á.) 4 mín. 50.1 sek. Kúluvarp. Þar setti Sveinn Zoéga (Á.) glæsilegt nýtt met fyr- ir drengi á 13.13 m. Atífiar var Kristján V. Jónsson (K. R.) 11.42 m. og þriðji Grímar Jónsson (Á.) 10.78 m. Mótið heldur áfram í kvöld kl. 6þ(>. Keppendur og starfsmenn eru beðnir að mæta stundvislega. Dilkaslátnr fæst nú flesta virka daga. . Sláturfjelagið. Húseignin nr. 147 a Tið Langang, eign þrotabús Vilhelms Jónssonar, er til söltu Tilboð sendist undirrituðum sem fyrat. • [jiHill Garðar hæstarjettarmálaflutningsmaður. Matsala til sölu. Af sjerstökum ástæðum er mat- sala, í miðbænum, í fullum gangi, til sölu nú þegar. Ágætar stofur. Góðar geymslur og eldhús. Sann- gjöm leiga. Tilboð með fullri adressu, merkt ,,Matsala“, leggist inn á A. S. í. fyrir föstudags- kvöld. Qagbók. Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5): Háþrýstisvæðið við S-land helst þvínær óbreytt, en yfir Grænlandi' er allstór lægð á hreyfingu NA- eftir. Veðurlag hefir lítið breytst síðau í gær. Vindur er SV—V-, lægur um alt land, sums staðar all- hvass nyrðra. Á N- og A-Iandi er bjart og blýtt, alt að, 18—20 st. Vestan lands er víðast þykkviðri og úði. Veðurútlit í . Rvík í dag: SV- kaldi. Þykkt loft og rigning öðru hvoru. Brautarholtskirkja. Messa fellur niður næstkomandi sunnudag (28. ágúst). Pollux, franski ísbrjóturinn, se.m fór með rannsóknaskipinu' j,Pour- qouipas?“ norður í höf í fyrra mánuði, kom hingað í gær. Er það mikið skip, og áttu Rússar það áður. — „Pourqouipas ?“ er vænt- anlégt hingað í dag. Stangarstökkið á meistaramótinu. Sá, sem fekk þriðju verðlaun í því er Sigurðnr Steinsson úr í R. (ekki Steindórsson, eins og misprentað- ist í’blaðinu í gær). Ársrit Vjelstjórafjel. íslands er nýkomið lit. Er þetta VII. árgang- ur ritsins og allmikil bók, 11% örk að stærð ,í átta blaða broti.: Efni er mjög margbreytt og er; ársritið fjelaginu til sóma. Bíll með fjórum mönnum lagði. á stað hjeðan í morgim og voru; þeir fjelagar að hugsa um að fara; norður Sprengisand, en ef þeim' líst ekki á það, ætla þeir að fara austur Fjallabaksveg og'reyna að' komast austur í Skaftafellssýslu! alla leið. Foringi fararinnar er Sigurður Jónsson frá Laug. Dráttarvextir. Athygli útsvars- greiðenda bæjarins skal vakin á því, að 2. sept. n.k. falla dráttar- vextir á þann hluta útsvara þessa árs, er í gjalddaga fjellu 1. júlí 9.1. Dánarfregn. f gærmorgun and- aðist ungur drengur, Kjartan, son- ur þeirra hjónanna Sigríðar Hall- dó'rsdóttur og Jóh. Ogm. Oddsson- ar kariþnri ""

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.