Morgunblaðið - 28.08.1932, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
SB55RKL>’SB8cflG5BB
)) fto h m i QlséníI
Nýkomið:
Appelsínnr.
Epll.
Sítrónnr.
Hðfnm nýiengið nokkrar tegnndir af
nftfsku kvensköm.
einnig mjög ðdýr og gðð gdmmístígvjel
fyrir bðrn og kvenfðlk.
Lárns G. Lnðvigsson
Skóverslnn.
Berjaferðirl
Tíl Þingvalla 3 krðnnr og 5 krðnnr sætið.
Til Lðgbergs 1 kr. sætið, allan daginn í dag
frá Bifreiðarstöð Steindórs.
um
Kanpmennl
—, Kaupið PET dósamjólkina, hún er drýgst og ódýrust
H. Benediktsson Co.
Sími 8 (4 línur).
Nýasta tfskal
Parísar og Wienarmððnrinn kominn. Þær dömnr, sem
hafa pantað hjá mjer sanm, lyrir miðjan næsta minnð,
gjðrf svo vel og tali við mig sem fyrst.
Virðingarfylst.
Gnðmnndnr Gnðmnndsson.
Klæðskeri. — Aðalstræti 9B.
^Efnalaugj
^uaumðitegtiiíraitmr
&tmisk fataötcittítttt fittm
!7 34 $500
Nýr Terðlisti frá 1. jttli.
Verðið mikið Iækkað.
Allir mnna A. S. I.
Pietur Hafliðason, beykir
75 ára, 29. ágúst 1932.
Þann 29. ágúst 1857 fæddist
sveinbarn í Nikulásarkoti í svo-
köllnðu Skuggahverfi í Keykjavík
og var það 10. barn og síðasta
lijónanna, sem þar bjuggu, Hjaf-
liða Niknlássonar og konu bans
Guðfinnu Pjetursdóttur. Daginn
eftir var sveinninn vatni anstinn
og gefið nafnið Pjetur, eftir móð-
ur afanum, Pjetri Guðmundssyni
merkisbónda í Engey, en kona
bans var Ólöf Snorradóttir ríka.
Sveinninn ólst upp hjá foreldr-
um sínum, en brátt bar á því, að
drengurinn var stórhugull, og
snemma greip hann sterk útþrá,
svo að honum fanst fjótlega
þröngt um sig heima. Enda kom
að því, að æfintýra löngunin varð
svo sterk, að hann greip fyrsta
tækifæri, sem gafst, til þess að
fara og sjá sig um í heiminum.
Það þótti víst í mikið ráðist í
þá daga af fátækum ungling, 17
ára gömlum, að taka sig upp í för
út í víða veröldu, eins og stendur
í æfíntýrunum.
En. 30. ágúst 1875 tók Pjetur
sjer far með seglskipi frá Reykja-
vík til Kaupmannahafnar, og kom
þangað eftir 26 dagá siglingu. —
Þar Ijet hann þó ekki staðar num-
ið, og eftir tveggja daga dvöl í
borginni var haldið áfram til
Flensborgar í Þýskalandi. — Þar
dvaldist Pjetur um fimm ára skeið
cg nam beykis iðn.
Nú langaði hann til þess að sjá
sig víðar um, og lagði á stað í
júnímánuði 1881, til Kapstað í
Suðurálfu. heims og vann þar að
sömn iðn í tvö ár. Þá fór hann
til Port-Elisabeth og var þar önn-
ur tvö ár, en hjelt þá aftur til
Norðurálfunnar og vann þá að
beykisstörfum í þrjú ár í Þýska-
landi og eitt í Danmörku.
Pjetur var sannur íslendingur
og fann hann því, „að römm er
sú taug er rekka dregur föður
túna tiL“. Bjó hann sig því til
heimferðar, og kom til Reykja-
víkur um páskaleytið 1889, eftir
14 ára dvöl erlendis.
Það mun þá ekki hafa verið
arðvænlegt, að setjast hjer að, sem
fagmaður í sjerstakri iðn, enda
varð bann að leita atvinmmnar
víða um landið, og var hún þá oft
rýr .
Árið 1892 gekk hann að eiga
Vilborgu Sigurðardóttur Sigurðs-
sonar bónda, er lengi hjó að Vallá
á Kjalarnesi, en hans kona var
Helga Ásmundsdóttir. Voru þau
Pjetur og Vilborg gefin saman í
Mjóafirði 6. nóvember, en settust
að í Seyðisfirði, þar bjuggu þau
í tvö ár, en fluttn þá til Akur-
eyrar, og bjuggu þar í fjögnr
ár, eða þar til 1899, að þau fluttu
t.d Reykjavíknr, og bjuggu þar
æ síðan.
Eftir 30 ára farsælt hjónaband
misti hann konunnar, hún dó 22.
maí 1923.
Þeim varð 11 barna auðið, þar
af þrennir tvíburar. Fjögur dóu
þegar í æsku, en 7 eru nppkomin,
og eru öll mjög mannvænleg.
Pjetur er hagleiksmaður mikill
og snillingur í sinni iðn og braut-
ryðjandi hjer á landi, enda hárn
munir þeir, er hann sýndi á iðn-
sýningunni 1911 þessi greinilegan
vott, hve vandur hann er að verki,
og jeg sakna þess mjög að sjá
ekkert eftir hann á þessa árs iðn-
sýningu, því liandbrögð hans öll
eru sönn fyrirmynd.
Pjetur hefir næmt auga fyrir
allri náttúrufegurð, og þótt hann
hafi lengi verið erlendis, komið
víða og sjeð marga fagra staði,
mun þó íslensk nátúrnfegurð hafa
hrifið hann mest. Hann hefir ferð-
ast mikið um landið, og mest alt
gangandi.
Árið 1899 gekk hann í desem-
bermánnði norðan af Akureyri og
til Reykjavíkur. Snjóar voru þá
miklir, og tók sú för 16 daga,
en þar af var hann veðurteptur í
tvo. Einsamall var liann alla leið-
ina, og hafði ekki farið hana
áður.
Það mætti minnast á marga
frækna gönguför, sem hann hefir
farið um dagan, en til þess er ekki
rúm að þessu sinni. En þá frækn-
ustu tel jeg vera, er hann snjóa-
veturinn mikla 1927, þá sjötngur
að aldri gekk á skíðum einsamall,
alla leið frá Reykjavík og til Eyr-
arbakka, og hygg jeg að það muni
ekki margir á þeim aldri leika
það eftir, og jafnvel ekki þótt
yngti sjen.
75 ár er löng æfi, og hvað Pjetri
Hafliðasyni við kemnr, hefir hún
verið viðburðarík. Af veraldar-
anði hefir hann frá bamæsku ver-
ið fátækur, en þegar hann nú lít-
ur til haka, veit jeg að hann er
sjer þess meðvitandi, að hann
er auðugur af fögrum minningum,
og eru margar þeirra þess virði
að skráðar væru. Hann er einnig
auðugur af vinum, og er jeg sann-
færður nm að nú á 75 ára af-
mælin verður með lilýju og bless-
uharósknm hngsað til lians víða
á landinu.
Pjetur Hafliðason! Guð' blessi
þig, 75 ára.
Vinur.
Uið Þuerárbrú.
Þann 22. ágtist.
Þú söguríka Rangárþing,
með regindjúpan fjallahring,
er hátt við himin skín.
Og grundir, hlíðar, blómleg ból,
hjer brosa móti hlýrri sól,
og lýðir finna frið og skjól
í fögrum lundum þín.
Hjer tala svipir sagna hátt
um sigurtíð og vopna-slátt;
um frægð og frelsis sól.
Hjer geymast myndir, munast ljóð
um menn og konur, sveina og fljóð
sem áttu heitast lietju blóð,
er Heklufoldin 61.
En svipstór fram hjá sagan fer;
nú samtíð örlög skapar sjer,
og fremur feðra heit.
Hún urð og mel í akra snýr,
tmn yl og ljós úr fossum býr,
Hún leggnr vegi, byggir brýr
og bindur sveit, við sveit.
Þú söguríka Rangárþing,
svo rætist um þinn fjallahring;
hvert lof og hetju hrós.
Og framtíð eins og fortíð merk,
sje frægðarrík og sigursterk.
En samtíð gefi göfug verk,
og græði rós við rós.
Kjartan Ólafsson.
..—-»<«►•*■------
Bethanía. Samkoma í kvöld kl.
8Y2■ Allir velkomnir.
(ocomalt
Best fyrir barnið yðar.
Eikkert eins gott. —
Ekkert betra en
Qocomalt
Biðjið kaupmann yðar
um eina reynslu dós.
YALE
heimsfrægu vörur.
Mikið úrval nýkomið:
Hurðarskrár
með smekklásum.
Kúluskrár
með smekklásum.
Smekklásar
(innstemdir)
Smekklásar
vanalegir, 7 teg.
Hengilásar
30—40 teg. og stærðir.
Hurðarlokur
6 stærðir.
Hurðarlokufjaðrir
(stakar).
Varahlutir í smekklása
(skrúfur og fleira).
Smekkláslyklar
um 20 teg.
Smekkláslyklar ávalt sorfnir
með stuttum fyrirvara. —
— Nýkomnir eru einnig
Damm og B. K. S. smekk-
lásar, lyklar, og hurðar-
skrár, húnar og fleira.
Kaupið að eins öruggustu
smekklásana og hengilás-
ana, sem eru frá Yale. —
Fást í
JÁRN V ÖRUDEILD
JEZ ZIMSEN.