Morgunblaðið - 28.08.1932, Blaðsíða 4
4
w o R O 1 V R Uf)Tf)
Café Höfn selur meiri mat, 6
dýrari, betri, fjölbreyttari og
fljótar afgreiddan en annars stað
ar.
Notið jTg “
HREINS-
Gélfáburð,
hann er góður, ódýr
og innlendur.
Lifur, lu'örtu, svið.
Klein,
Baldursgötu 14. Sími 73
Rcckitts
Þvottablámi
C iori r liníd
f nnn hv»tt
Amatðrar
látið okkur framkalla, copiera og
stækka myndir yðar.
011 vinna fljótt og vel af hendi
leyst.
Kodakfilmur með 8 myndum,
venjulegar og ljósnæmar fást í
Amatördeild
(laugavóq|^ápotek^
Silvo-
silfurfægi-
lögur er 6-
viðjafnan-
legur á silf-
ur plett og
aluminium.
Oefur fagr-
an varan-
legan gljáa.
Drengjamótið.
Drengjamótinu lauk í gær, og
jvar þá keppt í
400 metra hlaupi: Fyrstur varð
Kjartan Guðmundsson (Á.) 56.6
sek; er það met (gamla metið var
57.3 sek); annar Gísli Kærnested
(Á.) 57.3 sek. og þriðji Baldur
Möller (Á.) 58.9 sek.
Úrslit mótsins urðu þau, að
glímufjel. Ármann vann með 47
stigum, K. R. hlaut 22 stig og í.
R. 3 stig.
En flest ■ein.staklingsstig hlutu
þéir Kjartan Guðmundsson (Á.)
bg Georg L. Sveinsson (K. R.) 11
stig hvor; Sveinn Zoega (Á.) hlaut
ÍO1 stig og Gísli Kærnested (Á.)
8 stig.
Árangur mótsins var yfirleitt
mjög góður.
Hualur funöinn.
Bátuir úr Vestmanna-
eyjum nær í hval á
rekj í gær og kemur
honum inn í höfn-
Vestmannaeyjum, 27. ágúst.
Hval mikinn hafði Gullfoss sjeð
austur og suður af Eyjum, er hann
kom frá útlöndum í morgun. Eru
fjórir vjelbátar farnir að leita
hans. M'enn geta sjer þess til, að
þetta sje hvalurinn, er vjelbátnr-
inn hjeðan fann fyrir nokkrnm
vikum, en gafst þá upp við að
draga til lands.
(FB.).
f gær kom m.b. Veiga með
eyðarhval sem >er um 75 fet á
l'engd og lagðist með hann á innri
höfnina. Höfðn þeir siglt í tæpar 4
klst. með hvalinn og hann slitnað
^risvar sinnnm aftur úr á leiðinni.
Hvalurinn er sennilega óskemd-
ur og verður að líkindum skorinn
innan hafnar á morgun.
Þetta mun ekki vera s'ami hvalur
og um getur í fyrra skeyti. Hinir
5rír bátarnir, sem fóru að leita
hans, komu ýmist of seint, eða
tóku ekki rjetta stefnu.
Dagbók.
Dilkaslátnr
fæst nú flesta
virka daga. .
Sláturfjelagið.
Veðrið (laugardagskvöld kl. 5):
í dag hefir verið hæg S-átt um
alt land og úrkomulítið veður, og
hiti er víðast 12—14 st. Nú er
heldur að hvessa á SA hjer suð-
vestanlands vegna nýrrar lægðar,
sem er að nálgast snðvestan að.
Mun hún valda rigningu á S- og V-
landi í nótt, en líklega SV-átt með
skúraveðri á morgun.
Veðurútlit í Rvík í dag: SV-
kaldi. Skúrir.
Farþegar með Brúarfossi í gær
til útlanda voru m. a.: Clara Ise-
barn, Bergljót Sigurðsson, Leifur
Böðvarsson, Áslaug Arnórsson, frú
Ófeigsson, Hanna Sandholt, Krist-
inn Markússon, Guðm. Guðmunds-
son, Einar Arnórsson bæstarjettar-
dómari, Ása Ásmundsdóttir, Arn-
björn Óskarsson, Ragnar Jónsson,
Þorsteinn Símonarson, Sæbjörn
Magnússon, Páll Sigfússon, Ólafur
Tryggvason, Haukur Oddsson, Ól-
afur Björnsson, Þórdís Daníels-
dóttir, Margrjet Sigurjónsdóttir,
ungfrú Guðrún Jóhanns.
Nóva fer hjeðan *í kvöld kl. 12
á miðnætti vestur og norður um
land.
Hjálpræðisherinn. Samkomur í
dag: Útisamkoma við Miðstræti
kl. 9% árd. Helgunarsamkoma kl.
10%. Bamasamkoma kl. 2 síðd.
Samkoma á Laugarnesspítala kl.
2%. Útisamkoma við ,Bjarnaborg‘
kl. 4 og við Skólavörðustíg kl. 7%.
Hjálpræðissamkoma kl. 8%. Kapt.
Axel Olsen stjórnar. Lúðraflokkur
inn og strengjasveitin aðstoða. —
Allir velkomnir!
Hollensku stúdentarnir, semhjer
hafa dvalið í sumar, fóru, ásamt
prófessor van Hamel, heimleiðis
með Brúarfossi í gær. Bæjarstjórn
Reykjavíkur bauð stúdentunum í
gær austur að Grýtu.
Heimsókn knattspymumauna* ■
Með Gullfossi komu hingað í gær-
kvöldi 14 knattspyrnumenn úr 2.
flokki knattspyrnufjelaganna í
Vestmannaeyjum, og ætla þeir að
þreyta knattspyrnu við Reykja
víkurf jelögin, Val, K. R. og Víking
í sama aldursflokki. í dag hefst
2. flokks liaustmótið, eu þar sem
það er einungis ætlað fyrir fje
lögin hjer, keppa Vestmannaey
ingarnir fyrir utan mótið sjálft.
Pyrsti kappleikur þeirra Eyjar-
skeggja verður á morgun við Val.
Það er óhætt að fullyrða það,
Reykjavíkurfjelögiu mega vara sig
á þeim Eyjarskeggjum, því að
þeir eiga á að skipa mjög efni-
legum leikmönnum, sem ekki gefa
eftir fyr en í fulla hnefana. 2.
flokkur Víkings fór til Vestmanna-
■eyja í sumar og þreytti knatt-
spyrnu við þennan flokk. Leikar
fóru þannig, að Víkingur vann
annan leikinn en jafntefli var
hinn, og hafa Vestmannaeyingar
nú fullan hug á að borga fyrir sig.
Knattspyrnumennirnir eru gestir
Víkings meðan þeir dvelja hjer.
Friðrik Hjartar hefir verið sett-
ur skólastjóri við barnaskólann á
Siglufirði.
Jónas Sveinsson læknir á Blöndu
ósi hefir nýlega fengið sjerfræði-
viðurkenningu stjórnar Læknafje-
lagsins í skurðlækningum.
Met í hraðflugi. Hinn 12. ágúst
setti franski flugmaðurinn Marcel
Haeglen nýtt met, í hraðflugi á
2000 kílómetra leið. Hann flaug
þessa vegalengd með 263.6 km.
hraða á klukkustund til jafnaðar.
Skuldir kaupfjelaganna- f grein-
inni „Fjárhagsástæður bænda“,
sem birtist hjer í hlaðinu nýlega,
var þess getið, að skuldir 33 sam-
bandskaupfjelaga hefðu í árslok
1930 verið taldar nokkuð á 16.
milj. kr. (sbr. skýrslu forstjórans).
En eins og allir gátu sjeð, var
þess ekki getið, hvað þessi kaup-
fjelög töldu á móti, eignamegin.
f skýrslu forstj. S. í. S. voru eign-
ir kaupfjelaganna taldar að krónu
tali nær því jafnhá upphæð, en
mikill meirihluti þeirra eigna voru
vöruleifar og útistandandi skuldir.
Á þetta er bent hjer vegna þess,
að Mbl. hefir orðið þess vart, að
til eru menn er virðast hafa mis-
skilið þetta, viljandi eða óviljandi,
sbr. skrif Tímans í gær.
Sextugsafmæli átti í gær frú
Margrjet Jónsdóttir, Lindar-
götu 36.
Slys. Gamall maður, alblindur.
Sigurður að nafni, til heimilis á
Hafranesi í Suður-Múlasýslu, gekk
nýlega fram af kletti í ógáti og
beið bana af.
Heimdallur beldur fund annað
kvöld í Varðarhúsinu; Jóhann
Möller flytur erindi.
Knattspyrnan. Annars flokks
mótið hefst í dag kl. 10% þá
keppa Fram og Víkingur. — f dag
kl. 4 keppa K. R. og Valur og er
það seinasti kappleikurinn í
Reykjavíkurkeppninni.
70 ár eru á morgun liðin síðan
Akureyri fekk bæjarrjettindi, og
verður afmælisins minst þar með
samkomu annað kvöld, þar sem m.
a. verða allir bæjarfulltrúar, eldri
og yngri og ýmsir fleiri. Þegar
Akureyri fekk bæjarrjettindi voru
íbúarnir 286, en eru nú 4200.
Stúlka,
vel að sjer í íslensku, dönsku, ensku og vjelritun, með
góða þekkingu á bókhaldi, getur fengið atvinnu á stórri
skrifstofu hjer í bænum.
Eiginhandar umsóknir með meðmælum, ef til eru og-
tilgreindri launakröfu, sendist A. S. í. merkt „Kunnátta“
— fyrir 1. september.
Blfrelðastðð Hkureyrar
sendir sínar ágætu bifreiðar norður í land næstum daglega.
Til Húsavíkur og Mývatns tvisvar í viku.
Afgreiðsla h|ð Bifreiðaslfið Steindðrs.
Litmyndir.
Skreytið albúm ykkar
með litmyndum, sem að
eins eru búnar til hjá okk-
ur. Sama verð og venju-
legar myndir. — Öll ama-
törvinna er sjerlega vel af
hendi leyst.
AMATÖRVERSLUNIN.
Þorl. Þorleifsson,
Austurstræti 6.
Nú borgar sig
best að reykja
Teofani
CIGARETTUR.
Sundmótið í dag. f sambandi
við íslendingasundið og ferþrautar
mótið í dag, verður þreytt 50
metra sund karla og eru þar þrír
keppendur; 50 metra haksund
fyrir drengi innan 15 ára og eru
keppendur tveir; 300 metra frjálst
sund fyrir drengi innan 18 ára,
og eru sex keppendur; 100 metra
baksund kvenna og keppa þar
þrjár systur úr Ægi, Jóna, Sveina
og Arnheiður Sveinsdætur; 50 m.
frjálst sund fyrir telpur innan 15
ára og keppa þar ekki færri en
10 keppendur (5 frá Á, 4 frá í. Þ.
og ein frá Æ).
Guðmundur Hannesson prófess-
or brá sjer fyrir skemstu til Flat-
eyrar og stóð þar við í fimm
daga til þess að athuga skipulagið
þar í þænum, sem menn voru orðn
ir mjög óánægðir með. Á þessum
dögum fann hann nýtt skipulag
fyrir þorpið, flutti fyrirlestur um
það og athuganir sínar og líkaði
öllum vel, Síðan hrá prófessorinn
sjer norður til Siglufjarðar með
„Brúarfossi“, og þaðan með vjel-
báti til Ólafsfjarðar, til þess að
athuga skiplag kauptúnsins þar,
væri komið.
Hannesson þar sínar athuganir og Tr .
gai braðabirgðaleiðbemmgar um
það, hvernig ætti að koma skipu-
lagi þorpsins í gott horf.
Skipafrjettir. Gullfoss mun hafa
komið hingað eftir miðnætti. —
Goðafoss fór frá Hamborg í gær
—: Brúarfoss fór hjeðan í gær til
útlanda. — Lagarfoss var á Ak-
ureyri í gær. — Dettifoss fór frá
Akureyri í fyrrinótt. — Selfoss fór
frá H’amborg í fyrradag.
Kveldúlfstogararair höfðu í gær
fengið þenna síldarafla: Gulltopp-
ur 15.200 mál, Skallagrímur 13.400,
Þórólfur 13.400, Snorri goði 13.300,
Arinbjörn hersir 13.000, Gyllir
12.300, Egill Skallagrímsson 10.-
600. —
ÚtvarpiS í dag: 10.00 Messa í
fríkirkjnnni (sr. Árni Sigurðsson).
Fást hvarvetna.
TEOFANI & Co. Ltd.
ÓdýrL
Bpllapör 0.35-
Matardiskar 0.50
Desertdiskar 0.3ú
Ávaxtadiskar 0.35
Áleggsföt 0.75-
Ávaxtaskálar 1.50
Kökiidiskar 1.00
Hitaflöskur 1.35
Vekjaraklukkur 6.00
Borðhnífar, ryðfríir 0.90
Blómsturvasar 1.50
2ja turna silfurplett afar mikið
úrval o. m. m. fl. ódýrast hjá
K1
Bankastræti 11.
ur. Grammófónsöngur: Rússneskir
kórar. Fiðlu-sóló: Práludium &
Allegro, eftir Pugnani, leikið af
Ericu Morini; Adagio Pathetique,
eftir Godard, leikin af Henri Mart-
eau. 20.30 Frjettir. 21.00 Grammó-
fóntónleikar: Symphoma nr. 1 eft-
11.15 V^ðurfregnir. 19.30 Veður- ir Sibelius. Danslög til kl. 24.
fregnir. 19.40 Barnatími (sr. #Fr. j Morgunblaðið er 8 síður í dag>
Hallgrímsson). 20.00 Klukkuslátt- og Lesbók.