Morgunblaðið - 28.08.1932, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.08.1932, Blaðsíða 5
5 Reykjavíkurbrjef. 28. ágúst. Veðráttan. Unclanfarna viku hefir verið eindregin sunnanátt um land alt, með úrkomum á Suður- og .V'estur- landi. Þurkar hafa, verið góðir « Norður- og einkum Austurlandi. Hlýindi um land alt. Aðfaranótt 20., ágúst var hita- stig um frostmark víða trjer sunn- an lands, og sá taísvert á kart- öflugrasi í þeim görðum, sem illa liggja fyrir næturfrostum. Fisksalan. Greiðlega gengur með sölu og útflutning fiskbirgðanna, segir sölusamband fiskframleiðenda. Tvö fisktökuskip að leggja frá landi, og verið að hlaða þrjú. Engin brevting er þó á verði, frá því sem verið hefir, stórfiskur sunnlenskur í 75 kr. skpd., en norðlenskur í 80—85 kr. Labri seldur á tæpl. 60 kr. skpd. og pressaður smáfisk- nr rúmlega 30 au. pr. kg. Síldveiðin. Herpinótaskip hafa aflað tais- vert mi. undanfarið. Hefir borist svo mikið að af síld til ríkisverk- smiðjunnar á Siglufirði, að hún hefir ekki getað tekið við meiru í bili. Útflutningur síklar frá veiði- stöðvum gengur fremur greiðlega. Hve mikið er óselt af síld er ekki fengið yfirlit yfir, en kunnugir telja það minna en undanfarin ár. Frjettamaður blaðsins á Siglufirði segir að þar sje fullyrt að Þjóð- verjar þrefaldi nú innflutnings- toll sinn á síld, frá 3 mörkum á tunnu í 9. Sala til Þýskalands sögð hætt. Ný síldarganga er nú vestur við Strandir og á Húnaflóa. Þar tók Snorri goði 2000 mál seinnipart föstudagsins. Ottawa. Þá eru kunnar orðnar aðalnið- urstöður þær, sem fulltrúar Breta og nýlenda þeirra komu sjer sam- an um á Ottawafundínum, um við- skifti og tolla, innan breska heims- veldivsins. Af þeim ákvörðunum snertir það mest íslenska hagsmuni, að Bret- ar skuldbinda sig til þess, að lækka ekki 10% innflutningstöll- inn á ísfiski til Englands, nema með samþykki Canadamanna. Eftir þeim fregnum, sem hing- að hafa borist geta menn ekki ráðið, hve fisktollurinn er fastskorðaður, eða hvort búast má við ívilnunum — sem þá eru komn- ar undir vilja og samþykki Can- adamanna, Um frysta kindakjötið er það ákveðið, að gera skuli ráðstafanir til að hækka heildsöluverð á því í Englandi, og eru þær ráðstaf- anir m. a. að takmarka innflutn- ing á kjötinu. Frá Astralíu má t. d. ekki koma meira af frystu kindakjöti til Englands árið 1933, en þaðan kom frá 30. júní 1931 til 30. júní 1932. En enn þá hefir ekki frjest um það, eftir hvaða reglum eigi að haga innflutningi á frosnu kjöti til Englands, frá öðrum löndum en Astralíu. Yiðskiftaþjóðir Breta, utan breska heimsveldisins munu nú hver af annari ganga til samn- inga við bresku stjórnina um viðskifta og tollamál sín á milli. Er ekki hægt að segja um það nú, hvenær við íslendingar kom- jumst þar að,' en vafalaust verður það ekki fyr en í október-nóvem- ber. Óheppinn leiðtog.i Við hina fjölmennu vígsluat- höfn Þverárbrúarinnar, voru all- margar ræður haldnar, eins og Jýst hefir verið hjer í blaðinu. En rúmsins vegna var eigi hægt að rekja efni þeirra allra. En þeim sem þetta ritar, liefir verið bent á, að vert væri að minn- ast á „tilþrif“ eins ræðumanns- ins, sem fann ástæðu til þess á þessum stað, að prjedika fvrir áheyrendum sínum vantrú á gildi eignarrjettarins. Þegar kommúnistasinnaðir ang- urgapar höfðu gert.æmt svo ríkis- sjóðinn, að Alþingi sá ekki leið til þess að halda brúargerðum á- fram, þá taka Rangæingar sig saman og leggja fram eigið spari- fje til að brúa hina verstu og erfiðustu torfæru lijeraðsins. Fyrir sparsemi sína hyggindi og forsjálni gátu Rangæingar sjálfir hrint því verki í framkvæmd, sem hinum rúna ríkissjóði var um megn. Kom hjer greinilega í ljós mismunurinn á forsjálni hjeraðs- búa, og óforsjálni og óráðsíu þeirra, sem með völdin hafa farið undanfarin ár. Það gat. varla verið valinn ó- heppilegri staður og stund, en brúarvígsla þessi, til að brýna fyr- ir hjeraðsbúuni ,,bölvun“(!) hins persónulega eignarjettar. Hollendingarnir. Þegar maður talar við A. G. v. Hamel, hinn hollenska prófessor, um íslensk efni, hlýnar manni um hjartarætur. Svo einlæga og fölskvalausa ást og virðing ber liann til liinnar íslensku þjóðar. Þessi útlendi fræðimaður, sem tal- ar og ritar íslensku fullkomlega, hefir áreiðanlega fundið einhver þau þjóðareinkenni íslendinga, sem við sjálfir tökum ekki eftir í daglega lífinu. Gera má ráð fyr- ir, að fyrir einstaka valmensku lians sjálfs, komi þessi þjóðarein- kenni íslendinga í ljós í viðkynn- ingunni við hann. Hinni stórmerku kynningarnýj- ung, sem hann hefir stofnað til milli þjóðar sinnar og íslendinga, er nú lokið, að þessxi sinni. Þ. e. a. s. sumardvöl hinna 32 hollensku stúdenta er nú lokið. En hjer er einmitt um byrjun að ræða. Því prófessor v. Hamel fullyrðir, að með þessari sumardvöl við hey- vinnu í íslenskum sveitum hafi íslenska þjóðin eignast 32 vini meðal hollenskra mentamanna. — Meðal þeirra eru nokkrir er leggja stund á norræn fræði. Aftur aðrir, náttúrufræðingar, sem fundið hafa verkefni hjer í hinu lítt rannsak- aða landi voru. Verður með engu móti hægt að gera sjer grein fyrir hve margháttað gagn íslenska þjóðin getur haft í framtíðinni af viðkynningunni við xírvalsfólk meðal hollenskra mentamanna. Vikan í Stokkhólmi. Önnur kynningarstarfsemi, og með öðrum hætti, er hin svonefnda „íslenska vika“ í Stokkhólmi, sem Norrænafjelagið gengst fyrir. Þar eru það íslehdingar sjálfir, sem sækja aðra. heim. Um tilhögun „vikunnar* e og þáttt.öku íslenskra lista- og menta- manna, hefir áður verið sagt hjer í blaðinu. Mönnum hjer heima fyrir verður mjög ant um, að sú Sjálfyirkf þvoHaelní Heiðraða húsmóðir! Fyrst að ekki finst betra og ómengaðra þvottaefni en KLIK-KLAK, og KLIK-FLAK er eins gott og það er drjúgt — og þegar þjer vitið, að KLIK-FLAK getur sparað yður tíma, peninga, erfiði og áhættu — er þá ekki sjálf- sagt að þjer þvoið að eins með FLIK-FLAK. FLIK-FLAK er algerlega óskaðlegt, bæði fyrir hendurnar og þvottínn; það uppleysir öll óhreinindi á ótrúlega stuttum tíma — og það er sótthreinsandi. Hvort sem þjer þvoið strigapoka eða silki- sokka, er FLIK-FLAK besta þvottaefnið. viðkynning sein Svíar fái af ís- lensku li.sta- og mentalífi verði sem b'est. En síst eru þeir öf- undisverðir hinir íslensku fulltrú- ar í Stokkhólmi að þurfa að koma einmitt þangað með Jónas Jónsson. Svíar hafa rjett nú nýlega látið stjórnarforseta sinn hverfa úr hinu pólitíska lífi, svo snögglega, eins og jörðin hefði gleypt hann, fyrir eitt ósatt orð, er hann sagði opin- berlega. En rjett á eftir er Jónas Jóns- son, hinn alkunni stimplaði lygari og rógberi látinn koma til Stokk- hóhns, einsog einskonar sýnisgripur íslenskrar ómenningar, og talandi tákn þess, hve við íslendingar stöndum Svíum langt að baki í manndóm og stjórnarfarslegri sið- menningu. Ófriðardeildir. Af Norðurlandi er blaðinu skrif- að um ferðalag fyrverandi dóms- malaráðherra um sveitir, þar sem hann hefir hóað saman fund- um meðal þeirra Framsóknar- inanna, sem ekkert hafa enn lært af óstjórn undanfarinna ára. Er sagt, að talsverður slæðingur sje enn í sumum sveitum af þesskonar fólki, sem lifir enn í voninni um efndir þeirra loforða Tímaklíku- manna, er öll voru svikin undan- farna Hriflungatíð. Langþol ís- lenskrar lundar lætur eigi að sjer liæða. Meðal þessa fólks hefir hinn frá- vikni ráðherra ferðast í sumar. Hefir hann, þar sem fundafært liefir orðið á leið hans, stofnað til samtaka, sem Norðlendingar nefna ,ófriðardeildir‘ Framsóknarflokks- ins. — Þar sem hin andlega fæða um „blessun ofstopa, illinda og rang- inda“ hefir eigi fallið mönnum alls kostar í geð, þar hefir friðarskraf Tímans verið notað sem útálát. Framtíðartyllivonir J. J. um að upp renni ný Hriflungaöld yfir landið, eru tengdar við þessar n ý- stofnuðu ófriðardeildir hans. Egilstaðafundurinn Sagt liefir verið hjer frá Egils- staðafundinum um daginn. þar sem m. a. þeir ræddu um kjör- dæmamálið Páll Hermannsson og Sveinn í Firði, og sýndist sitt. hvorum. í blaðinu ,Austfirðingi‘ er skýrt frá ýmsu sem gerðist á fundinum. Þar segir m. a.: „Páll Hermannsson gaf æði dap- urlega lýsingu á störfum síðasta þingti. Sagði hahn berum orðum að „þingið liefði orðið sjer til skammar". Þegar tillit er tekið til þess, að Framsóknarflokkurinn hefir 23 þingmenn af 42, ræður forsetavali bæði í deildum og sam- einuðu þingi, og hefir meiri liluta í öllum nefndum, verður ekki sagt að Páll hafi beinlínis slegið flokki sínum gullhamra. En Páll hefir minni óbeit á sannleikanum en margir flokksbræðra hans . Framsóknarmenn láta svo sem flokkur þeirra sje óklofinn og að alt sje í lagi. Þegar borin eru saman ummæli þeirra í kjördæma málinu, bæði Sveins í Firði og Páls Hermannssonar, sjest að í þessu stórmáli er æði mikill á- greiningur. En þó kemur klofning- ur berast í ljós, þegar athuguð er framkoma flokksins við aðalfor ingja sinn, Jónas Jónsson. Eftir að Jónas hafði höfðað sakamál gegn Magnúsi Guðmundssyni, er EGGERT CLAESSEN hæstarjettarmálaflutaiin^HinaOBr Skrifatofa: fiafnarftrwtí 6. Sími 871. Vietalatími 10—1S f. k. ,,sökudólgurinn“ gerður að dóms- ! málaráðherra og nálega öll Fram- sókn greiðir honum traust. Slíkur j atburður á tæplega hliðstæðu í þingsögu nokkurs lands“. Einn kemur öðrnm meiri. Af mönnum þeim, sem rætt hafa j lijer og ritað um atvinnuvegi ..landsmanna og atvinnulíf, hefir I Olafur Friðriksson verið einrh ! þeirra, sem f jarlægast hefir talað i heilbrigðri skynsemi undanfarin ár. j En nú hefir Ólafur fyrirhitt sjer meiri menn í þessu efni. Hanu sem áðu,r hefir látið sjer hverja reginvitleysuna af annari um inunn fara, er nú steini lostinu yfir því, hve barnalega þeir Einar Olgeirsson og Co., rita um atvinnu líf landsmanna. í einni af aðfinn- ingagreinum sínum til verkalýðs- blaðs kommúnista segir Ólafur: „Reynsla er fyrir því, að því meira sem atvinnurekendur græða, því betur gengur verkalýðnum á sjó og landi að berja kauphækk- un út úr þeim, eins og líka reynsla er fyrir því, að því ver sem at- vinnurekendur standa sig, því er- fiðari eru. þeir viðfangs um kaup- málin.“ Þetta hefir Ólafur þá lært, eftir margra ára reynslu. Liggja þessi sannindi nokkurn veginn í augum uppi fyrir öllum almenningi. En það er augsýnileg framför hjá Ólafi, er hann kemur auga á þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.