Morgunblaðið - 31.08.1932, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIF*
Jarðarför Gunnars Hinrikssonar fer fram föstudaginn þann
2. september klukkan 1. Húskveðja á Elliheimilinu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Haraldur Sigurðsson.
Hjer með tilkynmist vinum og vandamönnum, aáð jarðarför
dóttur og dótturdóttur okkar Skúlínu í. Gústafsdóttur fer fram
frá Aðventkirkjunni í dag 31. þ. m. kl. 2 síðd.
Kristín Einarsdóttir.
Ingibjörg Vigfúsdóttir, Bragagötu 25 B.
MmMMBMKmMflHMnMKMMiMMMMflnMMN'flaBMBææBfllMMMflMMMHMMMMMMMMIMMflflflOMMMBMOHMaMMnEniMnMnMflMMtaaMMæMMMMBæBI
Innilegt hjartans þakklæti fyrir sýnda samúð og hluttekn-
ing við andlát og jarðarför Kristínar Gunnarsdóttur.
Stefán Brynjólfsson og böm.
Jarðarför föður mins, Páls Pájssonar, fer fram frá Eyrar-
bakkakirkju, laugardaginn 3. september kl. 2 síðdegis.
Fyrir hönd móður minnar og systkina.
Eeykjavík, 30. ágúst 1932.
Sveinn Pálsson.
Jarðarför Kjartans sonar okkar fer fram frá fríkirkjunni
fimtudag 1. sept. og hefst á heimili okkar, Njálsgötu 71 kl. 1 e.h.
Ef einhverjir hafa hugsað sjer að gefa kransa, þá eru þeir atf-
beðnir. Væri okkur geðfeldara að andvirði rynni í Minningarsjóð
Sig. Eiríkssonar, eða bókasafnssjóð sjúklinga á Vífilsstöðum.
Sigríður Halldórsdóttir. Jóh. Ögm. Oddsson
Amatörar
látið okkúr framkalla, copiera og
stækka myndir yðar.
Öll vinna fljótt og vel af hendi
leyst.
Kodakfilmur með 8 myndum,
venjulegar og ljósnæmar fást í
Amatördeild
Fljótir nn!
Nýslátrað dilkakjöt, ódýrast 1
bænum. Lifur og hjörtu, sviðin
svið. Hangikjöt. Salt dilkakjöt.
íslenskar Gulrófur.
Sendið eða símið.
AHir í
Björninn,
Bergstaðastræti 35. Sími 1091.
Nýtt
Ullarkiólatau,
faliegir lfltir.
Enairemnr
mflrg falleg efnl í
Samkvæmiskfóla
é
Kristinn Uigfússon
Minning.
Hryggur leitar hugurinn,
horfir á skarðið auða.
Varstu að lúta, vinur minn,
valdi.hvíta dauða.
í minninganna fögrum fans
fremstan hlýt þig finna,
er jeg minnist ágæts manns
æskustöðva minna.
Oft jeg mjer í bernsku brá
bæja okkar milli
og með andakt eg þá sá
alla þína snilli.
Leit jeg þína högú hönd
hvar hún var að smíða,
eins jeg sveif um undralönd
oft með söngnum þíða.
Ef að vanda að mjer bar
úrlausn þurfti bráða,
farsæl leiðin fanst mjer þar
að finna þig til ráða.
Ástríkt hjarta. örlát mund,
aflaði vinsæld manna,
])ú varst oft á alla lund
athvarf smælingjanna.
Hrygga gladdi hugur þinn,
hraktí kvíða af baki,
eignaðist margnr auminginn
yl frá handartaki.
(festi oft að garði bar,
gott var í þínum ranni,
enda sambent altaf var
ágæt kona manni.
Lúinn, þjáður líkaminn
loks varð hvíidum feginn.
Vel þig faðmi, vinur minn,
vorið hinumegin.
Sje jeg þegar sólin rís
sorgarklædd er vonin:
Hafnarfjarðar heilla dís
hún er að gráta soninn.
Guðlaruj- Narfadáttir.
Lancashireöeilan.
Frá baðmullariðnaði Breta.
Frá London er skrifað:
Frá því ófriðnum lauk hefir
baðmullariðnaðurinn breski barist
fyrir því, að ná aftur í markaði
þá, sem hann misti í ófriðnum. —
Þetta hefir tekist, framar öllum
vonum, enda þótt Indverjar hafi
lagt viðskiftabann á breskar baðm
ullarverksmiðjur.
En baðmullariðnaður Breta hef-
ir alt fyrir það átt andstætt nú
undanfarið. Hafa verksmiðjustjórn
endurnir haldið uppi þeim sið, að
hafa vinnutíma lengri, >en tíðkast
í öðrum verksmiðjum, en, á hinn
bóginn ekki lagt eins mikla vinnu
á hvern einstakan vefara, eins og
venja er annars staðar.
Nú hafa verkalýðsfjelögin heimt
að, að vinnutíminn yrði aðeins 8
klsft á dag. En þetta hefir átt að
fást í baðmullarverksmiðjunum,
án þess að liver einstakur verka-
maður fengi meira að sjá um, en
hann hafði áður, þann tíma sem
unnið er. Hafa verksmiðjueigendur
breytt um tilhögun vefanna, svo
hver maður gæti stjórnar fleiri
vefum en áður. En verkalýðsfje-
lögin hafa þverneitað því, að bæta
mætti nokkru á vefarana.
í þessu stappi hefi-r staðið. Fyr-
ir hálfu öðru' ári var stofnað
til vinnustöðvúnar út ‘ af ágrein-
ingi þessum, sem endaði með því,
að í sumum verksmiðjum tóku vef-
arar að sjer að sjá um nokkru
fleiri vjelar en þeir höfðu áður
haft umsjón með.
En nú síðasta árið hefir sam-
keppnin í baðmullariðnaðinum
aukist svo mikið, að verksmiðjurn-
ar hafa orðið að gera annað hvort,
að lækka launin, eða leggja meira
en áður á hvern verkamann.
Deilan :er nú um vinnulaunin.
Yerksmiðjurnar hafa farið fram á,
að launin mættu lækka um 10%.
Verkamenn hafa sagt, að þeir
gætu sætt sig við nokkra lækkun,
en ekki svona mikla. Er búist við
að verkamenn sætti sig við 5%
lækkun. — Því gætnari menn í
þeirra flokki sjá sem er, að vinnu-
stöðvun nú muni koma þeim sjálf-
um verst í koll. Því hún verði
| fyrst og fremst vatn á myllu er-
lendra keppinauta þeirra.
Verksmiðjueigendur halda því
fram, að 10% lækkun muni vera
það minsta sem þeir geti sætt sig
við, að öðrum kosti geti þeir ekki
staðist erlenda samkeppni.
í lengstu lög vonuðust menn
eftir því að verkfalli yrði afstýrt.
Því þegar þessar verksmiðjur
liætta, þá verður brátt fjöldi ann-
ara verksmiðja að loka, sem vinna
í sambandi við þær. En eigi hefir
tekist að afstýra, verkfallinu, eftir
því sem síðustu fregnir herma.
500.000 manns, sem hafa vinnu
í sambandi við baðmullariðnaðinn,
missa atvinnuna bráðlega, ef sam-
komulag fæst ekki um la.un manna
í baðmullarverksmiðjunum næstu
daga.
í myndakassa K. R. á Iþrótta-
húsinu, eru nú ýmsar myndir frá
íþróttamótunum hjer í sumar og
myndir frá Olympsleikunum.
Fertugsafmæli á í dag Ólafur
Ólafsson, Bakkastíg 1.
Stormvax
er nauðsynlegt fyrir vetur-
inn, til þess að þjetta hurðii;
og glugga.
Fasteignir til sðlns
Nýlegt tveggja hæða steinhús á Grímsstaðaholti, ásamt ca. 1
ha. af ræktuðu landi. Fimm manna fólksbifreið getur fylgt í
kaupunum. — Nýtt, einlyft timburhús í Skildinganesi, ásamt
ea. 370 fermetra lóð. í húsinu eru öll nýtísku þægindi.
Þeir, sem kynnu að vilja kaupa lítið steinhús í Austur-
bænum, skamt frá Skólavörðuholti, leggi tilboð inn á skrifstofu
vora, sem fyrst. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Húsnæðisskrifsloia Reykjaviknr,
Búnaðarfjelagshúsinu, uppi. Opið frá kl. 11—1 og 6—9.
Sí M It 2 15 1.
Tll sOln
með tækifærisverði hálf hú í Austurbænum.
Upplýsingar gefur Jón Ólafsson lögfræðingur, Lækj
artorgi 1. Sími 1250. — Sími heima 2167.
Fálkinn flýgur út. f
Fálkakaffibætirinn er elsti J
íslenski kaffibætirinn. — •
Heildsölubirgðir hjá J
fijalta Björnssyni 8 Go. j
Símar 720, 295. J
Vonarstræti II.
Stóri salurinn verður að nokkru leyti til leigu
í vetur fyrir fimleikaæfingar, og um helgar —
laugardaga og sunnudaga — verður hann leigð-
ur til alls konar mannfagnaðar.
Salurinn, sem ávalt er vel skreyttur, er sjer-
lega hentugur fyrir dansleiki, jólatrjesskemtanir,
samsæti, hljómleika og annan mannfagnað.
Enn fremur verður hann leigður til funda-
halda og fleira, fleira.
. flokks veitingar eru á efri hæð hússins.
Þeir, sem þurfa að fá salinn leigðan og ekki
hafa gert aðvart enn þá, eru beðnir að gefa sig
fram við Kristján L. Gestsson, Smáragötu 4.
—— Símar: 219, 1073. ----