Morgunblaðið - 17.09.1932, Side 3

Morgunblaðið - 17.09.1932, Side 3
 MORGUNBIAÐIÐ S -4 * # O •» « « # « # » JIWgmiWaíM íít*«f.: H.f. Árraknr, SirUtTlk. aitatjörar: Jön KJartanssoa. Valtýr StsfknuoB. Xltatjörn ob kfrrolBala: ▲usturstrntl S. — B!mi IQI. ▲UBl^ainBaatjörl: H. HaíborB. ▲uBl^alnBaakrlfatofa: Auaturatrastl 17. — Blaal 711. HaixaaalKar: Jön KJartanaaon nr. 741. Valtýr Stefánaaon nr. lall. H. HafberB nr. 770. ÁakriftaBJald: Innanlanda kr. 1.00 á nlniSL ntanlanda kr. 1.10 * aaánBVl, S lauaaaölu 10 aura elntaklB. 10 aura meV Lieabðk. Hálaunamaðurinn lúnas Porbergsson ► Ö<t Frá Noregi. Ósló 15. sept. Mótt. 16. NRP—FB. Víkingaskipið Skip Folgerö, „Roald Amundsen1 ‘, kom til Bergen í gœrkvöldi, og var fagnað af miklum mannfjölda. Ræður hjeldu þeir Sverdrup prófessor og Brekhus, skipaskoðunarmaður. Skipið hafði lent í fárviðri á leiðinni frá Reykjavík og mistu skipsmenn út öll björgunartæki sín á leiðinni. — Að móttökuathöfninni lokinni kvöddust skipsmenn, því að leiðir þeirra skildu :nú að loknum löngum og hættulegum ferðum. Bruni. Utihús brunnu í nótt til kaldra kola á búgarðinum Lindeberg í Ostre- •aker. Tveir hestar, ein kýr og 120 svín fórust í eldsvoðanum. Rússar helga sjer land. Samkvæmt símskeyti frá Moskva hefir rússneskur leiðangur helgað Rússlandi Vietoria-eyju í Norður-ís- hafi og dregið þar upp fána Rúss- lands. — Harald nokkur Leite frá Alasundi kom til Victoria-eyju í des- •ember 1930 og helgaði sjer landið. Orðsenðing frá Dýraverndunarfjelagi fslands. Þar sem nú að sláturtíðin nálgast, tíII Dýraverndunarfjelag Islands, að gefnu tilefni, brýna fyrir öllum þeim, er sauðfje slátra á þessu hausti, að hafa í tíma trygt sjer nothæfar fjár- byssur, til þess að aflífa fjeð með. Eins og kunnugt er, þá er bannað með lögum að aflífa nokkra skepnu án þess að skjóta hana. En á hverju ári berast Dýraverndunarfjelaginu fleiri og færri kvartanir um, að misfellur eigi sjer stað í framkvæmd þessara laga, einkanlega þó um aflífan sauð- fjár. Og er oftast kent um, að not- hæfar fjárbyssur s.jeu ekki fyrir hendi, svo að þurft hafi sumsstaðar, 2—3 skot á hrúta og gamla sauði. Má undarlegt heita, að til skuli vera svo blygðunarlausir og tilfinningarsljófir menn, að láta sjer sæma að nota al- gerlega óhæfai- byssur til þess að, deyða með skepnur sínar, þegar vitað er, að ágætar fjárbyssur fást keyptar við mjög vægu verði. Dýraverndunarfjelag íslands hefir um langt skeið beitt sjer fyrir, að út- vega slíkar byssur, og brýnt, fyrir landsmönnum að afla sjer þeirra. Geta menn pantað þær hjá herra Samúel Ólafssyni, söðlasmið í Reykjavík og Sportvöruhúsi Reykjavikur. Er því skorað á alla þá, sem ekki hafa sint því til þessa, að verða sjer úti um þessar ágætu fjúrbyssur, og ‘tryggja ájer þær nú þegar. Hvernig stendur á því, að þegar Morgunblaði§ segir frá launum þeim, sem íslenska rikið geldur Jónasi Þor- bergssyni, þá tekur hann þessu eins og áreitni og móðgun við sig persónu- lega — ríkur upp á nef sitt og stefn- ir blaðinu — fyrir gömul ummæli um hlutdrægan frjettaburð útvarpsins ? Þessi stefna barst blaðinu strax eftir að J. Þorb. kom heim úr sigl- ingunni og sá, að ljóstað hafði verið upp hjer í blaðinu hver laun hann hefði. Gat hann ekki greinilegar sýnt, að hann hefir verið sjer þess vitandi að honum og fyrverandi stjórn væri fyrir bestu, að ekki kæmist upp hve áleitinn og gráðugur hann hefir gerst á opinbert fje. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að útvarpið á við mikla fjár- hagslega örðugleika að stríða, og get- ur af þeim ástæðum alls ekki full- nægt þeim kröfum, um fyrirlestra og annað, sem annars yrði að gera til stofnunarinnar. Samt sem áður hefir Jónas Þor- bergsson leyft sjer, að taka af fje þessarar stofnunar meira en tvöföld prófessorslaun. Laun hans við útvarp- ið voru í fyrra um 11300 kr., en eru á þessu ári um 10280. Þegar staða þessi var auglýst til umsóknar var skýrt fram tekið, að launin væru 7500 kr. Allir vissu, að J. Þorb. var ætluð staðan og var því auglýsingin ekkert annað en blekking. En það komst ekki upp fyr en löngu eftir að J. Þorb. var sestur í embættið, að laun hans voru miklu hærri en auglýst hafði verið. Launin voru þá komin upp í 9300 kr. Síðan fanst einnig 2000 kr. fasta bit- lingur og voru launin þá orðin 11.300 kr. (Auk þess hefir J. Þorb. þing- mannskaup, svo að beinar tekjur hans samanlagðar á þessu ári nema um 11860 kr.). En þrátt fyrir þessi háu laun, er það mörgum manni ráðgáta hvaða starfi Jónas Þorbergsson í raun og veru gegnir við útvarpið. Útvarpsráðið sjer algerlega um dagskrána. Yerk- fræðingur og hans starfslið sjer um alt verklegt, sem að daglegum rekstri útvarpsins lýtur. Dýr „skrifstofu- stjóri“ með undirmönnum annast bók- færslu, innheimtu og alt slíkt. Loks annast há-launaðir frjettamenn inn- lendar og útlendar frjettir. Sem dæmi /þess hve J. Þorb. hefir sýnt fádæma ósvífni í því að hrúga sínu fólki : útvarpsjötunni, skal það nefnt, að þar eru tveir starfsmenn við að taka á móti frjettaskeytum utan af landi og safna hjer bæjarfrjettum — og liefir hvor þeirra 4800 kr. árslaun. Annar þessara manna (Ásg. Magntts- son) er einnig starfsmaður hjá Lands- símanum og vinnur því tæplega marga tíma hjá útvarpinu á dag. Þá er það og kunnugt, að Viðtækja- verslunin var l'átin kaupa fólksflutn- ingabíl (!). Þörfin fyrir bíl þenna skilst mönnum e. t. v. betur, er þeir vita, að J. Þorb. ætlaði á honum í þingmálaleiðangur vestur í Dali í sum- ar. Hann komst þó aldrei alla leið, því að „forsjónin tók í taumana“ og — bíllinn bilaði. Eitt af fyrstu verk- um Þorst. Briem ráðherra var að skipa Viðtækjaversluninni að selja bílinn. Þá er og fylsta ástæða til að víta það, að þeir J. Þorb. og Sveinn Ing- varsson (forstj. Viðtækjaverslunar- innar) skuli báðir fara samtímis, sömu, dýru langferðina út um lönd. Þarf enginn að efast um, að nóg hefði verið (ef ekki of mikið) að annar þeirra hefði farið. Heyrst hefir, að ráðherra hafi bannað J. Þorb. að sigla á útvarpsins kostnað, en Jónas farið samt. Væri fróðlegt ef J. Þorb. vildi upplýsa hvort þetta er rjett og ef svo er, hvort hann ætlar þá sjálf- ur að borga þessa ferð sína. Að síðustu viljum við gefa Jónasi Þorbergssyni enn eitt tækifæri til þess að stefna blaðinu, ef hann þá treystir sjer til þess. Eins og kunnugt er tókst honurn að krækja sjer í bitling, ofan á sín háu útvarpsstjóra-laun. Á svo að heita, að hann sje „eftirlitsmaður“ með Viðtækjaversluninni og Viðgerða- stofu útvarpsins, og fær hann fyrir þetta 2000 kr. á ári. Þenna bitling sinn taldi J. Þorb. ekki fram, seinast er hann gaf upp tekjur sínar til skatts. Varð niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur að benda honum á þessa „gleymsku“ og neyddist hann þá til þess að muna betur. Þetta gallaða framtal sitt semur J. Þorb. tveim árum eftir að lærifaðir hans, Jónas frá Hriflu, Ijet á ríkisins kostnað gefa út hina harðorðu lýsingu af „skattsvikurunum“ í Reykjavík, í bók þeirri, sem alment hefir verið nefnd „Verkin tala“. En niðurjöfn- unarnefnd mun hafa, staðið í því, að fí framtálið leiðrjett um svipað leyti og Jónas Þorbergsson var að flytja á Alþingi frumvarp um hækkaðan skatt af hálaunamönnum. Rjett er að lokum að segja Jónasi Þorbergssyni þetta: Mórgunblaðið mun halda. áfram að benda á það, sem því þykir aðfinsluvert við rekstur útvarpsins og stjórn hans á þeirri. henni hagað þannig, að nemendur, sem ekki eiga völ á frekari fræðslu megi læra til nokkurrar hlítar þær náms- greinir, sem kendar eru, en jafnframt hefir skólinn leitast við að veita und- irbúningsfræðslu til inntöku í aðra skóla (verslunar- og gagnfræðaskóla). Væntanlegir nemendur eiga að gefa sig fram sem allra fyrst við Sigur- björn Þorkelsson, kaupmann á Lauga- Veg 1 (Versl. Vísir), sem veitir nán- ari upplýsingar um skólann. Þar sem vissa er fyrir því, að meiri aðsókn \erður að skólanum nú en nokkru sinni áður, er ráðlegast fyrir nemend- ur að innrita sig fyrir 25. september. Z. stofnun, og verða aðfinslur þessar ekki stöðvaðar með meiðyrða-of- sóknum. Loks viljum vjer alvarlega skora á ríkisstjórnina, að láta rannsaka allan rekstur útvarpsins. ....—------------ Hvðldsköli K. F. U. M. Yfirleitt má segja, að óhóf og eyðsla einkenni alla ráðsmensku J. Þorb. við þessa fjelitlu stofnun. Eru* all-ein- kennilegar sögur í hámæli hjer í bænum, um misnotkun J. Þorb. á fje útvarpsins. T. d. er blaðinu kunnugt um, að útvarpið var látið kaupa fyrir jólin s.l. vetur allmikið af dýrum „konfekt“ -kössum. Þá ganga og risa- vaxnar sögur um bílareikninga útvars- ins. Er fullyrt, að útvarpið sje oft látið greiða bílferðir fyrir Jónas Þor- borgsson persónulega, konu hans og þjónustufólk. Væri fylsta ástæða til, að rannsaka gaumgæfilega bílareikn- inga títvarpsins. Þar er áreiðanlega ekki alt eins og á að vera. Eins og að undanförnu tekur kvöld- skóli K. F. U. M. til starfa 1. október og byrjar níi 12. starfsár sitt. Síðast- liðinn vetur starfaði skólinn í tveim deildum, piltadeild (A-deild) og stúlknadeild (B-deild) og varð það fyrirkomulag svo vinsælt, að því verð- ur haldið áfram á komandi vetri. Kendar verða eftirfarandi námsgrein- ir: íslenska, enska, dansk^, reikning- ur, bókfærsla og auk þess handavinna í B-deild (stiilknadeildinni.) Kvöldskóli K. F. U. M. mun vera ódýrasti skóli hjer á landi og hefir þó úrvalskennurum á að skipa. Hann starfar frá 1. okt. og fram í apríl. Vetrarhjðlp safnaðanna. Nefndin, sem söfnuðurinn hjer í bænum, kaus í fyrravetur til að ann- ast um mötuneyti og ýmsa aðra hjálp- arstarfsemi, fer fram á að haldinn verði sameiginlegur fundur beggja safnaða á sunnudaginn kemur til að ræða vetrarstarfið framundan. Horfurnar eru sums staðar allí- skyggilegar, og því nokkuð almenn skoðun, að ástæða sje til að stofna sem fyrst til matgjafa og ódýrrar matsölu. Hefir bæjarstjórn falið borg- arstjóra að fátækrafulltrúum að styðja það mál, og má því búast við góðum stuðningi úr þeirri átt, ef vetrar- hjálp safnaðanna heldur áfram. Nefndin, sem að því vann í fyrra, er fáanleg til að halda, áfram störfum, og húsnæði má fá hið sama og áður. En söfnuðurinn verður að skera úr bæði um starf og starfsmenn, enda óhugsandi að stofna til matgjafa í 6 miánnði, saumastófu með fatagjöfum til efnalausra og fl. nema almenn samúð bæjarmanna sje vís. I fyrra voru safnaðafundirnir um þessi mál í dómkirkjunni, en nú verð- ur fundurinn í fríkirkjunni og hefst kl. 8 á sunnudagskvöldið kemur. Annað stórmál verður og rætt á þeini fundi, er það: Samþykt presta- fundarins á Þingvöllum um helgidaga- löggjöfina. Var hún á þessa leið: „Aðalfundur Prestafjelags íslands telur þess brýna þörf, að núgildandi helgidagalöggjöf sje endurskoðuð og henni breytt þannig, að lögð sje á- hersla á eftirfarandi atriði: 1. Verkalýður, jafnt á sjó og landi, igi skýlausan rjett til hvíldar á öll- nm helgidögum þjóðkirkjunnar frá vinnu, sem fresta má án verulegs tjóns, emla sje þá bönnuð öll slík vinna. 2. Þeir, sem þurfa að vinna slíka vinnu á helgidögum, eins og t. d. bíl- stjórar, fái þá hvíld einhvern annan dag vikunnar, og ennfremur sje þess gætt, að sami maður þurfi ekki að vinna nema annanhvern sunnudag. 3. Um jólin hafi sjómenn rjett til að vera í höfn, og heima, ef því verð lii við komið. 4. Báða daga stórhátíðanna þriggja, skírdag og föstudaginn langa, sjeu undantekningarlaust bannaðar vínveit- ingar á opinberum veitingastöðum. Enn fremur sje undantekningarlaust bannaður dans á opinberum veitinga- stöðum fyrra dag stórhátíðanna, skír- dag og föstudaginn langa. 5. Bannað sje, að kosningar til Al- }»ingis fari fram á helgidögum þjóð kirkjunnar. 6. Önnur ákvæði núgildandi helgi- dagalöggjafar sje í engu skert“. Má um þetta segja svipað og mat- því í framkvæmd nema það sje stutt af mjög almennu fylgi borgaranna“. Þessi safnaðafundur verður væntan- lega svo fjölmennur að hann getur sýnt vilja Reykvíkinga í þessum mál- um. S. Á. Gíslason. Farsöttir ( ágústmánuði. Samkvæmt skýrslu landlæknis, sem gefin er út 15. sept. um farsóttir í ágústmánuði, hefir verið talsvert kvillasamt nema helst á Austurlandi: Kvefsótt. Af henni hafa veikst 444, þar af 217 í Reykjavík, 110 á Suður- landi, 71 á Norðurlandi, 35 á Vestur- landi og 11 á Austurlandi. Kverkabólga. Sjúklingar 286 alls, þar af 152 í Reykjavík, 61 á Suður- landi, 25 á Vesturlandi, 34 á Norðnr- landi og 11 á Austurlandi. Iðrakvef. Það hafa tekið 205, þar af 73 í Reykjavík, 30 á Suðurlandi, 40 á Vesturlandi, 51 á Norðnrlandi og 11 á Austurlandi. Blóðsótt hafa tekið 138 á Vestur- landi og Norðurlandi, þar af í Þing- eyrarhjeraði 27, Flateyrarhjeraði 14, Siglufjarðarhjeraði 2, Akureyrarhjer- aði 91 og Öxarfjarðarhjeraði 4. Taugaveiki var slæm í Svarfdæla- bjeraði. Þar veiktust 14, en 1 í Norð- fjarðarhjeraði. Skarlatssóttin er komin um alt land nema Vestfirðingafjórðung og veikt- ust, af henni 45 í þessum mánuði, flestir á Síðu (12), í Siglufirði 8, Eyrarbakkahjeraði 7, SvarfdælahjeraSi 6, Grímsneshjeraði 3, Seyðisfjarðar- hjeraði 2 og Reykjavíkur, Húsavíkur og Öxarfjarðarhjeruðum einn í hverju. Svefnsýki smitaði 5 manns, einn í Reykjavík, 2 í Siglufirði, 1 í Svarf- dælahjeraði og 1 á Akureyri. Mænusótt, 17 tilfelli, og hefir áður verið skýrt frá hvar þau voru. Aðrar farsóttir. Stingsótt 44 (í Reykjavík og á Suðurlandi). Inflúensa 20 (á Vesturlandi og Norðurlandi). Taksótt 16 (þar af 10 á Norðurlandi). Umferðagula 12 (á Vestur- og Norður- landi). Rauðir hundar 13 (þar af 12 á Norðurlandi). Kenslan fer fram í hvorri deild ann- að hvort kvöld kl. 8—10%, og er, gjafimar: „Það er óhugsandi að koma Dagbók. Veðrið í gær. Ný lægð er nú komin úr suðvestri upp undir Reykjanes og veldur SA-átt og rigningu um suð- vestuvhluta landsins. A Vestfjörðum og Norðurlandi er stilt og bjart veður, en austan lands er enn þá hæg N-átt og þykt loft. Lægðin mun verða hjer yfir sunn- anverðu landi á morgnn og valda SA eða A-átt. Veðurútlit í dag: Stinningskaldi á SA og A. Rigning öðru hvoru. Messað á morgun í Dómkirkjunni kl. 11, síra Friðrik Hallgrímsson. Messað í Fríkirkjunni á morgun kl. 5 síra Árni Sigurðssons Messað í Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði á morgun kl. 1% síra Garðar Þorsteinsson. ,,Esja“ byrjar aftur áætlunarferðir þ. 24. þ. mán. og fer þá hringferð vestur um land. Samningar íslendinga og Norí- manna. Verslnnarráðherrann tilkvnu- ir, að búist sje við að samningaum- leitunum Norðmanna og íslendinga verði lokið í tlag. Tilkvnning um ár- angurinn af heim verður birt á morgun. (NRP—FB, 16. sept.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.