Morgunblaðið - 17.09.1932, Blaðsíða 4
4
lfORGCJNBLAÐIÐ
Huglftlngadagbðk
Blóm og Ávextir, Hafnarstræti 5.
Sími 2017. — Kransar, ódýrir og
smekklegir, bundnir með stuttum fyr-
irvara. Sömuleiðis altaf á boðstólum
mjög ódýrir blómvendir.
Dömubindi með tilheyrandi beltum,
fást í versluninni „París“.
Þriggja, f jögra eða fimm her-
bergja íbúð, helst í vesturbæn-
Um, óskast. Mikil fyrirfram-
greiðsla, jafnvel til vors, ef
annars 'semur. ‘ Tilboð merkt:
„Góð íbúð“, sendist A. S. í.
innan tveggja daga.
Glæný stór lúða og silungur, sími
1456 og í Saltfisksbúðinni, Hverfis-
götu 62, sími 2098. Hafliði Bald-
vinsson.
Snðusúkkulaði, tvær tegundir, ný-
komið. Guðmundur Guðjónsson, Skóla-
vötðustíg 21.
Hið margeftirspurða nýsaltaða dilka-
kjöt er aftur komið á markaðinn.
Yerðið lækkað. Guðmundur Guðjóns-
son, Skólavörðustíg 21.
f Strandgötu 50, Hafnarfirði, eru
saumuð alls konar kvenna og bama-
föt, kápur, kjólar, peysuföt, upphlntir,
ejnnig alls konar drengjaföt. Óvana-
lega ódýr vinna. Nýjasta tíska.
Skóli okkar fyrir börn, frá fimm
ára aldri, byrjar aftur 1. október.
Upplýsingar í síma 533 kl. 1—3 síðd.
Vigdís G. Blöndal, Skálholtsstíg 2,
Sigríður Magnúsdóttir, Marargötu 1.
Tvö samliggjandi skrifstofuherbergi
í míðbænum til leigu. Upplýsingar í
síma 1288.
Café Höfn selur meiri mat, 6-
öýrari, betri, fjölbreyttari og
fljótar afgreiddan en annars stað-
fcr.__________________________________
Fæði, 60 krónur um mánuðinn.
Einstakar máltíðir með kaffi, 1
króna. Fjallkonan, Mjóstræti 6.
Matsalan, Laugaveg 8, er flutt á
Smiðjustíg 6. 1 krónu máltíðir með
kaffi.
Dömnhattar.
Nýjasta tíska.
Skermabúóin,
Langaveg 15.
Nýjar bækwr:
Rit Jónasar Hallgrímssonar,
2. bindi: Sendibrjef og ritgerðir.
Mest af því sem er í þessu bindi
hefir ekki verið prentað 'áður.
Skip sem mætast á nóttu,
stórfræg skáldsaga, sem átt hefir
óvenjumiklum vinsældum að fagna
Áfram,
bók, sem hver einasti unglingur
ætti að eignast og lesa oft.
Fást í bókaverslunum.
Áttræð er í dag ekkjan Hólmfríður
Gddsdóttir, Klapparstíg 26.
Drengjamót K. R. hefst sunnudag-
inn 18. þ. m. kl. 2 síðd. stundvíslega.
Allir, sem ætla að taka þátt í mótinu,
mæti stundvíslega.
„Sparnaður Framsóknar“. í viðbót-
arbindi við alfræðibók Aschehougs í
Ósló, hefir höfundurinn, sem ritar
um ísland, verið svo óheppinn að
komast þannig að orði: „Fjárhagur
íslenska ríkisins hefir farið batnandi
að miklum mun, einkum vegna góð-
æra eftir árið 1926 og sparnaðarráð-
stafana Framsóknarflokksins(!)“ —
Já, það mátti nú segja — eða hitt
þó heldur.
Hreindýrin íslensku. Meðal vísinda-
manna þeirra, sem tók þátt í Græn-
landsleiðangri Einars Mikkelsens var
dýrafræðingur einn, magister Digerböl
að nafni. Hann er aðstoðarmaður við
dýrafræðissafnið í Kaupmannahöfn.
Hann leggur aðal stund á spendýra-
rannsóknir. Hefir hann hug á að £á
horn, eða helst heilar beinagrindur
af íslenskum hreindýrum, til þess að
bera sarnan við önnur hreindýr, svo
hægt sje að gera sjer grein fyrir
hvort hinn íslenski hreindýrastofn
hafi breyst að vaxtarlagi frá því
hreindýrin voru flutt hingað fyrir
150 árum. Menn álíta að hreindýrin
hafi úrkynjast hjer, en vísindaleg
rannsókn hefir eigi verið gerð á því
enn. Um þetta ætti að fást full vitn-
eskja, því sje um úrkynjun að ræða,
þá er ekki að búast við viðgangi
meðal íslenskra hreindýra, enda þótt
þau sjeu friðúð. Þá þarf að fá inn-
flutt hingað hreindýr að nýju.
Reykjaskólinn. Þorgeir Jónsson
cand. theol. hefir tekið að sjer for-
stöðu Reykjaskóla í Hrútafirði, í stað
síra Jóns Guðnasonar. Helgi Tryggva-
son var kennari við skólann. Hann
hefir óskað eftir því, að þess væri
getið hjer í blaðinu, að þeim síra
Jóni og honum hafi ekki verið sagt
upp störfum við skólann, þvi ráðn-
ingatími þeirra hafi verið útrunninn.
En skólanefndin rjeð þá ekki að nýju.
Dansklúbburinn „Black Eyes“ held-
ur dawsleik í K. R. húsinu í kvöld.
Fimm manna hljómsveit leikur. — Að
klúbb þessum standa ýmsir hljóðfæra-
leikarar og dansvinir bæjarins, og
munu þeir sjá um að dansleikurinn
verði hinn skemtilegasti.
Heimferð Hutchinson. í tilkynn-
ingu frá sendiherra Dana í gær segir,
að enska blaðið „Daily Herald“ hafi
samið svo um við útgerðarfjelag botn-
vörpungsins „Lord Tabot“, að „fljúg-
andi fjölskyldan" verði flutt til Skot-
lands. Þaðan verður hún flutt í flug-
vjel til London, en úr því verður
Hutchinson sjálfur að sjá um heim-
ferð sína.
Hlutaveltu heldur kvenfjelagið
Hringurinn á búinu í Kópavogi næst-
komandi sunnudag. Mun það verða
eina hlutaveltan sem fjelagið heldur
á árinu. Nanara auglýst í blaðinu
á morgun.
Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir.
12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veður-
fregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19.40
Tónleikar (Útvarpstríóið). 20.00
Klukkusláttur. Grammófóntónleikar:
C'hauve-Souris kórmn syngur: Rúss-
nesk barcarolla, eftir Variamoff;
Kringum heyvagninn; Segðu mjer og
Svörtu augun (rússnesk þjóðlög). —
Piano-sóló. Emil Sauer leikur: Galop
de Concert og Frisson de feuilles,
eftir sjálfan sig og Seherso, eftir
Mendelsohn. 20.30 Frjettir 21.00. —
Danslög til kl. 24.
Óhappaverk og afleiðingar. Út af
grein þeirri sem birtist hjer í blað-
inu í gær um Kleppsmálið, eftir
Bjarna Sigurðsson í Vigur, hefir hann
beðið blaðið að geta þessa til við-
bótar við það sem hann þar sagði:
„Að sjúklingnum, sem hann talaði
um í greininni, hafi verið batnað
það mikið, er hann fór af gistihúsi
Hjálpræðishersins, að áhættulaust
varð að telja þó hann yrði fluttur
þaðan; og að hann sje nýlega kom-
inn heim til sín.
Hjónaband. Á laugardaginn var
voru gefin saman í hjónaband frú
Elín Theódórs og Bernhard Petersen,
stórkaupmaður.
Nýtt matsölu- og veitingahús er
opnað í dag kl. 2 á horninu á Grett-
isgötu og Barónsstíg. (Sjá auglýsingu
í blaðinu í dag.)
Skipafrjettir. Gullfoss er í Kaup-
mannahöfn. — Goðafoss fór frá Vest-
mannaeyjum í fyrradag, áleiðis út. —
— Brúarfoss var á Reyðarfirði í gær.
— Dettifoss kom til Vestmannaeyja
í morgun. — Lagarfoss fór frá Kaup-
mannahöfn í fyrradag. — Selfoss fór
frá Siglufirði í gærkvöldi, áleiðis út.
Rektor Mentaskólans hefir beðið
Morgunblaðið að koma þeim boðum
til foreldra þeirra 25 barna, sem efst
Úd$rasta
kjötverslun bæiarlns er ð
Bergstaðastræti 35.
Spikfeitt dilkakjöt, sviðin svið, Jif-
ur og hjörtu, íslenskar gulrófur og
kartöflur, þurkaðir ávextir.
Sendið eða símið.
Sími 1091.
Sigurður Ágústsson
Lækjargðtu 2.20
Raf I agnir
Viðgerðir
Breytingar
Hringingar-
lagnir.
Sími 1019
Hfintýraprinsinn.
þangað til hann varð að játa alt er
þið bárnð á hann.
Rhynsault ljest verða móðgaður og
hertoginn tók málstað hans: — Þetta
er ekki rjett af þjer, frændi, Rhyns-
ault var í sínum fulla rjetti, við töl-
um ekki meira um það. Menn híða mín
í stórhópum, jeg verð að fara og taka
á móti fólkinu.
En Antoníus gafst ekki upp. Hann
hjelt í frænda sinn og spurði hvort
játningin hefði verið lesin upp og sam-
jykt af hlutaðeiganda og hvort höndin
hefði verið borin saman við brjefið.
Landstjórinn þóttist nú góður að
hafa hertogann með sjer og sagði:-
Hverjum datt í hug að bera saman
hrafnasparkið sem þessi ræfill klór-
aði eftir að hann kom í fangelsið við
það sem hann hafði skrifað á sínum
duggarabandsárum.
Hertoginn brosti: — Þjer getið far-
ið, herra de Rhynsault, það væri
skömm að því að tortryggja yður jafn
duglegan embættismann.
— Ekki alveg strax, greip Antonius
fram í. Mig langar til aS leggja
nokkurar spurningar fyrir landstjór-
ann.
— Sjálfsagt herra greifi, svaraði
Rhynsault sigri hrósandi.
— Voruð þjer sannfærður um að
maðurinn væri sekur?
Rhynsault setti upp spekingssvip
og ljest vera hróðugur.
— Það var jeg.
— Gott. En hvernig datt yður þá
í hug að náða hann?
— Náða hann. Rhynsault hló. Mað-
urinn sem var hendur.
— Það er rjett. Þetta stendur alt
í kærunni. En þar stendur einnig
skrifað, að þjer hafið gefið út náð-
unarbrjef, sem af vangá — hvort
heldur hefir verið viljandi eða óvilj-
Dómkirkiu- og fríkirkjusðfnuðurinn
halda sameiginlegan fund í Fríkirkjunni annað kvöld
klukkan 8.
Umræðuef ni:
1. Vetrarhjálp safnaðanna á komandi vetri.
(S. Á. Gíslason).
2. Breytingatillögur prestafundarins við helgidaga-
lögin. Frummælandi sr. Ingimar Jónsson.
S. Á. Gíslason. Niels Carlsson
Skdhlílar! Skóhlllai! SkóMjlar!
m
o
ffi
I—h
í>
Barna-, unglinga-, kven- og karlmanna.
BESTA TEGUND.
Sköbðfl Refkjavíknr,
ASalstræti 8.
SKÓHLÍFAR! SKÓHLÍFAR!
m
W
O
&
>
Ú
r m.
Munið, að I. W. C. úrin taka
öllum öðrum úrum langt
fram. Fást hjá umboðsmanni
verksmiðjunnar — Sigurþór
Jónssyni, Austurstræti 3.
Lifnr.hjörtn og svið.
K1 e i n,
Baldursgötu 14. Sími 73.
Stangalamir,
ýmsar tegnndir nýkomnar.
Lndvig Storr.
Langaveg 15.
voru við inntöknpróf í Mentaskólan-
um á síðastliðnu vori, að þeir geri
honum þegar aðvart um, hvort börn
in eigi að vera í skólanum á kom-
andi vetri.
4. flokkur K. R. heldur fund á
morgun kl. 11 árd. í K. R. húsinu.
Drengjamót K. R. hefst á íþrótta-
veilinum 'á morgun kl. 2 síðdl Kept
í öllum frjálsum íþróttum.
„Freyja“, þvottakvennafjelagið —
heldur skemtun sína í dag kl. 81/>
í Iðnó. Ræðuhöld, kveðskapur og
dans o. fl.
andi, það skal jeg láta ósagt, kom
of seint til þess að það yrði tekið
til greina.
— Það er lýgi, nú fór að síga í de
Rhynsault.
— Það getur ekki átt sjer stað, —
afrit af brjefinu fylgir með kærunni.
— Mjer er sama þó tuttugu afrit
fylgdur þá er það lýgi. Jeg krefst
þess, að þið trúið mjer, jeg hefi ekki
sýnt það, að jeg væri ekki starfinu
vaxinn og ekki væri óskað að treysta
mjer. Afritið er falsað.
— Jeg er alveg á sama máli, sagði
hertoglnn.
— Þorið þjer sem riddari og land-
stjóri að leggja drengskap yðar við,
að þjer hafið ekki gefið út náðun-
arbrjef það, er jeg gat um. — ■—
Antonius komst ekki lengra. Því að
Rhynsault varð skjótur til svars.
— Já, jeg þori það án þess að hika.
Byriið i dag
að reykja
TIOFHHI
Gæðin leyna
sjer ekki.
20 stk. 1.25.
TEOFANI - LONDON.
nnafOrar.
Liggl yðnr á.
Samdægurs verðee.
filmur yðar til bún-
ar, sem komið er
með fyrir hádegi.—
Albúm, pap pír o.
frá Kodak.
Anstnrstræti 20.
F. A, Thiele.
Ódýrt.
Dðnsk egg & aðeins
12 anra stk.
rmmnm
LAUGAVEG 63.
SÍMI 2393