Morgunblaðið - 21.09.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.1932, Blaðsíða 3
MOEGIT N BI AÐIÐ 3TíorgunbfoM$ htft.: H.Í. Árrakur, KirUtTtk. JUtatlðrar: Jðn KJartnnaaon. Valtýr BtafAr.MO*. Jtltatjörn o* afarralOaln: ▲natnratratl >. — Blaai ••>, ▲nslýalnc&atjörl: ▲. Hafbars. ▲ntlj'aingraakrlfatofa: ▲naturatratl 17. — Blaal TM. Kalaaaalaaar: Jön Kjartanaaon nr. T4I. Valtýr Btafánaaon nr. IMt, H. Hafbarf nr. 770. JLakrlftarjald: Innanlanda kr. 1.00 * aaáanOl. Utanlanda kr. 1.10 k aakaaBL. f lanaaaöln 10 anra alntaklB. 10 anra ma« Uaabðk. Pjetur Halldórsson verður hjer í kjöri af hálfu Sjálfstæðis- flokksins. Eing og skýrt hefir v«rið frá hjer í blaðinu, fór fram prófkosning innan Varðarfjelagsins á sunnndag og mánu- dag um það, bvern frambjóðanda Sjálfstasðisflokkuriun skyldi liafa við alþingiskosninguna 22. okt. nœstkom- andi. Prófkosningunni var lokið kl. 10 á mánudagskvöld og að benni lokinni voru atkvseði talin. Úrslitin urðu þau, -að Pjetur Halldórsson iióksali og bæjarfulltriii verður hjer í kjöri af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Heimdalhjr, fjelag ungra Sálfstæðis- manna hjelt einnig fund á mánudags- kyöld og var þar samþykt, að mæla með Pjetri Halldórssyni. Prófkosnirigin skyldi fara fram milli tveggja manna, P. Halldórssonar og 'Sig. Eggerz. En í byrjun kosningar- innar gaf Sig. Eggerz út þá yfirlýs- nigu, að hann óskaði ekki eftir að kosið yrði um sig. Það er öldungis óþarft að kynna Pjetur Halldórsson fyrir Reykvíking- m Hann er borinn og barnfæddur hjer í bænum. Hann hefir í fjölda mörg ár gegnt opinberum störfum í þágu Reykjavíknrbæjar. Hann nýtur hjer vafalaust meira og almennara trausts en nokkur annar borgari. Þing Hollendinga sett. Haag, 20, sept. United Press. PB. Þegar Vilhelmina drottning hjelt stólræðuna við setning þingsins gerðu kommúnistar óp mikil að henni, en þegar Vilhelmina drottning fór af þingfnndi, ásamt manni sínum og Jn.iönn " prinsessu, sungu þingmeua annara flökka þjóðsöng Hollendinga. 85 ára verður í dag Þórunn Jóns- -dóttir, örnndarstíg 5. Rógur Tímans um Reykiavik. i. Tíminn, blað Jónasar frá Hriflu, hefir nú um alllangt skeið verið að flytja þjóðinni þann boðskap, að Reykjavíknrbær væri illa stæðnr fjár- hagslega. Nýlega færir blaðið sig pnn upp á skaftið með róg þenna og gefur fyllilega í skyn, að nú sje svo komið fyrir Reykjavík, að bærinn sje að fara á höfnðið. í því sambandi segir blaðið, að skuldir bæjarins sjeu nú um 9 milj. króna, en minnist ekki einu orði á það, hverjar þessar skuldir eru. Skömmu eftir að þetta Tímablað, með róginn nm Reykjavík, kom út, áttu ritstjórar þessa blaðs tal við greindan bónda, sem býr allfjarri Reykjavík. Bóndi þessi er Pramsókn- armaður. Bar ýmislegt á góma í sam- tali okkar, þ. a. m. f járhagnr Reykja- víkurbæjar. Kvaðst bóndinn Inýlega hafa sjeð bæjarreikninginn og þóbti f járhagnrinn ógurlegur þar sem skuld- ir væru um 9 milj. kr. Bóndanum var þá tjáð, að mestur hluti þessara skulda stæði í ai-ðberandi fyrirtækjum. Ekki kvaðst bóndinn hafa veitt þessu eftir- tekt, en kvaðst mundu athuga bæjar- reikninginn betnr. Bóndinn trúði því auðsjáanlega ekki, að þessn væri þann- ig varið; og þar sem bæjarreikningur- inn var ekki við hendina er samtalið fór fram, var ekki hægt að sannfæra hóndann. Er þess nú að vænta, að þessi greinagóði og sanngjarni bóndi kynni sjer reikninga Reykjavíkurbæj- ar. En vegna rógsskrifa Tímans um þetta mál og vegna þess, að alinenn- ingur hefir ekki aðstöðu til að kynna sjer málið, þykir rjett að ræða það nokkrið nánar. II. Samkvæmt reikningi Reykjavíkur fyrir árið 1930 (sem er síðasti prent- aði reikningurinn) ern skuldir bæjar- ins þessar: Kr. au. 1. Skuldir bæjarsjóðs að meðtöldum gengismun 2. Skuldir vatnsveitu að meðtöldum gengismun 3. Skuldir gasstöðvar .. 4. Skuldir rafmagnsveitn að meðt. gengismun .. 5. Skuldir hafnarsjóðs að meðtöldum gengismnn 2810153.97 754314.45 309625.84 2931881.19 2670325.01 Skuldir samtals 9476300.46 eru (með gepgismun) um 2.9 milj. kr. Tekjuafgangur hennar nemur á árinu rúml. 123 þús. kx. Efnahagsreikningur sýnir skuldlausa eign rafmagnsveit- unnar um 370 þús. kr. 4. Hafnarsjóður. Skuldir hans eru (með gengismun) rúml. 2.6 milj. kr. Tekjuafgangur hafnarsjóðs nam á ár- inu rúml. 385 þús. kr. En efnahags- reikningurinn sýnir, að skuldlausar eignir hafnarsjóðs nema yfir 3 milj. króna. Þegar þannig hafa verið athugaðar f járhagsástæður þeirra fyrirtækja, sem standa undir skuldum Reykjavíkur- bæjar, gegnir Jiað furðu, að nokkurt blað sknli gerast svo blygðunarlaust í fölsun á staðreyndum, að telja Jijóð- inni trú um, að Reykjavíkurbær sje að sligast undir skuldum og sje þar af leiðandi að fara á höfuðið. Sannleik- urinn er sá, að obbinn af skuldum Iíeykjavíkur standa í fyrirtækjum, sem gefa árlega stóran arð, auk þess sem Jtau standa sjálf að fullu og öllu undir skuldunum. Skuldir þessara fyr- irtækja koma því bæjarsjóði Reykja- víkur ekki agnar ögn við. Til Jiess að þjóðin sjái betur hve ósvífinn rógberi Tímans er í árásum sínum á Reykjavík þykir rjett að birta hjer nokkrar tölur í viðbót: Árið 1920 voru skuldlausar eignir Reykjavíkurbæjar 5 milj. kr., en í árs- lok 1930 nema þær 11.4 milj. króna. Þessar tölur taka af allan vafa um það hvort Reykjavíkurbær sje nú í þann veginn að fara á höfuðið. Það er sennilega vandfundið J>að sveitar- eða bæjarfjelag hjer á landi, sem er betnr statt fjárhagslega en Reykja- víknrbær. Hitt vita allir, að núverandi kreppa sverfur að Reykjavík eins og öðrum bæjar- og sveitarfjelögum. En það vita reykvískir borgarar mjög vel, að kreppan þyrfti ekki að koma sjerlega þungt niðnr á bæjarsjóði ef nokknr skilningur ríkti hjá þeim mönnum hjer í bænum, sem næst standa Tímanum að skoðunum. Er hjer átt við sósíal- ista og þá menn innan Framsóknar, sem þeim fylgja í bæjarmálum. — Þessir menn gera ekkert annað en að heimta og heimta í það óendanlega. Alt á bæjarsjóður að gera. En þessir sömn herrar berjast svo af alefli á móti því, að atvinnurekstur bæjar- manna fái að starfa. Samkvæmt þessu eru allar skuldir Reykjavíkur í árslok 1930 tæpar 91/2 milj. króna. En við þetta er það að athuga, að langsamlega mestur hlnti sknldanna hvílir á fyrirtækjum, sem ekki aðeins fcera sjálf skuldirnar að fnllu, heldur gefa auk þess stórfeldan arð. Bæjar- sjóðui' sjálfur skuldar í árslok 1930 aðeins 2.8 milj. króna. Um helmingur af þeirri upphæð er byggingarkostn- aður nýja barnaskólans. Er þá rjett að athuga nokkuð fjár- hag þeirra fyrirtækja, sem áðalsknld- irnar hvíla á. 1. Vatnsveitan. Skuldir hennar eru (með gengismun) um 754 þús. kr. Pyrirtæki Jietta gaf á árinu 1930 um 40 þús. kr. beinan tekjuafgang. Og á efnahagsreikningi sýnir fyi'irtækið, að það á skuldlausa eign yfir 620 þús. kr. 2. Gasstöðin. Hún skuldar rúmar 300 þús. kr. En rekstrarhagnaður henn ar er á árinu yfir 60 þús. kr. Hún sýn- ir á efnahagsreikningi eignir um 250 þús. umfram skuldir. 3. Rafmagnsveitan. Skuldir hennar Flugmaður horflnn. Þýski flugmaðurinn Udet, sem fór að leita að „fjölskyld- unni fljúgandi“, er horfinn. Þegar „fjölskyldan fljúgandi“ vai'ð að nauðlenda við ansturströnd Græn- Iands og hvarf mönnum þar, svo að ílestii' töldu liana af, var gert alt sem hugsanlegt var til að bjarga henni, enda tókst það. Meðan menn voru hræddastir um „fjölskvlduna“ (Hutchinson) var þýski flugmaðurinn Udet, sein þá var í Eystribygð á Grænlandi að hjálpa til að taka kvikmyndir, (sá hinn sami fei’ bjargaði dr. Sorge) fenginn til þess að fljúga yfir Grænlandsjökla. Hann lagði á stað ótrauður, en samkvæmt skeyti fi'á sendiherra Dana t gær hefir ekkert spurst til hans síðan. Suíþjóðarfarar Armanns. Þeir hafa sýnt í þremur sænskum borgum við ágæt- an orðstír. Utanfarir íslenskra íþróttamanna hafa eigi litla þýðingu fyrir oss. Opin- berum erindi'ekum, sem kurteisis vegna verða að sækja veislur og halda ræður, sem stílaðar eru upp á líðandi stund og tækifæri, er að sjálfsögðu tekið kurteislega, en þetta gera allir, hverr- ar Jijóðai' sem þeir eru. Er það nokk- tu-s konar skylda, en því fylgir engin frægð, vegna þess að allir geta gert þetta og allir verða að gera þetta. Öðru máli er að gegna um yfirlæt- islausan flokk íjiróttamanna á ein- hverju sviði. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur, án alls tepru- skapar og laus við allar kreddur og siðvenjur. Hann er spegilmynd þjóðar- innar, góð eða ill eftir atvikum. En Jægar einhver s-líkur flokkur vinnnr sjer frægð og heiður í framandi landi, Jiá gleðst ættjörð hans, því að liennar verðtn' heiðnrinn. Nú hefir glímnflokknr Ármanns, sá er til Svíþjóðar fór, sýnt í þremnr borgum þar, Stokkhólmi, Gavle og Uppsala. Og samkvæmt fregnum, sem hingað hafa horist frá honnm, hefir hann til þessa farið sannkallaða sigur- för um Svíþjóð, eins og vjer vænt- um líka allir. í skeyti, sem borist hef- ir hingað segir að áhorfendur hafi verið stórhrifnir af sýningnnum, og þá blöðin ekki síður, því að dómar Jieirra sje eintómt lof um flokkinn. Þannig á þetta að vera. Islendingar geta aflað sjer frasgðarorðs meðal frændþjóðanna., jafnvel meðal hinnar ágætu íþróttaþjóðar, Svía, með lík- amsatgjörvi sinni og hinni dásamlegu íþrótt, íslensku glímunni. Utanfarir glímuflokkanna, sem Jón Þorsteinsson hefir stjórnað á undan- förmun árnm, hafa orðið hinni ís- lensku þjóð til vegs og virðingar. — Jafnvel stórþjóðin, Þjóðverjar, varð hissa er hún sá hvert afbragð ís- lenskir íþróttamenn eru, og íslenska Jijóðin var dæmd eftir því. Nú virðist svo sem glímnflokknr Ármanns ætli að sækja jafri mikinn signr til Sví- þjáðar og frægja um leið ættland sitt og þjóð í þessn fornfræga ríki Óðins og Ynglinga. Síldartollur hækkar stórum í Þýskalandi. Berlin, 20. sept. United Press. PB. Tilkynt hefir verið, að innflutnings- tollur á síld verði þrefaldaður frá og með 26. sept. að telja. Frá Svíþjóð. Stokkhólmi, 20. sept. United Press. PB. Konungurinn hefir falið Hansson, leiðtoga jafnaðarmanna, að mynda stjórn. ■ frskir bændur em áhyggjufnllir út af tollastefnu stjómarsinna og hömlum þeim, sem lagðar hafa verið á innflntning írskra búnaðarafurða til Englands. Hefir sá innflntningnr minkað stórkostlega, til verulegs tjóns fyrir írska bændastjeft. ———sss—sÆ^ 5tríð í Rmeríku ■killi bænda og borgara. Seint í ágúst sáu bændur í Ipjva i Baudaríkjunum fram á það að ir standið væri svo slæmt, að ekki væ»i annað fyrir dyrum en sultur og seira og síðan hungursneyð, og að þeir myndi flosna upp, vegna sölutregíhi á afurðum Jieirra og lágu verði. —> 'l ókn Jæir þá höndum saman og stöðv- uðu alla flutninga til borganna og settu verði á alla vegi. Yar þai ætlnn þeirra að herða svo að I0# l>ús. manna í aðalborginni, að þeir neyddust til að kaupa vörur bænda hærra verði en áður. Borgararnir tóku þessu með jafnað- argeði fyrst og hjeldu að bændur mviKÍi iáta sig er fram í sækti, en brátt fór að bera á mjólkurskorti i borginni og grænmetisskorti. Risu nú upp bændur í öðrum ríkj- um líka, svo sem Miunesota, Kansas og víðar, og hafa samþykt að scfja ekki hveiti nje aðrar búsafurðir í !i máuuði, nema bærra verð fáist nú er. Yoru þá gerð samtök milh fcænda í 6 ríkjum, að halda vöyt á öllum vegum og stöðva alla flntn- inga til borganna. Þó hefir þetta ekki tekist algerlega, því að stjórni* hefir sett lögreglulið í járnbrautirnar og þær flytja nokkuð af matvæluB*, sem bændur, ntan Jiessara samtaka, vilja selja. Þessir bændur hafa beðið um lög- regluvernd, og milli lögreglunnar og uppreisnarbænda hafa orðið allharðar skærur víða hvar. Hefir lögTeglan handtekið fjölda bændá, en binir krefjast þess, að þeir verði lausir látnir. Deila þessi er svo alvarteg orðin, að búist er við, að grípa Jmrfi til hervalds, þar sem fyrirsjá- anlegur sje sultur í borgnnum ef Jiessu viðskiftastríði heldur áfram. Raddir hafa heyrst um það hjer, að Reykjavík ætti að segja anstur- sveitunum sams konar stríð á hendnr og þetta. Komu þær raddir upp aðak lega vegna afskifta, Jónasar frá Hrifht af viðskiftum bænda og borgara. Bn Jónas „datt upp fyrir dimma hekki'' og síðan hafa hugir manna áreiðanlega stilst svo, að enginn mun óska, aíí hjer verði viðskiftastríð milli bænda og borgara. Nú eru menn, sem betur fer, famir að sjá, að viðreisn íslandfc er ekki undir því komin að stofnað sje til sundurlýndis og fjandskapar milli stjettanna, heldur að allir legg- ist á eitt um það í bróðemi að rjetta við hag þjóðarheimilisins. Og það verður best gert með því, að allar stjettir taki höndum saman í bar- áttunni út á við, og sýni hver annari fulla sanngimi í baráttunni inn á við. Orðsenöing til nemanda Flensborgarskólana eldri og yngri. Fimmtíu ára minningar hátíð Flens- borgarskólans verður haldin í Hafu- arfirðí um mánaðamótin sept. okt. og hefst síðari liluta dags hinn 1. okt. Allsherjarmót nemandasambands skólans verður einnig haldið í sam- bandi vjð þessa minningarhátífi. Þess er vænst að allir nemendur, sem bera. hlýjan hug til skólane fjöl-. menni á hátíðina til að hitta gamla fjelaga og rifja upp minningar frá skólaárunum. UndirbúningsnrfridÍB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.