Morgunblaðið - 15.10.1932, Side 2

Morgunblaðið - 15.10.1932, Side 2
I 2 Ústjórn lónasar fró Hriflu ó uarðskipunum. Sýnishorn af framkomu útgerðar- stjórans, Pálma Loftssonar, við stýrimenn skipanna. Misnotkun varðskipanna. Ollum landsmönnum er kunn mis- notkun Jónasar frá Hriflu á varð- skipum ríkisins meðan hann var dóms- n:álarláðherra, snattferðimar með gœð- ingana, og notkun skipanna í eigin þágu, eins og t. d. þegar hann var heilan mánuð mieð eitt tkipið, og stuuidum jafnvel tvö, í kosningaleið- angri sumarið 1030. Það ferðalag hef- ir sennilega kostað landhelgissjóð 401— 50 þús. krónur. I valdatíð Jónasar hafa snattferðirnar kostað svo iskifti hundruðum þús. króna. Þó landhelgis- sjóður væri nær því tómur, var þeim samt haldið áfram. S.l. vetur var t. d. Þór látinn fara vestur í Stykkishólm til að sækja Jónas Þorbergsison úr þingmálafundaleiðangri í Dölum, og nokkru síðar var Þór sendur með ein- hverja Pramsóknarþingmenn, sem ætl- uðu að verða við jarðarför uppi í Borgarfirði, en í það skifti varð hann að snúa aftur á miðli leið vegna þoku. Það er blvgðunarleysi á hæðsta stigi, þegar þessi sami Jónas er nú að spyrja að því í Tímanum, hvemig á því standi að varðskipin liggi í höfn. Svarið er ósköp nærtækt. Vegna ó- stjómar J.J. frá Hriflu, og misnotkun- ar hans 'á varðskipunum var landhelgis sjóður tómur þegar hann veltist úr vöklum, og þess vegna er ekki hægt að gera skipin út, nema eitt og eitt í senn. Hin verða að liggja í höfn vegna fjárskorts. Óstjórnin innávið. Um óstjórn Jónasar og hjálpar- mannia hans innávið, og ofsóknir á hendur saklausum mönnum sem á skipin vom skipaðir er almenningi ekki eins kunnugt. Þó birtist dlál'ítið sýnishom af þessu í brjefum sem Morgunblaðið birti 14 ág. s.l. þar ®em bersýni'legt er, að fyrv. skipherra á Ægi hefir borið uppspunnar og ósann- ar sakir á undirmann sinn, til þess að fá hann rekinn. Ófriðurinn og ó- stjórnin á Ægi náði hémarki þegar 8 yfirmenn skipsins kærðu skipherra á s.l. vetri fyrir ósæmilega framkomu. I stað þess að láta skipherrann fara af skipinu, a. m. k. meðan rannsókn fór fram á kærunum, tók Jónas frá Hriflu það ráð, að losna við suma kærendurna af skipinu, með því að flytja þá yfir á hin varðskipin. Aðrir vom afskráðir, þ. e. reknir. Að því er snerti yfirmennina á Ægi, var þessi flutningur á milli skipa fullkomlega óheimill, því Jónas hafði skipað þá sjálfur á þetta ákveðna skip, og það eigi til skemri tíma en 6 ára, eins og eftirfvlgjandi skipunarbrjef sannar. Skipunarbrjef stýrimanns á Ægir. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Reykjavík 11. apríl 1931. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 63 frá 1928 og samkvæmt samtali við yður, heiðraði herra, eruð þjer hjer með skipaður til þess um næstu 6 ár frá þessum degi að telja, að vera .... stýrimaður á varðskipinu „Ægir“, með þeim rjettindum og skyldum, er greinir £ nefndum lögum. Þessi ráðn- ing gildir svo fremi ríkið hefir lands- ins eigin skip til strandgæslu og björg- unar allan háðningartímann, þó að breyting verði gerð á löggjöf og reglugerðum um þetta efni. Yiður- kenning yðar fyrir móttöku brjefs þessa óskast. H.jláJagðan eiðstaf ber yður að útfylla, undirskrifa og endur- senda hingað. Jónas Jónsson (sign.). G. Svein'björsson (sign.). Til herra stýrmanns ................. Skipunarbrjef þetta, tekur af öll tvímæli um það, að Ægismenn þurftu eigi að taka til greina nein fyrirmæli um það, að fara yfir á hin varðskipin, og það því síður sem launakjör á þinum varðskipunum eru að mun lak- ari, sem kemur til af því, að Ægir er búinn björgunartækjum, og er því oftar kallaður til að thjálpa eða bjarga skipum en hin varðskipin. Hafa Ægis- menn stundum fengið um 25% hækk- un á laun sín vegna björgunarstarf- seminnar, og skipherrann á Ægi mun hafa haft alt að því helmingi hærri laun, en fóritigjar hinna varðskip- anna. En þrátt fyrir það, þó engin heimild væri til að skifta um menn á skipunum — síst af því fullbomnasta á hin — voru þó sumir yfirmennirnir hundeltir með fvrirskipunum um þetta, og 'hótað stöðumissi, ef þeir ekki beygðu sig orðajaust. Hótunarbrjef Pálma Loftssonar. Eftirfylgjandi brjef frá útgerðar- stjóranum, Páima Loftssyni, eins af verkfærum Jónasar í þessum hneyksl- ismálum sannar þetta best. Brjef þetta er svohljóðandi: Skipaútgerð ríkisins. (Stofnsett 1930). Reykjavík 7. mars 1932. Herra stýrimaður .................... Reykjavík. Oss er kunnugt um það, að nokkrir af hinum fastráðnu stýrimönnum á varðskipunum líta svo á, að þeir sjeu ekki skvldir að skifta milli varðskipa, þó um sömu stöðu sje að ræða. Aftur á móti getur það oft komið fyrir, að vjer, ýmsra orsaka vegna þurfum að skifta stýrimönnum milli skipa, og teljum vjer, að vjer getum ekki haft þá menn í þjónustu vorri, sem neita því. (Leturbr. hjer). Er oss því nauðsynlegt að fá að vita, hvernig þjer, herra stýrimaður, ætlið að líta á þetta mál í framtíðinni. Vjer viljum því beina eftirfarandi spurningu til yðar: Ef þjer fáið skipun frá útgerðinni um að skifta á annað varðskip og gegna þar sömu stöðu og með sama kaupi, ætlið þjer þá að hlýða þeirri skipun möglunarlaust? (J.etrbr. hjer) Vjer væntum að fá skriflegt svar yðar síðast tveim dögum eftir að þjer með- takið þetta brjef. Fáum vjer ekki svar, skoðum vjer það sem neitun við spurningunni og leggjum þá frávikn- ing yðar fyxir Sjávarútvegsnefnd AJ- þingis, eins og lög mæla fyrir. (Letur- br. hjer). Virðingarfylst, Pálmi Lofts&on. '(sign). Ósvífni og ofsóknir: Það væri ekki að undra þó menn verði hissa, er þeir lesa þetta dæma- lausa plagg útgerðarstjórans. Senni- lega er það alveg einstætt að því er snertir gorgeir, ósvífni, og hótanir. Auk þess er það þannig út garði gert, að tæplega getur útgerðarstjóri þessi talist isendibrjefsfær. Ef stýrimenn, sem skipaðir voru á varðskipið Ægi til 6 ára — fullkomn- asta skipið — ekki vildu möglunar- laust hlýða því, að fara um borð í „fjöru‘ ‘ Þór, sem Pálmi þessi keypti fyrir ríkið sællar minningar, átti að MORGUNBLAÐIÐ reka þá umsvifalaust, og síðan átti að láta Framsóknarmennina í Sjávarút- vegsnefnd Alþingis, sem eru þar í meiri hluta, leggja smiðshöggið á of- sóknimar! Og allra náðugast ætlaði Pálmi að gefa mönnunum tveggja daga frest til þess að svara þessu þokkalega brjefi. Þessar „ýmsu orsakir“ til manna- skifta sem nefndar eru í brjefinu, voru vitanlega ekkert annað en ófrið- urinn á Ægi sem skipherrann átti sök á. Eftir að yfirmennirnir kærðu hann, fór að rigna brjefum frá út- gerðarstj. til sumra þeirra a. m. k. um að flytja yfir á hin varðskipin. Þannig fekk einn þeirra t. d. fyrir- skipun um að flytja yfir á Óðinn, og ef'tir stutta veru þar var honum skip- að að fara yfir á Þór. Og svo var flaustrið og óvandvirknin mikil, á sumum þessum brjefum útgerðarstjór- ans, að þau voru ýmist ódagsett eða óundirskrifuð. I viðbót við Belgaumsmálið er þetta scm hjer h,efir verið skýrt frá, díágott sýnishorn af því, hvernig Jónasi frá Hriflu, og vikapiltum hatvs fór yfir- stjórn landhelgisga'slunnar úr hendi. Með þessu er þó vafalaust ekki nærri alt upplýst sem viðkemur þessum mál- nm. .Jónas og Einar hafa nú hröklast frá stjórn þessara mála, sem þetur fer, en getur nokkurum blandast hug- ur nm það, að Pálmi eigi að fara sömu leið? * * Lórus lónsson á Bergstöðum í Biskupstungum sjötugur. Hann er fæddur 15. október 1862, og er sonur Jóns Guðmundssonar, er bóndi var í Minni-Mástungum í Gnúp- verjahreppi. Lárus var ungur mjög, þá er hann misti föður sinn og ólst hann að mestu upp hjá hinum nafn- kunna nierkismanni, Gesti bónda Gísla syni á Hæli. En þeir Jón faðir Lár- Lárus Jónsson. usar og Gestur voru systrungar að frændsemi. Skömmu eftir fermingu fór Lárus vistferlum að Tungufelli í Hruna- mannahreppi og átti þar heima í 16 ár. Hafa og margir kent 'hann við þann bæ jafnan síðan. Frá Tungu- felli fluttist hann norður í Hiína- vatnssýslu og dvaldist þar í 15 ár; að mestu á þrem bæjum: Eiðsstöð- um, Stóradal og Guðlaugsstöðum. Að því búnu hvarf hann aftur til Suður- land's og var eitt ár í Reykjavík hjá systursyni sínum, Jónatan Þorsteins- syni kaupmanni. Eftir það fluttist hann enn norður og var þar nokkur ár, ýmist í Húnavatnssýslu eða Skagafjarðar. Um nokkurra ára skeið hefir hann átt heima í Árnessýslu, lengst af á Bergsstöðum, þar sem hann er nú. Svo sem isjá má af því sem hjer er sagt, hefir Lárus alið mestan aldur sinn í sveit, mun honum og slingt um öll þau störf er að búskap lúta, en einkum er fjármenska hans að ágæt- um höfð, og eigi síður hitt, hve sauð- glöggur og markglöggur hann er; eru það og sauðjarðir góðar, þar sem hann hefir helst valið sjer vistir. Það munu allir mæla um Lárus, þeir sem nokkuð þekkja hann, að hann sje allra manna „dyggvastur ok drótt- inhollastur", svo sem var Úlfur stall- ari. Hann er og manna vinsælastur, að verðleikum. Fáir munu þekkja betur en hann afrjettariönd þau, er liggja millum Árnessýslu og Húnavatnssýslu. Hefir hann og einatt verið gangnaforingi á þeim slóðum. Nú á síðari árum hefir hann oft gerst til þess að vera leið- sögumaður Reykvíkinga, ýmsra, sem ferðast hafa um óbygðimar upp af Tungum og Hreppum, og mun það dómur þeirra allra, er notið hafa sam- fylgdar hans, að vart geti betri ferða- mann en Lárus. Hann >er maður fríður sýnum og göfugmannlegur; aldurinn ber hann vel, þótt heilsan sje nú tekin að bila nokkuð og sjónin að daprast. Vonum við kunningjar hans að hans megi enn njóta við langa hríð og send- um honum bestu heillaóskir, þegar hann heldur nú yfir á áttunda ára- tuginn. Reykjavík, 15. október 1932. S. A Diöflaey. Nýja neðanmálssagan Seinasti þýski herfanginn, sem heim kom til Þýskalands, var Alfons Paoli Sehwartz kennari frá Kehl. Hann kom heim til föðurlands síns 24. apríl 1932, eftir rúmlega 12 ára herleiðingu og útlegð í frönsku Guyana í Suður- Ameríku og á Djöflaeynni, þar sem Al- fred Dreyfus var í útlegð sinni. Hann hefir ritað endurminningar sínar frá þessum útlegðarárum og birtast þær nú neðánmláls í Morgunblaðinu. Eru lýsingar hans á þessum kafla æfi hans alve'g ótrúlega átakanlegar og engu síður „spennandi“ en skáldsaga. Schwartz er af badenskum ættum kominn. Foreldrar hans láttu heima í Elsass. Árið 1886 voru foreldrar hans í Korsíku og þar fæddlist hann. Síðan fluttust þau hfeim til Þýskalands og þar ólst hann upp, stundaði nám i þýskum 'skólum og gekk í þýska her- inn. Var hann með í stríðinu á vestur- vígstöðvunum, en þegar því lauk, hvarf hann iheiim til Kehl og tók aft- ur upp kennslustarf sitt. Árið 1889 samþykkti franska þingið lög um það að hvert barn, sem fL-öd- ist innan franska ríkisins, væri fransk ur borgari, enda þótt foreldrar þess væru útlendir, nema því aðeins að for- eldrarnir legðu fram skriflega yfirlýs- ingu um að afkvæmi þeirra ætti borg- ararjett í öðru landi, eða að viðkom- andi færði sjálfur sönnur á það síð- ar, að hann væri að rjettu lagi ann- ars ríkis þegn. Þetta fóðist foreldrum Schwartz að gera og eins honum sjálf- um. Þau vissu ekkert um þessi lög, og datt ekki í kug að neinar ráðstafanir þyrfti að gera til þess að tryggja syni sínum þýskan borgararjett gagnvart Frakklandi. Schwartz datt það isjálfum ekki í hug heldur. — En að stríðinu loknu er hann tekinn f astur af franska setuliðinu í Þýskalandi og ákærður fyrir hinn stærsta glæp, sem til sje: að hann, sem sje fæddur franskur -- ^ Ný baruabðk: Karen, kemur í bókaverslanir í dag. Verð kr. 3.00 og 3.50. Aðalútsala hjá „Æskunni“ — sími 1235. Þurkaðir og niðursoðnir ávezttr allar tegnudir. Egg á 14 aaia. Afbragðs gðð kæfa á 80 anra kg. TIR1F4NP! LAUGAVEG 63. SÍMI 2393. Q Barna- B legghlifar allii litir. flndlitsfegrun. Gef andlitsnudd, sem læknar ból- ur og fílapensa, eftir aðferð Mrs. Gardner. Tekist hefir að lækna bólur og fílapensa, sem hafa reynst ólækn- andi með öðrum aðferðum. Heima kl. 6—7 og öðrum tímum eftir samkomulagi. Hartha Kalman. Grundarstíg 4. Simi 888. Lifur og hiörtu. K1 e 1 n, Baldursgötu 14. Sími 73. „DYNGJA“ er íslenskt skúri* og ræstiduft . og fæst í Nýlenduvörnverlanín Jes Zimsen. þegn, hafi barist gegn Frökkum. Þýski kennarinn var orðinn að frönskum landráðamanni. Og fyrir þetta var hann hnepptur í fangelsi og fluttur í útlegð. Komst hann ekki úr þeirri útlegð aftur fyr en eftir 12 ár, og mundi aldrei hafa sloppið, ef ekki hefði verið unnið ósleitilega að því heima í Þýska- landi að f'á hann lausan. Fylgist með frásögn Schwartz frá byrjun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.