Morgunblaðið - 23.10.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Kaffisopinn inöŒll er eykur fjör og skapið kcetir, en langbest jafnan líkar;;mjer „Luöuig Dauiö’s“ kaffibcetir. i5 daginn mcð RYDENS Notið þjer teikniblýantinn „ÓÐINN“? M§ fslenskar fuglasnerkingar Fundin í Suðureyjum heiðló, er merkt var hjer í sumar. Rvo sem ýmsum mun þegar kunn- ugt, ljet „Hið íslenska náttúrufræðis- f'jelag“ nú í sumar byrja á því að merkja íslenska villifugla, einkum farfugla; er það gert til þess að afla upplýsinga um ferðalög fugl- anna, bæði innanlands og utan. Hafa ýmsir áhugasamir menn, víðsvegar um land, tekið að sjer að merkja fugla fyrir fjelagið og verður því haldið áfram framvegis. A Lewis-eyjú, sem er stærsta eyjan í Suðureyjum fyrir vestan Skotland, var, þ. 25. sept. s.l. skotin heiðló Er það fyrsti fuglinn, sem náðst hefir aftur af fuglum þeim, sem fjelagið hefir látið merkja. Lóa þessi var með slítinn aluminium hring um amnan fótlegginn og á hringinn var letrað: „Mus. nat. 6. Reykjavík 435.“ En þannig eru auSkendir merkihringar Náttúrufræðifjelagsins. Talan 5 tákn- ar stærðarflokk hringsms, en hring- arnir eru til í 9 stærðaflokkum (1 --9), eii síðari talan 435, er einkennis- tala hringsins í þessum stærðarflokki. Tilkynning um það að lóan hefði verið skotin á fyrgreindum stað, barst fjelaginu fyrir fáeinum dögum. — Þessari litlu lóu verður ekki gleymt, vegna þess að hún hefir lagt sinn skerf til aukinnar vísindalegrar þekk- ingar okkar á ferðum farfuglanna. Tegundarnafn lóunnar og einkennis- tala hringsins, sem hún var með á fætinum, hefir þegar verið skráð í fnglamerkjaskrá Náttúrufræðifjelags- ins í Reykjavík, auk þess sem það emnig hefir verið skráð á sama hátt í því landi þar sem hún ljet líf sitt. Þeg ar flett var upp í fuglamerkjaskrám þeim, sem fjelagið hefir fengið endur- sendar frá merkjendunum, kom það í ljós að lóan hafði verið merkt þann 13. júlí s.l. á Sauðárkrók og merkj- andinn var stud. art. Páll Briem. Ló- rn var þá ungi í fylgd með foreldrum sínum. Má segja að skammæ hafi orð- ið för hennar til suðlægari landa, þar fð hún hefir líklega hnigið í valinn þar sem hún tók fyrst land, er hún í fyrsta sinn hafði þreytt flug yfir haf- ið í hóp flugfjelaga sinna. „Hið íslenska náttúrufræðisfjelag' ‘ væntir þess að allir þeir, sem veiða eða höndla hjer á landi fugla með merkihringjum fjelagsins, sendi' þeg- ar upplýsingar um það og tilgreini bæði staðinn (örnefni) og daginn, er fuglinn náðist. Hringana skal taka af dauðum fuglum og senda þá fjelaginu, ásamt fyrgreindum upplýsingum. -— Náist þannig merktir fuglar lifandi, eru menn beðnir um að þyrma lífi þcirra og varast að taka merkihring- ana af þeim, en rita hjá sjer náktæm- lega einkennistölur hringanna og til- kvnna þær svo fjelaginu ásamt stað og stund. A sama h'átt skal fram- vegis farið með þá fugla, sem nást kunna og merktir hafa verið af öðrum en fjelaginu, — annað hvort hjer á landi eða erlendis. Umboðs- maður fjelagsins í Reykjavík, veitir einnig móttöku slíkum fuglamerkjum og kemur þeim til skila, og er utaná- skrift hans þessi: Magnús Björnsson, Náttúrugripa- ss.fnið í Reykjavík, pósthólf 316. Skal senda honum alla merkihringa og aðrar upplýsingar, sem þar að lúta, eins og þegar hefir verið tekið fram. Þakkar hið íslenska Náttúrufræðis- fjelag hjer með góða aðstoð þegai' véitta þessu málefni, og væntir fram vegis góðrar samvinnu almennings. Innilegt þakklæti fyrir sýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför dóttur okkar, Hólmfríðar Andreu. Sigríðux Andrjesdóttir, Eðvald Stefánsson, Bfrugötu 22. I »- v m*- WMH.rxiAMiNI ry . * -..-.r uv m.iv-i • -• Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum að móðir okkar og tengdamóðir, ekkjan Guðríður Jónsdóttir, andaðist að kvöldi 22. okt. að heimili sínu, Urðarstíg 5, Hafnarfirði. Fyrir hönd barna og tengdabarna. Gruðný Þorkelsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför okkar ástkæru dóttur, systur og tengdasystur, Sigurbjartar Vigdísar Dagbjartsdóttur. Faðir, systkini og tengdasystkini. wrt »o*w Manumr.+uiiaiTsm wmjvumxvw a<- WTnaBMMWtawBMHKainBMMHcaBMgaEW—mb———bw Jarðarför Þórðar Aðalsteins Þorsteinssonar fyrsta stýrimanns á varðskipinu Ægir, fer fram frá dómkirkjunni 25. þ. m. kl. 3 síðd. Gunnar Leo Þorsteinsson. Askorun Eins og lesendum Ægis, Morgun- blaðsins og Pálkans mun vera kunn- úgt, á <nú Piskifjelag Islands nokkurn vísi að safni, er snei’tir fiskiveiðar, farmensku og landhelgisgæslu Islend- inga; eru það munir og myndir. Því miður hefi jeg nú ekki nægi- hga góð tök á því, að auka safn þetta svo nokkru nemi og síst bráð- lcga. En jeg veit, að margir geta og vilja það, ef athygli þeirra er vakin á nauðsyn þessa, og beðnir um að geVa það. Jeg leyfi mjer því hjermeð að skora á góða menn, sem eiga þess kost, að hlynna að safninu. Það er auðsætt, hversu fróðlegt það cr þegar fram líða stundir, að eiga. á einum stað, góðum og aðgengilegum, hjá fræðimönnum í þessum efnum — eins og nú er — sýnishorn af öllu því, er snertir Jiessa hlið þjóðlífsins. I sgfni þessu á heima, svo eitthvað sje til tínt: 1. myndii’ af róðrarbát, mótorbát, fiskiskútu, helst smíðaðri á Is- landi, togara, flutninga- og far- þegaskipi — helst smásýnishorn. 2. silunga, grásleppu og þorskanet — netjanálar, kúlur, flotholt, belgir o. s. frv. 3. botnvarpa, sýnishorn. 4. línustokkur, með línu, taumum, önglum. G. sjófatnaður, „íslenskur“ — hatt- ur, stakkur, brók, sjóskór. blöndukútur, austurstrog, bitafjöl o. s. frv. Önnur lands- eða hjeraðsblöð, sem finst þetta nokkru skifta eru vinsam- lega beðin að flytja þessa áskorun. Sigurður Sigurðsson, frá Arnarholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.