Morgunblaðið - 20.11.1932, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.11.1932, Blaðsíða 9
Sunnudaginn 20. nóv. 1932. 9 getur ekki talið það þýðingarmestu nýjung ársins þótt auglýst sje að framleitt sje smjörlíki sem ekki þarf, við tilbúninginn, að snerta á með höndunum. Allar vjelar Ljómasmjörlíkisgerðar hafa auðvitað frá upphafi verið svo úr garði gerðar að mannshöndin hefir aldrei þurft að snerta smjörlíkið. Það er vitanlega gott fyrir fjörefnalaust smjörlíki að blanda það með smjöri, því einhver vottur af fjörefnum verður þá í smjörlíkinu. Ljómasmjörlíki reið á vaðið hjer á landi með að blanda smjölíki fjörefnaríkum efnum. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Noregi að tilhlutun heilbrigðisstjórnarinnar inniheldur Ljómasmjörlíki helm- ing af fjörefnaverkunum smjörs, Ásgarðssmjörlíki þriðjung og Smárasmjörlíki svo til ekkert af fjörefnaverkun- um smjörsins. Ljómasmjörlíki getur því ekki látið þegjandi fram hjá sjer fara þegar fullyrt er, ofan í staðreynd, að það sje síðra öðru smjörlíki hjer á markaðnum. Auk þess má og geta þess að Ljómasmjörlíki er ávalt blandað rjóma að verulegum mun, og segir sig sjálft, að það verður þess vegna næringarbetra og fjörefnaríkara en smjörlíki sem í er notað mjólk eða undanrenna. Haiðrnðn vlðskiitavinir I LjðmasmjSrlífcl mnn etki bregðast yðnr Fylgist með því sem þar gerist á Bæstnnni. Skagafjarðarbrjef. Á veturnóttum 1932. Sumarið er nú að kveðja. Eitt það besta sem hjer getur komið — eftir öndvegisvetur þó. Grasspretta var ágæt og tíðarfar hagstætt utan nokkrir dagar á túnaslætti, svo lieyjaföng urðu bæði mikil og góð eftir mannafla. Afltoma búnaðarins befir oft. verið álitin velta á veðurfari og jarðargróða og svo fanst Stefáni G., þegar hann kvað: ...Jeg er bóndi, alt mitt á undir sól og regni“. Nú er þessu ekki þann veg farið — undanfarin missiri hafa verið eindæma góð og iiagstæð, en af- ko?na búnaðarins er að sama skapi eindæma slæm og ömurleg. Verðlagið á afurðum bænda og gengdarlausar álögur til þess opin- bera, ásamt hóflausri kaupgreiðslu við framleiðsluna valda því, að nú ei iilt að falla í kalda kol, og það svo, að nú á veturnóttum liorfa margir með ugg og ótta fram á tímann sem í hönd fer, vegna óvissunnar um hvort nokkur úr- ræði muni gefast til fullnægingar á pörfum heimilanna, að því leyti sem þau eru ekki sjálfum sjer nóg. Samkepni þess opinbera við land búnaðinn um vinnuaflið í landinu undanfarin góðæri, eiga sinn mikla þátt í því hvernig nú er ástatt uiii þennan atvinnuveg og þá einnig með afkomu ríkissjóðs, sem nú þlágar alla með drápsklyfjum skatta og tolla. — Alt stendur óbreytt gjaldamegin hjá búendum til þess opinbera og lítið eða ekki breytt til lækkunar búðarvara. En tekjuhliðin, livernig er hún ? I fyrraliaust var landvara öll | fallin ofan í það eymdarverð, að flestir töldu að verra gæti það ] ekki orðið og allur búskapur þá ! rekinn með stórtapi. En hvað skeður svo í haust; 5. október kemur símskeyti til samvinnufje- lagsins hjer á Sauðarkróki frá ; sölustjóra Sambands íslenskra sam i vinnufjelaga, þar sem hann segir ! að áætla verð á freð-kjöti 40 au. pr. kg. Þar frá á að dragast allur innlendur kostnaður, slátrun, frysting o. fl. Þetta verð er 30! au. lægra á kg. en sölustjóri áætl- aði í fvrra og kemur alt niður á nettoverði. Nýlega hefír heyrst að hann væri langt kominn að selja gær- urnar fyrir heldur lægra verð en í fyrra. en þá fengum við 42 og 45 aura fyrir kg. Svona er þá komið. Aðalfram- ieiðsla okkar bændanna er oi’ðin að kalla verðlaus. Menn standa lijer undrandi, grainir og bölvandi jrfir þessum cdtjörum öllum. Slá.turfjelag Skagfirðinga, sem undanfarin ár hefir altaf svarað bæn.dum peningum að miklum mun út á innlegg sitt og hefir verið laðaJ-peningalind hjera'ðsbúa að uhdanteknum sparisjóðnum nú milli 20 og 30 ár, gat ekki sam- 1. 'æmt þessu nefnda skeyti berg- að nema 25 aura pr. kg. Svona standa þá sakirnar með söluna á kjötinu, eftir að bændur lijer og annars staðar eru búnir að leggja hundruð þúsunda í bvggingar frystihúsa og annan kostnað, til uppfyllingar á kröfum kaupendanna. Sambandið. — Samvinnuménn gerðu sjer lengi von um að Samb. ísh' samvinnufjelaga mundi verða einbver bjargvættur fyrir verslun þeirra. Hvað segir reynslan? Inn- kaupin sýnast ekki betri en það þó stór sjeu, að hægur er hjá að fá þau betri hjá öðrum stór- sölum þó smærri sjeu; það sýna best smáverslanir, sem selja ódýr- ara en sambandsfjelögin og græða þó, og salan á því innlenda, þegar annars er tregða með sölu, gengur því síst betur en smásölunum eða þeim sem selja minna. —- Gall- inn er hvað freðkjötið snertir að þar er enginn til samanburðar um söluna, svo ekki er liægt að sýna það svart á hvítu, að betur mætti takast. Þetta þarf að breytast, enda agalegt að eiga það undir einum manni, hvort það besta verð næst, eða það versta fyrir svo roikla og í raun og veru verðmæta vöru, sem alt útflutt freðkjöt er. Tuið virðist því, sem reynslan sýni að út á við sje Sambandið vesælt og vanmáttugt til að bæta okkar verslun. En inn á við er það voldugur harðstjóri. Það am- ast við því, eða alveg mótmælir því, að sambandsdeildir selji ann- arstaðar en í gegnum það, og jafn vel innanlands, þó sýnt þyki að ná megi betra verði. Þá mætti benda á þá framkomu þess gagn vart Sláturfjelagi Skagfirðinga, þegar það neitaði Sláturfjel. Skag- firðinga um verðmæti til lántöku úr Viðlagasjóði og látilokaði þann- ig fjelagið frá þeim góðu láns- kjörum til frystihúss-byggingar. Dagsins mál er þetta hvar sem maður liittir mann: Hvað er til ráða? Hvað er liægt að gera til lijálpar þessum alveg rústaða at- vinnuvegi 1 Þétta ástand hlýtur að leiða til algerðs flótta frá lanclbúnaðinum, cf ekkert er að gert. Margt ber á góma. Sumir bölva Sambandinu, aðrir segja, það þýðir ekkert að kvarta við þá, þeir bara segja; „Þið verðið að spara“, og svo verða þeir kannske vondir og segja ,,það er engin ástæða til að i'inna að oklcar verkum. Það gera engir betur og varla eins.“ Jeg helcl nú samt að reynandi væri að ríkisstjórnin gerði út mann af örkinni, snjallan og slyngan versl- unarmann til að vita hvort honum tækist ekki að selja eitthvað af því sem óselt er fyrir eitthvað verð, því jeg tel þetta eins og ekkert verð, sem okkur er gefið von um hjá Sambandinu. Hjer þarf eitthvað að gera. Það duga ekki orðin tóm, þetta eru alvöru- tímar. Ríkið þarf með fjárliags- legri hjálp að aðstoða hjer t. d. með því; 1. að senda mann út, eins og að ofan segir, 2. að ljetta af sköttum og tollum svo sem mögulegt er. Það hjálpar lítið þó Tíminn sje sendur inn á livert heimili með eitthvert slúður um það að bænd- ur sjeu seigir í raunum og þraut- um. Þetta er bara storkandi og bænclum ögrað hieð þessu til áfram halds í því moldviðri örðugleik- anna, sem það pólitíska eiturgas þeirra Hriflunganna, frá undan- förnum árum, er nú að velta yfir sveitirnar. Jeg meina ekki að Tíma stjórnin sje völd að þessu verðfalli vörunnar. En erfiðleikarnir hefðu ekki orðið eins átakanlegir ef allar miljónirnar sem þeir eyddu í ráð- leysi og gapuxahætti væru nú til taks að ljetta undir ýmislega, þá hefði það verið hægt, svo um munaði. Þingið. „Það er sorglegt synda- gjald“, að eiga Alþingi nú svo skipað að pólitískum meiri hluta á þessum alvörutímum, að einskis sje þaðan að vænta nema ills eins. Samanber tvö síðustu þingin, þar sem kapp virðist vera lagt á það eitt af Framsókn og jafnaðar- mönnum að elta uppi með band- vitlausum álögum þá, er*standa eitthvað upp úr svaðinu, sem með- al annars lýsir sjer í frumvarpinu þeirra bændavinanna!! Jónasar á bílnum og Hólaráðsmannsins um skattaukann á bændurna og svo frá síðasta þingi 25% skattvið- aukann, sem nú er verið að skrúfa okkur bændurna til að borga. Fúleggið. Það er orðasveimur um það hjer í hjeraði, að nokk- urt út.lit sje á að Hólaskóli sje að verða einhverskonar fúlegg í því pólitíska hreiðri þar á Hól- um, því nú eru sagðir þar aðeins 10 nemendur, en 6 eða 7 kenn- arar. Ekki trúi jeg að þessi slæma sókn að skólanum sje að kenna Steingrimi. Nema ef vera skyldi að af honum legði einhvern pólit-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.