Morgunblaðið - 20.11.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ 1 Hvers vegna krefjist þjer að fá altaf eitthvað nýtt? Vegna þess, að enginn getur talið yður trú um, að fram- ífarir eigi sjer ekki stað í heiminum. Smjörlíkið í dag heitir „Blái borðinn“. 5% smjör. í sívölum eða köntuðum stykkjum. Það er ekki smjörlíkið frá 1930 eða 1931 — með eða án vitamína — sem beðið er um núna, það er „Blái borðinn“, sem uppfyllir ströngustu kröfurnar í dag. H mofoon, mðouooo verðnr hægt að fá þnr kol frá sklpl. I f Notið tækifærið. f. Kol & Salt. Þakka þeim, sem auðsýndu mjer vinarhug með gjöfum og heillaóskum á 40 ára afmæli mínu, Gunnlaugur Stefánsson. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu mjer ógleymanleg . vináttumerki á 75 ára afmæli mínu. Ásthildur Thorsteinsson. Jarðarför minnar elskulegu eiginkonu og móður okkar, Mar- grjetar Erlendsdóttur, fer fram þriðjudaginn 22. nóv. kl. 12*4 eftir hádegi frá heimili okkar, Traðhúsum í Höfnum. Magnús Magnússon og börn. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum, að. jarðarför mannsins míns sáluga, Dagbjartar Ásmundssonar, fer fram frá fríkirkjunni þriðjudaginn 22. nóvember kl. iy2 síðd. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda. Guðrún Björnsdóttir. Jarðarför mannsins míns og föður okkar, Páls Nikulássonar, fer fram frá dómkirkjunni þriðjudaginn 22. nóv. og hefst með bæn á heimili hins látna, Óðinsgötu 15, kl. 1 síðd. Björg Pjetursdóttir og börn. „5úðin“ Ieigð til fiskflutninga. Frjest hefir, að Elinmundur Ólafs, útgerðarmaður í Kefla- vík, hafi tekið „Súðina“ á leigu hjá Skipaútgerð ríkisins í þeim tilgangi að flytja út ísaðan fisk í kössum til Englands. Þetta verður að teljast mjög hættuleg ráðstöfun, þar sem kunnugt er, að fiskflutningur í fyrra á skipunum „Jan Mayen“ og ,,Falkeid“, ásamt öðrum bátafiski hjeðan, vöktu ákafa gremju enskra útgerðarmanna og áttu drjúgan þátt í því, að þeim tókst að koma því til leið- ar, að 1. mars var lagður 10% tollur á útlendan ísfisk. Nú hefir það lengi verið kunn ugt, að enskir útgerðarmenn róa að því öllum árum, að fá 10% tollinn hækkaðan upp í 33 % %, en enska stjómin hefir, svo sem kunnugt er af síðustu skeyt- um, frestað að taka ákvörðun um tollhækkunina, þangað til eftir áramótin. Það’ verður því að teljast óheppilegt, að ríkisstjórnin og Skipaútgerð ríkisins stuðli að því nú, eftir reynsluna í fyrra, að koma á þessum fiskflutning- um, sem eru sjerstakur þymir í augum enskra útgerðarmanna og eru líklegir til að verða okk- ur til hins mesta tjóns við þá milliríkjasamninga, sem fyrir dyrum standa, og sem sjávar- útvegurinn á afkomu sína undir. Loftur Bjarnason. 5önqsfcemtun Erlings Ólafssonar var all fjölsótt, og fjekk söngv- arinn hinar bestu viðtökur. — Rödd hans er baryton, mjög mjúk og blæfalleg. Raddsvið- ið er ekki mikið, en Erling kann að sníða sjer stakk eftir vexti, og fer aðeins með þau lög, sem vel liggja fyrir rödd hans. — Dýptin er helsti veik ennþá, og má ætla, að sá galli hverfi með auknum þroska, því að maður- inn er kornungur. Öll lögin á söngskránni vorú við íslenska texta, og nokkur af íslensku lögunum hafa ekki heyrst hjer áður opinberlega. Sum þessara laga eru þó þannig, að ekkert væri mist við það, þó að þau heyrðust ekki aftur. Erling er, svo sem fyr er sagt, ungur, en alt bendir til þess — bæði rödd hans og smekkvísi í meðferð söngvanna —, að hjer sje á ferðinni söngvari, sem tekið muni verða eftir. Audivi. Hý aðferð vig geymslu á kældu kjöti og fiski. Fyrir nokkrum árum las jeg í ensku læknablaði, að enska heilbrigðisstjórnin hefði skipað nefnd af vísindamönnum, til þess að rannsaka misfellur á kjötflutn- ingi frá New Zealand og Ástralíu og ráða bót á þeim. Síðar sá jeg þess getið, að nefndin hafði ýmsar uppgötvanir gert, bætt meðferð kjötsins og hefðu ráð hennar reynst ágætlega. Ekki var frá því sagt, hver helst ráð hún hefði fundið við frystingu eða flutning kjötsins. Próf. Niels Dungal sagði mjer fyrir ekki all-Iöngu, að starf nefnd arinnar hefði leitt til þeSs, að Englendingar starfræktu heila vís indastofnun í Cambridge til þess að rannsaka þetta mál betur, kæl- ingu, frystingu og flutning mat- mæla, og hefði hún þegar ýms verk unnið, meðal annars við- víkjandi flutningi á ávöxtum. — Mjer flaug í hug, eins og fyr, að ilt væri fyrir oss að fylgjast ekk- ert með í þessu, hafa enga áreið- anlega vísindamenn sem gæfu sig að slíkum nauðsynjamálum. Nú las jeg þetta í amerísku læknablaði: „Tilraunin, sem rannsóknastofa ensku stjórnarinnar í Cambridge á kælingu og frystingu, og fiski- rannsóknastöðin í Aberdeen hafa gert, gefa góðar vonir um, að ný öld sje að renna upp hvað geymslu og flutning matvæla snertir. Kol- sýra hefir verið mikið notuð til þess að frysta rjómaís og að halda fiski og öðrum matvælum óskemd- um. Nú hefir það komið í ljós, að kolsýruna má nota til annars og meira, til kælingar og fryst- ingar. Það er sannað, að fiski má halda glænýjum í langa tíma, ef hann er bæði hæfilega kældur og geymdur í kolsýrulofti. Einnig kjöt geymist sem glænýtt væri með þessari aðferð, ef tekið er strax nýslátrað, og er laust við alla þá galla, sem frystingu fylgja. Það ætti að vera í lófa lagið, með þessari aðferð, að flytja kjöt al- gerlega óskemt frá Ástralíu og Argentínu, en þýðingarmest er þetta þó fyrir flutning á fiski. Togari, útbúinn með kolsýrukæl- ingu ætti að geta flutt glænýj- an fisk frá fjarlægustu miðum, og jafnvel úr hitabeltinu, en þar hefir ekki verið fiskað fyr, vegna þess hversu erfitt hefir verið að halda fiskinum óskemdum, .— en þar er fult af fiski.“ Ekki er það ólíklegt að þetta mætti oss að gagni koma en þá engu síður keppinautum vorum. Gætum vjer ekki orðið á undan þeim að kynna oss þessa nýung og hagnýta hana, ef hún reyndist á góðum rökum bygð 1 G. H. Vinnið bug á tregum h æ g ð u m með því að nota POSTs WHOLE BRAN sem inni- heldur auk bransins MALT SÝRÓP SYKUR SALT framleitt af POSTUM COMPANY, Inc. Battle Creek, Mich. U S A Aðalumboðsmenn á ísiandi H. Olafsson & Bernhöft BAHOO. Ábygfgileg verkfæri eru mikils virði. — Notið BAHCO skrúflykla og rör- tengur. FyrirlÍRgfjandi í Járnvðrndeild Jes Zimsen. HýHomlð: nrval af ódýrnm f ataef nnm. Hrni & Bjarni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.