Morgunblaðið - 25.11.1932, Síða 2
2
MORG UNBLAÐJÐ
Um meðferð
ueiðarfcera.
í nýútkomnum ,Ægi‘ (10. tbl.)
er birt grein, sem kom fyrir
nokkru i blaðinu ,íslendingur‘ á
Akureyri og skömmu síðar í ,Vest-
urlandi' á ísafirði.
Grreinin er viðtal við norskan
mann, Tanke Hjemgaard að nafni,
á Akureyri, sem hefir um nokk-
urt skeið unnið að viðgerð veiðar-
færa þar nyrðra.
Forseti Fiskifjelagsins, Kristj-
án Bergsson, bætir við greinina
í ,Ægi‘ og árjettar boðskap henn-
ar til útgerðarmanna.
Ræðir greinin og ritgerð K. B.
um viðhald og endingu veiðar-
færa og hvetur menn til þess að
hreinsa þau vel að aflokinni notk-
un og barkarlita þau jafnan í ver-
tíðarbyrjun.
Hægt er að fá barkarlitaðar
fiskilínur beint frá útlöndum, en
hefir viljað gefast misjafnlega og
er alment álitið að miklu trygg-
ara sje að láta barkarlita línurn-
ar hjer heima, enda mun það vera
litlu eða engu kostnaðarmeira.
Kostnaðvírinn við að láta bark-
arlita fiskilínur er hverfandi lít-
ill í samanburði við innkaupsverð
línanna og því hverjum útgerðar-
manni fært að tryggja betri end-
ingu þeirra á þennan hátt. En út-
gerðarmenn, sem hafa látið gera
þetta á rjettan hátt, fullyrða að
línurnar endist alt að því helmingi
lengur fyrir vikið.
Svipað þessu mun vera um
botnvörpur, enda eru nú alímargir
togarar hjer farnir að láta bark-
arlita vörpur sínar. f þessu sam-
bandi má einnig geta þess, að þeir
sem kunnugir eru enskri togara-
útgerð segja að þar sje nú orðið
yfirleitt ekki notaðar nema lit-
aðar bot.nvörpur.
Um stærstu og dýrustu veiðar-
færin, síldarnæturnar, má segja
það sama. En þar við bætist þó,
að nví er talið fullvíst að mjög
miklu máli skifti að þær sjeu
hreinsaðar vel að lokinni notkun
<>g öruggasta ráðið til þess að ná
úr þeim öllum óhreinindum, salti
og síldargrút, er að hreinsa þær
í sjóðheitu vatni. Sje ekki um
tjargaðar nætur að ræða á svo
að barkarlita þær á hverju vori,
áður en vertíð byrjar.
Það er eftirtektarvert að K. B.
segir að Norðmönnum endist oft
sama síldarnótin í 12 til 14 ár.
En hjá okkur má telja það eins-
dæmi að síldarnót dugi meira en
3—4 sumur og þá undantekning-
arlítið með afarmiklum og kostn-
aðarsömum viðgerðum. Svona er-
um, við Norðmönnum miklu 'síðri
í þessum efnum.
Það er sannarlega ekki vansa-
laust hve meðferð og hirðing veið-
arfæra hefir verið og er ábóta-
vant. hjá okkur fslendingum, því
tií skams tíma hefir undantekn-
ingarlítið sama og ekkert verið
gert til þess að viðhalda þessum
afardýru tækjum.
Veiðarfærin eru þó svo stór
liður í útgerðarkostnaðinum, að
hjer er vissulega ekki um neitt
hjegómamál að ræða.
Nokkrar tölur, teknar úr Hag-
tíðindunum. sanna þetta best. —
Tnnkaupsverð veiðarfæranna hefir
verið sem kjer segir:
Færi, taumar og önglar ..........
Síldarnet, -nætur og netjagarn..
Botnvörpur og botnvörpugarn ..
Samtals
eða samtals þessi þrjú ár (þau
síðustu sem verslunarskýrslur ná
yfir): kr. 7.591.276.00.
| Hjer við bætist svo álagning
kaupmanna og annar kostnaður,
svo að í rauninni hefir útgerðin
greitt talsvert meira en þetta.
Að kunnugra manna sögn, sbr.
og ritgerð K. B., mun ekki vera
ofmælt þó sagt sje, að ef hirðing
og meðferð veiðarfæra hefði verið
hjer í ákjósanlegu lagi þessi ár,
þá mundi hafa sparast sem svarar
einum þriðja hluta innkaupsverðs
ins eða kringum
tvær miljónir og 500 þús. krónur
og er það álitlegur skildingur, á
aðeins þremur árum.
Fyrir þá upphæð mundi nú
mega kaupa 6 eða 7 góða togara
eða 60 nýja 25 smálesta vjelbáta.
1927 1928 1929
kr. 617.252 1.171.381 1.821.250
— 736.815 908.914 1.138.229
— 256.900 514.610 425.925
kr” 1.610.967 2.594.905 3.385.404
Láta mun nærri að upphæð þessi
sje röskar þrjú hundruð krónur
á hvern einasta fslending, sem sjó
mensku stundaði á þessum árum.
Þegar rætt er um möguleika til
bættrar afkomu iitgerðarmanna og
sjómanna, verður ekki hjá því
komist að athuga veiðarfæra-
kostnað landsmanna og skilyrðin
til þess að draga úr honum.
Og þess er að vænta, að ekki
líði á löngu áður en allir útgerð-
aimenn og sjómenn sannfærist um
rjettmæti þessara orða forseta
Fiskifjelagsins, í fyrnefdri rit-
gerð: ^
„Það er misskilin sparsemi, að
það borgi sig ekki að hirða vel
veiðarfærin, enginn hlutur borg-
ar sig betur.“
E. H.
5úðin
og Loftur Bjarnason,
í sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins hinn 20. þ. m. átalar L. B.
i íkisstjórn og Skipaútgerð ríkis-
ins fyrir að hafa leigt ,,Súðina“
til flutninga á ísvörðum fiski
til útlanda. Þar sem jeg fyrir
hönd S.f. Fram, sem er leigutaki
skipsins, gekk frá samningumi um
leigu á greindu skipi, vil jeg ekki
láta hjálíða að gefa eftirgreindar
skýringar.
Við 'áttum kost á að fá leigt er-
lent skip, mjög heppilegt til þessa
flutninga, en þar sem við vildum
heldur, ef þess væri nokkur kost-
ur, nota íslenskt skip heldur en
erlent, spurðist jeg fyrir um hjá
Skipaútgerð ríkisins, hvort Súðin
mundi fáanleg til þessa flutninga,
þann tíma sem skipsins væri ekki
þörf til strandferða og lægi hjer
aðgerðalaust. Eftir nokkurt þóf
um leiguupphæðina tókust samn-
ingar, síst fyrir lægri leigii, en þó
eftir atvikum fyrir svipaða leigu
og erlent skip var fáanlegt fyrir.
Það getur því varla talist, að
ríkisstjórn og Skipaútgerð ríkis-
ins hafi stuðlað að öðru en því,
að halda atvinnu og peningum
i landinu, en kasta þeim ekki að
óþörfu í leigu erlendra skipa.
Jeg ætla ekki að fara að deila
um hvort nokkurir Jrassar af báta-
fiski verða vel eða illa sjeðir lijá
nokkurum enskum iltgerðarmönn-
úm, eða hvort rjett er að hindra
útflutning bátafiskjar, sem þá
ekki væri hægt með öðru en iit-
flutningsbanni.
Elínmundur Ólafs.
Askorun.
Það eru vinsamleg tilmæli vor
til almennings að gera innkaup
sin í sölubúðum bæjarins fyrir
hinn lögákveðna lokunartíma
þeirra, sein er í verslunum, brauð
og mjólkurbúðum kl. 7 að kvöldi
alla virka daga yfir vetrarmánuð-
ina og á sunnudögum kl. 1 í
brauða og mjólkurbúðum. Þessi
tilmæli eru franikomin til að koma ,
í veg fyrir óþarfa eftirvinnu versl I
í
unarfólks, sem hefir átt sjer
stað en gæti horfið öllum aðiljum
að slcaðlausu, ef almenningur at-
hugaði að gera innkaup sín nógu
tímanlega.
Finnig eru það tilmæli vor til
kaupmanna, ' að þeir taki eigi á
móti pöntunum í síma eftir kl. 7
að kvöldi, er nú á sjer víða stað,
en sem mun vera brot á lögunum
um lokunartíma sölubúða.
Það er sannfæring vor að nauð-
svnlegt sje að bafa betra eftirlit
með lokim sölubirða en átt hefir
sjér stað undanfarið, en til þess
að koma í veg fyrir að beita
þurfi sektarákvæðum laganna, í
þessum efnum, er áskorun þessi
framkomin.
F. h. Verslunarmannafjel
„Merkúr“,
Stjórnin.
Enöurminningar
Friðriks Guðmundssonar.
J Það er líklega rúmt ár síðan að
' í „Heimskringlu' ‘ byrjuðu að birt-
ast „Endurminningar“ Friðriks
’ Guðmundssonar frá Syðra-Lóni á
Langanesi. Eru þær enn að koma
út í blaðinu, og eru orðnar langt
mál. Fyrri hluti „Endurminning-
anna“ hefir nú verið gefinn út í
bókarformi og er þókin komin
bingað fýrir skömmu.
Manni verður fyrst að dást að
þeirri elju og atorku, sem höf.
liefir sýnt með því að rita endur-
minningar sínar, sjerstaklega þar
sem liann er blindur.og verður að
skrifa alt, í myrkrinu. Þess yegna
verður það líka að fyrirgefas,t að
frásögnin ei- nokkuð sundurlaus
með köflum. En fjörugir kaflar
eiu víða í frásögninni og er víða,
komið við. Er þar og lýst hjölda
nafnkunnra manna, en hvort allir
geta aðhylst þær lýsingar, er ann-
að mál. Ymislegt mun og vera far-
ið a’ð ryðga í minni höf., sem eðli-
1,'egt er, eftir svo mörg ár. Er því
hætt við að sumir þykist finna
þar ýmsar villur, en stórvægilegar
munu j>ær þó tæplega geta talist.
Eins og eðlilegt er, segir mest
frá Þingeyingum í bókinni og
gleypa þeir því sjálfsagt við henni.
En hún er líka skemtileg aflestrar
fyrir þá;, sem ekkert þekkja til
þar nyrðra. *
nthugasemö
frá útvarpsráðinu.
í Morgunblaðinu 13. þ. m. er
útvarpsstjóranum gefið það að
sök, að hann hafi látið endurvarpa
ræðu Halldórs Kiljan Laxness frá
Moskva 7. þ. m. og þar með brotið
hlutleysi útvarpsins.
I Tt af þessu vill útvarpsráðið
taká þetta fram:
1. Að útvarpsstjórinn átti engan
hlut að þessu endurvarpi, heldur
var þetta gert eftir ákvörðun út-
yarpsráðs.
2. Utvarpsráðinu barst brjef frá
H. K. L., dags. í Moskva 13. okt.
Þar segir:
„Jeg hefi farið fram á. að iit-
varpsstöð hjer í Moskva leyfði
mjer að halda tuttugu til þrjátíu
mínútna útvarpserindi á íslensku
í næsta mánuði, og liafði jeg þ,á
hugsað mjer að velja að umtals-i
efni Dnjeprostroj, eitt hið mesta
mannvirki, sem sögur fara af og,
langsamlega stærstu aflstöð lieims-
ins, sem reist hefir verið í Dnjepr-
fljótinu, ásamt nýtísku borg fyrir
150.000 íbúa og ógrynni verk-
smiðja,, þar sem 'fyr’ir aðeins 'fjór-j
um árum var auð og óbygð gresja.
Aflstöð þessi var opnuð nú fyrir
þremur dögum. Jeg lýsi þessu að-
eins sem sjónarvottur og mun ekki
minnast á pólitík í erindi mínu.
Ef úr því verður, að' jeg haldi
þetta erindi, sem allar líkur eru
+il, þá langar mig til að fara fram
á það við útvarpsráð Íslands, að
þið endurvarpið erindinu, svo
framarlega sem á því eru nokkrir
möguleikar. Með það fýrir augurn
verður ykkur símuð stund og
bylgjulengd í tæka tíð, áður en
erindið verður flutt“.
Brjefið var lagt fram á fundi
útvarpsráðs 24. okt. Eftir nokkurt
umtal virtust allir vera á því, að
fróðlegt væri frá verkfræðilegu
sjónarmiði að reyna að endur-
varpa um svo langa leið. og að
öðru leyti væri ekkert á móti að
endurvarpa erindinu. — Atkvæði
voru ekki greidd og málinu frest-
að. —
2. nóv. barst útvarpsráðinu sím-
skeyti, samhljóða þeim, sem birt-
ust í blöðunum, að H. K. L. flytti
erindi sitt 7. nóv., kl. 24 í Moskva.
3. nóv. óskaði útvarpsstjóri brjef-
lega eftir ályktun útvarpsráðs um
það, hvort verða skyldi við tilmæl-
um H. K. L. um endurvarpið, og
næsta dag var útvarpsstjóra af-
hent svolátandi tilkynning frá for-
manni útvarpsráðs:
„Samkomulag hefir orðið um
það í dag í útvarpsráðinu, utan
fundar, að gerð verði tilraun til
að endurvarpa frá Moskva lýsing
Halldórs Kiljan Laxness á Dnjepr-
aflstöðinni, 7. þ. m., kl. 21.
Eitt atkv. í útvarpsráðinu (Fr.
H.) var á móti“.
Mismunur á Moskvatíma og
Reykjavíkurtíma hefir verið 3 klst.
en álitið var af sumum, án þess
að full vissa gæti fengist um það,
að Moskva væri 4 klst. á undan,
og reyndist svo. G. Briem verk-
fræðingur, sem undirbjó endur-
varpið, og annaðist það, hlustaði
á Moskva kl. 20, er ræða H. K. L.
byrjaði, og endurvarpaði henni
þegar.
Af því, sem hjer er sagt, er það
a.uðsætt,, að aðalatriðið við þetta
endurvarp var af útvarpsins hálfu
endurvarpið sjálft, þ. e. að gera
Mig langar að gefa
Það má ekki vera
dýrt, en fallegt verð-
ur það að vera og
eitthvað, sem kemur
sjer reglulega vel.
Hvað á það að vera?
Við höfum t.d. fengið mikið
úrval af fallegum sokkum
í afarsnotrum umbúðum.
C H I C
BANKASTEÆTI 4
Penlngaskápnr,
hentu^ stærð, til sölu.
Magnús Matthfasson.
Sími 532.
Vetrarfrakkar
03
Huldahúfur.
Odýr blómaborð
Skínandi failegar snlnr
mjög ðdýrar.
Húsgagnaverslunin
við
Dómkirkjuna.
tilraun til að endurvarpa um svo
langa leið töluðu máli.
Ef erindi H. K. L. hefði hins
vegat' legið fv rir iitvarpsráðinu,
eins og það var flutt, mundi eng-
inn í útvarpsráðinu hafa greitt
atkvæði með að endurvarpa því.
Reykjavík, 16. nóv. 1932.
Fyrir hönd útvarpsráðsins.
Helgi Hjörvar.
Mússolini
bárust óteljandi gjafir á 10 ára
afmæli fascistastjórnarinnar. Ein
gjöf var þar mjög merkileg. Hún
Tar frá miljón kvenna í Ung-
verjalandi. Yar það handdúkur
kostulega gerður. — Höfðu fnnm
konur unnið að því 10 stundir á
dag í fjóra mánuði samfleytt að
gera dúkinn.