Morgunblaðið - 29.11.1932, Page 3

Morgunblaðið - 29.11.1932, Page 3
MORGUNBLA'*>rí) 1 Útget.: H.f. Árvakur, ReykJaTlk. Rltstjðrar: Jðn KJartansson. Valtýr Stef&nsson. Rttstjörn og afgrelðsla: Austurstrœti 8. — Slmt 800. Auglýsingastjörl: E. Hafberg. Augtýsingaskrtf stof a: Austurstræti 17. — Slmi 700. Heimastmar: Jön’ Kjartansson nr. 742. Vaitýr Stef&nsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 & mánutii. Utanlands kr. 2.60 & m&natil. t lausasölu 10 aura elntakMS. 20 aura metS Leabök. Skíðaferð. Hafin leit ag þremur mönnum, sem farið var að óttast um. Á laugardagskvöldið fóru þrír raenn heðan í skíðaför. Voru það brœðurnir Jón málari og Þórarinn Björnssynir og mágur þeirra, ssenskur maður, 0. Erdman. Fóru þeir upp að Laxnesi um kvöldið og gistu þar um nóttina. Lögðu svo 4 stað þaðan á sunnttdags- raorgun kl. 7%. í gærmorgun kom su frjett frá Laxnesi, að þeir myndi hafa ætlað að ganga til Kolviðarhóls. En þangað voru þeir ekki komnir og ekkert hafði spurst til þeirra. — Urðu menn þá hræddir um að þeir hefði lent í stórhríð og nráske vilst. Var nú safnað saman Skát- um til að leita þeirra og áttu þeir að fara í tveimur bílum. Fyrri bíllinn iagði á stað til Kolviðar- hóls, en rjett eftir að hann var farinn, símuðu þeir fjelagar frá Eyri í Kjós að þeir væri þar og liði prýðilega. Var þá símað að Hólnum og beðið að snúa bílnum aftur, en hinn bíllinn lagði auð- vitað aldrei á stað. Það er að segja frá ferðum þeirra fjelaga, að þeir ætluðu alls ekki til Kolviðarhóls, heldur að Norður-Gröf. En vegna þess hvern- ig veðrið var, beint í fangið á þeirri leið', með skafrenningi og hríð, hættu þeir við þá fyrirætlun og ætluðu að ganga Iá Esju. Hættu þeir þó líka við það og gengu í þess stað um Móskarðshnúka og komu niður að Eylífsdal í Kjós kl. 7 um kvöldið, heilu og höldnu. Komu þeir svo í mjólkurbíl frá Eyri hingað til bæjarins í gær- kvöldi. HERNAÐARSKULDIRNAR. London 28. nóv. United Press. FB. Bresku ráðherrarnir Mac Don- ald, Stanley Baldwin, Neville Chamberlain og Sir John Simon og sjerfræðingar fjármála og ut- anríkismálaráðuneytanna komu saman á einkafund í Downing Street kl. 6 síðd. í gær. Var þar rætt um svar Bretastjórnar við- víkjandi seinustu orðsendingu Bandaríkjastjórnar. í svari Breta- stjórnar verður skýrt frá því hvers vegna hiin er þeirrar skoð- unar, að best væri með tilliti til viðskiftaástandsins í heiminum, að skuldagreiðslur fari ekki fram þ. 15. des. Samkoma. Eriksen trúboði frá Vestmannaeyjum hefir samkomu í Varðarhúsinu kl. 8% í kvöld. Allir velkomnir. Fimm elösuoðar í Reykjauik á hálfum sólarhríng - í Höfða, á Þvergötu 2 í Skildinganesi, að „Grund“ í Skildinganesi, í bátastöð Ein- ars Einarssonar við Nýlendugötu og á Hverfisgötu 44. Eitt hús brennurtil kalöra kola. Slökkviliðið hafði nóg að gera síðastliðinn sólarhring, því að á einu dægri urðu hjet ekki færri en fimm eldsvoðar. A sunnudagskvöldið kom eldur upp í Höfða, bústað Matthíasar Einarssonar læknis hjer inn með sjónum. Um kl. 6*Á í gærmorgun var Slökkviliðið kvatt suður að Skildinganesi. Var eldur þar í húsi á Þvergötu 2. Um kl. 11 kviknaði x íbiíðarhúsi Sjóklæðagérðai’innar í Skildinganesi og á sama tíma fekk Slöklcviliðið boð um það að koma vestur á Nýlendugötu, því að kviknað væri í bátastöð Einars Einarssonar. Var liðinu þá skift, fóru sumir vestur eftir en aðrir suður eftir. Tókst fljótt að slökkva eldinn í bátastöðinni, en við húsið í Skildinganesi var Slökkviliðið í 21/2 klukkustund og brann það að mestu, en svo gat Slökkviliðið haldið eldinum í skefjum, að öðr- um hxxsum þar varð bjargað frá hættu. — En um það leyti sem Slökkviliðið var að koma þaðan að sunnan var enn hringt. Var þá eldsvoði á Hverfisgötu 44. Það mun einsdæmi í sögu Réykjávikur að svo marga elds- voða skuli bera að höndum svo að segja samtímis. Frásögn Kristófers Egilssonar, varaslökkviliðsstjóra um brunana. Morgunblaðið átti tal við Kristó fer Egilsson varaslökkviliðsstjóra í gær, og sagðist honum svo frá um eldsvoðana: Bruninn að Höfða. Það var kl. 7.50 á sunnudags- kvöldið að slökkviliðið var kvatt inn að Höfða, innan við Rauðarár- vík. Hafði þar kviknað út frá arni á þann hátt, að eldur hafði hrotið fram á gólfið á múrpall, sem er fyrir framan arininn. En múrinn var svo ótraustur að eldur- inn læsti sig niður á milli stein- anna og í gólfið undir. Fólkinu hafði tekist að slökkva eldinn áður en Slökkviliðið bar að garði, en til vonar og vara rifum vjer upp alla múrhelluna til þess að ganga úr slcugga úm að enginn eldneisti leyndist í gólfinu. — Skemdir urðu þarna mjög litlar. Bruni á Þvergötu 2. I gærmorgun klukkan 6.35 var Slökkviliðið kvatt að Þvergötu 2 í Skildinganesi. Þegar vjer komum þangað var eldhúsið og stofa þar innár af alelda. Tókst oss þó fljótt að slokltva eldinn og þurftutn ekki vatn til þess. Nægðu tvö hand- slökkvíáhöld, sem vjer höfðum með oss. Skemdir urðu þarna eigi miklar; sviðnuðu bæði lierbergin nokkuð að innan og brann úr þeim pappi og strigi á veggjum og loft- um. Stærsti eldsvoðinn. Kl. 10.30 var Slökkviliðið kvatt suður í Skildinganes aftur. Yar þá eldur uppi í íbúðarliúsi Sjó- klæðagerðarinnar, og nefnist það hús „Garðnr' *. Þegar vjer komum þangað suður eftir var lnisið al- elda niðri, en eldurinn ekki kom- inn upp á loftið. Þarna var aðeins einn brunnur sem vjer gátum not- að og var vatnsmagnið ekki meira, þótt vjer notuðum vjeldælu Slökkvistöðvarinnar, en svo, að tvær vatnsslöngur var hægt að nota. Hinir brunnarnir eru svo langt frá, að ekki var hægt að ná til þeirra. En hefðum vjer getað liaft svo sem fjórar eða fimm vatnsslöngur, er enginn efi á því ao fljótlega hefði tekist að slökkva í húsinu. Yindur var allhvass á norðvest- an og stóð svo að segja beint upp á hxishliðina, en þar voru fimrn stórir gluggar á hvorri hæð. Og þegar rúðurnar fóru að brotna í gluggunúm og strokan stóð þvert í gegn um húsið,. æstist eldurinn mjög og fór þá upp stiga á bak- hlið hfissins og upp á loft. En xir því að hann var kominn þangað var ekki viðlit að bjarga húsinu, og þó þeim mun síður þegar hann var kominn upp á þurkloftið, því að þar var alls ekki hægt að koma vatnsslöngvum við. Þrátt fyr ir þetta tókst oss að halda eldin- um í skefjum, svo að hann varð aldrei verulega magnaður. Um kl. 12% hrundi þak hússins niður og um leið brotnuðu reyk- hiáfarnir tveir, sem á húsinu voru. Yar það vegna þess að þeir voru bognir. Kl. rúmlega tvö hafði oss tekist að vinna bug á eldinum. Þá var eigi aðeins háaloftið brunnið held- ur einnig öll efri hæðin. Gólfið hekk þó uppi, en var alt götótt eins og silunganet,. Yfir kjallar- anum var steingólf og komst eld- urinn aldrei þar niður. Eldsvoðinn á Hverfisgötu 44. Rjett eftir að vjer komum sunnan frá Garði var enn hringt frá brunaboða. Vjer voi’um flestir nýkomnir heim og vorum að skifta um föt áður en vjer borðuðum, en nú urðum vjer að rjúka á stað að nýj.u. Eldsvoði þessi var á Hverf- isgötu 44, í kjallaranum. Var Trausti Óiafsson efnafræðingur að sjóða þar eitthvað í potti, og hafði hlaupið eldur í pottinn. Litla stund tók það að slökkva eldiim og skemdir urðu litlar eða engar á. lxúsinu, en hvernig loftið var þar inni í kjallai’anum, því get jeg ekk með orðum lýst. Og rafleiðsl- nrnar þar inni voru nú ekki betri en það, að neistaflug stóð af þeim, og var það því vórt fyrsta vérlf að koma þeim úr sambandi. Er það athýglisvert, livað illa er gengið frá rafmagnslagningum víða í húsum hjer í Ryekjavík. Eldsvoðinn í Bátastöðinni. Rjett eftir að vjer vorum kall- aðir suður að Garði, var Slökkvi- liðið kallað vestur á Nýlendugötu til bátastöðvar Einars Einarsson- ar. Varð því að skifta liðinu. Fóru flestir suður, en sumir vestureftir. Til allrar hamingju var eldsvoðinn þarna vestur frá ekki alvarlegur. Hafði kviknað í tjöru, sem verið var að bræða þar inni í skixr, og tókst undir eins .að slölikva eldinn. Þetta er í fám orðum sagan af starfi Slökkviliðsins þetta sein- asta dægur. Nánari upplýsingar. Morgunblaðið hitti í gær mann, sem heima á að Þvergötu 2 í Skildinganesi. Honum sagðist svo frá: — — Hús þetta á Magnús Skúla- son trjesmiður. Hann var nýfarinn að heiman til smíða. Húsfreyjan, Valgerður Pjetursdóttir, var að hita kaffi á olíuvjel. Tók hún eftir því, að vjelin mundi vera þur og fór að hella steinolíu í hana. Brá þá svo við að eldur hljóp í olíuna, og sprakk vjelin þar í höndunum á henni með miklum blossa. Hljóp eldurinn í hár og klæði konunnar og brend- ist hún talsvert. — Maður þessi var ekki kominn á fætur þegar þetta var. Rauk hann upp úr rúm- inu í nærklæðum einum, náði sjer í reiðhjól og hjólaði út í þorpið þangað sem hann gat náð í síma til þess að gera lögregluliðinu að vart. Um eldsvoðann á Hverfisgötu liefir Morgunblaðið frjett þetta; Trausti Ólafsson efnafræðingur var þar niðri í kjallaranum að búa til þurkefni. Er það gert á þann hátt að sjóða saman harpeis og terpentínu. Var hann með þetta í þvottapotti þar, og honum tii aðstoðar leigjandi í húsinu sem heitir Helgi Vigfússon. Þegar harp eisinn var bráðinn í pottinum, sköruðu þeir glóðinni. undan til þess að láta löginn kólna. Um þetta leyti kom Bjarni Jósefsson efnafræðingur niður í kjallarann til þeirra. Trausti stóð þá við pottinn. En yfir pottinum í loftinu er vatnsleiðslupípa og hafði safn- ast !á hana saggi, og draup einn vatnsdropi niður í pottinn í lög- inn heitan og gaus þá upp blossi mikill og beint framan í Trausta og yfir alt herbergið. Brendist, Trausti talsvert mikið á höndum og andliti. Bjarni brendist og nokkuð, sviðnuðu af honum auga- brúnir og hár, en alvarleg bruna- sár mun liann ekki hafa fengið. Helga sakaði ekki, því að hann skaut sjer þegar lít um glugga. Þeir Bjarni og Trausti ruku líka út um kjalláragluggana. Var þá þegar náð í Magga Júl. Magmis > lækni, og gerði hann að brúnasáfi um Trausta. — Frægur köttur brennur inni. Hinn 18 mars árið 1930 brann húsið „Skógar“, sem stóð rj.ett hjá Sjóklæðagerðiími. 1 því húsi bjó þá |Jón Thordarson, meðeigandi Sjóklæðagerðarinnar. Eldurinn kom þá upp milli gólfa og varft lians fyrst, vai’t þannig, að inii í eídhúsið til Önnu Þórðardótttrr, konu Jóns Þórðarsonar, kemvtt' heimiliskisa og er eitthvað undar- leg. — Sá konan þegar að kisu var ekki rótt í geði, var hún ygld á svip og óróleg og starði fast 4 eldhúsþröskuldinn Og er konatf fór að taka betur eftir þessu, sá hún að reykjareim lagði upp með þröskuldinum. Þannig vakti kisá athygli á því, að eldur var í hús- inu, og hefir ef til vill bjargað með því lífi eins eða fleiri, sem þar voru. Varð þetta frægt. Nxi átti þessi sami köttur lieima uppi á loftinu í Garði, og þegar allir voru komnir út, var kisu saknað. Mundi hiisfreyja þá eftir því, að kisa liafði seinast verið í eldhúsinu eða búrmu, rjett áður en fólkið flýði hxisið. Vildi frúin endilega að reynt væri að bjarga kisu. Rauk þá aðlcomumaður — hinn sami, sem lenti í brunanum a Þvergötu 2 þá um morguninn — inn í húsið, og upp á loft. Komst hann inn í eldhúsið, varð þar hvergi var við köttinn, leitaði síðan í búr- inu, en varð hans ekki var þar að heldur, enda var reykurinn þá svo þykkur, að manninum helt við köfn un. Hafði hann þá ekki annað fanga ráð en fleygja sjer flötum á gólfið og skríða fram og niður stigann. Komst hann með naumindum út, en kötturinn brann þarna inni. Húsið Garður stóð vestan megin bi autarinnar, sem liggur suður að Skerjafirði, og gegnt verksmiðju Sjóklæðagerðarinnar. Stóð vindur- inn beint af Garði á verksmiðj- una, og hefði eldurinn náð veru- legum tökum á Garði, mundi liann hafa lagt undan vindi yfir götuna og á verksmiðjuna, og hefði þá ekki verið að sökum að spyrja. „Garð“ bygðu þeir Aðalsteinn Pálsson skipstjóri og Halfdan Half danarson frá Hnífsdal fyrir þrem- nr eða fjórum árum. Var það timburhús tvílyft á háum grunni og með þurldofti, eitt hið stærsta timburhús þar syðra. bæði.langt og breitt. Jón Thordarson segir frá, Þegar bruninn að Garði var að mestu um garð genginn, náði Mbl. tali af Jóni Thordarson xíti í verk- smiðju Sjóklæðagerðarinnar. Sagð- ist 'hormm svo frá: — Það mun hafa verið um kl. 11 í morgun að eldurinn kom upp niðri í húsinu, líklega í betri stofu Hans Kristjánssonar í norðaustur- horni hússins. Þar var enginn maður, og enginn hafði gengið um þá stofu um morguninn svo að kunnúgt sje. Konan var að koma innan úr svefnherberginu og gekk fram í borðstofuna. Brá henni þá heldur en ekki í brún, því að tveir veggir stofunnar loguðu þá, skilrximið milli betri stofunnar og borðstofunnar og annar hliðar- veggur. Virtist henni sem betri stofan mundi þá alelda, og eld-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.