Morgunblaðið - 03.12.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.12.1932, Blaðsíða 3
JfRorgmtMaMft Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjórar: J6n Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjðrn og afgreiSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingastjðri: B. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 3700 Heimasfmar: Jðn Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutJi. Utanlands kr. 2.50 á mánuBi. í lausasölu 10 aura eintakltS. 20 aura meö Lesbök. Stauning breytir um stefnu í atvinnuleysismál- unum. Kaldundborg, 2. des. FU. Stauning forsætisráðherra hef- ir lýst ýmsum tillögum, sem danska stjórnin ætlar sjer að bera fram til umbóta á atvinnu- málunum. — líann kveður það ekki geta staðist miklu lengur, að atvinnuleysingjum sje hjálpað um styrki, heldur verði einhver vinna að koma í staðinn í -þágu framleiðslunnar. — Til þess að koma endurbótum þessum í fram- kvæmd, leggur stjórnin m. a. til, að ráðuneytunum, hverju fyrir sig, verði veitt fje til allskonar framkvæmda, og jafnvel að ríkið styrki einkafyrirtæki í atvinnu- bótum. — Sömuleiðis ætlar stjórn in að fara fram á það við þingið, að það veiti ríkinu umboð til víð- tækra lánveitinga til sveitastjórna í sama augnamiði. — Stjórnin ætlar sjer einnig að afnema alla eftirvinnu og takmarka vinnutím ann. — Þar sem ekki er nægilegt fje fyrir hendi til þessara fram- kvæmda, mun stjórnin, fara fram á að mega taka lán, en forsætis- ráðherrann bendir á, að slík lán- taka myndi hafa í för með sjer mikla lækkun á ýmsum útgjalda- liðum fjárlaganna. . Frá Noregi. Björnsons-hátíðin. Oslo, 2. des. NRP. FB. 1 tilefni af Björnsons-minning- rarhátíðinni liefjr Halfdan Clirist- ensen leikhússtjóri verið sæmdur heiðursmerki („kommandör av Olafsordenen") og G. E. Nissen hefir hlotið heiðurspening úr gulli. Frú Caroline Björnson átti 97 ára afmæli í gsér og var veisla haldin á Aulestad. Frúin getur -ekki farið til Oslo til þátttöku í minningarhátíðinni. En hún er enn hress og hefir fótavist. í Prag og Bratislava voru minn- ingarliátíðir haldnar í gær í til- efni af aldarafmæli Björnsons. Ditleff , sendiherra Norðmanna í Prag, tók þátt í minningarathöfn- ínm þar í borg. Slovakiska fylk- isþingið samþykti einróma að senda Norska rithofundafjelaginu kveðju í þakklátri minningu um það starf, sem Björnson inti af , hendi, fyrir aldarf jórðungi, í þágu kúgaðra, Slóvaka. Línuveiðarinn Jarlinn ltom af veiðum í gær og fór áleíðis til Englands metö aflann. M O R G U N B L A'3 I Ð i uon 5chleicher Úfriðarshulöirnar. myndar stjórn í Þýskalandi. Berlín 2. des. United Press. FB. von Sclileicher hermálaráðlierra hefir verið falið að mynda stjórn. Síðar: imn Sclileicher hefir tekist á hendur að mynda ríkisstjórn. Hann mun sjálfur verða bæði kanslari og hermálaráðherra. — Virðist hjer vera lokið hálsmán- aðar öngþveitis-ástandi, en allan þennan tíma barðist von Sclei- cher gegn því, að margra áliti, gð nokkrum flokkanna yrði ágengt að koma til leiðar sam- komulagi um stjórnarmyndun. — Hindenburg hefir tilkynt útnefn- ingu von Schleichers í dag. — Kveðst forsetinn hafa gert það eftir langar íhuganir og það hafi verið sjer næsta þungbært að taka-: þessa ákvörðun. Enn síðar: Schleicher verður einnig ríkisfulltrúi Prússlands í nýju stjórninni. Kalundborg, 2. des. F. Ú. Von Schleicher hefir ekki sett ráðuneyti sitt saman til fullnustu enn,. en fullvíst er talið að eftir- farandi menn verði í því: Utan- ríkisráðherra von Neurath, innan- ríkisráðherra Bracht, fjármálaráð- b.erra Schwerin-Koningk, sam- göngumálaráðherra von Ríibenach. Bracht heldur áfram að vera land- stjóri í Prússlandi. Hljómleikar Bretar og Frakkar halda fast við greiðslufrestinn. London 2. des. United Press. FB. Breska orðsendingin til Banda- ríkjastjórnar hefir nú verið send áleiðis til Washington. Fer Breta- stjórn fram á frestun á skuldá- greiðslum og bendir m. a.. á, að ef frestur fáist ekki og greiðslur verði fram að fara, muni það hafa þær afleiðingar, að viðskiftakrepp an og erfiðleikarnir í h,eiminum magnist enn að mun. Enn fremur getur Bretastjórn þess, að ef Bandaríkjastjórn sje það ‘fast í hendi, að veita engan frest, þá neyðist Bretastjórn til þess að hefja á ný umræður um skulda- greiðslur og skaðabætur yið skuldu nauta sína, Berlín 2. des. FÚ. Svar frönsku Vtjórnarinnar við orðsendingu Bandaríkjastjórnar- innar um greiðslu stríðsskuldanna, hefir nú í Washington verið af- hent utanríkisráðherranum Stim- son. Er í svarinu rakin saga stríðs skúldamálsins og bent á það, hverj ar afle^ingar það muni hafa fyr- ir fjárhag Frakká ef greiðslu- frestur fengist ekki. Frakkar end- urnýja því beiðni sína um frest,- inn, en taka ekkert fram um það, hvort þeir muni greiða á tilsettum tíma, ef fresturinn er ekki veittur. Dagbók. Ryöens kaffi bragðast best 0£ Kaupbcetismiði í huerjum pakka. Húsmæður biðjið um Rydens kaffi og safnið miðunum. — Fallegu, eftirspurðu Ljómaöskjurnar koma í verslanirnar í dag. — Munið að Ljóminn er blandaður rjóma og rjómabússmjöri. — Þeg- ar þjer kaupið smjörlíki þá aðgætið að á hverjum pakka standi með rauðum lit: Árna Kristjánssonar. Hljómleikar Árna Kristjánsson- ar í Gamla Bíó á miðvikudags- kvöldið var, voru merkisatburður i tónlistalífi voru. Þar kom fram ungur íslendingur- í fyrsta sinn með sjálfstæða. hljómleika lijer, maður, sem jeg tel að þegið hafi í vöggugjöf afburðamiklar tón- listargáfur; öll meðferð hans á viðfangsefnunUm bar yfirleitt glögglega vitni þess. Viðfangsefnin voru valin af hin- um besta smekk og listamannsal- vöru, meðal annars verk eftir Bach, Chopin, Grieg o. fl. Með- ferð hans á tveimur sálmaforleikj- um eftir Bach sýndu máske allra best hvað í manninum býr. Sýndi hann og þar hversu mikla mýkt í áslætti honum tókst að töfra út úr ekki betra. hljóðfæri. Sónata í b-moll Chopin og Ball- ade í g-moll eftir Grieg, sýndu aftur á móti að hann býr yfir miklu skapi og að á bak við leik- inn liggur tilþrifamikill persónu- leiki, sem vafalaust á þó enn eftir að þroskast og vaxa, Það er góð tilhugsun að enn á ný bætist maður í hópinn, sem ekki mun kafna undir listamanns- nafni. Páll Isólfsson. Leikhúsið. Annað kvöld verður sjónleikurinn „Rjettvísin gegn Mary Dugan“ sýndur í síðasta sinn í Iðnó. Er sjónleikurinn bæði spennandi og skemtilegur, auk þess í nýstárlegum leiksviðsbún- ingi, og ættu því sem flestir að nota þetta, síðasta tækifæri til að sjá hann. Hið nýja símanúmer í á$göngumiðasölunni er 3191. Pjelmr Sigurðsson er nýkominn heím úr ferðalagi um Austfirði. □ Edda 59321267 — Fyrirl. Veðrið (föstudagskvöld kl. 5) : Lægðin sem vár sunnan við Reykjanes í gær, fór austur með S-ströndinni í nótt og færðist jafn- framt í aukana. Er nú komin aust- ur um Færeyjar, og er loftþrýst- ing þar um 727 mm. í nótt (að- faranótt föstudags) hvessti á N og NA úm alt land, hefir veður- hæð sums staðar náð 9-—10 vind- stigum. Um alt N- og A-land mun vera mikil snjókoma, en fregnir vanta frá flestum stöðvum vegna símbilana. Suðvestanlands er þurt veður en skafhríð. Frost er víð- ast I—-3 st., en á A-landi mun hiti vera um 0 st. Veður mun taka að lægja í nótt vestanlands og batn- ar líklega á morgun og aðra nótt á N- og A-landi. Veðurútlit í Rvík í dag: Mink- andi N-átt. Bjartviðri. Messur: f dómkirkjunni á moVg un kl. II, sira Friðrik Hallgríms- son (altarisganga). Kl. 5, síra Bjarni Jónsson. . f fríkirkjúnni í Rvík á" morgun kl, 5, síra Sveinn Víkingur frá Dvergasteini prjedikar. f fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun kl. 2 síðd., síra Árni Sig- urðsson prjedikar. Miðstöðvarstúlkurnar hafa beð- ið Morgúhblaðið að flytja kærar þakkir þeim mörgu bæjarbúum, sem a'löddu þær, er þær hættu störfum á miðstöð. Slys. A miðvikudag slasaðist fcelpa, er hún var að renna. sjer á sleða á Menta skólabl'ettinum. TT.cfir verið sett upp lág girðing bvert yfir blettinn. í því skyni að varná sleðaferðum þar. Telrian .vissi ekki af girðingunni og rakst á bána og meiddist talsvert og liggur nú á Landsspítalanum. — Ettu foreklrar að vara börn við, að aka á sleða á Mentaskólablett- irurn. Tryggvi gamli er farinn á veið- ar.. — Blandað með rjómabússmjöri. , ÍNÍSRffiEm&flmæMx fÍT serviettnr og borðlðperar er hvergi betra nje ódýrara en hjá okkur. BdkUiaioh' Lækjargötu 2. Sími 3736. v Kanpnui túm snltntansglðs. SÆLGÆTIS GERDIN VIKINAUR. Snðnrgötn 3. IEHHHHH „DTNGJÆf* er íslenskt skúrt- og ræstiðtft og fæst i* Verslnninni Bjarni. Skólavörðustig. I Holasaian s.l. Sfmi 4514.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.