Morgunblaðið - 21.12.1932, Blaðsíða 6
6
O
foli. HDDelslnur, Gitrdnur.
fyrirligg|andi, Utið ðselt.
Sfmi: einn — tveir — iirír — fiórir.
Karlmanna-
skðr
úr lakk, bozcalf og cbereranx,
mjög fiSlbreylt inal.
Verð kr. 10,00, 13,75, 15,50
o. s. frv.
Haupið iðiasknna hiá okkur.
Hvann&ergsdræðer.
Bæknrnar og fólin.
Að eins þær bæknr, sem menn vil.ia lesa mörgum sinnum, sier til
gagns og ánægiu, eru þess virði, að menn kaupi þær handa siálfum
sier eða giafa handa öðrum. Góðu bækurnar eru þeir förunautar í
lífinu, sem menn aldrei verða leiðir á og aldrei bregðast. Þær fá mönn-
um andleg viðfangsefni í hendur, auka skilning manna og víðsýni og
«ru þeim til hugsvölunar. Það er viðnrkent af öllum, að Eitsafn Stein-
gríms Thorsteinsonar, I.—II. bindi, s.ie vandað og fiölbreytt safn
ljóða, sagna og æfintýra, við hæfi allra, sem ánægiu liafa af góðum
bókum. Hvort bindið um sig í skrautbandi kostar 10 krónur. Handa
börnum fæst hvergi fjölbreyttari eða betri bók en Æfintýrabókin,
verð 5 kr. í fallegu bandi.
NB. Bækurnar fást í öllum bókaverslunum í bænum og hjá bók- ■
sölum í öllum kaupstöðum landsins. Athygli skal vakin á bví að „í
leikslok* ‘, smásagnasafn frá styrjaldarárunum, er enn fáanlegt, en
að eins á annað bundrað eintök eftir af upplaginu. Hjá bóksölum fæst
einnig skemtileg barnabók „Sagan af Trölla-Elínu og Glensbróðir og
Sankti Pjetur“. Verð ein króna.
Bókaútgáfa Axels Thorsteinson.
ast við Nonna, heldur allur fjöldi
erlendru barnanna, því bækur
lians hafa verið þýddar á 18
tungumál, og er það einsdæmi
meðal íslendinga.
G. H.
Uín|ar.
Kvæði eftir Jónas Thor-
oddsen. Rvílc. Prentsm.
Acta 1932. — 69 bls.
Vinjar beitir þessi nýja kvæða-
bók, fyrsta ljóðabók höfundarins.
Vinjar er fallegt nafn. —
Það minnir á eyðimörkina,
auðn og eyðisanda, en þó
fyrst og fremst á friðsæla gróðrar-
bletti, pálmalunda og suðræna
heiðríkju. Þetta er mannlífið
sjálft, villugjarnt og dutlunga-
fult eins og eyðimörkin með ör-
fáum stöðum þó, þar sem vegfar-
andinn getuv notið næðis og hvíld-
ar og — einveru.
Það er heldur þungur blær yfir
ljóðum þessum. Þau arida þrá eftir
fjarlægu taltmarki — takmarki,
sem er svð -langt undan, að lítil
von er að því verði náð. Þessi þrá
snertir þó síður böfund sjálfan
heldur en þjóðfjelagið í heild
sinni. Honnm virðist það ranglátt
og ,,fúið“, og bann dreymir um
gjöi’breytingu á högum mannkyns
ins. Hann segir í Sögu raunver-
unnar:
„En jeg hefi aldrei ætlað mjer
að yrkja um sólskinsdaga,
á meðan fannir, frost og jel
er flestra ævisaga'.
Jafnvel í ástarkvæðunum kem-
ur þgssi sama þunga allsherjar-
samkend banR fram. svo sem í
kvæðinu Hnlda:
„Mitt hjarta það aflvana hnígur
þjer að,
er lieimsböl það lýir og þjáir“.
Ilugmyndin um „heimsbölíð“,
stækkuð og ýkt af ímyndunarafli
hins draumlynda æskumanns, set-
ur um of svip sinn á kvæði hans.
Annars er það auðvitað mál, að
á þetta mun hver líta eftir því
Baslð.
Menn meiga bnast
við að gaslanst
▼erðl í dag.
I . .
Prívatsýnlng.
Þeir, sem kynnu að hafa í hyggju að kaupa málverk eftir mig
fyrir jólin, eru vinsamlegast beðnir að líta irin i vinnustofu mína,
Erakkastíg 1. Jeg verð þar viðstaddur dagaiia 21.-24. þ. m. kl. 2-7 e.h.
^_____________ Magnús Á. Árnason.
Allir mnna A. S. L
sem hann hefir lund til og skap-
ferli. En það hygg jeg þó, að
flestir verði mjer sammála um, að
•kvæðin leiki um of á einum
streng. í þau vantar fjörið og
glaðværðina, — skoðun hlutannaJ
frá fleiri sjónarmiðnm.
Jeg vil engu spá um það, hvers
má vænta af höfundi í framtíð-
inni. Hanri skortír ekki vald á
máli og formi og hann hefir vafa-
laust skáldgáfu til að bera. En
framtíð hans sem skálds fer eftir
því, hvernig hann snýst sjálfur
við viðfangsefnum sínum, hvort
honum tekst að festa sjónir á hin-
um bjartari hliðum lífsins og láta
árangur þess koma fram 1 ljóðum
sínum. Ef honum tekst að stilla
streng gleðinnar og fagnaðarins
yfir lífinu ekki síður en streng
bölsýnis og þunglyndis, ef honum
tekst að festa hugann meira við
vinjarnar en eyðimörkina, þá verð
ur hann skáld að meira og er lík-
legur til afreka.
Aftast í bókinni er saga, sem
heitir „Erla“, vel samin og að
ýmsu leyti athyglisverð. Sá, sem
semur slíka sögu, hlýtur að eiga
fleira gott í fórum sínum.
G. J.
Bamabœkur.
Fyrir jólin koma venjulega
mat-gap barnabækur á markaðinn
og er það vel farið, því að fáar
gjafir munu börnum kærari en
bækur við þeirra liæfi. Að þessu
sinni hafa margar nýjar bæst í
hópinn ef til vill fleiri en nokkuru
sinni 4ður. Af þeim skal hjer laus-
lega getið tveggja.
Tveir vinir heitir hók, sem Þor-
valdur Kolbeins hefir þýtt og gef-
ið út. Er hún eftir danskan höf-
tind, R. Frii§, og munu margir
kannast við liana. Sagan er bráð-
skemtileg og hollur lestur handa
unglingum, en þeim er hún ætluð,
og raunar er þannig frá sögunni
gengið, að fullorðið fólk les hana
sjer til mestu ánægju. DréHgir
og stúlkur hafa bæði gagn og
gaman af að kynnast Símoni litla,
sem er aðalsöguhetjan, og taka
hann sjer til fyrirmyndar í því
að reynast jafnan trúir sjálfum
sjer og sínu betra eðli. Með því
komst hann heill úr mörgum erfið-
leikum með góða samvisku og
hreinan skjöld. Þýðingin er á lipru
máli og' fer vel við efnið. Alhnarg-
ar myndir prýða bókina.
f tröllahöndum heitir nýtt ævin-
týr banda börnum eftir Óska.r
Kjartansson, og hefir Ólafur P.
Stefánsson gefið það út. Höfund-
urinn er þegar orðinn kunnur
Aeykvíkskum börnum af leikritum
sínum, sem Litla leikf jelagið sýndi
í fj-rra og nú í vetur. Er Óskar
mjög efnilegur höfundur á þessir
sviði og hið nýja ævintýr stendur
alls ekki að baki leikritum hans.,
Hann segir skemtilega frá og mál-
ið er þýtt og viðfeldið. BÖrn og^
unglingar munu lesa ævintýrið
með mikilli ánægju og bíða með
eftirvæntingu úrslitanna um það,
hvort Munda litla tekst að frelsa
Sig'gu litlu leiksystur sína úr liönd
um Skröggs gamla, tröllkarlsins í
stóra hellinum uppi í fjöllunum.
Bókin er prentuð með stóru letri
og eru í henni nokkrar myndir,
sem Tryggvi Magnússon hefir
teiknað.
G. J.
Konstansa, æfintýri fyrir
bom, eftir G. Chaucer, þýtt úr
ensku af Láru Pjetursdóttur.
tJtgáfufjelagið ,,Fróði“, Reykja
vík. — Það, sem þetta kver hef-
ir fram yfir aðrar þær barna-
bækur, sem nú hafa komið út,
er frágangurinn á því — prent-
ui) og myndir. Pappír er góður,
letur ekírt og fallegt og mynd-
irnar prentaðar í fimm litum, og
er enginn efi á því, að börn hafa
gaman af að skoða þær. Ólafur
Hvanndal hefir gert myndamót-
in, en ísafoldarprentsmiðja
prentað. Er þar allrar ná-
kvæmni gætt af beggja hálfu.
Um æfintýrið sjálft er ekki
margt að segja. Það er stutt og
ekki veigamikið. En skemtilegra
hefði það orðið, ef þýðandi
hefði fært'það í dálítið íslensk-
ari búning, með því að gefa
þeim, sem við æfintýrið koma,
íslensk nöfn, eins og menn hafa
oft gert áður, þegar þeir þýða
útlend æfintýr á íslensku. Það
skilja börnin miklu betur. Ann-
ars er þýðingin ljett og laus við
alt tildur, svo sem málskrúð og
erlenda setningaskipan, sem nú
tíðkast mikið. Á.
PeniDDo-
kassor
iyrir fnliorðna
og bðrn,
fást hjá,
V.B.K.
———
Jólavörnr:
Vindlar í 1/2, V* og 10 st.
kössum — Konfektöskjur —
— Spil — Kerti — Líkörar
'fl. teg. á originalflöskum —
Epli — Appelsínur — Vín-
ber — Þurkaðir ávextir:
Sveskjur — »Sun-Maid« rú-
sínur í pk. — Epli — Apri-
cots — Fíkjur — Alt til bök-
unar — Gjörið svo vel og
sendið jólapantanir tíman-
léga. —
Halldór R. Gunnarsson
Aðalstræti 6. Sími 4318,
Jólagjaflr
Knattborð ««f 5,50
Vasaljðs 1,76
To-To-járn 1,75
Battari{ margar teg.
Brninn.
Langaveg 8.
T.
Flygel
sem nýtt, í ágætu standi,
til sölu fyrir tæplega
hálft verð.
Upplýsingar í síma 4335.
Hlýleg jólagjöf
er vel verkaður
D Ann
Hann er að fá hjá
Verslunin Björn Kristjánsson
og
Jóni Björnssyni & Co.