Morgunblaðið - 30.12.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ 5kýrsla Árangur af starfsemi Vinnumið- stöðvar kvenna. ------ Niðurl. Teljum við þetta betri árang- ur en við þorðum að búast við fj-rsta árið. Hefir fyrirtækið orðið vinsælt bæði af húsmæðrum og verkakonum og höfum við orðið þess varar að oft hafa húsmæður ráðið stúlkur frá stöðinni, þó þær hafi auglýst samtímis, enúa er bersýnilega hagkvæmara að mið- stöð sje fyrir ráðningar og þá hægra tim úrval fyrir báða aðilja. Eins og skýrslan ber með sjer er mikil eftirspurn eftir stúlkum, sem geta tekið að sjer heimili í forföllum húsmóður, þar sem kon- an liggur sjúk eða á sæng, er ný- komin af sjúkrahúsi, eða fjarver- andi á sjúkrahæli. Teljum við mikla nauðsyn að útvega þessum heimilum hjálp og ekki síður þörf á þesskonar hjálp og hjúkrun. Oft er erfitt eða ómögulegt að útvega stúlkur á fátæk heimili, sem fftið eða ekkert kaup geta greitt og þar sem allsleysi er fyrir, þó hafa stúlkur stundum tekið þetta að sjer af hreinni góðsemi. Þá teljum við þýðingarmikið að geta útvegað stúlkur í sveit og virðist það ekki lág tala að iitvegaðar hafi verið 189 stúlkur á heimili utan Reykja- víkur og 51 í umhverfi bæjarins, samtals 240. Leitað hefir verið stöðvarinnar alls staðar af land- inu og stúlkur ráðnar í fjarlæg heruð, t. d. norður í Fljót og austur í Skaftafellssýslu. Teljum við bænum hag í því engu íjður en sveitunum að stuðla að því að slíkar ráðningar takist. Þegar litið er á starfsemi stöðv- arinnar til atvinnubóta, þá sjest, eins og áður er sagt, að mjög margar stúlkur hafa fengið vistir fyrir milligöngu stöðvarinnar, sem annars hefðu verið atvinnulausar. Um sveitavistirnar er það að segja að allar hafa ráðningarnar tekist fyrir þrábeiðni stöðvarjnnar, nema kaupavinnan. því allar hafa stúlk- urpar óskað eftir vistum í Reykja vík, þó binsvegar þær hafi tekið sveitavistirnar þegar ekki var hægt að fá sambærilega staði í Reykjavík, eða mjög var lagt að stúlkunum. Þá finst okkur mikils um vert að hafa getað útvegað svo mörg- um mæðrum (stúlkum og ekkjum) heimili, sem liafa haft barn eða jafnvel börn með sjer. Hafa marg- av þeirra fengið góða staði og ver- ið ánægðar. Eins og áður er sagt er mikill liörgull á dagvinnu handa konum. Hjer í bæ eru nokkur, hundruð konur, sem sjálfar standa straum af heimili (300—400) nöfn eru á lista þeim sem Mæðrastyrks- nefndin ljet taka í fyrra eftir manntalinu, yfir slíkar húsmæður. Þessar konur hafa flestar mjög lítið fyrin sig að leggja og eru yfirleitt fátækastar allra hjer í bæ. Þær vinna í fiski, ef þær geta, eða við þvotta, hreingerningar, þjóflustumenn þeirra eru atvinnu- lausir og svo bætast í hopinn kon- ur atvinnulausra manna, sem rgyna að vinna utan heimilis, fólki sínu til bjargar. Þessar kon- ur koma á stöBina og er okkur mikil raun að því að geta ekki veftt þeim meiri vinnu en orðið hefir. Þó hafa ýmsar fengið vinpu, sem þeim hefir líomið vel, og við treystum því að þegar stöðin starf ai lengur muni húsmæður læra að nota liana betur til þess að fá slíka cíag- og tímahjálp og muni þá þessi vinna aukast að miklum mun. Stundum hefir stöðin óbeinlínis orðið til atvinnubóta fyrir hús- bænclur, því komið hefir það fyrir að menn hafa orðið af vinnu vegna þess að þeir urðu að vera heima hjá veikri konu, en stöðin liefir bætt úr því með því að út- vega stúlku til húsverkanna. Stofnkostnaður stöðvarinnar, húsgögn, innlagning síma og svo frv., nam um 1000 kr. Annar kostnaður, húsaleiga, ljós og hiti í 15 mánuði, kaup starfskonu, ræsting og annar rekstrai'kostn- aður í 13 mánuði nemur um 2500 kr. Á móti þessum kostnaði kem- ur 2000 kr. styrkur, veittur af bæjarfje og 1000 kr. styrkur, sem ríkisstjórnin hefir nýlega veitt af atvinnubótafje. Verður þá um 500 kr. lialli á starfstímabilinu, til 31. des. 1932, sem Kvenrjettindafje- lagið ber. Fjelagið væntir þess að styrkir fáist áfram af opinberu fje svo starfsemi stöðvarinnar þurfi ekki að leggjast niður. Telur það að skýrsla stöðvarinnar sýni að starf- semin hafi komið að margvísleg- um notum, húsniæðrum til hag- ræðis en verkakonum til atvinnu- bóta, .og geti orðið til þess að spara bæjarfjelagi okkar og ýms- um öðrum hreppum töluvert fje, þar sem hún miðar að því að gera konum fært að bjarga sjer sjálf- um, sem annars þyrftu styrkjar, eins og t. d. sumar mæðurnar, sem vistaðar hafa verið með börnum. Stöðin þakkar öllum viðskifta- mönnum sínum, husmæðrum og verkakonum, það traust sem þær hafa sýnt henni á þessu fyrsta starfsári. Enn hefir stöðin ónóga starfskrafta til þess að geta haft svo fullkomið bókhald og eftirlit, sem þyrfti, á þeim tímum þegar aðsókn er mest. Væntir hún að géta bætt það þegar henni vex, fiskur um hrygg. En gengi henn- ar er undir því komið að viðskifta- konur skoði sig sem samverka- konur stöðvarinnar, sem styðji hana með því að leita hennar, gefa henni upplýsingar greiða fyr- ir verkakonum, sem skifta við hana með því að lána þeim síma, og skýra þýðingu hennar fyrir kunningjum sínum, svo hún verði vaxandi þáttur í daglega lífinu, og enginn, sem býður eða veitt getur slíka vinnu gleymi að til er vinnumiðstöð kvenna. Laufey Valdimarsdóttir. Erlendar frjettir. Berlin, 29. des. Jarðskjálftar í Mexíkó. Jarðskjálftar hafa geisað í Aust ur-Mexíkó og lagt þar eina borg algerlega í eyði. — Fórust við það 21 manns, en yfir 50 meidd- ust, Þetta skeði 19'. desember, en frjettist fyrst núna, (FÚ.). Sprenging í kolanámu. Sprenging varð í gær í kola- námu í Suður-Ungverjalandi og fórust við það 13 námamenn. — (FÚ.). Pólland og Danzig. Samningatilraunir hefjast 2. janúar milli Póllands og Danzig um ýms málefni þjóðanna m. a. um það, hvernig skifta eigi sigl- ingum milK Danzig og nýju pólsku hafnarinnar Gdingen og um rjett- indi pólskra borgara í Danzig. — (FÚ.). Banatilræði við Grikkja- forseta. Frá Aþenuborg kemur sú fregn, að komist hafi upp um tilraun til, þess að myrða ríkisforseta Grikk- lands. — Stjórnarvöldin þar í laödd skýra svo frá, að það sjeu erlendir stjórnleysingjar, sem ætli sjer að fremja árás þessa og muni þeir vera á leiðinni til Aþenú- borgar, en yfirvöldin hafa gert allar þær varúðarráðstafanir, sem hægt er. (FÚ.). Gullið í Suður-Afríku. Gullframleiðendur í Suður- Afríku hafa, að því er fregn frá Johannesbourg liermir, lýst því j’fir, að þeir muni framvegis selja gull sitt á frjálsum markaði. — Þeir hafa hingað til haft samning við ríkisbankann um að selja hon- um alt gull, en með nýjustu ráð- stöfunum stjórnarinnar um gull- innlausn telja þeir, að samningur þessi sje úr gildi genginn. — Það er þó ekki talið ólíklegt, að samn- ingar geti tekist að nýju milli stjórnarinnar og gullnámueigenda. — Seðlabankinn í Suður-Afríku hefir lýst því yfir, að verð á er- lendum gjaldeyri muni ekki verða opinberlega skrásett fyrst um sinn. (FÚ.). Fransk-þýsku samningarnir. Viðbótarsgmningur við þýsk- frönsku verslunarsamningana var gerður í Berlin í gær og mun verða birtur, í dag. — Samkvæmt lionum munu framvegis gilda sömu reglur um gjaldejrisvið- skifti eins og þegar eru í gildi milli Þýskalands annars vegar og Ítalíu og Svíþjóðar hins vegar. — (FÚ.). Rússar, Kínverjar, Japanar. Frjettaritari enska þlaðsins Daily Telegraph í Austur-Asíu rit- ar grein um nýja samninginn milli Rússlands og Kína um stjórn málasamband og telur liann, að samningnrinn sje ekki gerður af Rússa liálfu af fjandskap við Japana heldur þvert á móti. — Rússneski utanríkisráðherrann muni ætla sjer að koma á sam- komulagi milli Japana og Kín- verja, ef tilraunir Þjóðabandalags ins misheppnast, en það megi nú telja víst. — Sjeu margir þeirrar skoðunar, að ef þetta takist þá muni Rússar, Kínverjar og Jap- anar gera með sjer bandalag. — (FÚ.). Skip ferst. Fiskiskip, sem var á wiðum við austurströnd Skotlands, kollsigldi sig í gær, og fórst öll áhöfnin. (FÚ). Skuldagreiðslmnálin. Normann Davis, fulltrúi Banda- ríkjanna á afvopnunarráðstefn- unni, hefir í viðtáli við blaða- menn lýst því yfir, að skulda- greiðslumálið muni ekki verða lagt fyrir fjármálastefnuna, eins og Skrtfstofnr okkar verða lokaðar 2. |uf- ar næstkomandi, allan daginn. KNUT HADISUN er af mörgum talinn fremstur þeirra skáldsagnahöfunda, sem Noröurlönd hafa aliö. Degar hann varö sjötugur (1929), var hann hyltur á öllnm niQnningartung- um lieimsins. í nýútkominni merkisbók íslenskri (Sögum frá ýmsum löndum) segir svo um hann: „Sumar mannlýsingar hans eru svo frumjegar, máttugar og fagrar, og frásagnarlist hans svo einstæö, að vafamál er, hvort nokkru norrænu sagnaskáldi veröi til hans jafnaðú Knut Hamsun er Thomas Hardy Norðurlanda. Hjer á landi á enginn erlendur höfundur, ekki einu sinni Byron, einlægari dýrkendur en Hamsun. Hitt er annaö mál, að rit lians eru of fágæt á fslenskum bókahillum, en þaö er af þeirri sök, að efnalitlum mönnum, eins qg flestitm ís- lendirfgum, hefir verið um megn að eignast þau. Hingað til hefir .éfcki verið unt að fá þau öll fyrir minna en 330 kr. En nú horfir þetta öðruvísi við. Gyldendal er byrjaðuf á heildarútgáfu af öllum ritum Hamsuns, 19 sögum, er kemur í 12 binduni, einu á mánuðí, og verður lokið seint á árinu 1933. Hún verður snildarleg að öllum frágangi og svo ódýr að undrum sætir. Hvert bindi í undurfallegu skinn- bandi kostar kr. 6.35, eða alt safnið 76 kr. Fyrsta bindið er komið, pg er til sýnis í bókaverslun minni. „Heyrðum vjer Brandes og heyrðum vjer þig“, kvað Dorsteinn til Björn- sons á sjötugsafmæli hans. Landar mlnir, síðan eru nú liðin 30 ár, en enn hafið þið sannað orð skáldsins, því sexfalt fleiri eintök seldi jeg af ritum Björnsons á árinu 1932 heldur en jeg liafði fyrirfram hugsað mjer að með nokkru móti kynnl að reynast mögulegt. Vera má, að vjer íslendingar sjeum ekki miklir konunga- dýrkendur, en engin vansæmd þykir okkur að lúta hátigninni þar, sem liún birtist okkur í heimi andans og listarinnar, og fyrir skáldkonungi Norðurlanda, Knut Hamsun, beygjum vjer auðmjúkir knje. Jeg hefi nú sagt ykkur frá þessari nýju og fögru útgáfu af riturn hans, og jeg veit, að þið munuð hylla hann með því að kaupa þau og auðga þannig sjálf ykkur að andlegum fjársjóðum. Pantanir yðar afgreiði jeg á sama hátt og jeg ~hefi gert um rit Björnsons. Jeg nota þetta tækifæri*til þess að þakka viðskiftamönnum mínum nær og fjær fyrir alla þá margföldu velvild og alt það traust er þeir hafa auðsýnt mjer á árinu, sem er að kveðja, og óska mjer þess, að mega njóta hins sama frá þeirra hendi framvegis. Ollum þessum mönnum sendi jeg bestu nýárskveðjur. Reykjavík, 29. desember, 19^2. Snæbjörn Jónsson. Stúlka. Sökum veikinda annarar, óskast dugleg stúlka til Hafnarfjarðar nú þegar, eða 1. næsta mánaðar. Upplýs- ingar hjá Jörgen Hansen, Laufásveg 61, Reykjavík. Ný bðb: Sveinbjöm Sveinbjörnsson: Tólf sönglög fyrir karlakór: (Inni- bald: Lofsöngur — Til stjörnunnar — Sumarkveðja — Ó, fögur er vor fósturjörð — Aldamótaljóð — Töframyncl í Atlantsál —- Ingólfs minni — Dettifoss (með undirleik) — Fífilbrekka — Móðurmálið — Ólafur og álfamær — Þar sem elfan er tær.) 48 bls. 4vo, með mynd höf. Kostar ób. 4.00. Gefið út af sambandi ísl. karlakóra. Ágæt jólagjöf handa söngvinum. Fæst hjá bóksölum. Békaverslnu Siginsar Eymnudssonar (og bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34). sumir haldi, lieldur muni sjer- stök ráðstefna fjalla um það. — (FÚ.). Flugslys. Oslo, 29. desember. Á Spáni hrapaði flugvjel til jarðar í gær og kviknaði í henni, er hún kom niður. Einn maður og ein kona fórust og var konan á brúðkaupsferð, en maður hennar, sem var með í vjelinni. slapp lítið meiddur. (FÚ). Kvikmyndafjelög tapa. Amerísku kvikmyndafjelögin hafa tapað mjög miklu fje á rekstri sínum á þessn ári. — Á fyrstu þremur fjórðungum ársins hefir Paramount tapað 15 miljón- um dollara, en Fox fjelagið yfir 10 miljónum. — Eina fjelagið, sem grætt hefir, er Metro Gold- win. — GróSi þess er tæpar 3 miljónir, en þó rúmlega helmingi minni en árið á undan. (FÚ.). Sjóslys. Tvö strandferðaskip rákust á fyrir utan höfnina í Napier á Nýja Sjálancli. — Tíu verkamenn, scm verið var að flytja til vinnu, drukknuðu, en nokkrir meiddust af ketilsprengingu, sem varð við árelcsturinn, og voru þeir fluttir v i spítala. (FÚ). Mac Donald og jafnaðar- menn. London, 29. des. United Press. FB. Leiðtogi jafnaðarmanna, George Lansbury, lýsti því yfir í gær, að ^ liann mundi verða formaður nefnd ar, er ákveðið væri að færi á fund i , . Mae Donalds, forsætisráðherra j Bretlands, til Lossiemouth, en þar er Mac Donald, í því skjmi, að ; mótmæla fangelsun byltingarleið- togans Toms Manns. — Mac Bon- ald hefir tilkynt, að hann muni ekki veita pólitískum sendinefnd- um áheyrn á heimili sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.