Morgunblaðið - 14.01.1933, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fengum með es. „Brúarfoss“:
Appelsínnr: Jalfa 150 stk.
— Valencia 300 stk.
Epli: Delicions og Jonattaan.
Gitrönnr störar og góðar.
Sími: Einn - tveir - þrír - ijórir.
Frá útlönöum.
_____ /
Litið úm öxl um áramót.
Ái-ið 1932 var eitt hið erfiðasta
ái flestum þjóðum, og erfitt er að
sætta sig við öll þau mistök og
vandræði, sem yfir hafa dunið.
Á ýmsan hátt var árið viðburða-
ríkt. Og greinilega var hægt að
sjá hvert stefndi í mörgum aðal-
málum þjóðanna. En víðast hvar
og á flestum sviðum fór sundrung
vaxandi, hver höndin upp á móti
annari, innbyrðis meðal þjóðanna,
og' eins í viðskiftum þjóða á milli.
Óvenjulega víða fóru fram kosn-
ingar á þessu ári. í Þýskalandi
t. d. rak hver kosningin aðra.
Framan af var búist við að Naz-
istar myndu vinna fullkominn sig-
ur, og komast til valda. En í
árslokin er Hitlerfylkingin sundr-
uð? og nýr „sterkur maður“ kom-
inn til skjalanna, von Schleicher.
Enn er ekki hægt að fullyrða um
hverju von Sehleicher fær áorkað.
En eitt er víst að stjórn hans ber
í skauti sínu meiri frið og ein-
drægni innan lands meðal Þjóð-
verja, og meiri sátt.fýsi við aðrar
]>jóðir, en þar hefir verið ríkjandi.
í Frakklandi unnu vinstriflokk-
arnir á við kosningarnar. — í
fjögur ár höfðu hægriflokkarnir
verið þar við völd. Nú tók hinn
reyndi foringi frjálslyndra, Her-
riot við stjórnartaumunum. Og
enda þótt hann hafi sjálfur orðið
að hröklast, úr stjórninni, fyrir
hvatvíslega atkvæðagreiðslu í þing
inu, er andi hans ríkjandi í stjórn
inni.
í Bandaríkjunum voru það einn-
ið frjálslvndir sem unnu kosn-
ingarnar. — Árangnum af þeim
úrelta fyrirkomulag, að hinn ný-
kosni forseti verður að bíða í 4
mánuði, uns liann fær að taka
við stjórninni. Eins og eðlilcsrt er,
or Roosevelt ófús að skýra frá
fýrirætlunum sínum fyr en hann
hefir fengið stjórnina í hendur.
Emi þá er engin ástæða til þess
að cfast um eindreginn vilja lians
til að hæta hag þjóðarinnar.
Hver ráðstefnan rak aðra á
árinu. Afvopnunarráðstefnan byrj
aði í rauninni árið áðiir. Hún var
nærri því öll komin út um þufur
vegna þess, hve Þjóðverjar voru
ósveigjanlegir að heimta jafn-
rjetti til vígbúnaðar. En sem
betur fór tókst að finna sam-
lcomulagsgrundvöll. Ei' ráðslefnan
hclditr áfram á þessu ári koma
Bandaríkjamenn, Fi-akkar og
Englendingar fram mcð tiílögur,
cr gera mögulegt, samkomulag um
vcrulega afvopnun. Kreppan ætti
að ýta undir afvopnun þjóðanna,
því allar þurfa þær nú að draga
ú’' útgjöldum sínum.
Ottawaráðstefnan var einn af
merkustu viðburðum ársins.
Hún var eðlileg afleiðing af
kosningasigri ílialdsmanna í Eng-
landi árið áður. Þá gerðust þau
straumhvörf í enskum stjórnmál-
um, að Englendingar hurfu frá
fríverslunarstefnunni, og tóku upp.
verndartolla. Er þetta byrjunin
að því, að breska heimsveldið loki
að sjer í viðskiftaheiminum. Er þó
eftir að vita hvort sú innilokunar-
stefna nær algerðum tökum á
þjóðinni, ellegar Englendingar
hverfa brátt frá lienni aftur. En
framtíð margra Evrópuríkja velt-
ur mjög á því, hve lengi Eng-
lendingar halda í þá stefnu-
Sólskinsblettur ársins var Laus-
anne-fundurinn í júlí, þar sem á-
kveðið var að strika út hinar á-
hemju skaðabótaskuldir Þjóðverja.
Að vísu var sú ákvörðun bundin
við það, að nokkuð af hernaðar-
skuldunum yrði einnig strikað út.
Ennþá sem komið er hafa Banda-
ríkjamenn þverneitað um eftir-
gjöf ófriðarskulda. Ur því sem
komið er verður aldrei liægt að
taka skaðabótamálið upp að nýju.
Er þess að vænta, að fjármálaráð-
stefna sú, sem Englendingar boða
til á þessu ári geti komið lagi á
hernaðarskuldamálin.
Bandaríkjamönnum verður vart
lagt það til lasts, að þeir gera það
að skilyrði, að veruleg afvopnun
komist á, ef þeir eiga að gefa, eftir
af hernaðarskuldunum. Það var í
sjálfu sjer ósæmilegt, af Evrópu-
þjóðum að heyja innbyrðis ófrið
fyrir amerískt fjc. og eðlilegt, að
það kæmi þeim í koll.
Sorglcgasti ]>átturinn í sögu árs-
ins 1932 cr hnignun og vanmáttur
Þjóðabandnlagsins. — Bandalagið
hefir ckki gctað stemt stigu fyrir
óeirðum og vopnaviðskiftum í
Austur-Asm. þar sem Japanar
vaða um mcð báli og brandi og
þvcrbrjóta alla gerða samninga. —
Wíðan Jicfir bandalagið ekki borið
sitt barr, og fer 'áliti þess síhnign-
andi. Fundur bandalagsins í sept-
cmbcr vakti sáralitla athygli. Því
vcrður ckki neitað, að Englend-
ingar eiga nokkra sök á því, að
eklci hefir vcrið tekið í taumana
gcgn yfirgangi -Tapana. Kemur
bjer fram hið sama og á, öðrum
sviðum í ‘tjórnmálum Englend-
inga nú. að hin rikjandi hægri-
mannastjórn þar virðist srnia baki
við öðrum Evrópuþjóðum.
(Lausl. þýtt).
HlHáðasambjðlp
verkamanna (H. S. V.)
og liknarstarfsemin.
Fyrir nokkru hjeldu ýms líknar-
fjelög hjer í bænum sameiginleg-
an fund til þess að ræða um sam-
vinnu sín á milli við almenna líkn-
arstarfsemi hjer í bænum.
Á fund þenna kom fulltrúi frá
hinni reykvísku fjelagsdeild Al-
þjóðasamhjálpar verkamanna, er
nefnir sig svo fullu nafni, en
alment gengúr undir nafninu A.
S. y.
Fjelag þetta vinnur undir yfir-
skyni góðgerðastarfseminnar, og
glæpast ókunnugir á fjelagsskap
þessum. En þeir sem eru samtök-
um þsesum kúnnugir, vita sem er,
að hjer er ,,samhjálpin“ miðuð
við það eitt, að styðja og styrkja
starfsemi kommiinista á landi lijer,
og alt það þjóðskemdastarf, er
þeir hafa með höndum.
Annars gegnir furðu, að kom-
múnistar skuli fást við að skreyta
sig með ,,líknarstarfsemi“, þar
sem Öllum er vitanlegt, að þeirra
mark og mið er að alt sje í sem
verstu lagi, og að sem flestir eigi
við eymd og örbirgð að búa, þar
eð kommúnistar líta svo á að þá
sje jarðvegurinn fyrir byltingu
þeirra best undirbúinn.
Einn af Smærri spámönnum
þeirra sagði ekki alls fyrir löngu,
að neyðin væri best til þess að fá
fólkið til að aðhyllast kommtin-
isma. Kommúnistar hata alt, sem
getur orðið til þess að bæta kjör
þeirra, er við bág kjör eiga að
stríða, þeir ala, á öfund og hatri.
En af þfessari starfsdeild þeirra,
sem gengur undir nafninu A. S. Y.
fá menn nokkurn kunnleika, með
því að lesa grein eftir Erling
Friðjónsson cr nýlega birtist í
blaði sósíalista á Akureyri.
Þar segir svo:
Blaðið hefir í höndum skýrslu
yfir starfsemi íslandsdeildar A. S.
V frá stofndegi, 29. júní 1930 til
31. desember 1931, og reikninga
deildarinnar yfir sama tíma. —
Skýrsla þessi sýnir að á þessu eina
og hálfa ári hefir þessi fjelags-
skapur ekki náð meiri útbreiðslu
en það, að við árslok 1931 eru í
deildínni á öllu landinu tæp 700
manns. — Þar af helmingurinn í
Beykjavík. — Þetta er alt annað
cn glæsileg útkoma, þar sem í Al-
þýðuflokknum einum eru um 8000
manns. Eru þ. í A. S. V. samtök-
unum ekki eihu sinni áttundi hver
maður í alþýðusamtökunum-
Á þessu tímabili hefir deildin
safnað kr. 2.078.05 handa bág-
stöddum verkalýð innan lands og
utrn, Af því hefir ekki verið rit-
lilutað nema kr. 1.028.10. Kostn-
aðurinn við að afla þessara pen-
inga og úthluta þcim. nemur kr.
995.78. Og þarna fyrir utan er
eytt af þessum peningum, sem
safnað cr handa sjerstöku fólki,
ci stcndur í verkföllum, kr. 200.00
til að fara með börn í Reykjavík
í berjamó.
Því næst skýrjr greinarhöf frá
því að í blaði ..Samhjálpar verka-
manna“ í apríl í ár hafi verið
skýrt frá því. að alþjóðafjelagið,
ei starfað liefir í 10 ár hafi út-
hlutað sem svarar á 2. hundrað
miljónum króna. En í sama blaði
er það gefið í skyn að þgð sem
,,Samhjálpin“ hafi fengið inn frá
fjelagsmönnum hafi numið 360
miljónum, í fjelagsgjöld, auk ann-
ara samskota.
Hlutfallið virðist því vera hið
sama lijer og annars staðar, að
samhjálpin nái aldrei nema að
hálfu leyti til verkamanna — hitt
fari í „stjórnar“- og „dreifingar-
kostnað“ eða í hina pólitísku
spillingarstarfsemi, sem er aðal-
mark og mið A. S- V.
TTm „hjálparstarfsemi“ A. S. V.
hjer á landi segir í Alþm. að ekki
liafi verið útbýtt nema helming
ai gjafafjenu; sem hjer segir:
Til Krossanes-
verkfalls ....
Til sænskra
verkfallsm. ..
Til Isafjarðar-
verkfallsins ..
Til bágstaddra
í Kína ........
Allsherjarsöfn-
un ............
Safnað. Útbýtt.
kr. 689.15 409.53
— 223.57 111.63
— 962.83 507.00
— 62.25
— 140.25
Er þá aum frammistaðan, þegar
jsfnvel Erlingi Friðjónssyni
blöskrar, þegar tölurnar tala. —
Hahn kallar þó ekki alt ömmu
sína.
Ókeypis
lögfræðisieg aðstoð.
Yíða erlendis eru opnar skrif-
stofur þar sem almenningi, sem
ekki hefir efni á að fara með mál
sín til lögfræðings, eru veittar ó-
lteypis lögfræðilegar leiðbeiningar
og ýms lögfræðileg störf látin
ókeypis í tje. Eru skrifstofur þess
ar þá oftast reknar fyrir reikning
þess bæjarfjelags, sem þær eru
í og þá stundum með styrk frá
því opinbera og einstökum mönn-
um. —
Iljer í bænum er eins og kunn-
ugt er engin slík skrifstofa. En
meðan lagaskólinn var hjer og
eins eftir að Háskólinn tók til
starfa munu prófessorar þeir, sem
þá kendu lögfræði hafa veitt mönn
um lögfræðilegar leiðbeiningar ó-
keypis. En þetta lagðist brátt nið-
ur af ástæðum, sem hjer verður
ckki skýrt frá.
Nú hafa stúdentar i lagadeikl
Háskólans ákveðið að starfrækja
upplýsingastarfsemi í þessa átt.
\"erður starfsemi hagað þannig,
að upplýsingar og leiðbeiningar
verða aðeins veittar þeim mönn-
um, sem ekki hafa efni á að leita
til lögfræðinga með mál sín. Verðg
upplýsingar gefnar munnlega, en
ef þörf krefur verða einnig veitt-
ar skriflegar upplýsingar. Enn
fremur munu þeir semja fyrir
menn lcærur, stefnur, alls konar
samninga, svo sem káupsamninga,
leigusamninga, verksamninga o. s.
frv., úmsóknir, skuldabrjlf, um-
boð og önnur slík skjöl.
En þar sem enginn styrkur er
veittur til þessarar starfsemi, verð-
ur ekki lijá því komist,- að sá, er
æskir skriflegrar aðstoðar verði
að greiða. kostnað þann, er af
hcnni leiðir, en alla vinnu munu
stúdentar láta ókeypis í tje.
Prófessorár lagadeildar hafa
tekið máli þessu vel og mun ávalt
einn þeirra vera viðstaddur þann
tíma, sem Skrifstofan er opin.
Starfsemin hefst næstkomancli
Skemtifjelagið
„Frelsi"
í Hafnarfirði hefir ákveðið
að halda g:rímudansleik n. k.
laugardag 14. janúar á Hót-
el „Björninn“ í Hafnarfirði.
Skemtunin hefst klukkan 8V2
stundvíslega. Allar nánari
upplýsingar gef ur Guðmund-
ur Guðmund'sson í Öldunni.
Sími 9189 og 9244.
STJÓRNIN.
Lfkkistn- og trje-
smiðannnnstofan
Öðinsgðln 13 s|ar na
jarðarfarir. Sími 4929.
Ólafnr og Halldór.
0£ skúr til leigu strax á aust-
uruppfyllingunni. — Upp-
lýsingjar í síma 3031.
Testnrbajar-
klúbbnrinn.
heldur
Danslelk
í K. R. húsinu í kvöld. Sex
manna hljómsveit frá Hótel
ísland spilar. — Aðgöngumið-
ar, sem kosta 2,50 fyrir döm-
ur og 3,50 fyrir lierra, verða
seldir í K. R. húsinu eftir kl.
1 í dag.
Allir fjelagar og gestir þeirra
velkomnir.
Góð skemtun. Fjölmennið.
Stjórn V.b.kl.
Leikfjelag Reykjavíkur.
á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar
seldir í lðnó í dag kl. 4—7 og á
morgun eftir kl. 1.
mánudag í kenslustofu lagadeilcl-
ar og verða leiðbeiningar veittar
þar frarovegis livern virkan mánu
dag kl. 8—9 síðd.
Undirbúningsnefndin.
\