Morgunblaðið - 22.01.1933, Síða 3

Morgunblaðið - 22.01.1933, Síða 3
MOBGUNBLAÐIÐ Er ríkisvaldið máttlaust? i JpRorgttttbkt^to Útgref.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Rltftjórar: Jón Kjartanaeon. Valtýr Stefansson. Rltstjórn ok afgrelOsla: Austurstrœtl 8. — Slmi 1600. AUfflýslngastjórl: E. Hafberg. ▲UKljralngraskrlfstofa: Austurstræti 17. — Slml 8700 Helmaslmar: Jón Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. E. Hafberg nr. 3770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 & mánuBl. Utanlands kr. 2.50 á mánuOl. 1 lausasölu 10 aura eintaklO. 20 aura meO Lesbðk. Rufcin löggcrsla. Á fjárhagsáætlunum bæjar- sjóðs og hafnarsjóðs Reykjavík- ur fyrir árið í ár, eru áætlaðar 69 þús. kr. til aukningar lög- gæslu, frá því sem nú er. Eftir |)eim atburðum, sem hjer hafa gerst síðustu mánuðina, getur engum komið það á óvart, að ráðstafanir verði gerðar til að auka löggæsluna hjer í höfuð- staðnum. Er þá fyrst að telja þardag- ann 9. nóv., en síðar en ekki síst baráttu Alþýðuflokksins og samþyktir verkalýðsfjelaganna gegn aukinni löggæslu og laga- vernd í landinu. Andstöðu jsína gegn lögreglu byg'gja sósíalistar á því, að lög- regla sje hjer óþörf. En þeir "vara sig ekki á, eða virðast hafa gleymt því, að nokkrir af brodd um flokksins hafa með eigin framferði og handafli sýnt, að lögregla er hjer nauðsynleg, •«kki síður en annars staðar. — Kennir ekki lítillar mótsagnar t. d. hjá Hjeðni Valdimarssyni, ■er hann leggur hönd að verki :aneð kommúnistiskum óaldarlýð, til þess að ráða niðurlögum lög- regluvalds í landinu, og fer síð- an heim og heldur því fram, að lögregla sje óþörf. Hann getur a hæsta lagi sagt, að lögregla sje honum óþörf og flokki hans. En meðan hann starfar með upp- reisnarlýð, þá getur hann trauðla haldið því fram, að lögregla sje þjóðfjelaginu óþörf. Hefði hann ■verið í hóp friðmælenda og sátta- -semjara, þá væri aðstaða hans öll önnur. Á Norðurlöndum hafa bæir á .stærð við Reykjavík jafnaðarlega 'Jögreglulið 60 manna, eða tvo lög- reglumenn fyrir hvert þúsund í- búa. Hjer nær lögreglulið bæjar- ins ekki helmingi á við það með- .-altal. Ein 4% af bæjargjöldun- um hafa ffarið til lögreglunnar. Og svo heldur formaður Dags- hrúnar, útlærður í þjóðfjelags- fræði, því fram, að lögreglu sje *hjer óþarft að auka. Hann vinnur að vísu að því, að sannfæra þjóðina um hið gagnstæða. Og hefir honum og flokksbræðrum hans tekist furðu fljótt að koma öllum almenningi .á þá skoðun, að hjer á landi verði ekki frekar en annarsstaðar vas- rækt sú frumstæða skylda þjóð- fjelagsins, að hafa samtök um að 'halda uppi lögum og rjetti. Annað erindi mn stjórnmál á •guðspekilegum grundveli flytur ’ón Arnason í Guðspekifjelags- ífiúsimt í lcvöld kl. 8f4. íslenska ríkið hjelt háííðlegt 14 ára fullveldisafmæli sitt á síðastliðnu ári. í afmælisgjöf fekk það ó- þyrmilega áminningu. Eftir 14 ára sjálfstæðisvímu vaknaði þjóðin loks við þá staðreynd, að ríkisvaldið hjá hinu unga og marglofaða sjálfstæða ríki var máttlaust og úrræðalaust. Nokkrir ribbaldar úr liði komm únista og sósíalista urðu til þess, að vekja þjóðina af svefni. Bæj- arstjórn Reykjavíkur sat á ráð- stefnu, til að taka ákvarðanir um ýms málefni, er höfuðborg ríkis- ins varðaði. Mitt í ráðstefnunni ryðjast þar að ofbeidismenn úr liði kommúnista og sósíalista. Þeir hóta bæjarfulltrúunum lík- amlegu ofbeldi — og jafnvel beita ofbeldi — ef þeir ekki vilja gera eins og þeim best líkar. — Leikur þessi endar með því, að bæjarstjórnarfundinum er hleypt upp, en lögreglulið bæjarins, sem kvatt er til aðstoðar, er barið til óbóta af ofbeldismönnunum. Þegar ríkisvaldið hafði fundið vanmátt sinn, reyndi það úr að bæta. Það ákvað að koma upp nokkru lögregluliði, til aðstoðar lögreglu bæjarins, ef á þýrfti að halda, til þess að tryggja frið- inn í landinu og vernda borgar- ana fyrir ofbeldisverkum óróa- seggja. Þóttist nú ríkisvaldið þess megnugt, að reyna að koma fram ábyrgð að lögum á hendur ofbeld- ismönnunum. Það skipaði sjer- stakan rannsóknardómara til að upplýsa, hvað fram hefði farið 9. nóv., og nú hófust langar og strangar yfirheyrslur. Að þeim loknum fyrirskipaði ríkisvaldið, að sakamál skyldi höfðað gegn 17 mönnum, og bíða þeir nú dóms. En á meðan rannsóknarvjel ríkisvaldsins var í fullum gangi, taká höndum saman hinir ákærðu ofbeldismenn og hefja skipulags- bundna herferð gegn varalög- reglu ríkisins. Þeir eru við og við kvaddir til yfirheyrslu, en óð- ara slept aftur, svo að þéir geti haldið áfram iðju sinni. Varalög- reglumenn ríkisins eru ofsóttir leynt og ljóst. Þeir eru rægðir og svívirtir, og reynt er að stimpla þá sem örgustu úrhrök þjóðfje- lagsins. — Ofbeldismennirnir fá stjettarfjelög verkalýðsins 1 lið með sjer í herferðinni gegn vara- lögreglunni. Þessi stjettarfjelög hafa hingað til viljað starfa á löglegum grundvelli, og hafa þau þess vegna hlotið viðurkenningu ríkisvaldsins, hvað sem úr verð- ur, eftir síðustu atburði. Varalögreglumennirnir eru ekki fastir starfsmenn ríkis. Þeir eru einskonar ígripa-lögregla, sem jafnan á að vera til taks, ef hin fasta lögregla reynist ónóg. Þar af leiðir, að varalögreglumenn fá aðeins litla þóknun fyrir starf sitt, enda svo til ætlast, að þeir hafi annað aðalstarf. Varalögreglumenn tilheyra ýms um stjettum og flokkum. — Þar eru verslunarmenn, iðnaðarmenn, námsmenn, sjómenn, verkamenn o. s. frv. Þegar varalögr^glu- menn eru ekki bundnir við æfing- !ar eða á vakt, reyna þeir að fá sjer vinnu, þar sem hún býðst, ef þeir ekki hafa fasta atvinnu. En nú hafa ofbeldismennirnir feng- ið stjettarfjelög verkamanna til þess, að bola varalögreglumönn- unum frá allri vinnu. Fimtudaginn 19. þ. m. höfðu 15 verkamenn úr varalögreglunni fengið loforð um vinnu við upp- skipun úr saltskipi, sem lá hjer á höfninni. Þegar vinna skyldi hefj ast, kemur Ólafur Friðriksson á vettvang með hóp manna með sjer. Hann kveðst vera þar mætt- ur í umboði verkamannafjelags- ins „Dagsbrúnar“, og flutti þau skilaboð, að varalögreglumenn mættu ekki vinna við uppskipun- ina. Ef þeir ekki þegar í stað hlýddu þessu boði, yrði beitt valdi. Leik þessum lyktaði þannig, að þessir starfsmenn ríkisvaldsins, varalögreglumennirnir, lögðu frá sjer vinnutækin og fóru heim. Rjett er að geta þess, að Hjeð- inri Valdimarsson er formaður ,,Dagsbrúnar“. — Hann er einn þeirra manna, sem ríkisvaldið hefir fyrirskipað sakamálshöfðun gegn, fyrir þátttöku í ofbeldis- verkunum 9. nóv. s. 1. Hinn á- kærði, Hjeðinn Valdimarsson, beitti sjer mjög fyrir því, að „Dagsbrún“ stigi þetta djarfa spor, sem nú hefir verið stigið. Sú ákvörðun getur ekki hafa ver- ið tekin með hagsmuni fjelagsins fyrir augum, því að vitanlega bak ar fjelagið sjer ábyrgð með því að rísa þannig upp gegn ríkis- valdinu. Ríkisstjórnin hefir ekki neitt aðhafst til þess að brjóta á bak aftur þessa síðustu kúgun ofbeld- ismanna. Þetta aðgerðaleysi sýn- ir, að ríkisvaldið er enn mátt- laust. Ekki er minsti vafi á því, að „Dagsbrúnar“-broddarnir hafa með framferði sínu teymt verka- lýðsfjelögin út á háskalega braut, sem getur haft hinar alvarleg- ustu afleiðingar fyrir samtök verkamanna. Samtök verkamanna hafa með þessu verið tekin út af hinum löglega grundvelli, sem þau hafa hingað til starfað á. Þau hafa beinlínis stofnað til uppreisnar gegn ríkisvaldinu. Ekkert þjóðfjelag, sem vill vera í tölu rjettarríkja, getur þolað það, að borgararnir rísi, gegn lögreglu ríkisvaldsins. Og þó að íslenska stjórnin treysti sjer ekki, að láta nú þegar til skarar skríða gegn uppreisn- inni, þá getur Alþingi ekki setið þegjandi og horft á, að verið sje að grafa undan stoðum rík- isvaldsins. Alþingi það, sem saman kem- ur í næsta mánuði, verður að setja almenn vinnulög í landinu. Þar verður að setja skýr tak- mörk fyrir því, innan hvaða vje- banda verkalýðsfjelögin megi starfa. Þau hafa með framferði sínu sjálf knúið fram slíka lög- gjöf. — iStjórnarskráin mælir svo fyr- ir, að fullkomið atvinnufrelsi skuli vera í landinu. — Þetta stjórnarskrárákvæði er ekki til lengur. Það er dauður bókstaf- ur. Sjálft ríkisvaldið hefir ekki mátt til þess, að vernda atvinnu frelsi borgaranna. — Á meðan þetta ástand ríkir, verður ekki sagt, að við lifum í rjettarríki. Böta uantar. í fyrrakvöld vantaði þrjá vjel- báta úr róðri, einn af Sandi, ann- an úr Ólafsvík og hinn þriðja af Akranesi. Bátarnir frá Ólafs- vík og Sandi komu fram í gær- morgun, en Akranesbáturinn ekki. Hþnn heitir „Kveldúlfur". Sást það seinast til hans í fyrra- kvöld úti á miðum, að hann var að draga línuna, en hún slitnaði, og fór báturinn þá að leita að liinni uppistöðunni. í gærdag fekk Slysavarnafjelagið togarann ,Kóp‘ til þess að leita að bátnum. Ennfremur er saknað vjelbáts að austan, sem Valur heitir. Lagði liann á stað frá Fáskrúðsfirði 19. janúar og ætlaði til Vestmanna- evja. Á lionum eru fjórir menn. Varðskipið „Þór“ var fengið til þess að leita að bátnum í gær. 8 T S9b Kfint$rl ð göngulör. Þessi sjerkennilega teikning er frá frumsýningu leiksins í Kgl. leikhúsinu í Kaupmannahöfn fjrrir langa löngu. Þetta atriði er úr fyrsta þætti. Til hægri er Skrifta-Hans, þá leik- inn af hinum fræga leikara Ludvig Phister. Stúdentarnir í baltsýn eru þeir Fritz Hultmann og Miehaei Wiehe. Síðan hefir leilturinn verift sýndur mörg liundruð sinnum í þessu leikhúsi. Býr doktor f lœkolsfrœði. Halldór Hansen læknir gaf í fyrra vít bók um sjíikdóma, sem líkjast magasári (Pseudouleus ventriculi) og sendi ritið jafn- framt læknadeild háskólans með beiðni um að mega verja það fyrir doktorsnafnbót. Hefir deildin talið ritið fullgilt og fer vörnin fram næstk. laugardag (28. jan.) kl. 1 í Neðri deildarsal Alþingis. And- mælendur læknadeildar eru pró- fessor -Tón Hj. Sigurðsson og Guð- mundur Thoroddsen. Æski ein- hverjir aðrir að gagnrýna jútið (ex. auditorio), skulu þeir til- lrynna það forseta læknadeildar, próf. Jóni Hj. Sigurðssyni, í síð- asta lagi á fimtudag 26. janúar. Fisktollurinn í Englandi. Valera og írska þingið. Berlin, 21. janúar. írski stjórnarforsetinn de Val- era hefir nú látið það uppi, að hann muni beitast fyrir breytingu á skipulagi írska þingsins á þann veg, að mjög verði dregið úr valdi öldungaráðsins, og að tala þing- manna í beikl sinni verði lækkuð. (FÚ.). Uppreisnarmenn í Barcelona Berlin, 21. jamiar. Samkvæmt frönskmn fregnum hafa uppreisriarmehn varpað sprengjum í borginni Bareelona, og gert með því mikinn usla. Ekki liefir þó tekist að fá þessa fregn staðfesta. (FÚ.). Þjóðverjar sáttasemjarar í Asíumálum. London 21. jan. United Press. FB. Fiskimálafundurinn, sem full- trúar sóttu frá helstu borgum og útgerðarstöðvnm Bretlands, var haldinn í gær, og bar á alliniklu ósamkomulagi á fundinum, en af honum er erfitt að fá fregmr, því að sjerstakar ráðstafanir voru gerðar i, I þ°ss að hatda leyndu því. sem fram fór á fundinum, Þó er talið fullvíst, að heildsalar og smásalar sjeu algerlega mót- fallnir kröfum Fjelags breskra botnvörpuskipaeigenda. um að toll ur á fiski veiddum af erlendum fiskiskipum verði hækkaður. Stefnuskrá Fianna Fail. Dublin 21. jan. United Press. FB. De Valera hefir gefið út ávarp til kjósendanna og segir hann í því, að stefnuskrá Fianna Fail flokksins sje nákvæmlega hin sama í öllum aðalatriðum og við seinustu kosningar, meðal annars vilji flokkurinn afnám hollustu eiðsins, breytingar á sltipun þings ins o. fl., sem áður hefir verið getið. Berlin, 21. janúar. United Press. FB. Utanríkismálanefndin hefir til- kynt. í samráði vfð von Neuratk, að Þýskaland sje reiðubúið tiL þess að gera t.ilraun til að miðla málum i deilunni milli Japana og Kínverja. Nánari grein hefir ekkr verið gerð fyrir þessu. en áhersla lögð á hlutleysi Þýskalands. Strætisvagnastöðvunin í London. London, 21. janúar. United Press. FB. Samband fjelaga flutningaverka manna mun ekki veita starfsmönn um strætisvagnafjelaganna stuðn- iug í verkfallinu, að því er segir í tilkynningu, sem birt var í kvöld. 10.000 menn ta.ka nú þátt í verk- fallinu. Strætisvagnar, sem ekki eru í notkun, eru 1891 talsins og engir strætisvagnar í förum á 180 flul ningaleiðum. Togararnir Bragi og Karlsefni eru nýfarnir hjeðan á leið til Eiff- lands með afla sinn. Fisktökuskipið Sado, sem hýer hefir legið pi hríð. lagði á stað- til Bretlands í gær. ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.