Morgunblaðið - 22.01.1933, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
1 öðrum löndum eru lögreglu-
menn tvöfalt eða margfalt rjett-
hœrri en almenningur. Þar varðar
þalð stórfeldri refsing — jafnvel
þrælkun svo árum skiftir, ef mikl-
ar sakir eru til — að fara svo með
iðgregluliðið, sem hjer hefir verið
gert. En hjer er því líkast, sem
flestir meti slíkar aðfarir eins og
gamanleik, eða nokkurs konar
akylduverk.
Ólíklegt er þó, að rlkisstjórnin
vilji nú lögfesta þetta álit, eða
rjettlæta þá, er því valda, og
Ðýta þannig fyrir rússnesku rjett-
arfari hjer.
Hvað segir nú þulur — og land-
læknir — um ríki. og stjórn kom-
múnista, þó þeir skammist sín fyr-
ir að telja sig í flokki þeirra,
eins og margir aðrir! Síðar nefndi
þýðir (sjálfsagt „hlutlausa" !) lof-
gjörð Rússabolsa sjálfra um fimm
ára áætlun þeirra. En fyrnefndi
aegir um þessa dásamlegu bok:
„Að lesa bókina, er að dvelja í
anda dálitla stund í Ráðstjórnar-
ríkjunum, eina svæði jarðarinnar,
þar sem er að vora fyrir betri
öld.“
Og eftir lesturinn þyrfti hann
„dálitla stund til að jafna sig á
ný“, því flutningurinn hefir víst
verið nokkuð þvingandi, úr para-
dis Rússlands, heim aftur í víti
Reykjavíkur, sem er að hans sögn:
„dýrasti, fávísasti og ömurlegasti
burgeisabær veraldarinnar.“
l)t af þessnm orðum Sigurðar,
og gerólíku skoðun hans og
margra annara á þessiim nefndu
stöðum, vil jeg spyrja hann og
fleiri. Viljið þið ekki, góðu herrar,
Sigurður, Vilmundur, Hjeðinn,
Ólafur, .Tónas, Hermann, Eysteinn,
Gísli o. s. frv. gera svo vel að
flytja vkkur alfari úr kvalastað
Reykjavíkur í rússneska sælustað-
km t Þar gætuð þið sjálfsagt. lif-
»f, í dásemdum Sovjetstjórnar og
daglegum matarskamti hennar, ef
akkert skorti á vinskap og hlýðni
við hana, ef ekki kæmi þess í
»tað brottrekstur frá atvinnu og
öllu bjargræði. eða kúla í höf-
uðið.
Þeir yrðu vafalaust miklu fleiri
í Reykjavík, sem heldur mundu
samfagna ykkur, en syrgja burt-
förina. Og því almennari hygg
jeg að yrði fögnuðurinn, ef þið
vilduð gera svo vel að hafa með
ykkur, fjelaga ykkar og skoðana-
bræður, svo sem Erling, Gunnar,
Guðjón, Brynjólf, Jens, Villa og
aðra slíka þjóðmálaskúma, ásamt
nokkrum atvinnuleysingjum úr
hljóðlátara liðinu, sem þessir menn
allir vildu víst fúslega bjarga frá
glötuninni hjer á landi. Og svo
gæti líka komið sjer vel í Rúss-
landi, að hafa með sjer nokkuð
raarga nýliða, sem ekkert mætti
segja nje gera nema hlýða, og taka
þegjandi við því einu, sem að
þeim væri rjett, hversu ilt og
lítið sem það væri. Því sennilega
vildu nú margir af þessum nefndu
mönnum þegar þar að kæmi (eins
og hjer), fremur taka þátt í því
að skamta matinn, enn að setjast
i mötuneytið, fremur halda á
penna en grjótsleggju, og hand-
leika fremur byssuna sjálfir, en
vera hafðir að skotspæni.
Grímur Gamlason.
Hraðskreitt herskip.
ítalir hafa nýlega fullsmíðað
10.000 smál. beitiskip, sem heitir
„Bolzano". Það fór reynsluför
sína í vikunni fyrir jólin og var
hraði þess að meðaltali 38 sjómíl-
ur 'á klukkustund. Er þetta hrað-
skreiðasta herskip, sem til er af
þessari stærð.
Jarðgöng undir Schelde.
Belgar hafa grafið jarðgöng
undir ána Sehelde í Antwerpen
og tengja þau saman borgarhlut-
ana- Vígði konungurinn göng þessi
rjett fyrir' jólin. Þau eru 3000
metra löng og ökubrautin í þeim
ei' 6.75 metra breið. Unnið hefir
verið að jarðgöngum þesum í 30
mánuði.
Fóðursílö.
Jeg sje, að hlaupagikkur Fram-
sóknar, formaður skilanefndar
síldareinkasölunnar sálngu, hr.
Svafar Guðmundssonar er í blöð-
unum að eggja bændur á að kaupa
hinar jarðnesku leifar síldareinka-
sölunnar, síld sem liggur hjer.
Síld þessi er sem kunnugt er
frá sumrinu 1931, og er því liðið
um iy2 ár, síðan hún var veidd.
Eftir því sem jeg best veit, hefir
síldin hlotið misjafna geymslu, og
er því ástæða til að spyrja hvort
svo gömul síld sje nú ekki orðin
þrá og rotin. En vera kann, að
hinn andlegi tilberi Svafar Guð-
mundsson álíti, að hin pólitíska
rotnun, sem hefir skapað gengi
hans og hann íagt sinn skerf til
sem fulltrúi í S- 1. S., sje búinn
að gera bændur svo samdauna, að
þeir finni ekki rotnunarlyktina,
og hann þykist ekki vera búinn
enn þá að ganga svo frá efnahag
þeirra, að hann telur vel farið,
ef hann gæti gint þá til að kaupa
rotnaðar leifar hinnar pólitísku
emkasölu og þeir glæpst á að
gefa skepnum sínum slíka ein-
okunarólyfjan. Þetta á víst að
skoðast sem einn liður í hinni
skipulangsbundnu starfsemi Fram-
sóknar til þess að prjóna í glopp-
urnar á hinni frægu framsóknar-
brynju bændanna. Þó það kosti
líf og heilsu búpenings bænda, —
það er aðeins aukaatriði. — Því
útarmaðri sem þeir verða, því
betra er að „möndla“ þeim. Kem-
ui' þarna fram hin sameiginlegá
starfsemi Framsóknar og komm-
únista. Með útörmuninni geta þeir
náð hinu eftirsótta marki.
Bændur, látið ekki blekkjast. —
Eins og óþrá síld er gott fóður,
eins er þrá og úldin síld skað-
leg heílsu skepnunnar. Hún er
ekki til annars en að sökkva
í sjó út eða hrenna, því til áburð-
ar er hún vart hæf vegna salts-
ins. Ætti ríkisstjórnin frekar að
fyrirbjóða sölu hennar en láta
skilanefnd einokunarinnar hafa
bændur að fjeþúfu til þess eins
að bjarga nokkrum krónum úr
hinu mikla fyrirmyndar þrotabúi.
P. Stefánsson, Þverá.
Útvarpið í heimmum.
London í des. FB.
Hagfræðingur, sem helt ræðu
á nýafstöðnum fundi í Hagfræði-
fjelaginu í Manchester (Manchest-
er Statistical Society), fræddi á-
heyrenduma um eftirtektarverð
atriði sem snerta útvarpsmálin. —
Tölur þær, sem hann hafði yfir,
voru fengnar frá Alþjóðaútvarps-
sambandinu í Genf (Intérnational
Broadcasting Union). Samkvæmt
tölum þessum eru 34 miljónir
heimila í heiminum sem hafa við-
tæki, en hlustendur, sem hafa not
þessara viðtækja eru taldir 140
miljónir. í Evrópu era hlustendur
taldir flestir í Bretlandi og Þýska
landi. í hinu'fyrnefnda. landi 4.-
831.436, en í Þýskalandi 4,119.531
í engum öðrum Evrópulöndum er
fjöldi hlustenda yfir ein miljón.
1 hlutfalli við íbúafjöldann eru
hlustendur flestir í Danmörku. —
Hagfræðingur gerði að umtals-
efni tilhögun útvarpsmálanna í
hinum ýmsu löndum álfunnar og
taldi hana besta, í Bretlandi og
Danmörltu. Breska útvarpsfjelagið
(British Broadeasting Uorpora-
tion) ber sig ágætlega, þareð árs-
tekjur þess af viðtækjaleyfum
nema hálfri annari miljón ster-
lingspunda árlega, og er sú upp-
hæð miklum mun meiri en þarf
í kostnað. Ef tekið er til athug-
unar efnisval í Bretlandi, kemur
í Ijós, að helmingur þess, sem út-
Varpað er, heyrir undir hljómlist,
en aðrir efnisflokkar eru fyrir-
lestrar, frjettir, „barnatími“ o.
fl. Rökræður merkra manna í út-
varpinu um mikilvæg efni eiga
vinsældum að fagna. (TJr blaða-
tilk. Bretastj.)
Hfiinm
mikið af karlmannafötum og
rykfrökkum, einnig dömu-
frakka í öllum stærðum.
Mflnchester.
Laugaveg 40. Sími 3894.
Karlmanna-
millipeysur,
nærföt, náttföt,
vinnuskyrtur,
nankinsföt,
drengjapeysur og
drengj askinnhúfur.
Ó d ý r t!
Hndries Pálsson.
Framnesveg 2. Sími 3962
Með
fægist bæði
fljótt og vel.
En endingin
er þó stærsti
kostur, því mjög er það
misjafnt hve fægingin end-
ist lengi. --- Þetta ættu
Húsmæði*- að athuga.
H.i. Efnagerð EeyLjavíknr
Holasolan s.f.
Sínl 4514.
Fangl ð Dlðflaey. — 35
»rar stundir þóttist húsbóndinn
▼era orðinn svangur aftur. Kon-
ttrnar hættu að dansa og sögðu
hljóðfæraleikendunum að fara
keim til sín. Og svo báru þær fram
mikið af mat og settu á skutul
fyrir framan öndvegi húsbóndans.
Hann át og kjamsaði aleinn. en
konurnar stjönuðu við hann og
rjettu homim alt sem liann girnt-
ist. Svo ræksti hann sig svo hátt,
að undir tók í öllu húsinu, stóð
á fætur og gekk út til þess að
reykja vindil undir beru lofti. Þá
fyrst, en af mikilli skyndingu,
rjeðust konurnar á matarleifarnar
og úðuðu í sig alt, sem á disk-
nnum var.
Jeg var heppinn, því að daginn
eftir fekk jeg atvinnu í dálítilli
▼jelaviðgerðasmiðju. — Eigandinn
▼ar sakamaður, sem hafði verið
látinn laus og þetta blómgaðist
•æmilega hjá honum. Svertingjar
e*ga mikið af reiðhjólum 'og sauma
▼jelum, en þó fyrst og fremst,
bifhjól. En þeir kunna alls ekki
með þessa gripi að fara. Þegar
saumavjel hleypur í baklás hjá
þeim, eru þeir vanir að slá henni
▼ifi vegg, og ef það dugir ekki,
þ« verða þeir að fara með hana
til viðgerðar.
Þannig er alt þarna, í smáu og
stóru. í rafmagnsstöðinni í Cay-
enne eru agætar nýtísku vjelar.
Þær hafa verið smíðaðar hjá nafn-
kunnu firma í Þýskalandi, en það
er svo mikið ólag á þeim að raf-
magnsljósin í Cayenne eru ekki
skærari heldur en ljós á litlum
opíulampa. Það er vegna þess að
vjelaranar ern orðnar fnllar af
.óhreinindum, og rafmagnsleiðsl-
urnar eru svo bágbornar að þær
leka hjer um bil allar.
Eftir nokkurn tíma ljet jeg af
starfi mínu þarna og fekk atvinnu
hjá miklu stærri vjelaviðgerða-
smiðju.
Að vísu er lífið fjölbreyttara
í Cayenne heldur en á Djöflaey,
en það mæðir miklu meira á mann
bæði andlega og líkamlega, því að
F.vrópumenn þola illa að vinna
erfiðisvinnu í því drepandi lofts-
lagi sem þar er, og svo geisar
hitasóttin þar.
í nóvember 1929 vildi mjer enn
happ til. Jeg átti kunningja, sem
hjet Pellissier, og hafði hann verið
dæmdur fyrir pólitískar sakir, en
látinn laus í Cayenne eins og jeg.
Einhverjn sinni fann hann skamt
frá Cayenne stóran demant. Hann
færði fangastjórninni dýrgripinn,
en hún seudi hann til París til
rannsóknar og fekk aftnr það
svar, að þetta væri mjög dýrmætur
gimsteinn ,,úr tærasta vatni.“ —
Fangastjórnin gaf Pelissier þá
frelsi með því móti, að hann sýndi
hvar haun hafði fnndið demant-
inn. Það gerði hann auðvitað. —
Hann vann í efnarannsókna og
gerlarannsóknastofu í Oayenne, og
áður en hann fór útvegaði hann
mjer stöðu sína.
Nú var lífið aftur orðið mjer
nokkurs virði. Jeg hafði sjerstak-
lega mikinn áhuga fyrir hinum
vísindalegu rannsóknum læknisins,
sem var formaður stofnunarinnar
og jeg komst, Gjótt upp á að
leysa mín verk af hendi. Margs
konar blóðrannsóknir og aðrar
rannsóknir voru gerðar þarna. því
að enginn hörgull var á slæmum
hitabeltissjúkdómum. Og það gaf
mjer kraft og sjálfstraust að vita
það, að jeg væri að vinna nauð-
synjastarf í þágu mannkynsins.
Einn af verstu hitabeltissjúk-
dómunum eru innyflaormar, sem
fangarnir fá og þjást lengi af
éður en þeir deyja. Þessi illyrmi
bora sig inn í berar iljar manna,
berast svo um líkamann, setjast
að í gömunum og auka þar kyn
sitt. Sakamennirair ganga flestir
berfættir, því að þeir selja skóna
sína. Og fangastjórnin er fyrir
löngu uppgefin á því, að hafa'
nægilegan skófatnað handa þeim,
því að ekkert hrekknr, þegar fang
arnir selja skóna jafnharðan og
þ.eir fá þá.
En hræðilegasta plágan í Cay-
enne er þó lepra, og komst jeg
nú fyrst í kynni við hana. Guð
hjálpi þeim mönnum, sem sýkjast
af lepra!
1 Maroni-ánni, nokkra kílómetra
fyrir ofan St. Laurent, er dálítil
eyja. Þangað eru sendir þeir fang-
ar, sem sýkjast af lepra, og marg-
ir fangar sýkjast af henni í Cay-
enne, því að þar er aldrei hugsað
ueitt um þrifnað og sótthreinsun.
Þeir, sem fluttir eru til eyjar-
irinar, eru þar eftirlitslausir, því
að ekki þykir rjett að hætta
neinum varðmanni í það pestar-
bæli. Annan hvern dag fer róðr-
arbátur t.il eyjarinnar. Fangar
sitja undir árum og einn varð-
maðnr er í bátnum. Og þegar
komið er að landi á eynni, fleygir
hann poka með matvælum á land,
snýr svo bátnum við og skipar
ræðurum að róa lífróður þaðan.
Það er opinþert leyndarmál í
Cayenne að ástandið á lepraeynni
St. Lonis —• svo heitir hún — sje
hvergi nærri gott. Þeir, sem þang-
að eru sendir, eru útskúfaðir úr
mannfjelaginu og geta gert hvað
sem þeim sýnist, því að enginn
varðmaður mundi þora að koma
nærri þeim. Þeir lia.fa engu að
tapa. Það er ekki hægt að refsa
þeim öðru vísi en leggja hendur
á þá. Þeir gera því eins og þeim
sýnist-og allri nýlendunni stafar
voði af framferði þeirra. Þeir
hafa smíðað sjer háta, sem þeir
fylla með grjóti og sökkva í fljót-
ið á daginní svo að þeir sjáist
ekki. Á kvöldin róa þeir svo í
land. til St. Laurent eða lítils
þorps, sem heitir Albina. Meðan
þeir eru heilhendir, búa þeir til
alls konar smíðisgripi, skrautgripi
handa Svertingjalconum, og svo
framvegis. Þelta selja þeir, þegar
þeir koma í land. og svo fara þeir
með peningana iun í lastabælin og
drykkjukrárnar. Þarna spila þeir
við Svertinaia og fanga aliar næt-
ur fram á morgun, eða þangað
til þeir neyðast til þess að fara
heim til sín. Auðvitað smita þeir
marga.
4111 mb islenskom Skipani!