Morgunblaðið - 09.02.1933, Side 4

Morgunblaðið - 09.02.1933, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Glænýtt fiskfars, nýreyktur fc«rfi Piskmetisgerðin, Hyerfis- gðtu 57. Sími 2212. Kaupum tóm sultntausglös og Qöííkur. Magnús Th. S. Blöndahl l.f. Sími 2358, Barnavagn, lítið notaður, óskast til kaups. Upplýsingar á Grett- ihgötu 22 D. (Steinhúsið.) Fidrfars, hvergi eins gott, ný- reyktur fiskur ódýrastur. Yerslun- ín Kjöt og Grænmeti, Bjargarstíg 16, súni 3464, Höfum fengið alls konar blóma og matjurtafræ. Flöra, Vesturgötu 17r sími 2039. Glæ ný ýsa, stútungur og reykt- nr fískur. Piskbúðin í Kolasundi. Sími 4610. Veislur, skemtanir og fundahöld. Sanngjarnt verð. Café Svanur við Barónsstíg og Grettisgötu. Tveggja til þriggja herbergja ibúð, með öllum þægindum, í eða núlægt miðbænum óskast 14. maí. Tilboð merkt „27“, sendist A.S.Í. falensk málverk, fjölb>-eytt 6r- val, bæði í olíu og vatnslitum, sporöskjurammar af mðrgum stærðum, veggmyndir í stóru úr- vali. Mynda- og rammaverslunin, FVeyjugötu 11. Sig. Þorsteinsson. Simí 2105. Kjötfars, heimatilbúið 85 aura kíló og fiskfars 60 aura % kíló. Fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. „Krulling“. Tek að mjer hár- liðnn í heimahúsum. Pöntunum vdift móttaka í síma 1945 til kl. n en 3831 eftir kl. 1. • Hulda Davíðsson. Glæ ný ýsa, stútungur. Beinlaus fiskur. Reyktur fiskur. Sími 4933. Fisksala Halldórs Sigurðssonar. SklðafOt fyrir dömur og herra. Uöruhúsia. Kolasalan s.f. Simi 4514. 1 »eir, sem kaupa trúIofunarhrin)?s hjá Sigurþór verð nltaf ánægðir. Lilln-eggjadnflið er búið til úr bestu fáanlegu efn- um, enda viðurkent af húsmæðr- um fyrir gæði. Það besta verður það ódýrasta. I Hár við íslenskan búning fáið þið best og ódýrast unnið úr rothári í Versl. Goðafossr Laugaveg 5. Sími 3436. Útlend blifð, n$komin: 111. Familie-Journal Vore Damer Nordisk Mönster-Tidende Pariser Reeord Filmjournalen. Hamburger Illustrierte. Yms önnur útlend blöð koma m-áð næstu skipum. Peuninn. Pappírs- o g ritfanga verslun. Ingólfshvoli. Daqbóh. Veðrið í gær: Við Færeyjar er stormsveipur á hreyfingu austur eftir. Veldur hann hjer á landi höi'ðum straumi af kuldalofti norðaustan úr ísliafi, en hinsveg- ar hlýrri suðvestan átt um Bret- landseyjar. Frost er nú 6—8 st. norðan lands en 3—4 st. víðast sunnan lands. Veðurútlit í dag: N-hvassviðri fyrst, en fer lygnandi: Bjart og kalt. t Dánarfregn. Maria Clementia, ein af systrunum á Landakots- spítala andaðist 5. þ. m. og verð- ut jarðsungin frá Landakotskirkju kl. 10 árdegis á morgun. Hríðarveður var í fyrradag í austur hluta Rangárvall asýslu og Mýrdal. Spiltust vötn mjög, og tafðist fyrir það pósturinn. sem var á austurleið. Síldveiði var allgóð á Seyðis- firði seinni hluta sl. viku. Báts saknað. Klukkan um sex í gærkvöldi var símað til Slysa- varnafjelagsins úr Grindavík og því skýrt frá, að menn væru hræddir um opin vjelbát þaðan, sem farið hefði í róður en ekki kominn fram. Slysavarnafjelagið bað þegar loftskeytastöðina, að gera skipum aðvart; sömuleiðis var tilkynning send í útvarpinu kl. 7 í gærkvöldi. Skömmu síðar kom skeyti frá þýskum togara, og hafði hann þá fundið bátinn og var á leið með hann til hafnar. Vjel bátsins hafði bilað. Skautasvell hefir verið á Tjörn- inni undanfarna daga, og hafa mjög margir notið þess. A hverju kvöldi hefir verið krökt af fólki á skautum, og svo mun verða á meðan skautasvellið helst. Það er Skautafjelag Reykjavíkur sem sjer um svellið, og ættu menn að styðja starfsemi fjelagsins, með' því að gerast meðlimir þess. Grímudansleikur Ármanns verð- ur á laugardaginn kemur í Iðnó. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19,05 Erindi um ullarvinnu og íslensku vikuna (Halld. Bjarnadóttir.) 19,30 Veður fregnir. 19,40 Tilkynningar. Tón- leikar. 20,00 Klukkusláttur. — Frjettir. 20,30 Erindi: í klaustri. (Síra Garðar Þorsteinsson). 21,00 Tónleikar. (IJtvarpskvartettinn). Grammófón: Einsöngur (Villa- bella): Boieldieu: Tvö lög úr „la, Dame blanche.“ Leo Delibes: Syl- via Ballet (Kgl. operuorkestrið í London, Maleolm Sargent). Strandmennirnir af enska tog- aranum St. Honörius, sem strand- aði á dögunum við Melrakka- sljettu eru væntanlegir með Esju. Þeir hafa til þessa verið einangr- aðir á Asmundarstöðum vegna in- flúensu, en eru nú allir orðnir frískir. Inflúensan breiðist ekkert út frá Ásmundarstöðum. — St. Honorius er nú sokkinn í sjó. — Hinn enski togarinn, Sicyion, sem einnig strandaði við Melrakka- sijettu er á grynningum og eigi talið vonlaust um, að takast megi að ná honum út. Hefir heyrst að von sje á ensku björgunarskipi til þess að reyna að ná togaranum út. Vakningasamkomurnar í Hafn- arfirði byrja í kvöld kl. 8 í Sam- komusal Hjálpræðishersins. Allir velkomnir. Árshátíð Framtíðarinnar, fjelags lærdómsdeildarnemenda Menta- skóbms verður haldin í kvökl kl. 9. Lúðrasveitin „Svangurinn“ leikur nokkur lö'r fvrir framan skólann kl. 9J4, ef veður leyfir. Pjetur Sigurðsson flytur fyrir- lestur í Varðarhúsinu í kvöld kl. 8i/2 síðd. Tennisdeild K. R. biður þess getið að hin forkunnar fagra skreyting sem var iá dansleiknum þá er aðaldansleikur K. R. var haldiniT síðastliðinn laugardag, verði einnig notuð á grímudansleik Tennisdeildarinnar, sem haldin verður á laugardaginn kemur. Frá höfninni. Kolaskip kom hingað í gær til Olafs Gíslasonar og Co. Tveir enskir togarar komu t.il viðgerðar og Súðin frá Eng- landi. Hilmir, sem legið hefir á Kleppsvík, var fluttur hingað í gær og verður 'farið að búa hann út á veiðar. Linuveiðarinn Sigríð- ur kom af veiðum. Skipafrjettir: Gullfoss fór frá Reykjavík í gærkvöldi til útlanda. — Goðafoss lcom til Hamborgar í gær. — Brúarfoss er á uppleið. — Dettifoss var á ísafirði í gær, á norðurleið. — Lagorfoss var í gær á leið til Djúpavogs. — Selfoss var í Keflavík í gær. Frönsku-áhugi. Eins og áður hefir verið um getið hjer í blað- inu, dvelur Madame Jollivet, kona H ð 1 a r a r. Gætið þess að á hverri dós sem þjer kaupið af málm- ingu og lökkum, standi nafn A/S SADOLIN & HOLMBLAD. Það besta er ætíð ódýrast. NOTID MIQ ÉG E.R FL JÓTVI RKUR_ OQ QER i DÚKBNA HALDGODB M OG HJJ -TPEG I LTAQRa H. B. b GO. Kaapmenn I Mnnið eitir, að 0TA og GYLDEN AX haframjölið, sem ern heimsþekt iyrir gaði, seljnm við mjð§ ðdýrt.-Reynið það. I!. Dsnoðikfssfsis & Co. Sími 1228 (þrjár línur). rniaiauiiiiia 1 n—iiiwniiiiwniniin ii rniHniiniiirTiiiinr rmunniwiiiiiiwmiii ii i"» imi iiii miii . .. n i i liins nafnkunna prófessors í nor- rænum fræðum við Parísarháskóla, hjer um stundarsakir og kennir fr-önsku. Það er til marks um vaxandi áhuga á frönskunámi hjer í bænum, að frúin liefir um 80 nemendur, enda fer mikið orð af því, hve kensla hennar sje góð. Frúin mun hafa í hyggju að flytja nokkra fyrirlestra á há- skólanum, um franskar - bók- mentir. K. F. U. M. A-D fundur í kvöld kl 81/Ó. Y.D. annast fundarefnið. Allir karlmenn velkomnir. Verslunarmannafjelag Reykja- víkur. Bókaútlán og spilakvöld í dag. Blindravinafjelag íslands hefir, aúk þess sem um var getið í gær, fengið góðar gjafir frá ýmsum styrktarmönnum. Má t. d. nefna 220 kr. frá Jóhanni F. Egilsson, Nýlendugötu 7, 300 kr. dánargjöf frá Ólafi Ólafssyni, Grettisgötu 55 og 200 kr. frá Thorvaldseus- fjelaginu. Ennfremur hafa margir fjelagar greitt allríflegar upphæð- ir til fjelagsins og þar með gerst æfifjelagar. Ferðafjelag íslands hiður þá sem tilkynt, hafa þátttöku í Ijósmyndakepninni að afhenda: myndirnar á skrifstofu fjelagsins í Edinborg, fyrsta gangi nr. i, á föstudag nlc. kl. 9—-10 síðd. Næsti háskólafyrirlestur Matt- hlasar Þórðarsonar þjóðminjavarð ar um búnað kirkna og prestæ á fyrri öldiim er í dag kl. 6 í þjóðminjasafninu. Stjórn Ármanns biður drengi er æft bafa glímu lijá fjelaginu í vetur að mæta í fimleikasal Menta- skólans í kvöld kl. 9—10. Danska varðskipið Hvidbjörnen kom hingað i fyrradag og var sett í sóttkví. Kolsýru-eitrun. Litlu munaði að kolsýru-eitrun yrði þrepi mönn- um að bana á Akureyri aðfara- nótt miðvikudags sl. Var þrent I heimili, tvær konur og karl- maður. Kolaofh var í herberginu og var lokað fyrir ofninn og kol' sett á eldinn áður en háttað var á þriðjudagskvöld. Gekk fólkið því næst til svefns. Næsia morg- un voru báðar konurnar meðvit- unarlausar I rúminu; en karlmað- urinn gat við illan leik gert lækni' aðvart'. Hann kom brátt á vett- vang og gat bjargað fólkinu. — Hafði myndast gaseitrun frá ofninum. Fanginn á Djölfaey. Vegna sí- feldra fýrirspurna um þessa merkilegu æfisögu, sem birt var- bjer I blaðinu, skal þess getið, að hún er væntanleg sjerprentuð innan skamms. Bókasafnið í „British Museum“ hefir um 4 miljónir binda. Hyllu- lengd bókasafnsins er 88 kílómetr - ar. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.