Morgunblaðið - 16.02.1933, Qupperneq 3
M O 8 GUN B t A Ð ©
jÉftorguublaM^
Öt*ef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk.
-iltetjórar: Jón KJartanaaon.
Valtýr Stefknsaon.
■tJtatJórn og afgreióala:
Austurstræti 8. — Simi 1Í00.
tUKlýalngastJðrl: E. Hafberg.
tUKlýaingaakrifstofa:
; Austurstræti J7. — Slaai 8700
Helaaasimar:
| Jón KJartansson nr. 8742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
E. Hafberg nr. 8770.
| Áakriftagiald:
Innanlanda kr. 2.00 & m&nuSl.
Utanlanda kr. 2.60 A mánuBL
• t lauaaaðlu 10 aura eintaklB.
20 aura meb Leabók.
Þingið.
* í gæi' var þingið sett,
Þjóðin væntir mikils af þessu
'þing-i, væntir þess fyrst og fremst
■að þingið leiði stjórnarskrármálið
í farsæla liöfn, svo fenginn verði
grundvöllur fyrir rjettlát kosn-
Ingalög.
Jafnframt og ekki síður er þess
vænst, að þetta þing sýni atorku
-og fyrirhyggju til þess að færa
rekstur þjóðarbfisins til samræmis
við núverandi fjármálaástand og
g.ialdþol þjóðarinnar.
Er þess nú beðið með eftirvænt-
ing, hvort þingið að þessu sinni
vex af vandanum, og fær leyst úr
verkefnunum, ellegar vandinn
reynist því ofvaxinn, hvort nægi-
Tega margir þingmenn skilja kröf-
ur nútímans á því stjórnarfarslega
og fjárhagslega sviði.
Fyr á árum voru málefni vor út
-á við, lát-in sitja í fyrirrúmi fyrir
liinum innri endurreisnarmálum,
atvinnumálum. A meðan svo stóð
■á, gætti þéss síður, þó eigi væri
íult stjórnarfarslegt jafnrjetti
meðal þjóðfjelagsborgaranna.
Síðan 1918 hefir, sem lrunnugt
■er, áhrif kjósenda á skipun AI-
‘þingis farið mjög eftir þvi í hvaða
flokki þeir eru, þjóðin ýmist á.tt
yfir höfði sjer, eða við að búa
löghelgað ofríki minnihlutastjórn-
;ar. —
Skilyrði til eindrægni og sam-
'starfs um velferðarmál þjóðarinn-
ai er, að með öllu verði girt fyrir
'löghelgaðaii órjett við skipun lög-
y ja farsa m k omun nar.
'Páist hann afnuminn, er fenginn
■samvinnugrundvöllur undir næsta
vandameira og flóknara verkefnið,
,að byggja upp. í landi voru, eftir
þeim skilyrðum sem land og sjór
‘hafa að geyma, trygga. og lveilla-
TÍka atvinnuvegi, er veita öllum
■þeim sem vinna vilja og bjarga
fsjer, örugga og bjarta framtíð.
Andstaða Regn skattahækk-
unum í Frakklandi.
Paris, 15. febrúar.
United Press. FB.
Miðar með mótmælaályktunum
-gegn skattahækkunum þeim, sem
fulltrúadeildin samþykti, hafa ver-
ið límdir upp í bæjum og borgum
Frakklands, um gervalt landið.
‘Skattahækkanir þær sem um er
að ræða, nema 3 miljörðum og
'239 miljónum franka.
Talið er ekki ólíklegt, að öld-
ungadeild þingsins felli skatta-
hœkkanirnar og verði ríkissjórnin
'því að biðjast lausnar.
Þingsetning.
Kl. laust fyrir 1 í gær komu
þingmenn saman í anddyri þing-
hússins og gengu þaðan í lrirkju
og Idýddu þar á. guðsþjónustu.
Magnús Jónsspn prof. theoi.
pi'jedikaði og lagði út af Mattl.e-
usarguðspjalli 6. kap. 31.—33.
Versi:
Ségið því eklíi áhyggjufullir:
Hvað eigum A'jer að eta?, eða:
Hvað eigum vjer að drekkaf, eða:
Hverju eigum vjer að klæðast?
Því að eftir öllu þessu sækjast
heiðingjarnir, og yðar himneski
faðir veit, að þjer þarfnist alls
þessa. En leitið fyrst ríkis lians
og rjettlætis, og- þá mun alt þetta
veitast yður að auki.
Magnúsi Jónssyni mæltist vel
og skörulega að vanda. Kirkjan
var troðfull af fólki. Biiið var að
tilkynna það, að guðsþjónustunni
yrði útvarpað, en laust fyrir kl.
1 varð einhver bilun í útvarps-
stöðinni á Vatnsenda og komst
útvarpið ekki í lag fyr en M. J.
var fyrir nokkru byrjaður á ræðu
sinni.
Að guðsþjónustu lokinni gengu
þingmenn til fundar í neðri deild-
arsal Alþingis. Þar las forsætis-
ráðherra upp hin venjulegu kon-
ungsbrjef, um að Alþingi væri
stefnt saman og lýsti því næst
yfir, að þingið væri sett. Bað for-
sætisráðherra því næst þingheim
að minnast ættjarðarinnar og kon
ungs með ferföldu húrra, og var
það gert.
Þá bað forsætisráðherra aldurs-
forseta þingsins, Svein Ólafsson 1.
þm. Sunnmýlinga, að taka sæti í
forsetastól og stýra fundi uns lok-
ið væri kosning' forseta.
Aldursforseti mintist, fjögurra
fyrverandi þingmanna, er látist
höfðu síðan Alþingi kom síðast
saman. Voru það þeir August
Flygenring, Björn Sigfússon frá
Kornsá, Einar Jónsson frá Geld-
ingalæk og Ólafur Friðrik Davíðs-
son. Þingmenn mintust þeirra með
því að rísa upp úr sætum sínum.
Þessu næst skiftu þingmenn sjer
í þrjár kjöi'deildir til þess að at-
huga kjörbrjef. Eitt kjörbrjef lá
fyrir til athugunar og úrskurðar;
var það ltjörbrjef Pjeturs Hall-
dórssonar þm. Reykvíkinga.
Fyrsta kjördeild fekk kjörbrjef
hans til athugunar; hafði hún
ekkert við það að athúga og- sam-
þykti þingið kosninguna.
Er hjer var komið frestaði ald-
ursforseti fundi til kl. 5 síðd.;
ástæðan til þessarar frestunar var
sú, að Framsóknarflokkurinn
hafði ekki verið búinn að komá
sjer saman um fórsetana.
Kosningar í sameinuðu þingi.
Er fundur hófst að nýju fóru
fram kosningar í sameinuðu þing’i.
Tr. Þórliallsson var kjörinn for-
seti Sþ. með 23 atkv., Jón Þor-
láksson hlaut 14 atkv., en 4 seðl-
ar voru auðir. Varaforseti Sþ. var
kjörinn Þorleifur Jónsson með 23
atkv. Skrifarar: Jón A. Jónsson
ög Tngólfur Bjarnarson.
1 kjörbrjefanefnd voru kosnir:
Pjetur Magnússon, Magnús Jóns-
son, Sveinn Ólafsson, Guðm. Ólafs-
son og Bergúr Jónssön.
Kosningar í deildum.
Efri deild.
Forseti: Guðm. Olafsson með 7
atkv., Halldór Steinsson hlaut 6
atkv. og einn seðill var auður.
Varaforseti: Ingvar Pálmason
með 7 atkv., 7 seðlai' voru auðir.
2. varaforseti: Páll Hermannsson
með 7 atkv., 7 seðlar auðir.
Skrifarar: Pjetur Magnússon
og Jón .Jónsson.
Neðri deild:
Forseti: Jörundur Brynjólfsson
með 15 atkv., P. Ottesen lilaut 8
atkv., Bernh. Stefánsson 1 og 3
séðlar voru auðir.
Varaforseti: Ingólfur Bjarnar-
son með 16 atkv., 11 seðlar auðir.
2. varaforseti: Halldór Stefánsson
með 15 atkv., 12 seðlar auðir.
Skrifarar: Magnús Jónsson og
Bernliarð Stefánsson.
Frá Norðfirðiv
Norðfirði, 15. febr. 1933.
Aflafrjettir.
Ágætur fiskafli á smábáta inni í
firðinum síðustu daga, einnig síld
veiði. Línuveiðarinn „Sleipnir",
eign Páls Þormar fór lijeðan í
gærkvöldi iáleiðis til Reykjavíkur;
ætlar að stunda línuveiðar sjTðra
á vertíðinni.
Bæjarmálin í útvarpinu.
Mönnum hjer þótti yfirleitt
ljelegar útvarpsumræðurnar um
bæjarmál Reykjavíkur. Fólk iit
um land hefir yfirleitt lítinn á-
liuga fyrir þessum málum. Auð-
heyrt var að ýmsum fjarstæðum
var haldið fram, sem ekki getai
staðist gagnrýni.
Ðregur til stórtíðinda í Asíu.
Peking, 14. febrúar.
United Press. FB.
Fullyrt er hjer að Japanar und-
irbúi tilkynningu til kínversku
stjórnarinnar um úrslitakosti og
verði tilkynningin afhent ef Kín-
verjar fallist ekki á að hætta lið-
söfnuði í Jehol og mótspyrnu gegn
áformum Japana þar.. Kínverska
stjórnin hefir tilkynt, að hún muni
undir öllum kringumstæðum hafna
úrslitakostum Japana og berjast
uns yfir lýkur fyrir Jeliolhjerað
sem sje kínverskt hjerað, er Jap-
anar eigi ekkert tilkall til ög hafi
engar rjettmætar ástæður til þess
að senda her manna til.
Bankarnir fá greiðslufrest.
Detroit, 14. febrúar.
United Press. FB.
Ríkisstjórnin hefir gripið til
þeirra ráðstafana að lýsá yfir a.1-
mennu banlta-og lánstofnanafrxi
um átta daga skeið frá deginum
í dag að telja. Eru bankarnir því
í raun og veru undanþegnir öllum
greiðsluskyldum þennan tíma. Óll-
um bönkum ríkisins hefir verið
lokað vegna f járhagserfiðleika pen
ingastofnana, sem eru nú orðnir
svo erfiðir viðfangs, að óhjákvæmi
legt þótti að grípa til fyrnefndra
l'áðstafana í bilí
Til Strandarkirkju frá Vin 10
kr., S. B. 5 kr., ónefndmn 10 kr.
Frð útvarpsumræðunum
um bæjarmá! iReykjavíkiu.
Eigi mun mörgum blandast
hugur um hvernig á þeirri ný-
breytni útvarpsins stóð, að halda
umræðukvöld um bæjarmál
Reykjavíkur, og skifta ræðutíma
milli fjögra flokka.
Ljklegt var, að umræ;ðurnar
liefði borið állmikinn blæ af því,
að þar hefði minni hluti bæjar-
stjórnar þrefaldan ræðutíma á
móti meiri hlutanum, og hafi
meiri hluta xitvarpsráðs verið
ósárt um.
En umræður þessar munu ekki
hafa farið að óskum hins þrí-
elfda minni hluta m. a. vegna
þess að hann var ekki óskiftur,
er til kom, en aðallega vegna
þess hve ræður Hriflunga, Alþýðu
flokksmanna og kommúnista urðu
ómerkilegar, fullar af rakalaus-
um staðhæfingum, mótsögnum og
rembilegri mælgi,
Eins og' lesendum blaðsins er
kunnugt, flutti Jón Þorláksson
borgarstjóri hið fyrra kvöld er-
indi um fyrirtæki bæjarins. En
hið síðara kvöld tók Jalcob Möller
þátt í umræðum, af hendi Sjálf-
stæðismanna
Hriflungar tveir töluðu, Her-
mann lögreglustjóri og' Eysteinn
skattstjóri. Þrír bæjarfulltrúar
sósíalista St. Jóh. St., Sig. Jón-
.asson og Ól. Friðriksson og' kom-
múnistarnir Einar Olgeirsson og
Guðjón Benediktsson.
Hriflungar iáttu í öllum aðal-
atriðum samleið með sósíalistum,
eins og- vænta mátti, en kommún-
istar voru að þessu sinni alveg
sjerstæðir.
Jakob Möller sýndi fram á
verstu mótsagnirnar og hrakti
helstu rangfærslurnar, sem þeir
andstæðingar hans báru fram,
eftir því sem tími vanst til. En
liann sagði, sem var, að óþarfi
væri að eyða á þá mörgum orðum
—■ þar sem ræður þeirra sjálfra
bæru með sjer, hvílíkar fjarstæð-
ur þeir færu með, eins og t. d.
ei Eysteinn skattstjóri hjelt því
fram að hallinn á rekstri bæjar-
ins hefði undanfarin fimm ár
verið kr. 2.650,000, en á sömu
árum liefðu skuldir bæjarins auk-
ist um U/2 miljón.
Ekki reyndi skattstjórinn að
afsaka þetta gat sitt í reiknings-
íærslunni, enda er hann vanari
því að segja og gera vitleysurnar,
heldur en að afsalta þær.
Heiftin gegn barnaskólanum.
Tímasósíalistar og hinir klifuðu
hvað eftir annað á því að skuldir
bæjarins hefðu á síðustu 5 árum
hækkað um helming’. En leng vel
hliðruðu þeir sje hjá því að
nefna tölur. St. Jóh. Stef. tók
það svo nákvæmlega fram, að
hækkunin hefði orðið 103%.
Og þeir bættu við: Bærinn hef-
ir tekið lán sín (lþé miljón) og
lagt fjeð í óarðberandi fyrirtæki!
Bn hvað er svo þetta „fyrirtæki“
sem bærinn hefir lagt fjeð íf —
5>að vita allir bæjarmenn. Það er
Austurbæjarbarnaskólinn, vand-
asta og merkilegasta skólabygg-
ing, sem hjer hefir verið bygð.
Telja Hriflungar skóla ónauðsyn-
lega? Bera þeir ekki arð fyrir
þjóðina?
Ef barnaskólinn nýi hjer í
■Revkjavík hefir ekki hingað til
kostur fyrir almenning.
komið að tilætluí'n gagni, þá
ei- i jett að tala um það við IÞifhi
mann, er, þvert ofan 1 viljá skóla-
nefndai' tróð inn í skólann’ bráð-
ónýtum skólastjóra, enda- gátu
Hriflungar ekki bent á anuað
mannnum til ágætis, en að huun
lijéti Sigurður(!)
Gróði fisksalanna.
Hermann Jónasson h.jelt því
frarn hið fyrra kvöld, að Um %
miljón króna á ári rynni xir vasa
Reykvíkinga til fisksala bæjarins.
Menn spurðu: Hefir lögreglustjór-
inn sagt skattstjóranum frá þessu?
Sennilega efast bæjarbúar alt.
fyrir þetta um miljóna gróða fisk-
salanna.
En Ólafur Friðriksson mótmælti.
því, að um stórgróða væri að
ræða, —- en bætti við þeirri „skýr-
ingu“ að fisksalar græddu ekki —
af því að þeir yrðu að jafnaði
að kaupa fiskinn hærra yerði en
almenningur(!)
Hver skyldi þá njóta hirts al-
menna verðs?
Þetta er hjer sagt til þess.að-
gefa dæmi um það, á hvaða lág-
sti'gi þessar bæjarmálaumræðu.r
sósíalistanna voru.
,,Þarf ekki saltara“.
Er Ólafur Friðriksson ræddi við
fornvini sína kommúnista, sagði
hann. að engan saltara þyrfti til;
þess að keyra í hausinn á hinum
kommúnistiska sel, því hann sykki ■
af sjálfu sjer.
ítaiir önugir við Frakka.
Berlin, 15. febrúar,
f ítalska blaðinu Popolo d’Italia,
sem er málgagn Mussolinis, birt-
ist allharðorð grein í garð
franskra blaða, sökum þess að þau
hafa ymprað á því, að Þýskaland'
og ítalía hafi gert með sjer leyni-
legan hernaðarsamning. — Kveð-
ur blaðið Fralcka annað hvot blátt
áfram ljúga þessu eða. þetta bygg-
ist á fölsun. — Til afsökunar fyr-
ir hinn gífurlega vígbúnað sinn,
sjeu Frakkar nú að reyna að vekja!
upp drauga stríðsliættunnar við
Rín. (FÚ.).
Lloyd Georse viS fjórtánda
mann.
Berlin, 15. febrúar.
f neðri málstofu breska þíngsins
hefir verið stofnaður nýr frjáls-
lyndur flokkur, og eru í honum
14 manns. — Foringi þessa nýja
flokks er hinn gamli formaðui
frjálslynda flokksins David Lloýd
George, fyrrum forsætisráðhemp
Það er talið, að þessi nýi flokknr
muni greiða atkvæði með van-
traustsyfirlýsingu þeirri, sem
verkamannaflokkurinn hefir ffutt
gegn stjórninni, þegal' hún kemur
til atkvæða. (FÚ.).
Lögtaksbann hjá bændum. —
Þýska stjórnin hefir gefið út neyð
arráðstöfun um lögtaksbann hþ:
bændnm og gildir ]xað til 31. októ-
ber næstkomandi. — Er samkvæHlt
neyðarráðstöfun þessari bonnáf
að gera lögtak í lausafje og kvik-
fjenaði bænda. — (FÚ.).