Morgunblaðið - 19.02.1933, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.1933, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Að þessu atliuguðu verður aS leljast l'tklegt, aS fjárveitinga- »efndir telji ekki hagkvæmt að kaupin fari fram — og sjeu þau !>■*! úr sögunni. v 121 clllli ómerkilegan þátt þessa liejkjahlíðarmáls, er snertir Jónas Jónsson, er ritaS á öðrum staS hjer í blaðinu. Ekki flokksmál. Sá misskilningur ríkir meðal margra, að stjórnarskrármálið og vimbætur á kosningalögum lands- ins beri að skoða sem flokksmál, fsS þeir flokkar, sem fyrir órjett- ánmm verða nú, eða hafa orðið við nndanfarnar kosningar, hljóti, vegna eiginhagsmuna, að fjdgja rjettlætinu, en hinir, sem völd ttafa fengið í hendur, vegna órjett- látra kosningalaga, verði á hinn bóginn, vegna fylgismanna sinna að smiast andvígir gegn þessu rjettlætismáli. En þetta er steingerfings hugs- unarháttur, því ekkert er lík- legra en afstaða flokkanna í kjör- dœmunum snúist alveg við iá næstu árum. Hver einasti hugsandi bóndi á landinu hlýtur fyr eða síða.r að sjá og sannfærast um hve hatrarn- lega Hriflungar hafa svikið loforð sin gagnvart sveitunum. Loforðin voru: Alhliða viðreisn. Efndir urðu: Alhliða hrun. Ferill Framsóknarflokksins eða. þeirra Hriflunga í stjórnmálum landsins er vissulega orðinn sá, að vænta mætti þess að með þjóð vorri væri sá þroski að skamt yrði þess að bíða að slíkur flokk- nr fengi livergi meirihluta í neinu kjördæmi landsins. Ef Hriflungapakkið væri ekki með þeim óskiipum, að sjá aldrei fram fyrir tærnar á sjer. æt.ti það að geta skilið, að rjettlát kosningalög er mál allra flokka í Jandinu — ekki síður þeirra, sem ■éiga ósigrana eftir. í útvarpinu. Það má telja alveg víst, að til- raun útvarpsráðsins tli að leiða srtjórnmá.laumræður inn í útvarp- 18, með bæjarmálaumræðunum um daginn, hafi gefið hlustendum þá raún, að hjer hafi útvarpið farið Inn á óheppilegt svið. Þ6 það sje gott og sjálfsagt, að fitvarpið flytji fræðandi fyrir- lestra um sem fjölbreyttast efni, þá er ekki þar með sagt, að stælur ög ]iex, eins og áttu sjer stað um daginn, eigi þa.r við. Fyrir þá sem þátt tóku í slikum nmræðum, ræðumennina sjálfa, hiýtur það að vera ákaflega leiði- gjarnt og þreytandi, að stæla í útvarpi um mörg og jafnvel óskyld mál í einu, standa inni í litlum klefa og staglast á því sama, eins og oft vill verða á fundum — en nú án þess að geta haft nokkra hugmynd um livernig áheyrendur taka því sem sagt er — eða livort þeir yfirleitt nenna að hlusta’ á það sem fram fer. Fundarpex er ekki svo skemti- legt að almenningur hafi ánægju af leiða það inn í liús sín. Ætti útvarpsráðið að taka þá reynslu sjer til leiðbeiningar framvegis. Úrræði kommúnista. En fá.tt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott. Af um- ræðum kommúnista lærðu hlust- endur í fjarsveitum, að þeir ætl- uðu að lækna atvinnuleysið með barsmiðum, þeir væru á móti allri hlutdeild sjómanna og verka manna í arði af atvinnufyrir- tækjum, því örbirgðin og vand- ræðin eiga að vera sem mest i landinu. En ef ”öreigarnir“ til lands og sjávar óskuðu eftir liærra kaupi, væri við hendina það alls herjarráð, að berja út úr mönnum peningana(!) Bræður berjast. Á ísafirði urðu nýlega allmikil átök á umræðufundi, milli sósíal- ista og kommúnista, í tilefni af þangaðkomu Gunnars fyrverandi Saurbæjarklerks. Bar hann sig þar upp undan því, að hann og tveir aðrir, Guðjón bróðir hans og Bryn jólfur Bjarnason voru reknir úr verkamannafjelaginu Dagsbrún hjer í bænum. Með Gunnari var Ingólfur Jóns- son bæjarstjóri ísfirðinga, en and mælandi Gunnars var Finnur Jóns son fyrverandi póstmeistari, og forstjóri Samvinnufjelags ísfirð- inga. Áttust þeir bræður við þar á fundinum. Hafði Finnur nælt í „strafsskrá" komnnmista, úr fór- um Ingólfs og þótti mörgum fund armönnum æði krumfengnar fyrir- ætlanir kommúnista um framtíð- arstarf þeirra hjer á landi, er að því miðar, sem kunnugt er, að eyðileggja alt framtak, velmegun og athafnalíf. En er Ingólfur sá „starfsskrána“ í höndum Finns, sagði hann m. a., að víst vissi hann að Finnur bróðir væri mað- ur lyginn, en ekki hefði hann sjeð það fyrri að þjófur væri hann. Aðrir fundarmenn töldu þessá uppgötvun Ingólfs ekki nýja, og vitnuðu til athafna Finns og ráðs- mensku í samvinnufjelagi fsfirð- inga. Uernöartollarnir í Englanöi. Reynslan sýnir að þjóðin hefir stórtapað á því að hverfa frá frjálsri verslun. Seint í janúar birti verslunar- ráðuneyti Breta skýrslur um inn- flutnings og útflutningsverslunina í desembermánuði og var þá feng- ið ársyfirlit um verslunina í skjóii verndartollanna og hægt að bera hana saman við verslunina und- anfarin ár, svo að sjeð yrði hvern- ig verndartollarnir liafa reynst. Þegar verndartollunum var komið á, var því haldið fram, að þeir mundu verða þjóðinni tii margfaldrar blessunar, alt at- vinnulíf í landinu mundi blómgv- ast og atvinnuleysið hverfa af sjálfu sjer. Því var haldið fram statt og stöðugt, að þegar út- lendar vörur væri útilokaðar á breskum markaði, mundi allar verk smiðjur hafa nóg að starfa, neysluvörur mundu lækka í verði og útflutningur aukast. En livernig hefir fariðt Hið nýja verslunarfyrirkomulag er nú að fá. sinn dóm. Á fjórum árum, 1929, 1930, 1931 (þegar verndartollarnir konm fyrst til sögunnar og 1932 hefir innflutn- ingur stöðugt farið minkandi, var fyrsta árið 1221 milj. sterlpd., svo 1044 milj., þá 861 milj. og nú 703 milj. stpd. Árið 1932 var inn- flutnngurinn því 518 milj. stpd. minni heldur en 1929 og 158 milj. minni en 1931. Það er því ekki að furða þótt nú sje verri tímar e.ú nokkru sinni áður fyrir sigl- ingar Breta, og að atvinnuleysi hafi margfaldast hjá skipasmíða- stöðvunum og sje nú miklu meira en nokkru sinni fyr. Það er eius og fylgismenn verndartollanna hafi gleymt því, að siglingar og hafnir landsins eru jafn mikið komnar upp á innflutning eins og útflutning. Og frá sjónarmiði járn brautamia og þeirra, sem hafa með vörudreyfinguna að gera, er hver smálest af innfluttmn vörum jafi mikils virði eins og liver smálest af útflutningsvörum. Svo eru það vörur, sem flutt- ar eru inn til að flytjast út aftur. Þar verður að minnast þess, að altaf síðan Gladstone grundvall- aði algerlega frjálsa verslun 1860 hefir England verið mesta versl- unarmiðstöð heimsins. og um leið miðstöð siglinga og fjármála. — Síðan 1929 hefir endurútflutn- ingur minkað rúmlega um lielm- ing. Hann var 110 milj. 1929, 87 milj. 1930, 64 milj. 1931 og að eins 51 milj. 1932. Utflutningsverslunin hefir ekki minkað eins mikið, en það hefir þó dregið alvarlega úr henni. ■— Árið 1929 nam hún 729 milj., en 1932 365 milj. stpd. Það er enginn efi iá því, að sumar verksmiðjur hafa fengið aukinn marlcað fyrir vorur sínar innan lands. En þrátt fyrir það er atvinnuleysi meira 1932 heldur en það var 1931, og 1931 var það meira heldur en árin á undan. Þetta alt sýnir það, að þjóðin sem heild hefir stórtapað á því að hverfa frá frjálsri verslun. En sje athugað hverjar atvinnugrein- ir hafa mestu tapað þá eru það kolanám, járn og stáliðnaður. Þessar tölur tala máli sínu með- al viðskiftarekenda. Bankar og skipaeigendur krefjast þess nú hástöfum, að verslunin sje aftur gefin frjáls. Og hvernig þjóðin er farin að líta á málið má nokk- uð sjá af aukakosningu, sem fram fór í Liverpool. Þingmaður stjórn arinnar var fríverslunarmaður og hafði þess vegna gífurlega mikið fylgi. En er hann lýsti yfir því, að hann gæti engu fengið um þokað í þá átt að breyta Ottawa- samningunum, þá sneru kjósendur við hinum bakinu unnvörpum, og lá. við sjálft, að liann næði ekki kosningu. (Úr G. H. S. T.) Drykkjuskapurn~ og öýrt öfengi, ! Eins og kunnugt er hefir drykkjuskapur, eða öllu heldur | sala áfengra drykkja, minkað ; stórkostlega undanfarið í Dan- j mörku, Svíþjóð og Englandi | — löndunum, sem sluppu við bannið. í Danmörku hafa áfengis- kaup minkað um 90% og í Sví- þióð um -70%. Það sem hefir átt. mestan þátt í þessu í Danmörku oa Englandi er afarhár tollur á áfengi. Áfengið hefir orðið svo dýrt að menn vilja ekki kaupa bað. Svipað er þetta í Svíþjóð, þó fleira komi þar til greina. Fljótt á að líta sýnist þá fund- ið ágætt ráð, bæði til þess e draga vir drykkjuskap og ná stór- fje 1 ríkissjóð, enda hafa margir bannmenn snúist á þá trú, að hár tollur sje betri en bannið. Svo er þetta t. d. í Svíþjóð. Við nánari athugun kemur það í Ijós, að margt er að athuga við þetta úrræði. Það er að vísu vafalaust, að áfengiskaup fara að nokkru eftir verðinu. Sje það afar hátt minka þau stórkostlega. En liverjir eru það sem einkum hætta að kaupa það? Fyrst og fremst ráðdeildar- menn, sem gá að skildingunum og sjaldan nota áfengi í óhófi. Drykkjumenn gera það miklu síð- ur, af þeirri einföldu ástæðu, að áfengið er þeim ástríða, sem þeir ráða ekki við, og alla jafna finst þeim það vera eina gleðin í lífinu. Hjer er því ekki að tala um veru- legt bjargráð fyrir þá, sem mest þurfa á því að halda. Þá er það og augljóst, að ríkis- tekjur af áfengi verða smávaxnar ef lítið er keypt af því, jafnvel þó tollur sje hár. En kemur þá ekkert í staðinn er sala áfengis þverrar? Hvernig er þetta í Danmörku og Svíþjóð? Þessu er fljótsvarað. Áfengis- notkun hefir að vísu minkað til mikilla muna, en hvergi nærri að sama skapi og salan. Háa verð- ið freistar til smyglunar og hún er talsverð í báðum löndum, eink- um Svíþjóð. Telst mönnum t. d. til að um 1 miljón lítra af spíri- tus hafi verið smyglað til Sví- þjóðai’ árið 1932. Ilolland er ekld stórt og hefir góða tollgæslu. Það lagði afar- liáan toll á áfengi, en áhrifin urðu þau að ekkert varð ráðið við smvglunina. Sá þá stjórnin það ráð vænlegast, að færa toll- inn stórum niður. Háa verðið hefir og annað í för með sjer: ýmiskonar heimabrugg- un. f Danmörku og Svíþjóð er mönnum frjálst að búa til ávaxta- vín úr eplum o. fl. og enda ó- mögulegt að hafa eftirlit með slíku. Þessi á.vaxtavín hafa þot- ið upp, einkum eftir að tollur á öli hefir verið hækkaður stórum (9 aura í Danmörku og rúma 8 aura í Noregi á hálfflösku) og það er hægur galdur að gera þau alláfeng. f Noregi hefir tollurinn leitt til þess, að svo miklu minna er keypt af öli, að ríkistekjur af því hafa minkað til góðra muna. Vafalaust er oor talsvert af öli bruggað á heimilum manna. Þetta er þá ekki svo einfalt mál sem ætla mætti. Löglega. á- fenginu má útrýma að miklu leyti með afar háum tolli, en í stað þess kemur svo ólöglegt á- fengi, smvfrlað og heimabruggað og oftast verri og óhollari drykk- 'úr. Verðnr svo síðari villan verri hinni fyrri. Alt. bendir bannig til þess, að affarasælast verði að halda á- fengi í svo hóflesrn verði, að smygl un og heimabruggun verði ekki stórgróðavænleg. Með þessum hætti græðir ríkið mest og al- menningur neyðist ekki til þess að drekka allskonar ólyfjan. Móti drykkiusVan er heilbrigt. almenn- ingsálit sk'írsta vörnin, þó aldrei verði við öllu sjeð. G. H. Um Einar lú^sson fyrv. alþm. á Geldingalæk. Fáeinir þættir úr samverusögu „Geldingalækjarbræðra' ‘. Foreldrar okliar voru heiðurs- hjónin, óðalsbóndi Jón Loftsson, Guðmundssonar og Valgerðar Sig urðardóttur frá Vatnsskarðshólun* 1 Mýrdal, sem fluttist að Selalæk og þaðan að Geldingalæk, og Þu- ríður Einarsdóttir (kona Jóns) og bjó Einar faðir hennar í Gunn- arsholti, Guðmundsson liins ríka á Keldum, en kona Einars var Vigdís Jónsdóttir frá Kaldrana- nesi í Mýrdal. ■— Við vorum því að nokkru leyti Skaftfelskir í bæði kyn. Faðir okkar byrjaði búskap á Geldingalæk eftir föður sinn, og bjó þar við sæmileg efni til fellis- ársins 1882, að hann eins og aðrir þar um sveitir misti mest.allan bú- stofn sinn og beið þess aldrei bæt,- ur síðan. Þar bjó liann og áfram til jarðskjálfta-ársins 1896, eða öllu heldur til 1897, því að þá kom annað hallæris-árið í hans búskap. og treystist hann þá ekki lengur að eiga við nýtt skuldabrask, enda var móðir okkar dáin. Þá vorum við hjá föður okkar, Einar 24 ára, og jeg 19 ára. Þannig var um jarðskjálftann á Bangárvöllum að flestir bæir ger- eyddust að ofanverðu í sveitinni (Rangárvallasveit), en ýms hús hjengu uppi að neðanverðu í sveit- inni og þar á meðal á Geldinga- læk; þar hjeklc að eins baðstofan uppi, en öll önnur hús hrundu, og var því einungis gert við bæinn það allra minsta yfir veturinn. Þá Um vorið eftir byrjuðum við bræð- ur, Einar og jeg, búskap á jörð- inni og höfðum fyrir bústýru unga, syst.ir okkar, Ingibjörgu; var það við næsta lítil efni, því að þá um vorið ljet faðir okkar gera upp búið, og var okkur bræðrum á- nafnað í kaup fyrir vinnumensku á heimilinu: Einari alls 120 kr. og mjer 60 kr. Einnig fengum við lítilsháttar móðurarf, sem við tók- um í lausafje, þar til áttum við nokkrar ær, Einar 7 og jeg 4, sinn hestinn hvor og einn fola í sam- einingu. Með þetta áttum við að reisa bii og reisa öll liús af rúst- um. Við vorum báðir ótrauðir og rjeðumst í að panta okkur efni- við í íbúðarhús, sem við reistum þá um vorið; stendur það enn í dag og 'er þó hálfs fjórða tugar vetra. og lítur út fjnir að geta staðið annan eins tíma framvegis. — Búskapnum höguðum við þann- ig. að við hjeldum 1 vinnumann, 2 vinnukonur og 1 dreng, og báðir unnum við að öllum verkum, Ein- ar afbrigða duglegur og jeg í meðallagi. Við skiftum með okkur verkum, jeg stundaði búið ein- vörðungu heima fyrir, en Einar innvann út á við, við sjóróðra og barnakenslu á vetrum, og var með lcöflum sýsluskrifari hjá Páli Briem og Magnúsi Torfasyni, og þannig bjuggum við fjelagsbúi í 6 ár: varð útkoman sii í lokin, að við áttum öll hús á jörðunni og laglegt bú að öllu leyti skuldlaust. T æsku vorum við bræður mjög ólíkir. Einar var bókhneigður og aflaði sjer töluverðrar sjálfsment- unar, og- naut einnig tilsagnar í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.