Morgunblaðið - 19.02.1933, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.1933, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ dðnsku, ensku og reikningi hjá góðum kennara, Nikulási Þórðar- sjrni, mági sjera Eggerts á Breiða- bólsstað, sem varð honum síðar drjúgt veganesti á lífsleiðinni. Jeg var aftur á móti óbókhneigður og Ijet mjög reka á reiðanum í þeim sökum. ffinsvegar áttum við það sameiginlegt, að við vorum báðir mjög söngelskir og iðkuðum það allmikið; lærði jeg undirstöðuat- riði í orgelspili hjá hinum ágæta kennara Jóni Pálssyni á Eyyar- bakka (síðar bankagjaldkera í Reykjavík), og á því ári kyntist jeg snillingnum Sigfúsi Einars- syni, sem þá var líka að byrja á þeirri braut og hvatti mig mjög til að verða sjer samferða — en þá Ijet hæst í eyrum mjer efna- leysi og máltækið „fögur list mög- »r“, svo að úr því varð ekki, eins og sýnt er. Ýmislegt höfðum við bræður fleira sameiginlegt, á ytra borði: Við gengum alla tíma eins klæddir og vorum nokkuð lík- i.i’ að vallarsýn, og vakti það nokk- »ra eftirtekt. En að skaplyndi vor wm víð ólíkir. Einar var ertinn í lund, en jeg mjög bráSlynctur, setn vilcli oft illa samrýmast, með- *n við vorum lítt þroskaðir, en aldrei orkaði það því, að við værum ekki hjartanlega sannir bræður. Er við svo fórum að þrosk aat og skilja betur, þá sáum við, að þetta var óholt og óheppilegt •g gerðum með okkur samniug, sem við rufum aldrei, að leggja þetta niður, enda hygg jeg, að ekki sje á hverju strái jafntrútt bræðralag og með okkur var. — Hinar var á ýmsa lund afburða- maður, reyndar bæði til sálar og líkama. Til dæmis skal jeg t.aka, hvað hann var góður verkmaður. Eitt siun um slátt hjá föður okkar vsr mjög mikið þurt, hey á engj- um, var mikið af því komið í sæti og bað faðir okkar Einar að binda. Byrjaði Einar snemma morgnns #g batt allan daginn til kvölds, á 180 hesta; jeg ljet það upp og flutti heim á 12 hestum, faðir akkar hlóð úr og alt var búið áður en háttað var. Sláttumaður var Einar með afbrigðum, og glímumaður góður. Eitt sinn vildi faðix* okkar, að við reiddum grjót heim á hestum og átti að vera í heyhlöðu, sem hann var að byggja, flagði hann okkur að taka vissa hesta., sem sterkastir voru, til þess að flytja á, því að grjótið var þungt. Við mölduðum í móinn, um að grjótið væri ekki klyfja- tækt, sem upp var tekið. Paðir okkar vildi oftast vei’kin fram og hafði þau svör, að ekki byggist hann við, að við værum svo merg- sviknir, að við værum ekki bagga- tækir, en Iiestana kvaðst hann mundu ábyrgjast Segir síðan að eans af tveim stærstu steinunum, að við ljetum þá á sterkasta hest- ikn; Einari gekk vel að korna sín- um steini til klaks, en í því að jeg sliðraði mínum upp, sortnaði mjer fyrir augum og datt jeg niður, fímia var jeg þá ekki eldri en 17 ára. lEn svo fór með klárinn, að kimii Icomst heim með steinana, eu varð aldrei jafngóður á eftir. írteina þessa vógum við og revnd ist hvor um 280 pd. Öll vinnubrögð kendi olckur faðir okkar, hann var og hagleiks- maður á marga hluti, og 9 ára gamla Ijet hann okkur byrja að vefa og urðum við því báðir leikn- ir vefarar. Yið ófum mest á dag 24 álnir af smáþræði með smáu ívafi. Eitt sinn man jeg það, að Eyjólfur Guðmundsson í Hvamrni (á Landi) kom að Geldingalæk og bauð faðir okkar honum í stofu, var annar okkar bræðra þá að vefa á lofti uppi yfir. Eyjólfur hefii* orð á því, að börnin skuli látin vera að hamast í vefstólnum, svo að faðir okkar bað hann að koma upp og sjá það með eigin augum; man jeg, hve hissa hann var á þeim handökum. Öll okkar samveruár bræðranna vorum við sem kallað er reglu- menn, þó áttum við altaf vín, og notuðum við það oft, en ætíð í hófi. En við reyktum þá báðir og það nokkuð mikið, en þegar við skildum, liætti jeg að reykja og befi aldrei gert það síðan, en Einar hjelt áfram og síst minna. Snemma höfðum við gaman af góðum hestum, enda átti faðir okkar ágæta liesta og reið með feiknum hart, því að hann var hugmaður mikill. Það varð ekki erfitt að kenna okkur þá list, og hjelst það við hjá okkur hvorum tveggja. Árið 1904 fluttist jeg að Eyjar- hólum i Mýrdal og kvæntist; tók bar við búsforráðum um vorið, — keypti bxúð og leigði jörðina, og var þr.r með lokið fjelagsbúi okkar bræðra. á Geldingalæk. — Skiftum við þá búinu með okkui' þannig: Við áttum 6 kýr, 3 kálfa, 23 hross og jeg man ekki hvað margt. sauðf jár; lögðum kú á móti kú og hest á móti liesti, og þegar það var búið gekk af skiftum 1 kálfur og 1 foli vetur- gamall, rauður að lit, lítill og lieldur ósjelegur, en fjÖrugur með afbrigðum. Þótt hvorugur okkar segði neitt þar um, langaði báða til að fá hann. og það varð að : amkomulagi að ,,draga“ um kálf- hm og folann, — jeg man, hve jeg var „spentur", jeg hjelt á sleðunum og Einar dróg — og dró folann. Hesturimi hlaut nafn- ið Tryllingur og varð víst einn af allra bestu hestum í Rangár- vallasýslu; er hann víst sá eini hestur, sem komist. hefir upp á hátindinn á Heklufjalli því að þangað teymdi Einar hann, og var þá TryllingUr kominn að tví- tugu. Svo keypti Einar mest allan minn helming af búinu, aðeins fór jeg með nokkva hesta. Betra sam- lyndi hefi jeg ekki vitað en var í einu og öllu með okkur um þetta. Bjó Einar eftir þetta með systrum okkar tveimur, þar til hann ' giftist, Ingunni Stefánsdótt- ur frá Glúmsstöðum í Fljótsdals- hjeraði, er eftir hann lifii- með sonum þeirra þremur, en eina dóttur mistu þau unga, sem þau hörmuðu mjög, enda yar hún frá- bærlega efnileg. Heita þeir synir hans: Nikulás, 24 ára, Pjetur, 21 árs, og Loftur Þór, 11 ára, allir heima, og ganga þeir nú undir nafninu Geldingalækjarbræður. Það mætti nú víst segja, að öll- um þætti ekki trúlegt, hvað okk ur bræðrum var það þungbært, er við hlutum að skilja samveruna, þótt við ljetnm ckki mjög á því bera. Og svo sagði Einar við mig j cftir fjögur ár þ ir frái: „Það var heiðskírt og bjart daginn sem þú fórsti, bróðir, en það segi jeg þjer satt, að jeg sá ekki sólina, þegar þn hvarfst fram af sand- P| Minníng um hina vösku sjómenn er fórust með m.b. Kvöldúlfi af Akranesí 20. janúar 1933, Jeg beyri storminn við ströndina þjóta, með stefnu þung örlaga ský. Á skerjum og flúðum boðarnir brjóta, með brimvoðans háreista gný. • Af hugarkvíða mitt hjarta blmðir; þá hamast stormar og sær, er svartnættið ríkir og ofviðrið æðiv, svo ógnun á löndin slær. Þá flýgur minn hugur á hafdjúpið víða. til liugprúðu mannanna þar, sem eiga við mjrrkur og storma að stríða á stórbrotnum ólgandi mar. I skiftum við Hel, þar týnist margt takið, þó traust sje hin æfða stjórn; þar skeður mörg saga er sorg fær vakið, en sigurinn kostar fórn. Þú gefui* oft mikið mislyndi Ægir, og mælir þá engum smátt. Þú tekui* oft meira og mönnum ei vægir; þitt mat er svo dýrt og hátt. Að skifta við þig er þyngsta raunin, hver þjóð á sín brimandi höf; Þinn arður er dýr, en dýrri þó launin, þitt djúp er *vo margra grðf. Þú hlýðii* ei hænum, nje brennandi tárum; þín brjóst eru sjaldan hlý. Þó valdir þú hörmum og kyldjúpum sárum, er lijarta þitt kalt fyrir því. Þó bræðist ei vaska sjómannasveitin, að sækja á þín djúpu mið. En hörð er þar æfin og lífsbjargar leitin, sá lýður ei biður nm grið. Þið lietjur, sem stýrið stormanna leiðir, svo stoltir og djarfii* í senn, þó brotsjóir æði rjúkandi reiðir, þið reynist í bættnnni menn. Þið þekkið ei hik eða hálfu tökin, svo hreinir og frjálsir í lúnd, þó inóti ykkur blasi mikla vökin, á mannrauna og* feigðar stund. Þið skaphreinu sjómenn er skyldunni hlýðið, en skiljið hve fleyið er valt; þið ættjörð og fólki, fallið og stríðið, sú fórnin er stærri en alt. Hvað líf ykkar gefur það verður ei vegið og vandinn er fram úndan enn. Þið eruð sá lýðnr sem lofstýrinn eigið; þið lifið og deyið seni menn. Jeg vil ekki harmaljóð um ykkur yrkja, það á ekki við ykkar skap. Mjer finst það, síst mega syrgjendur styrkjay að syngja um dauða og tap. EJn Drottinn; jeg bið um blessunar lindir, viS böli og sorgum og þraut.. Og trúin er viti, sem vonarljós kyndir og vísar á rjetta braut. Mitt kvæði er söngur um dáðríka drengi, — þeir dánu hvíli nú rótt — Þeir áttu svo góða og göfuga strengi og geislandi æsku þrótt. Þeir voru blómi, svo blaða ungur, á bjarfri vaxandi grein; því missirinn er, svo mannrauna þúngur, en minning fögur og hrein. O, Drottinn, sem vakir djúpinu yfir, í dýrð þinni almættis hár. Ó, Drottinn, sem elskar alt sem að lifir og andar á ínannanna sár. Prá þjer streymir kraftur og kærleiksylur, þó kalt sje um mannanna ból. Þú heimana blessar og hjörtun skilur; vor himinn og skínandi sól. Kjartan Ólafsson. brúninni“. Og aldrei hlakkaði jeg meira til jólanna, þegar jeg var barn, en er jeg síðar var ferð- búinn til heimsóknar að Geldinga- læk, eftir að jeg flntti í Mýrdal- inn, að jeg ekki tali um, þegar jeg átti von á, að Einar yrði gest- ur minn, og hafði jeg þó alla tíð góðar ástæðui* og ágætt heimili. Þótt jeg hafi nú tekið þetta samait til minningar um hróður minn, sem jeg get nú ekki sjeð oftar í þessú lífi, þá vantar þó hjer í ýmsa kafla, svo sem um ferðalög okkar bræðra o. fl„ sem ætu að vísu verið sögulegir út af fyrir sig, ef fólk nú í tímum vill sinna þess háttar, en því sleppi jeg. Eftir að við Einar skildum, fóru að lilaðast á hann uieiri opinher störf, bæði í lijer- aði og fyrir landið í heild, og var það að vonum, því að góð- um hæfileikum var hann gæddur. Allir, sem kyntust honum, fundu fljótt, hve einlægur hann var * starfi og í hug, að hverju sem hann gekk. Og frábærlega gest- risinn var hann, enda \ar það langfeðga-arfur á Geldingalæk. -— Páa menn hefi jeg vitao jafn skap stilta og hann var; ,jeg, sem var nákunnugastur honnm lengi vel allra matina, minnist ekki að jeg hej rði ltann æðrast út af dægttr- viðburðum, og í pólitísknm við- skiftutn lteyri jeg alla bera honum heiðarleik. En nm störf hans í mál- um álmennings yfirleitt ætla jeg Rangæingum að rita, ef þeir vilja sýna á því lit. Einar var fæddur að Geldinga- læk 18. nóvember 1868. Dó 22 október 1932. Varð tæpra 65 ára gamall. Minningu blessar bróðir ltans Loftur Jónsson. Friðaruinur dæmdur til danða. Meðan á stríðinu stóð, feldi franski herrjetturinn dauðadóm yfir manni, sem heitir Henry Guilbeaux, og þá var í Sviss, svo að ekki var hægt að full- nægja dauðadómnum. Síðan hefir hann dvalið erlendis og dauða- dómurinn vofað yfir honurn í 15 ái'. En fyrir skömmu fór hann heim til Frakklands og krafðist þess að mál sitt yrði tekið til nýrrraa* rainnsóknar og kvaðst vilja hreinsa sig af ákærum þeim, sem á hann voru bornar. Eigi hafði hann fyr stigið á i’ranska grund, en hann var hand- tekinn og fluttur til lierfangels- ins í París. Hefir hann nú setið þar í haldi í Iiálft ár og biðiö þess að málið vrði tekið fyrii; að nýju. Yms mannrje -'Lafie- lög hafa tekið málstað hans og krafist nýrrar rannsókuar, því að þau segja að Guilbeaux hafi ekki gert sig sekan í öðru en gerast talsmaður friðarins á þeim tím- um þegar allur heimurinn var vitstola af bardagaæði. — Þau halda því fram, að það væri hreint og' beint morð að taka hann af lífi fyrir það. Er því hahlið fram að hvaða dómstóll annar en her- rjetturinn mundi liafa fundið hann sýknan saka. . Ástæðan til þess að Guilbeaux: vai* dæmdur til dauða, var sár að hann gaf út friðar blað í Svíss* 1917, sem bann nefndi „Demain“. í þetta blað rituðu margir nafn kunnir menn, svo sem Romairr Rolland og Ramsay Mae Donald.. En herrjetturinn franski þótttist hafa sannanir fyrr því að útgáfa- kostnaðui'inn kæmi frá Þýslca- landi, og dæmdi Guilbeaux þvf til dauða. Yerjandi hans hjelt því fram að útgáfukostuaðui* hefði verið rojög lítill og Guilbeaux hefði því veist. Ijett að útvega hjá friðar- vinum það fje, sem á skorti að * kaupendur borguðu blaðið. Ekk- ert eintak af blaðinu ltomst tif. Prakklands meðan á stríðinu síóð og í Þýskalandi var það líka bannað. Ákænivaldið færir fram sjö- vitni gegn Guilbeaux, en fjögur þeijrra geta ekki borið um neitt anuað en starfaemi lians í Þýska- Isndi og Rússlandi eftir stríðið — • um dómsatriðin vita þau ekk- ert, og innbyrolst eru þau í mót- sögn hvort við annað. Eitt a€ vitnunum et* leikmær, og Iialda menn að hún liafi gefið sig fraaat til þess aðeins til að vekja eftir- tekt á sjer. Allur framburður hennav er mjög á reiki, hún befir oroið margsaga og snmt, af þvír sem hún hefir borið eru vísvit- arnli ósannindi. Þess er biðið með óþreyju hvort herrjetturinn ætlar að láta dauða- dóminn stauda óraskaðan þrátt frrir alt þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.