Morgunblaðið - 19.02.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.1933, Blaðsíða 4
r 4 MORGUNBLAÐIÐ Hugitsingadagliðk GóS íbúS, 2 herbergi og eldhús til leigu í Hafnarfirði. Upplýsing- ar í síma 9177. Glæný ýsa, stútungur, reyktur fiskur. Fiskbúðin í Kolasundi. — Sími 4610. Kaupum tómar flöskur og glös. Sækjum lieim. Sími 4610. Framkvæmdanefnd „íslensku vikunnar“ biður þess -getið, áð þeir sem hugsi sjer að koma aug- lýsingura í vöruskrána og enn hafi ekki sent tilkynningu þar um, verði að koma handritum sínum 4 skrfstofu nefndarinnar, Lækjar- götu 2, uppi, sem allra fyrst, og ekki síðar en á þriðjudag. Fiskfars, fiskbúðingur, fiskboll- ur, kjötfars, kjötbúðingur, kjöt- bollur fást daglega. Freia, Lauga- veg 22 B. Sími 4059. Í3lensk málverk, fjölbreytt úr- val, bæði í olíu og vatnslitum, sporöskjurammar af mðrgum ■tærðum, veggmyndir í stóru úr- vali. Mynda- og rammaverslunin, Freyjugötu 11. Sig. Þorsteinsson. Simi 2105. Þorskalýsi nr. 1, mjög bætiefna- ríkt, seljum við í hálf- og heil- flöskum. Verslunin Vegur, Vestur- götu 52. Sími 2355. Maturinn í Café Svanur við Barónsstíg og Grettisgötu er nú alviðurkendur, sem besti fáanlegi maturinn í bænum, fyrir svo lágt verð. — Lægst verð. Bestar vörur. Vörubúsið. Kolasalan s.f. Siml 4514. kostur, því mjög er það misjafnt hve fægingin end- ist lengi. -- Þetta ættu Húsmæður að athuga. HJ. Efuagerð Beykjavíknr 80 ára er í dag frú Sigríður Þorláksdóttir frá Rauðayá. Nú tii heimilis í Suðurgötu 18. Frá Eimskip. Gullfoss fór frá Kaupmannahörn í fyrradag áleiðis til Leitli og Reykjavíkur. — Goða- foss var væntanlegur til Vest- mannaeyja snemma í dag og liing- að í kvöld. — Brúarfoss var á ísafirði í gær; væntanlegur til Reykjavíkur í dag. — Dettifoss fór frá Vestmannaeyjum í gær, áleiðis út. ■— Lagarfoss er í Kaup- mannahöfn. — Selfoss fór frá Ant werpen í gær, áleiðis til Hull. Óþekt fyrirbrigði. Tíminn skýr- ir frá því, að ræða Hermanns Jónassonar, sú, er hann flutti í útVarpinu, um bæjarmál Reykja- víkur, verði birt á prenti innan skamms. Svo bætir blaðið við: „Er það margra manna mál, að sú ræða sje gleggsta og. skarpíegasta yfirlit, sem gert hefir verið“. — Þetta, að| Hermann Jónasson sje glöggur og skarpur, er gersamlega óþekt fyrirbrigði og engu líkara en að blaðið sje að „gera grín“ að lögreglustjóranum. Aflasala. Rán seldi afla sinn í Grimsby 15. þ. m., 2100 körfur fyrir 1032 stpd. Mokafli var í öllum verstöðvum við Faxaflóa í fyrradag. Dansleikur Kvennadeildar Slysa vamafjelags íslands, sem haldinn var síðastliðinn fimtudag, var mjög vel sóttur, svo að ekki gátu líkt því allir, sem vildu, náð í að- göngumiða að honum. Hafa for- stöðunefndinni borist margar á- skoranir um að endurtaka dans- leikinn og mun hún að líkindum verða við þeim tilmælum, einhvern tíma í þessari viku. Ollum þeim, sem með því að sækja dansleikinn hafa veitt starfsemi deildarinnar stuðning, vottar nefndin kærar þakkir. Hafnfirðingar. í kvöld kl. 8% og á hverju kvöldi alla þessa viku verða haldnar kristilegar samkom ur í hxisi K. F. U. M. — Sinn ræðumaður hvert kvöld. Allir eru hjartanlega velkomnir. Sjómannastofan. Samkoma í kvöld kl. 6 í Varðarhúsinu. Allir velkomnir. Leikhúsið. Þess skal getið að Æfintýri á gönguför verður leik- ið' í kvöld fyrir niðursett verð. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband hjá lögmanni ungfrú Asta Árný Guðmundsdótt- ir, Vitastíg 9 og Jón Brynjólfsson, Austurstræti 3. Heimili ungu hjón anna er á Sölvhólsgötu 12. Germania hjelt aðalfund sinn síðastliðinn föstudag í Oddfellow- húsinu. Formaður gaf skýrslu um störf fjelagsins á síðastliðnu ári. Var síðan gengið til stjórnarkosn- ingar og var konsúll Julius Schopka kosinn formaður og með- stjórnendur, ungfrú Sigríður Björnsdóttir, Theodor Siemsen, Steingrímur Arnórsson og Dr. F. Mixa. Endurskoðendur voru kosn- ir Halldór Jónasson og Þorlákur Arnórsson. Því næst Ias E. Hintz upp ferðasögu þýska herskipsins Schlesien, er hjer var á ferð fyrir skömmu. Næsti fundur verður væntanlega haldinn í mars. Skautafjelagið. Stjórn fjelags- ins biður þess getið, að nýir fje- lagar geti gefið sig fram í hljóð- færaversl. Katrínar Viðar og látið skrá sig þar í fjelagið, gegn greiðslu árstillags. Álafoss-útbúið í Bankastræti 4 hefir dag fjölbreytta sýningu á allskonar skíða- og „sport“-fötum. Símanúmeraspjald fvrir nokkur helstu fyrirtæki hjer í bænum, hefir Gunnar Bachmann símritari gefið út. Er spjaldinu útbýtt gef- ins til símnotenda í bænum. Spjald ið er kringlótt og haganlega gert, með giátskífu er vísað á símanúm- erin. Uppdráttur eftir Tryggva Magnússon prýðir spjald þetta, er mun verða mörgum símanotendum vinsæll hægðarauki. Nýr fisktollur í Þýskalandi? í tilkynningu frá sendiherra Dana segir, að danska blaðið Politiken flytji þá fregn frá Hamborg, að 'von sje á mjög háum tolli á fiski í Þýskalandi. — Ut af fregn þess- ari átti Mbl. í gær tal við full- trúa utanríkismálaráðuneytisins og skýrði hann frá, að engin op- inber tilkynning væri komin við- víkjandi þessum nýja tolíi, hingað. E.s. Hokla fór í gær frá Akur- eyri áleiðis til Seyðisfjarðar. Björganarstarfsemin við Vest- mannaeyjar. Eins og að undan- föi’nu annast varðskipið Þór eftir- lits- og björgunarstarf við Vest- mannaeyjar í vetur. Er hann fyrir nokkru farinn til Eyja. — Tveir hjörgunarbátar eru einnig í Eyj- um; annar á Eiðinu og hinn við Háfnareyri. Tregfiski hefir verið að undan- förnu á ísafjarðarbáta og sjaldan gefið á sjó. Dánarfregn. Nýlega er látinn Eiríkur Þórðarson fyrrum bóndi á Mýrum í JFlóa, þektur dugnað- ar og sæmdarmaður. Einar H. Kvaran hefir í þessum mánuði lokið við nýja skáldsögu fir Reykjavíkurlífinu. Bókin kem- ur út innan skamms á forlag fsa- f old arpr entsmið ju. Frá höfninni. Kolaskip kom í gær með kolafarm til Kol & Salt. Tveir franskir togarar, sem hjer hafa legið undanfarna daga fóru á veiðar í gær. Max Pemberton kom af saltfiskveiðum í gær með 103 föt lifrar eftir 14 daga útivist. Útvarpið í dag: 10.40 Veður- fregnir. 15.30 Miðdegisútvarp. Er- indi: 1 klaustri. (Síra Garðar Þor- steinsson). Tónleikar. 17.00 Messa í fríkirkjunni. (Síra Árni Sig- urðsson). 18.45 Barnatími. (15 börn, öll 9 ára gömul). 19.30 Veð- urfregnir. 19.40 Grammófónsöng- ur: Gounod: Garðsenan og Kirkju senan úr „Faust“. 20.00 Klukku- sláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: Um Edvard Grieg. (Baldur Andrjes- son). 21.00 Grieg-tónleikar: Fiðlu- sónata í C-moll. (Kreisler & Rach- maninoff). Solveigs Sang. (Ame- lita Galli-Curci). Mens jeg venter. En Svane. (Jos. Hislop). Ballade í G-molI. (Leopold Godwsky). Per Gynt Suite. (Óperuorkestrið í London, EiTgene Goossens). Dans lög til kl. 24. Útvarpið á morgun: 10.00 Veð- urfregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.05 Þing- frjettir. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Er- indi: Frá útlöndum. (Vilhj. Þ. Gíslason). 21.00 Tónleikar: Al- þýðulög. (Útvarpskvartettinn). Einsöngur. (Guðrún Þorsteinsdótt ir). Orgel-sóló (Páll fsólfsson). Pjetur Sigurðsson flytur fyrir- lestur í Varðarhúsinu í kvöld kl. 81/2, um trúarhæfileika manna, slcoðun eðlisfræðinnar á trúar- skorti, og það, hvort trúhneigð íslendinga fari hnignandi. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag: Kl. 11 árd. helgunarsamkoma. KI. 2 síðd. barnasamkoma. KI. 4 hallelújasamkoma. Kl. 8 hjálpræð- issamkoma. Adjutant C. Taylor stjórnar. Lúðra- og strengjasveitin aðstoða. Á morgun verður Heim- ilasambandsfundur kl. 4 síðd. og opinher samkoma kl. 8 síðd. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband af síra Árna Sigurðssyni ungfrú Sigríður Þórð- ardóttir og Guðm. Einarsson versl unarmaður. Heimili þeirra er á Ásvallagötu 23. 65 ára afmæli á í dag Gísli Þor- bjarnarson fasteignasali. Ríkisfjehirðir, Jón Halldórsson. hefir látið af starfi sínu í þjón- ustu ríkisins og gerst skrifstofu- stjóri Landsbankans. Settur ríkis- fjehirðir er ungfrú Ásta Magn- úsdóttir, sem starfað hefir sem fulltrúi skrifstofúnnar í yfir 20 iá,r. Heimilisiðnaðarf jelag fslands hef ir nýlega gefið út 4 stafróf, eftir fyrirmyndum Þjóðminjasafnsins: Reflum, ábreiðum o. fl. til út- saums eða útvefnaðar. Það kemur mörgum . vel að fá þessi stafróf gefin út, því margir vilja sauma eftir hinum þjóðlegu fyrirmynd: um safnsins, en það hafa ekki allir tíma til að sitja á safninu og sauma. Nii gefst mönnúm kostur á að sauma stafina heima. — Svo sem kunnugt er, hefir fjelagið gefið út 2 möppur með uppdrátt- um eftir gömlum fyrirmyndum bæði frá safninu og annars staðar að. — Heimatrúboð leik- ma, Vatns- stíg 3. Samkor - g. Fyrir trúaða kl. 10 árn rir börn kl. 2 síðd.; almenn samkoma kl. 8 síðd. Gunnar Ólafsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum átti 69 ára af- mæli í gær. f því tilefni sæmdi norska stjórnin hann St. Ólafs- orðu af fyrsta flokki. Hann hefir lengi verið ræðismaður Norð- manna. Kreppunefnd. Sósíalistar í Nd. flytja svoliljóðandi þingsályktun- artillögu: „Neðri deild Alþingis ályktar að kjósa 7 manna kreppu- nefnd, er vísað verði til málum, sem snerta kreppuna og ráðstaf- anir gegn henni“. Ríkisfjehirðisstarfið. Jónas Jóns son flytur í sameinuðu þingi svo- hljóðandi tillögu til þingályktun- ar: „Sameinað Alþingi skorar á ríkisstjórnina að veita ekki ríkis- fjehirðisstarfið, sem nú er laust, en semja við Landsbankann um að annast gjaldkerastörfin, eins og áður var“. Útflutningsgjald af landbúnað- arvörum. Jónas Jónsson flytur frv. um það, að frá 1. mars 1933 falli niður útflutningsgjald af hverskonar landbúnaðarvörum. — Oft hefir verið á það bent hjer í blaðinu, hve óhæfilegt væri að vera að skattleggja útflutnings- vöru landsmanna á slíkum tímum sem þessum. Þetta frv. er því spor í rjetta átt, en vitanlega á það að ná einnig til aðalútflutningsvöru sjávarútvegsins. Kaupin á Reykjahlíð. Sósíalist- ar í neðri deild flytja svohljóð- andi þingsályktunartillögu í sam- einuðu þingi: „Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að sjá um, að kaupum Minningarsjóðs Jó- hanns Jóhannessonar og Sigur- bjargar Guðnadóttur á jarðeign- inni Reykjahlíð í Mosfellssveit (áður Hlaðgerðarkoti) verði rift þegar í stað, með málssókn ef þörf er á“. — Svo sem kunnugt er, eru ltaup þessi bundin því skilyrði, að fjárveitinganefndir Alþingis samþykki þau. Þessi þingsályktun- art.illaga virðist því óþörf. Hryllilegur glæpur. (FÚ. 18. febr.). 1 bænum Trebnitz í Slesíu myrti aldraður maður 2 fullorðna syni sína og eina dóttur með öxi, í nótt. — Hann kveikti síðan í hús- iuu og hengdi sig. — Menn halda að hann hafi verið geðveikur. SMin Vegfna fjölda áskorana er- buitferð skipsins frestað til föstuda,e:s 24. þ. m. kl. 8 síðd„ Vörum verður veitt mót- taká um miðja vikuna. Lokað alla þessa vikœ vegua málnnar á bnðinni. H. Einarsson 8 Bjðrnsson Hár við íslenskan búning fáið þið best og ódýrast unnið úr rothári í Versl. Goðafoss. Laugaveg 5. Sími 3436t Sænskt FlHibrauð !æst best f isl. sinlör frá bændum fyrirli.úgjandi. Lækkað verð! Lækjargölu 10 B. (Áður Breiðablik). Sími 4046. Hirmllílir, Svuntur, Sloppar, hvítir off mislitir. Lakaefni kr. 2.75« í lakið. Barnapeysur. Falleg Kjólasilki frá 4.50 metrinn.. ManGhester, Lau^aveg 40. Sími 3894»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.