Morgunblaðið - 08.03.1933, Síða 2

Morgunblaðið - 08.03.1933, Síða 2
2 MOB6UNBLAÐ.B Heilösölubirgðir: Bnðngl 200 ferfet í kistu. Þetta gler hefir hlotið lof allra, sem reynt hafa. Sími: Einn—tveir—þrír—fjórir. Fyrirligg jandi: Appelsínnr Jaffa 144 stk. Appelsinnr Valencia 240 stk. Lanknr. — Kartöflnr. Eggert Kristjánsson & Co. Sími 1400 (3 línur). Trjesmiðnr, sem getur lagt fram nokkra fjárhæð getur komist að sem meðeigandi í atvinnufyrirtæki á góðum stað. •Listhafendur sendi brjef, merkt „Atvinna“ til A. S. í. Það er í dag sem þjer getið gert. Kostakaup á margskonar nauðsynjavörum í Haraldarbúð. Til dæmis Kjólatau á 2.50. Stór Teppi á 5 kr. Silkisokka á 0.75. Prjónaföt fyrir börn. Dömu- legghlífar frá 2 kr. Dömukjóla og Kápur fyrir afarlítið. — Athugið Verkamannablússurnar — Sokkana og Kápurnar í herradeildinni. oo<>ooooooooooooooooooooooooooooooooo< „(Tleteoru á að taka þátt í pólarársrannsókn- unum í hafinu milli íslands og Grænlands. Þýska skipið Meteor, seip hjer hefir verið óg á að hafa eftirlit með þýskum veiðiskipum dijer við land, á jafnframt að framkvæma ranpsóknir á fiskmiðum utan Tahdhelgi, um hafdýpi og strauma ■og ennfremur tekur það þátt í norðurhvels rannsóknunum. Skip- ið fer hjeðan í þessum mánuði í 16 daga ferð v.estur í Grænlands- haf og alla leið suður fyrir Hvarf. Eannsókn hefir aldrei farið fram áður á þessum slóðum að vetrar- lagi, en nó á skipið að gera þar rannsóknir á hafinu og veðurfari. Hafrannsóknirnar eru fólgnar í því að mæla sjávarhitann og seltu, og með efnafræðislegri rann sókn verður svo nákvæmlega vitað iim lífsskilyrði fjsTyi /i þessum slóð um að vetraílagi- Veðurfarsrann- ! sóknirnar verða meðal ann^rs fólgnar í því að flugbelgir verða sendir í loft upp, og með raf- geislum, svonefndum „Radiosond- rn“ verður mældur loftþrýsting- u. r og hiti alla leið upp í Stratos- livolfið. Skipherranum á Meteor, Kor- \vetten-Kapitiin Kurze, hefir verið falið að sjá um framkvæmd þess- ara. rannsókna. en þær annast' nokkrir vísindamenn nndir for- ystu Dr. Bohneeke. Þeir eru dr. v. Scliubert, dr. Waltenberg frá haffræðadeild háskólans í Berlín, og veðurfræðingaiuir dr. Moese frá Breslau og dr. Lenke frá Wil- lielmsliaven. -------'-tfW*.-—' - Inflúensan í rjennm eystra. — Prjettaritari Morgbl. á Norðfirði símaði í gær: Samkomubann , vegna inflúensu er upphafið hjer. •Kensla byrjar aftur 1 harnaskól- anum á .inorgun. Heilsnfar er gott hjer í þænum. Skipaferðir milli 5uíþjóðar og íslanðs. Eins og getið var um hjer í blöðunum ekki alls fyrir löngu, var borið upp frumvarp í sænska ríkisþinginu um að veita styrk til þess að koma á fót og halda uppi reglubundnum gufuskipáferðum milli Islands og Svíþjóðar. í dagblaðinu „Göteborgs Post- en“ birtast þann 9. og 10. febrúar greinar, sem fjalla all-ítarlega um þetta mál og virðist þar vera mik- ill áhugi hjá Svíum fyrir að kom- ast í beint samhand við ísland hvað siglingar snertir. í annari greininni birtist viðtal við íslands- vinnn Arvid Didriksson, sem verið hefir hjer á ferð ekki alls fyrir löngu og leggur hann til að leitað yrði samkomulags við Eimskip um að láta eitt eða tvö skip koma við í sænskri höfn. Þessi Svíi á- lítur það einu heppilegu leiðina að Eimskip taki að sjer þessar samgöngur, þar sein fjelagið sje eign og óskabarn íslensku þjóð- arinnar, sem starfi í anda hennar, og sýni glegst allra dæma sjálfs- hjargarviðleitni íslendinga. Það kemur því kjoilega fyrir sjónir, er daginn eftir birtist viðtál við tvo íslendinga, sem um þetta leyti voru staddir í Gautahorg, og virð- ist eftir frásögn blaðsins að dæma, som þessir landar vorir hvetji Svía mjög til þess að hrinda því í framkvæmd, að stofnað verði sænskt gufuskipafjelag, sem ann- ist þessar ferðir og hefji samkepni við þau fjelog, sem nú halda uppi samgöngum milli íslands og Norð- urlanda — þar á meðal Eimskipa- fjelag Lslands. Það miá undarlegt heita að ís- lendingar, sem ættu að vera kunn- ugir erfiðleikum þeim, sem Eim- skipafjelagið á nú við að stríða, skuli vera að hvetja aðrar þjóðir i til þess að vekja upp nýjan keppi i haut við hið innlenda fjelag vort. ! Að vísu halda þeir því fram, að samkepnin myndi aðallega komá niður á Sameinaðafjelaginu og Bergenskafjelaginu, en þetta er ekki rjett. Eimskipafjelagið hefir líka fengið sinn hluta af þeim tiltölulega litlu flutningum milli Svíþjóðar og fslands og gerir nú ■sitt ítrasta til þess að fylgjast með í þeirri samkeppni sem þegar á sjer stað og bjóða kaupmönnum ódýr flutningsgjöld. Það kemur greinilega í ljós að herrar þessir ætlast til að þetta nýja sænska fjelag sölsi undir sig megnið af gegnumgangandi flutningum, svo sem lýsi til Ameríku, fiski til Suðurlanda o. s. frv. einmitt þá fiutninga sem Eimskip af kappi og með giftu hefir lag.t áherslu á að ná í sínar hendur og sem hafa orðið fjelaginu ómetanlegur styrkur á seinni árum. í þessu sambandi má geta þess að það er hreinasti barnaskapur að láta sjer detta í hug að Gauta- horcr geti kept við Hamborg sem umhleðsluhöfn vegna þess hve Hamborg hefir miklu fullkomnari og tíðari samgöpgur til hinná ýmsu landa Norðnrálfunnar og annara heimsálfa. f greininni stendur einnig að annar Jandi vor hafi getið þess, að eigi sje vert að forsmá tekj- ur þær sem strandsiglingar á Is- landi gefi af sjer, þar seip flutn- ingsþörfin sje mikil en farkostir fáir og má hjep segja að slík um- mæli sem þessi sjeu lítt sæmandi íslendingi þar sem allir vita, að það hefir verið einlæg ósk lands- manna að strandsiglingarnar væru eingöngu í höndum fslendinga sjálfra. Á hinn bóginn getur mað- ur naumast varist þeirri liugsun að landi vor hafi hjer verið að gefa vísvitandi rangar upplýsing- ar, því tæplega er hægt að hugsa sjer að honum hafi ekki verið kunnugt um hvernig útkoman hefir orðið á strandsiglingum síð- ustu árin. Það er einkennilegt að íslend- ingar skuli láta sjer koma til' hugar að hvetja til samkeppni við sitt eigið fjelag, sem ætti þó að vera þeim hjartfólgið, þegar að því er gætt, að í sömu blaðagrein er hirtur útdráttur úr hrjefi Svía, sem hjer er búsettur, og leggur hann eindregið til að vinarhugur sá sem Islendingar bera til sænsku líjóðarinnar sje élgi skertur með því að vega að Eimskipafjelag- inu, sem á í vök að verjast við aðra útlenda keppinauta. Það er engum efa hundið, að krefjist nauðsyn þess. að beinn síglingasamhandi verði komið á milli íslands og Svíþjóðar, mun það liggja næst, og vera ósk allra fslendinga að Eimskipafjelagið sje þar brautryðjandi, en flestum sem til þekkja ber þó saman um að fyrst um sinn mnni slíkar sigl- ingar ekki geta borið sig og nú eru tæplega tímar fyrir fjelagið að leggja út á þær leiðir, sem fyrirsjáanlega hafa eingöngu stórt fjárhagslegt tap í för með sjer. En hvað sem kann að fara í hönd og hvort sem úr því verðnr að enn einn útlendur keppinaut- ur Eimskipafjelagsins hætist í hópinn, þá mun þó hver og einn rannur fslendingur hera sí og æ hag síns eigin fjelags fyrir brjósti og gera sitt ítrasta til þess að lilúa að því og styrkja nú og á komandi tímum. Morgunhlaðið hirðir ekki um að birta nöfn þeirra fslendinga, s’em sænska blaðið hefir átt tal við enda munu sennilega fáir af les- endum hlaðsins kannast við menn- ina. Bjargröðið mikla. Fugla líff lengi hlífa ljeð oss ei er þol; hverfi handaskol. (Með afsökun til Matthíasar.) Þau eru mörg og margvísleg þjóðráðin sem hugkvæmir menri finna á þessum síðustu tímum (þ. e. isíðan brynjan sprakk) til þ.ess- að bjarga aðþrengdum bændum landsins út úr fjárhagsöngþveit- inu. Hið nýjasta felst í frumvarp- inu um að drepnar verði álftir og uglur (hrafniiin mun eiga að setja á, í þettfl sinn, enda kann hann mannasiði og heldur þing árlega). Álffírnar ætla jeg að leiða 1 morgnn kv«ld 9 mlðjan dag. Bragðbest og diýgat. Verðlannamiði seu altaf gef- nr vlnning í hverjnm poka. Vöruhúsið. hefir falTegasta úvalið af alls Konar Sokknm fyrir konur, karlá og hörn. hjá mjer, en hlýt aðeins að minn- ast þess, að lán var það íslensk- um hókmentum að Steingrímur Thorsteinsson skyldi fæðast 1831, on ekki 1931, og Þorsteinn Erlings- son 1858, en ekki 1928. Hins- vegar vildi jeg vekja athygli á því, að núna þegar Alþingi á að fara að drepa uglurnar (þenna líka urmul sem af þeim er á fs- landi), eða a. m. 1r. að leggja hlessun sína yfir að svo verði gert, eru rtágrannar okkar, Bretar, að ræða um að leggja algei’t bann við því, að þær verði drepn- ar. Og ekki þar með nóg, heldur að gera ráðstafanir sem stuðli að því, að þessum fuglum fjölgi þar í landi eftir því sem mest miá verða. Þetta stafar af því, a,ð þar sem uglurnar eru, teljá breskir náttúrufræðingar að sj© hið sigursælasta varnarlið gegn músum. rottum og slíkum ófjen- aði, ,sem árlega vinnur gífurlegt tjón, hæði þar og hjer. Þettá er nú bara texti, en jeg rotla Alþingi að leggja út af hon- um. Svo skulum við láta Bretann vita þegar nýju fugladrápslögin eru gengin í gildi. Kannske þau geti sannfært einhvern um, að hjer úti á fslandi sjeu í raun og veru skrítnir fuglar. Svo göngnm við aftur á bak: — einn, tveir, þrír. Sn. J.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.