Morgunblaðið - 08.03.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.1933, Blaðsíða 4
1 MORGUNBLAÐIÐ / Heil hæð í nýtísku steinhúsi með öllum nútíma þægindiim, á besta stað í bænum, er til leigu, eftir samkomulagi, nú þegar eða 14. maí. Upplýsingar gefur Tóm- as Pjetursson, sími 1370. íslenskir leirmunir, mjög fjöl- breytt úrval fæst nú aftur í List- vinahúsinu, Árna B. Björnssyni og hjá Valdemar Long í Hafnarfirði. Glæný ýsa og stútungur fæst í síma 4933. Fisksala Halldórs Sig- urðssonar. fbúð — 4 til 5 herbergi til leigu 14. maí. Öll þægindi. Uppl. í síma 3700 milli 11 og 12 í dag. Munið Fisksöluna á Nýlendu- götu 14, sími 4443. — Kristinn Magnússon. Glæný ýsa. Fiskbúðin í Kola- suni. Sími 4610. Ilýtt böglasmjör gulrófur, nýteknar npp úr jörðu, jafngóðar og á haustdegi. Hvítkál. Gleymið ekki blessuðu silfurtæra þorskalýsinu, sem allir lofa. B|Sruinn. Haupmenn! er lang útbreiddasta blaðið til sveita og við sjó, utan Reykjavíkur og um hverfis hennar, og er því besta auglýsingablaðið ,á þessum slóðum. Stefnuskrá Roosevelts. Lækkun skatta fyrst og fremst. Washington 7. mars. United Press. FB. Roosevelt forseti hefir gert grein fyrir kröfum og fyrirætl- unum sínum í viðurvist ríkisstjóra allra Bandaríkjanna, á fundi, sem haldinn var í Hvíta húsinu (for- setabústaðnum.) • Meðal annars kváð hann verða að stefna að lækkun skatta og hefja víðtæka samvinnu um atvinnubætur, koma í veg fyrir að gullforðinn mink- aði frekara o. s. frv. Þingrof í Hessen. Berlín 7. mars. í Hessen hefir Nazistanum, dr. Múller, verið fengið lögregluvald í hendur. Hann ljet í nótt gera húsrannsóknir hjá ýmsum þing- mönnum úr flokkum jafnaðar- manna og kommúnista, meðal þeirra íh.já/ innanríkisráðherran- tfm í Hessen. Hann hefir einnig sett fram kröfur um það, að þihgið í Hessen verði rofið og gengið til nýrra kosninga, þvi að ríkiskingskosningarnar hafi sýnt það, að þjóðernissinnar sjeu nú í stórum meiri hluta. FÚ Dagbók. I.O.O.F. 114386. Spilakvöld. Veðrið í gær: Lægðin sem að undanförnu hefir verið fyrir sunn an landið, þvínær hreyfingarlaus, hefir nú færst norður fyrir landið og samtímis gekk vindur úr A- til V-á.ttar um alt land. Samkv. fregn frá norsku skipi sem er statt um 700 km. suður af Reykjanesi er S-átt í aðsigi. — Mun vestanáttin því þegar ganga niður í nótt en vindur fara vax- andi af S eða SA á morgun. Veðurútlit í dag: Vaxandi S eða SA-átt. Sennilega hvassviðri og rigning þegar á daginn líður. Föstuguðsþjónusta í dómkirkj- unni í kvöld kl. 6; síra Bjarni Jónsson prjedikar. Alþingi. Á dagskrá Ed. í dag er: Afmáning veðskuldbindinga, innl. tóbaksgerð, eignarnámsheim- ild á ábúðar og erfðafesturjetti á nokkrum býlum á Hvaleyri við Hafnarfjörð. í Nd. Stjórnarski'á.r- breytingin, sjúkrasamlög, hjúkr- unarkonur, alþýðutryggingar, sjúkrahús, náttúrufriðun og frið- un sögustaða, lögreglustjóri í Keflavík, greiðsla víxilskulda á Austfjörðum vegna síldareinka- sölunnar 1931, innflutningur á óþörfum varningi. Innflutningw karakulsauðfjár. Sex þingm. í Nd. flytja svohlj. þál.till.: „Neðri deild Alþingis á- lyktar að skora á ríksistjórnina að nota heímild laga nr. 27, 8. sept. 1931, um innflutning kara- kulfjár frá Þýskalandi, og svo fljótt, að imt verði að hafa það til framtímgunar næsta vetur.“ 1 grg. segir m.a.: „Mjög miklar lík- ur eru til, að verulegs ávinnings megi vænta af ræktun karakul- fjár hjer á landi, þar sem verð- mætustu afurðir þess eru aðrar en þær, sem sauðfje vort gefur“. Lögreglustjóri í Keflavík. Ól. Th. flytur frv. um lögreglustjóra í Keflavík, og er það flutt samkv. tilmælum hreppsnefndar Kefla- víkurhrepps. — Lögreglustjórinn skal skipaður að fengnum til- lögum hreppsnefndar Keflavík- urhr., og á hann að annast hrepp stjórastörf í hreppnum, innheimtu tolla og gjalda til ríkissjóðs, fó- getavald, lögreglustjórn og dóms vald í lögreglumálum. Laun eru álcveðin 2000 kr. á ári úr ríkis- sjóði, og auk þess fær hann þóknun hjá hreppnum, ef honum verður falið að annast störf fyrir hreppinn. Dýralæknar. M. Torfason flyt- ur frv. um breyt. á 1. 61, 1915, um dýralækna. Leggur hann til, að dýralæknar verði 5, tveir í Sunnlendingaf jórðungi, og einn í hverjum hinna fjórðunganna. At- vinnumálráðh. skipi dýralækna og kveði á um bústað þeirra. Bruggarar dæmdir. í gær var kveðinn upp í lögreglurjetti R,- víkur dómur 'fyrir heimabrugg og sölu yfir þeim Bjarna Kjart- anssyni og Guðgeiri Guðmunds- syni Bergstaðastræti 22 (ekki 20 eins og stóð í blaðinu í gær.) Var hvor þeirra dæmdur í 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviður væri og 1000 kr. sekt hvor. í gær fjell einnig dómur í vín- bruggunarmáli Árna Strandbergs. Var hann dæmdur í þriggja mán- aða einfalt fangelsi og 4000 kr. sekt. Er þetta í fjórða sinn sem hann er dæmdur brotlegur við bannlögin. Að gefnu tilefni skal þess getið að bruggarinn Bjarni Kjartansson sem nú er nýdæmdur, er ekki Bjarni Kjartansson smiður frá Búðum. Togararnir. Af veiðum komu í gær Skallagrímur með 111 tn. lifr- ar og Tryggvi gamli með 83 tn. Karlsefni kom frá Englandi. Blairbeck, enskt flutningaskip, kom hingað í gær með saltfarm til Hallgr. Benediktssonar og Co. Dronning Alexandrine er vænt- anleg liingað í dag. Línuveiðarinn Sigríður kom af veiðum í gær með góðan afla, og lagði fiskinn á land í Viðey. Talsverð síld er inni í Norðfirði núna. Þorskveiðar engar, enda ekki reynt að róa til fsikjar. Atvinna í Reykjavík. Á fundi bæjarstjórnar 2. þ. m. var sam- þykt áskorun til atvinnurekenda hjer í bæ, að taka ekki utanbæj- armenn í vinnu, meðan nógur vinnukraftur er hjer fyrir. í sam- bandi við þetta aðvarar borgar- stjóri utanbæjarmenn að þeir skuli ekki koma hingað í atvinnu leit, því að hjer sje ekki, sem stendur, um meiri atvinnu að ræða en bæjarbúar komast sjálfir yfir. Gullfoss kom til Hafnar í morg- un. Goðafoss er á útleið. Brúar- foss er í Höfn fer þaðan á morg- un beint til Rvíkur. Dettifoss er í Leith fer þaðan í dag. Lagar- foss var á Kópaskeri í gær. Sel- foss fór frá Rvík í fyrrakyöld, áleiðis út. Lýra kom hingað í gær og fer aftur á morgun. Jón Baldvinsson smeykur? Jón Bald. spurði dómsmálaráðh. að því í gær, i þingræðu, hvort satt væri, að allmargir menn úr vara- lögreglunni væru í þinghúsinu á meðan fundur stóð yfir í Efri deild. Sagði hann að dæmi væri til þess nú á tímum,. að ríkis- lögregla væri höfð í þinghúsum til að ógna þingmönnum. Vildi hann spyrjast. fyrir um það hvort hjer væri nokkuð slíkt að ræða. Þótti þeim sem á hlýddu Jón vera fremur kjarklítill, er hann bar fram fyrirspurn slíka. f stjórnarskrárnefnd E. d. hefir Jón Þorláksson verið kosinn for- maður, en -Jón. Baldvinsson ritari. Gengisskráning hefir ekki farið fram hjer í bönkunum undanfarna daga. En þetta hefir ekki orðið mönnum til verulegra óþæginda, því þeir, sem hafa þurft erlendan gjaldeyri hafa fengið hann eftir því gengi sem var, er síðasta skárning fór fram. En gengið er ekki skráð hjer vegna þess, að enginn regluleg skráning fer fram í London þessa daga, hverf- andi gjaldeyrisverslun þar yfir- leitt vegna bankalokunarinnar í Ameríku. Lýsissamlagið hjer fekk nú með Lýra vjelar þær, sem setja á upp í verkunarstöð samlagsins, til þess að kaldhreinsa lýsið. Er búist við að kaldhreinsunin geti byrjað eft- ir mánuð. Verkunarstöð lýsissam- Iagsins í Vestmannaeyjúm byrjar sennilega að starfa um miðjan þennan mánuð. Vjelarnar smíð- aðar hjer í Hjeðni. Áttu að vera fullgerðar, en smíði þeirra tafðist Hefl ðkveiii að halda námskeið í leður og teppavinnu. Byrja næstu viku. ERNST PRULLER, Sóleyjargötu 13. — Sími 3519. vegna járnsmiðaverkfallsins eftir áramótin. Ferðasýningin. Um 3500 manns keyptu aðgöngumiða á sýningu Ferðafjelagsins í Sundhöllinni. En auk þess bauð fjelagið skólafólki — um 1500 manns. Svo um 5000 hafa sjeð sýninguna. Sýning þessi var Ferðafjelaginu til sóma, og sýndi bæjarbiium betur en 'áður, að framtak og dugur er í þessum þarfa fjelagskap. Umboðslaunin og opinberu trún aðarmennirnm Jón Þorl. flytur frv. um viðauka við alm. hegning- arlög. Þar segir svo: „Forstöðu- menn og starfsmenn við stofn- ’iir ríkisins, bæjarfjelaga og sveitarfjelaga mega hvorki sjálf- um sjer til handa nje handa fyr- irtækjum, sem þeir eru við riðn- ’r, taka við neinum umboðslaun- um eða þóknun í neinni mynd frá framleiðendum eða seljend- um þess varnings sem keyptur er handa stofnun þeirri, er þeir veita forstöðu eða starfa við.Brot gegn þessu heimfærist undir 13. kapítula hinna almennu hegning- arlaga.“ Dánarfregn. Stefán Guðmunds- son bóndi að Fitjum í Slcoi’radal, ljest 2. þ. m. eftir stutta legu. Verður þessa merka og gáfaða bónda síðar minst hjer í blaðinu. Bethania. Saumafundurinn verð ur á Sjafnargötu 9i, fimtudaginn 9. mars kl. 4. Konur eru vel- komnar. Hnefaleikarinn heitir þýskur skopleikur, er verslunarskólanem- endur sýna í Iðnó annað kvöld. Næsti fyrirlestuir próf. Árna Pálssonar um Kirkju íslands á þjóðveldistímanum, er í kvöld kl. 8,30. Öllum heimill aðgangur. Vestmannaeyjabátur strandar. 1 gærmorgun er Vestmannaeyjabát- ar lögðu af stað á veiðar, vildi það til að vjelin stöðvaðist í vjel- bátntum Skuld, er báturinn var kominn rjett út fyrir hafnar- mynnið. Allhvast var af austri og hrakti bátinn upp á grynningar. Var nú fljótt hrint björgunar- báti á flot, en hann komst ekki að Skuld. En eftir nokkurn tíma tókst að koma línu í Skuld úr öðrum bát, með því að línan var Iátin fljóta á belg að hinum strandaða bát. Síðan tókst þrem vjelbátum að draga Skuld af skerinu eða grynningunum og inn á höfn, og þar upp að bryggju. En þar sökk Skuld rjett á eftir. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 10,12 Skólaútvarp (Stein- grímur Arason, kennari). 12,30 IIádegisútvarp. 16,00 Veðurfregn- ir. 18,00 Föstuguðsþjónusta í Dómkirkjunni (síra Bjarni Jóns- son). 19,05 Þingfrjettir. 19,30 Veðui’fregnir, 19.40 Tilkynningar, Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Háskólafyrirlestur (Árni Pálsson). 21.15 Tónleikari Fiðlusóló. (Þór. Guðmundsson). Grammófón. Mozart: Lög úr Si, Lillu-egfijadsftið ei búið til úr bestu fáanlegu efn- um, enda viðurkent af húsmæðr- um fyrir gæði. Það besta verður það ódýrasta. Viðgerðirá rafmagnsmóforum og allskonar raftækjum fram kvæmdar fljótt, vel og ódýrt á raftækjavinnustofu Júiins Bjfirnsson. Austurstræti 12, Simi 3837. (Drossia) óskast til kaups (straxþ gegn staðgreiðslu. Tilboð, þar semi fram er tekið verð, tegund og ald- ur. Sendist A. S. I. fyrir annaði kvöld; merkt „5.“ Sænskt Flitbrauð fæst best f „Töfraflautunni“. Lög drotningar næturinnar (Ebba Wilton). Int diesen heiligen Hallen. O Isis und! Osiris (Ivar Andresen). Mozartr Eine kleine Nachtmusik. (Ríkis-- óperuorkestrið í Berlín, Leo Blech Jarðarför Skúla Skúlasonar præp. hon. fór fram í gær að við-- stöddu fjölmenni. Sr. Bjarni Jóns- son flutti húskveðju, 6n biskupinn- talaði í kirkjunni. — Starfsmemr stjórnarráðsins báru kistuna úfc úr kirkju. en prestar úr kirkju. Stríðið í Kína. Berlín 7. mars. Af Austur-Asíuófriðnum frjett- ist nú það, að Japanar sjeu n® að víggii’ða borgina Jehoul, sem þeir hafa náð á sitt vald. Japanar- lýsa því og yfir, að þeir sjeu bún- ir að ná á. sitt vald öllum fjalla- skörðum, sem liggja inn í Johoul- hjeraðið. (F. Ú.) s r.ué

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.