Morgunblaðið - 09.03.1933, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.03.1933, Qupperneq 3
étmtmmmmHim MO|t,g,IJKgl,A,Áip JRorgmiWaMfc frt*«í.: H.f. Áryakur, Reykjaytk, Rltstjórar: Jón KJartanaaon, Valtýr Stefánaaon. Rltatjðrn og afgrelóala: Auaturatrœtl 8. — Slal 1800. AudÝalngaatJórl: B. Hafbarc. Aukl^alng-aakrlfatofa: Auaturatrœtl 3 7. — Slaal (700 Helaaaalaoar: Jón KJartanason nr. (742. Valtýr Stefánaaon nr. 42(0. E. Hafberg nr. (770. Aakrlftaglald: Innanlanda kr. (.00 4 ntánuBL Utanlanda kr. (.60 * aaAnuQL 1 lauaaaölu 10 aura alntakl*. (0 aura meB Leabðk. „Skylt er skeggið hökunni**. * Þegar Jónas Jónsson stóð upp tí Efrideild í fyrradag, og talaði ■'á móti ríkislögreglufrumvarpi tstjórnarinnar, mun mörgum sem á hlýddu hafa dottið í hug orðtak- rið „skylt er skeggið hökunni“, eða eitthvað því líkt. Fyrir áramótin síðustu ljet þessi forvígismaður hins íslenska komm únisma á sjer skilja, að hann myndi vera því fylgjandi að efld- ur yrði máttur ríkisvaldsins til bess að halda uppi lögum og reglu í landinu. Þá höfðu menn ekki fengið vit- neskju um, að þessi fyrverandi dómsmálaráðherra var í beinu makki við kommúnistalýð lands- ins, alt fram að bardaganum 9. nóvember. Þá rjett í svip þorði þessi kommúnistasprauta ekki annað en látast vera andstæðing- ur kommúnistanna. En þegar á þing kom, í fyrra- dag, og rætt var um lagafrum- varp það, sem tryggja á friðinn 1 landinu, tryggja þjóðina. gegn •ofbeldis og illræðisverkum komm- únistanna, rann Jónasi Jónssyni hlóðið til skyldunnar, svo hann «tóð upp og taldi það óþarft með ■öllu að gera ráð fyrir, að þessi pólitísku fóstui’börn sín haldi upp ■teknum hætti í óspektum sínum. Loddaraskapur Jónasar var nokkuð gagnsær í þinginu, er hann talaði um, að það vildi svo vel til að kommúnistarnir skömmuðu sig. 'En skammirnar hefir hann launað með því a.ð útvega kommúnistum feit embætti. Og skammirnar ætl- ar hann að launa, með því að halda uppteknum hætti, og lialda hlífiskyldi vfir þeim, með því að ónýta eftir mætti ríkislögregl- una. Því skammirnar eru afgreiddar •eftir pöntun. Jafnvel sauðtryggustu einfeldn- ingum, sem af blindri matarást "hafa fylgt Jónasi Jónssyni fram á þenna dag, en telja sig í bænda, Tióp, hnykti við. er þeir í fyrra- -dag heyrðu af vörum hans að Tiann, treysti sjer ekki til a.ð greiða atkvæði með frumvarpinu um rík- islögreglu til 2. umræðu. Svo opinþeran kommúnista töldu þeir leiðtoga sinn ekki vera -að óreyndu máli. En°landsbanki kaupir gull. London 8. mars. United Press. F. B. Englandsbanki hefir keypt Ti.282.639 sterlingspunda virði af -ómvntuðu gulli. Frá því 24. jan. mema gullkaup baukans 40.117.991 :sterlpd. 5am5teypustiórnin. Stjórnarskiftin í fyrra. Samsteypustjórnin var, sem kunnugt er mynduð í þinglokin í fýrra. Tildrögin að þeirri stjórn- armyndun eru almenningi kunn. Framsóknarstjórnin þáverandi lágðíst fast á móti því, að leið- rjetting fengist á því ranglæti, Seta nú ríkir í tilkögun alþingis- kosninga. Þeír flokkar, Sjálfstæð- isflokkm-inn og Alþýiðuflokkur- Ínn, sem settu stjómarskrár- og kjördæma.málið efst á dagskrá, lijeldu fast árjettlætiskröfunni og vai-ð það til þess að stjórnin sá sig til neydda, að biðjast lausnar. Nókkrir þingmenn innan Fram- sóknarflokksins vildu þó ganga til móts við þá flokka, sem settu kjördæmamálið iá oddinn. For- ustu þeirra hafði Ásgeir Ásgeirs- sön, þáverandi fjármálaráðherra. Ásgeir Ásgeirsson og hans stuðningsmenn vildu vinna ájð friðsamri lausn kjördæmamálsins. Þess vegna bauð hann andstöðu- flokkunum þátttöku í myndun samsteypustjórnar, með það fyrir augum að vinna að friðsamri lausn kjördæmamálsins. Þetta strandaði þó, því að sósíalistar neituðu að taka þátt í myndun samsteypustjórnar. Þá sneri Ásgeir Ásgeirsson sjer til Sjálfstæðisflokksins og bauð honum þátttöku í myndun sam- steypustjórnar, gegn því skýlausa loforði, að samsteypustjórnin inni að lausn kjördæmamálsins milli þinga. Þar eð vonlaust var um, að tak- ast mundi að fá kjördæmamálið leyst á síðasta þingi, tók Sjálf- stæðisflokkurinn boði Ásg. Ásg. og Ijeði mann í samsteypustjórn hans. Grundvöllur samsteypu- stjómarinnar. Þegar samsteypustjórnin kom fyrsta sinn fyrir Alþingi, lýsti Ásg. Ásgeirsson forsætisráðherra fyrir þingheiini tildrögum að myndun hinnar nýju stjórnar. Hann gat þess, að í óefni hefði verið komið á Alþingi, vegna á- greinings um lausn kjördæma- málsins. Um tvær leiðir hefði verið að velja. Onnur leiðin var að rjúfa þing og stofna til nýrrá kosninga. En sú leið hefði ekki leyst vandamálin. Hin leiðin var samningaleiðin. Hún var valin. Lýsti forsætisráðherra yfir þrí, að hann teldi það skyldu sam- steypustjórnarinnar að leggja fyr- ir næsta þing stjórnarskrárfrum- várp, er fæli í sjer sanngjarna lausn kjördæmamálsins. Jafnframt gat forsætisráðherra þess, að nýja stjórnin hefði að baki sjer yfirlýstan stuðning eða lilutleysi þeirra þingmanna í þeim tveim flokkum, er að baki sam- steypustjórninni stæðu. Það kom og á daginn, því að á þessum samá þingfundi báru sósíalistar fram vantraust á stjórnina, en það var felt með 30 :4 atkv. Af þessari stuttu sögu sam- steypustjórnarinnar er það ljóst, að hún var eingöngu mynduð með það fyrir augum, að finna lausn á kjördæmamálinu. 1 Lausn kjördæmamálsins er því sá grundvöllur, sem samsteypu- stjórnin hvíliir á. Stjórnarskrárfrumvarpið nýja. Þar sem lausn kjördæmamálsins er sá grundvöllur, sem samsteypu- stjórnin hvílir á, var það aug- ljóst frá upphafi, að stjórnin myndi leggja fyrir þetta þing stjórmarskrárfrv., sem uppfylti loforð hennar frá síðasta þingi. Gerði hún þetta ekki, þá var sam steypustjórnin þar með sjálffallin, því að grundvöllurinn fyrir henn- ar tilveru var horfinn. Þetta var Ásg. Ásg. fosætisráð- herra að sjálfsögðu ljóst, og þess vegna lagði hann nú fyrir þingið stjónarskrárfrumvarp, um lausn á k j ördæmamálinu. Stjórnarskrárfrumvarp Ásg. Ás- geirssona hefir á sjer öll einkenni samninganna, og er það eðlilegt og skiljanlegt, þar sem tveir flokkar eiga hjer hlut að miáli. Þar er farið bil beggja í tillögum. Hver verður afstaða flokkanna? Sjálfstæðisflokkurinn hefir fyr- ir sitt leyti tekið vel á móti stjómarskrárfrumvarpi Ásg. Ásg. og talið það aðgengilegan samn- ingsgrundvöll. Hann mun því vinna áfram með Ásg. Ásg. að lausn kjördæmamálsins á þessu þingi. Þegar samsteypustjórnin til- kynti þingheimi komu sína í þing- lokin í fyrra, var því haldið fram af sósíalistum, að Sjálfstæðis- flokkurinn befði enga tryggingu fyrir því, að stjórnin inni að lausn kjördæmamálsins. Þessu svaraði Magnús Guðmundsson fulltrúi Sjálfstæðisfl. í samsteypust j órn- inni þannig (sjá Alþt. 1932, B, bls. 2426): „Við Sjálfstæðismenn höfum þó þá tryggingu, að jeg hefi tekið sæti í stjórninni af hálfu okkar flokks, og jeg get lýst yfir því, að jeg mun ekki véra í stjórninni lengur en þangað til jeg veit, að isú lausn fæst ekki, sem jeg tel viðunandi/1 Þessi ummæli taka af skarið um það, hvaða verkefni samsteypu- stjórninni var fyrst og fremst falið að inna af hendi. Og þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefir unnið að frv. því, sem nú er lagt fyrir þingið og flokk- urinn tekið því vel sem fram- lialdandi samningsgrundvelli, má óefað fullyrða, að Sjá.lfstæðisfl. mun ekki bregða fæti fyrir málið og þar með slíta ' samvinnunni milli flokkanna. Hinsvegar er alt á huldu enn um það, hvað Framsóknarflokk- urinn ætlar að gera í stjórnar skrármálinu. Tíminn, málgagn Jónasar frá Hriflu, lýsir yfir því, að Fram- sóknagflokkujrinn beri enga á- byrgð á þessu nýja stjórnarskrár- frumvarpi. Ábyrgðina beri Ásg. Ásg. einn og samsteypustjórnin, segir Tíminn. Auðvitað er ekki mikið leggj- andi upp tir þessum orðum Tím- ans. Blaðið er, sem kunnugt er, málgagn Jónasar frá Hriflu, en Fjórir menn ðrukna af bát úr Grinöauík. Einn bátuerja kemst lífs af. 1 gærmorgun átti Morgunbl. tal við Einar Einarsson útgerðarmann í Garðhúsum í Grindavík, og sagði hann frá jslysi því, er þar vildi til í fyrradag. Bátar í Grindavík voru flestir á sjó þann dag, enda þótt sjór væri hár og hvassviðri. Einn af bátum Einars, Óska- björn, fekk á sig hnút er hann var að draga línuna, og hvolfdi bátn- um. Bátverjar voru 5, og komust allir á kjöl. En nokkru síðar velti alda bátn um á kjöl aftur, og komust menn- irnir.upp í bátinn; allir, eftir því sem Einar best vissi. Nú maraði báturinn í kafi full- ur af sjó, og urðu mennirnir inn- kulsa hver af öðrum eða druknuðu þarna í hátnum. Síðar um daginn kom þangað annar bátur Einars, „Þorbjörn“, og er formaður hans Guðjón Kle- mensson. Þá var aðeins einn lif- andi af bátverjum Óskabjörns,, Vilmundur Stefánsson, frá Reyð- arfirði, og varð honum bjargað. Formaður á Óskabirni var Guð- mundur Elrlendsson. Lík hans var í bátnum þegar Hafurbjörn kom að, og var því bjargað í land. Aðrir, sem druknuðu voru þess- ir: Sæmundur Jónsson, 22 ára iir Grindavík. Magnús Tómasson, 30 ára frá Gegnishólum. Gunnar Jónsson, 20 ára, frá Broddanesi í Strandasýslu. Guðmundur Erlendsson lætur eftir sig ekkju og tvö böm, en hinir þrír er druknuðu vom ó- kvæntir. Óskabjörn var 5,8 smálestir að stærð. Nánar um Grindavíkurslysíð Það var um kl. 2 á þriðjudag að bátnum Óskabirni hvolfdi. — Voru bátverjar að draga línuna og voru á þriðja bjóði. Þeir komust allir fimm á kjöl og allir upp í bátinn aftur, er hann kom á kjöl aftur. Um sama leyti og þeir komust upp í bátinn, sáu þeir bát skamt hafa verið báturinn Þorbjöra, eP síðar kom til sögunnar. Þeir stóðu nú allir uppi í Óska- birni, er maraði í ltafi og hróp- uðu eins og þeir gátu. En bát- verjar á Þorbirni sneru sjer und- an veðrinu og frá Óskabirni, og urðu því einskis varir. Er Þorbjörni var kominn úr aug- sýn dapraðist yfir þeim fjelögum. Og svo fór að þeir hnigu í valinn hver af öðrum. Síðastur andaðist Gunnar Jónsson. En skömmu síðar sá nú Vil- mundur Steflánsson, er einn var eftir lifandi af þeim fjelögum, og skýrt hefir frá þessum sorglega atburði, hvar bá.tur kom í aug- sýn. Lifnaði nú lífsvon hans að nýju, er varð til þess að haim fekk þrótt til að ná sjer í bambusstöng, sem var í bátnum Og Isetja á hana veifu. En báturinn sem þarna var í áugsýn var Þorbjörn. Höfðu bát- verjar á Þorbirni byrjað að draga línu sína, en línan slitnaði brátt. Er það vildi til, skimuðu þeir kringum sig, áður en þeir leit- nðu til lands. Og þlá sáu þeir veifu Vilmundar. Kom nú Þorbjörn rakleitt þang- að sem Óskabjörn var, og tókst brátt að bjarga Vilmundi í Þor- björn. Lík formannsins, Guðm. heit. Erlendssonar lá þvert yfir þóftuna í austurrúminu. Og þess vegna náðist það. En lík hinna. mannauna munu hafa legið niðri í bátnum er Þorbjörn kom að. Varð ekki meira að gert, því vel gat farið svo, að Þorbjörn fengi skemdir af og var þá öllum bát- verjum þar hætt. Vilmundi leið vonum betur í gær. Fleiri Grindavíkurbátar hætt komnir. 1 óveðrinu á þriðjudaginn var1 Grindavíkurbáturinn Sæborg hætt kominn. Formaður er Sæmundur Níelsson. Fjekk báturinn svo mik- inn sjó, að mennirnir stóðu í klof í sjó í bátnum. En það vildi þeim til, að tókst að halda vjelinni í gangi, og komust þeir hjálpar- laust í land. Tveir bátar aðrir voru dregnir frá sjer áleið til lands.En þaðmun að landi þann dag. hann hefir frá upphafi barist fæti fyrir stjórnarskrárfrumvarpi gegn samsteypustjórninni og gert hans, því að það mál var gmnd- alt til að eyðileggja samstarf völlurinn að hans stjórnarmyndun flokkanna. En sennilega má ganga út frá Það er lítt hugsanlegt, að Fram sóknarflokkurinn sem heild ætli að snúast gegn stjórnarskrár- frumvarpi Ásg. Ásg. Langsam- lega meirihluti flokksins studdi samsteypustjórnina í fyrra, með þeirri vissu, að aðalverkefni stjórn arinnar yrði lausn kjördæmamáls ins. Fari svo, að Framsóknarflokk- urinn snúist nú gegn stjórnar- skrárfrumvarpi Ásg .Ásg., þá eru dagar samsteypustjórnarinnar þar með taldir. Ásg. Ásg. gæti vitanlega ekki setið stundinni lengur við völd, ef brugðið yrði því, að ekkert mark sje takandi á ummælum Tímans. Hann mælir aðeins eins og Jónas frá Hriflu vill að fara muni. Hinir gætnari ,menn í Framsóknarflokknum munu áreiðanlega styðja Ásg. Ásg. í að koma í gegn stjórnar- skrármálinu og með því tryggja framhaldandi samstarf flokkanna. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Almenn samkoma í kvöld! kl. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.