Morgunblaðið - 25.03.1933, Side 3
MORGUNBLAl' 1B
3
Úti»t.: H.Í. Arvaknr, RtrWarlk,
KlUtJörar: Jön KJartanaaon.
Valtýr Btcfánaaon.
Kltatjörn og afgralBala:
Auaturatrœtl S. — Staal 1*00.
▲aKlýal»ffa*tJörl: a Hafbara.
▲nalýalnaraaVrlfrtofa:
Auaturatratl J7. — SlaU S700
Halaaaalaaar:
Jön KJartanaaon nr. S74S.
Valtýr Stef&naaon nr. 4110.
B. Hafbers nr. 1770.
Aakrif tas.lald:
Innanlanda kr. 1.00 * naáaaVL.
Utanlanda kr. 1.S0 * aaAnaVU
f lauaaaölu 10 aura alntaklV.
10 anra maö Leabök.
Sigurður Thorlacius.
'* Sigurður Thorlacius skola-
stjóri Austurbæjarskólans hefir nú
í Alþýðublaðinu lielt úr skálum
reiði sinnar út af því, að Morg-
unblaðið hefir clregið skólastjóra
hæfileika hans í efa.
Þegar tekið er tillit til þess í
hvaða andrúmslofti maðurinn lifir,
•er' reiði hans og bálvonska skilj-
anleg.
i Því Sigurður Thorlacius rskóla-
stjóri er í þeirri tiltölulega fá-
mennu klíku, á landi hjer, -sem
þjáist af takmarkalausu sjálfsáliti:
Þegar þessum mönnum dettur í
húg að taka áð sjer eitthvert
starf, fyllast þeir hroka og gikks-
hætti, halda í blákaldri alvörú að
þeir sjeu af æðri máttarvöldum
útvaldir sem leiðtogar hver á Sínu
súiði, þó þá skorti þekking, mánn-
dóm og alla dómgreind til þess að
vera starfinu vaxnir.
Nægir í því efni að bánda á
Pálma Loftsson, Jónas Þorbergs-
son, Herm. Jónasson. Alt eru þetta
menn, útbelgdir af sjálfsþótta.Þeg
ar þeim er bent á misfellurnar í
starfrækslu þeirra, hafa þeir ekki
aðra vörh en fúkyrði, brigsl og
■eigið innantónlt stærilæti, enda eru
þessir menn allir kvistir af hinum
fúna pólitíska meið Hriflumensk-
unnar.
Jafnframt því sem Sigurður
Thorlacius lýsir skólastjórn sinni
að ágætum, skýrir hann frá því,
að hann ætli að höfða mál gegn
Morgunblaðinu út af ummælum
þeim, sem fallið hafa lijer í garð
hans.
I barnalegum liroka sínum hefir
skólastjórinn haldið að með þessu
væri hann að hafa í hótunum við
blaðið.
En til þess að fyrirbyggja allan
misskilning, þá er best að segja
honum strax, að málshöfðun frá
honum, gegn blaðinu, er hand-
hægt og mjög kærkomið tilefni til
þess, að fletta ofan af misfellun-
nm í skólastjórastarfi hans — mis
fellum, sem sannarlega er tími
til kominn að verði leitað lag-
færinga á.
Norsk fiskiskip til íslands.
24. mars, FB
Næstu daga leggja 50—60 fiski-
•skip af stað frá Álasundi til þorsk-
veiða á miðunum við ísland- —
(NRP—FB):
Mistral, spanski togarinn, sem
hjer hefir verið1 undanfarna daga,
fór hjeðan í gær á veiðar,. .
Vjelbátar hjeðan úr bænum,
hafa fengið ágætan afla undan-
farna daga.
Bifreiðarslys.
Vöruflutningabifreið-
in RE 529 rekst á hús-
horn og maður verður
fyrir henni og meið-
ist mikið.
1 gærmorgun kl. 7% vildi það
slys til, að vöruflutningabifreiðin
RE 529, sem var að koma ofan
Bankastræti, skrikaði á götunni
neðst á horni Lækjargötu og Aust
urstrætis, þar sem er gullsmíða-
búð Árna B. Björnssonar. Rakst
hún á horn hússins, skemdi það
allmikíð og braut sýningarglugga,
en um leið bar þar gangandi mann
að og varð hann milli bifreiðar-
innar og hússins þegar áreksturinn
varð.
Um slys þetta hefir Mórgun-
blaðið fengið eftirfarandi upplýs-
ingar hjá lögreglunni:
— Snemma í gærmorgun var
mikil ísing á Bankastræti. Flutn-
ingabífreiðir, sem komu ofan gÖt-
una og voru að fara til vinnu nið-
ur hjá höfn, mistu stjórn ^þegar
þær ætluðu að beygja norður með
horninu neðan við brekkuna. Var
hálkan svo mikil að þær hliðflatti
hvora af annari, og runnu með
miklum hraða eftir glerhálli ís-
ingunni.
Þegar Vörubifreiðin RE 529 (eig
andi og bílstjóri Páll Thorberg)
var að koma niður brekkuna, kom
á möti henni maður á hjóli. Fell
hjölið þar á hálkunni í brekkunni
rjett fyrir framan bílinn, en þó
tókst bílstjóranum að sveigja þíl-
inn fram hjá, svo að hann varð
hjólreiðamanninum ekki að skaða.
En fyrir neðan Bankastrætið, rjett
framundan Bifreiðastöð Reykjavík
ur, Stóð þill á götúnni. Ætlaði nú
bílstjÖrinn að reyna að komast
slysalaust fram hjá honum líka,
en um leið og hann greip í stýrið
til þess að sveigja bifreiðina til
hliðar, skrikaði hún á hálkunni
og snerist alveg við. Hentist hún
með miklum hraða upp á gang-
stjettarhornið, framundan búð
Árna B. Björnssonar, og slóst aft-
urendi hennar, pallurinn, í húsið
og varð árekstur mikill.
En alveg í sömu andránni var
maður að koma fyrir hornið, sunn-
an úr Lækjargötu- Hann heitir
Sveinn Móesesson og á heima á
Hverfisgötu 64 A. Varð hann fyrir
bifreiðinni um leið og hún kast-
aðist upp á gangstjettina, og
fleygðist langa leið vestur eftir
stjettinni. Var það hrein mildi að
hann skyldi ekki merjast milli bif-
reiðarinnar og hússins. En við
þetta váveiflega fall meiddist
hann mikið.
Um leið og þetta skeði vildi svo
heppilega til að lögreglubílinn bar
þarna að. Tók hann manninn og
flutti hann þegar suður í Lands-
spítala.
Bílstjórann sakaði ekki og bíll-
inn skemdist tiltölulega lítið við
áreksturinn. Brotnaði þó vörupall-
ur hans nokkuð og eins grindin á
honum, en bíllínn gat ekið burt
seinna af sjálfsdáðum.
Hljómleika hjelt Páll ísólfsson
í fríkirkjunni í fyrrakvöld og ljek
þar lög eftir Lúbeck, Bach og
Reger. Aðsókn var góð, og gerðu
áheyrendur ágætan róm að leik
Páls og þökkuðu honum með dynj
andi lófataki.
Norsku samnlngarnír
sambyktir í Neðri
deild í gær.
Norsku samningarnir svonefndu
voru til 3. umræðu í Neðri deild
í gær. "" i
Enn urðu miklar umræður um
þetta mál, sem ekki verða þó
raktar hjer. En úrslitin urðu þau,
að samningarnir voru samþyktir
með 19:6 atkvæðum; á móti voru:
Magnús Jónsson, ViliU. Jónsson,
Guðbr. ísberg, Har. Guðmundsson,
Hjeðinn Valdimarsson og Jón A.
Jónsson. Þrír þingmenn voru fjar-
verandi, þeir...Steingr. Steinþórs-
son, Bergur Jónsson og Björn
Kristjánsson. Fer nú mál þetta
til Efri deildar.
Umræður þær, sem fram fóru
á þingi í gær, gefa enn ástæðu
til að víta þá meðferð, sem stjórn-
in befir á þessu máli.
Á það hefir áður verið bent.
hjer í blaðinu, að milliríkjasamn-
inga sem þá, sem hjer um ræðir,
eigi ekki að ræða fyrir opnum
tjöidum. Þingið á vitanlega að
ræða slík mál fyrir luktum dyrum.
í umræðunum í gær var mikið
rifist um það, hvaða rjett þær
aðrar þjóðir öðluðust, sem vjer
höfum svonefndu bestukjara-
samninga við, ef þessir norsku
samningar yrðu staðfestir.
Um þetta rifust þingmenn lengi
og sagði einn það Svart. sem annar
sagði hvítt. En niðurstaðan varð
vitanlega sii, að þingmenn voru
jafn fákunnandi eftir sem áður,
því að enginn gat úr því skorið,
hvaða alþjóðareglur gilda í þessu
efni. r'^^|
Það út af fyrir sig er ámælis-
vert, að gerður skuli vera mikils-
varðandi samningur við erlenda
þjóð, án þess fyrst að gera sjer
ljóst, hvaða áhrif sá samningur
kann að hafa gagnvart öðrum
þjóðum, sem hafa hjá oss bestu-
kjara-samninga.
Stjórn og þing verða að gera
sjer það ljóst, að vjer íslendingar
munum eiga erfitt með að neita
öðrum vinveittum þjóðum, sem
bestukjara-samninga njóta, um
samskonar fríðindi og einni þjóð
eru í tje látin, nema. alveg sjer-
stakar ástæður sjeu fyrir hendi.
En hvað sem því líður, hvort
aðrar þjóðir öðlist hjer aukin
rjettindi ef norsku samningarnir
verða staðfestir, er eitt víst, og
það er, að málstaður vor íslend-
inga batnar ekki við það, að verið
sje að rífast um slíka hluti fyrir
opnum tjöldum á Alþingi, og það
samtímis því, sem vjer erum að
reyna að ná samningum við aðr-
ar þjóðir um mikilsvarðandi versl-
unar- og viðskiftamál-
Churchill hvassyrtur.
Berlín 24. mars. FÚ
Winston Churchill rjeðist með
harðvítugum orðum á MacDonald
forsætisráðherra, í ræðu er hann
hjelt í neðri málstofu breska
þingsins í gær. Sagði hann, meðal
annars, að afskifti hans af utan-
ríkismálum miðuðu að því einu,
að auka stríðshættmia í Evrópu.
Eden, fulltrúi utanríkisráðherra,
varð fyrir svörum, og sagði meðal
annars, að Churchill væri það
méira áhugamál, að auka voþna-
burð Frakklands, en að minka
vopnaburð liinna þjóðanna.
Lík funðið
í gærmorgun fann Ólafur Guð-
mundsson í Nesi við Seltjörn sjó-
rekið lík, þar sem kallað er Suð-
urnes og gengur suður í Skerja-
fjörðinn undan háhæðinni á nes-
inu.
Tilkynti hann þetta Gunnsteini
Einarssýni hreppstjóra í Skild-
inganeshreppi, en hann tilkynti
það aftur lögreglunni í Reykja-
vík. Voru þeir þá sendir þangað
vestur eftir lögregluþjónarnir Sig-
urður Gíslason og Þórður Geirs-
son, til þess að sæltja líkið á bíl.
Fluttu þeir það svo hingað til lík-
hússins.
Líkið var nokkuð torkennilegt,
m við rannsókn, sem fór fram á
því síðari hluta dags í gær, þótti
mega ráða af nærfötum þess, að
það væri af Árna P- Jóössyni, sem.
var starfsmaður hjá brjóstsykurs-
gerð M. Th. S. Blöndahl, og hvarf
hinn 12. febrúar síðast liðinn.
„Houa“-mdlið.
I Alþýðublaðinu er sagt frá því
í gær, að sámkomulag muni hafa
náðst milli bæjarstjórnar Akur-
eyrar og kommúnistafjelagsins
þar, út af „Nova“-deilunni.
Frásögn blaðsins er mjög mál-
nm blandin.
Samkomulag hefir fengist um
það, að þeir, sem fá atvinnubóta-
vinnu í tunnuverksmiðju Akureyr-
arbæjar, skyldi fá útborgað 1
krónu á hverja tunnu, sem fyrir-
framborgun, í stað 75 aura, sem
ákveðið var áður, og svo máske
uppbót seinna. Svara þessi laun
til þess að mennirnir, sem við þetta
vinna, hefði 95 aura tímakaup.
En samkomulag er ekki fengið
með þessu. Kommúnistar hafa
heimtað það líka, að tveimur
mönnum verði bönnuð vinna við
tunnuverksmiðjuna, þeim Halldóri
Friðjónssyni og Jens Eyjólfssyni.
í fyrrakvöld var fundur haldinn
í bæjarstjórn Akureyrar og var
þar algerlega neitað að ganga að
þessari kröfu kommúnista, og mun
''æjarstjórnin alls ekki ganga að
henni fyrir neinn mun.
1 dag klukkan 9 mun bæjar-
stjórnarfundur verða haldinn á
Akureyri út af þessu máli.
„Nova“ mun sennilega vera á
Akureyri á mánudaginn.
Grávöru markaðurinn.
24. mars. NRP. FB
Samkvæmt tilkynningu frá Roar
Nord í Oslo, umboðsmanni hins
þekta grávörufirma Hudson’s Bay
Company í London, hjelt fjelagið
uppboð á silfurrefaskinnum, hið
þriðja á þessum vetri, 6. og 7. þ.
m. Fram voru boðin 10750 skinn,
aðallega frá Norður-Ameríku og
Norðurlöndum.
Verðið var sem hjer segir:
Meðal verð Hæstaverð
£ s. d. £ s. d.
Svort og lítið
silfruð 6— 0—0 10—10—0
14 silfur 7—15—0 16—10—0
i/2 silfur 9—ICU-O 25— 0—0
34 silfur 9— 5—O 22— 0—0
Alsilfur 1Ö—- 5—0 16—- 0—0
Ljeleg skinn 4— 6—0 8—10—0
1....
Tucer tillögur.
Nú liggur fyrir þinginu, að á-
kveða hvort öðlast skuli gildi á-
kvæðin í samkomulagi um við-
skiftamál íslands og Noregs —
hinn svokallaði norski samningur
— Allir eru sammála um að í hon-
um felist mikill styrkur fyrir af-
komu landbúnaðarins, og ætla jeg
ekki að fjölyrða um það. En með
því að samningur þessi verði stað-
festur, öðlast Norðmenn meiri
rjettindi lijer við land en þeir
hafa nú.
Er þá fyrst að atliuga, hvaða
áhrif þetta hefir á síldarútveg okk
ai íslendinga. Fríðindi Norðmanna
bitna eingöngu á sjómönnum og
útgerðarmönnum þeirra skipa er
síldveiði stunda. Hlunnindi þau er
Norðmenn hafa samkvæmt fiski-
veiðalöggjöfinni frá 1922 eru stór
hættuleg fyrir útgerðarmenn og
sjómenn. Þessar 500 til 700 tunnur
sem þeir mega selja samkvæmt
henni, er nægilegt atriði til þess
að eyðileggja eða stórskemmaJ
splumöguleika á afla íslenskra
síldveiðaskipa, Síldarkaupmenn
munu ógjarnan vilja: gera fyrir-
fram samninga við íslensk fiski-
skip — er neinu nemur — fyrir
t. d. 5 krónur pr. uppsaltaða
tunnu eins og í fyrra, því þeir
geta biiist við að höfnin fyllist af
norskum skipum er bjóði síld fyr-
ir 3 krónur tunnuna. Þannig skap
ast verðlækkun og söluvandræði
á nýsíld til söltunar. Það er því
laukrjett hjá ólafi Thors að á-
standið versnar tiltölulega lítið
við norska samninginn. Þótt hann
yrði feldur og ekkert yrði gert fil
að lappa upp á fiskiveiðalöggjöf-
ina, yrðu sömu erfiðleikarnir á
sölu nýsíldar, eins og jeg hefi lýst.
Ástandið við síldarverksmiðj-
urnar hefir verið þannig síðustU
sumur, að oft hefir fjöldi skipa
orðið að bíða í fleiri daga eftir
losun og mörg dæmi eru til þess,
að eftir biðina hefir síldin verið
orðin of gömul, svo verksmiðj-
urnar hafa neitað að kaupa hana.
Hefir þá næsta skrefið verið
sigla með hana lit á haf og moka
henni í sjóinn. Ekki batnar af-
greiðslan eða sölumöguleikarnir
við verksmiðjurnar eftir að norsk
skip fara að þyrpast þangað líka-
Verðið hefir verið svo lágt síðustu
sumur, að það getur tæplega'
lægra verið, ef sjómennirnir eiga!
að liafa sem svarar tímakaupi við
löndunina.
En hvað er þá hægt að gera, til
hjálpar útgerð íslensku síldveiði-
skipanna næsta sumar. Ætla jeg
að bera fram tvær tillögur í þá
átt. Fyrri tillagan er þannig:
„Að þingmenn Sjálfstæðisflokks
ins gangist fyrir því, að tríkið taki
síldarverksmiðju Dr. Poul á Siglu-
firði á leigu og starfræki hana!
næsta sumar“.
Þótt jeg sje ekki .sjerlega hrif-
inn af ríkisrekstri, leyfi jeg mjer
samt að koma fram með þessa til-
lögu. Verksmiðjan var ekki starf-
rækt síðastl. snmar. Kæmist þetta
í framkvæmd tel jeg niikið bætt úr
söluvandræðum á bræðslusíld eða
útlitið ekki verra en síðastliðið
sumar. Það er ekki nægilegt, þótt
þýsku eigendurnir starfræki hana
sjálfir, því þeir mundu meðfram
kaupa síld af erlendum skipum í
skjóli fiskiveiðalöggjafarinnar. —