Morgunblaðið - 25.03.1933, Page 4

Morgunblaðið - 25.03.1933, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ 2—3 herbergi og eldhús óskast frá 14. maí. Snorri P. B Arnar. Sími 4899 (heima 3999). Appelsínur, epli, hiómkál, hvít- kál, selleri, rauðrófnr, rabarbari, gnlrætur, gnlrófur, rcyki: kjöt og saltkjöt. Yerslunin Ljósvallagöru K', sími 4879. Grlænýr fiskur. — Piskbúin á Grettisgötu 44, Glænýr fiskur. Fiskbúðin í Kola- sundi- Sími 4610. Húsmæður! Munið að bestu fisk símar bæjarins eru 4456, 2098 og 4402. Hafliði Baldvinsson. : Raflagnir, J- nýjar lagnir, viðgerðir og í; jj, breytingar á eldri lögnum. JUnnið fljótt, vel og ódýrt. Júlías Björnsson, löggiltur rafvirki. s $ U.i Austurstræti 12. Sími 3837. t & 3 I ce Ch 0> ba 06 Q M W O < þI Þh Nýtt bðglasmjor gulrófur, nýteknar upp úr jörðu, jafngóðar og á haustdegi. Hvítkál. Gleymið ekki blessuðu silfurtæra þorskalýsinu, sem allir lofa. Björniuu. Fjallkonu- ri skó- LyT svertan cr besí# H'f. Efthigerð Reytqavihur. Reiðhjölasæti nýkomin afar ódýr. „ð r 23 í n Laue;aves 8. Mjer er kunnugt um, að fyrir tæp- um mánuði voru þýsku eigendurn- ií' fúsir til að leigja verksmiðjuna. Hin tillagan er svohljóðandi: „Að þingmenn Sjálfstæðisflokks ins flytji frumvarp nú þegaa* á þinginu, um útgerðarstyrk til ís- lenskra fiSkiskipa er stunda síld- veiðar, er nemi einni krónu á hverja uppsaltaða síldartunnu, er greiðist úr ríkissjóði af itolltekj- lun hans af síldveiðunum, og að tryggja frumvarpi þessu örugt fylgi, áður en norski samningur- inn verður endanlega samþyktur. Mjer reiknast svo til, að næst- komandi síldarvertíð, mundi hvert síldveiðaskip fá 6 til 8 þúsund krónum minna fyrir jafnmikla veiði og síðastliðið sumar. Styrkur sá er felst í tillögu minni mundi bæta mönnum tjón þetta að nokkru, en yrði ekki sjerstaklega tilfinnanlegt fyrir ríkissjóð, er þess er gætt að útflutningsgjald af síld er nú ein króna pr tunnu en ætti að vera 32% eyrir af kryddsíld og annari sjerverkaðri síld sem hægt væri að meta 20 króna virði fob. Saltsíldin er í flestum tilfellum ekki nema 10 til 15 króna virði fob. þegar hún er flutt út óseld og ætti útflutnings- gjaldið af henni ekki að fara fram úr 0.17—-25 a. á tn. miðað við út flutningsgjald af öðrum íslenskum afurðum. Útflutningsgjaldið af síld þeirri er íslendingar kynnu að kaupa af færeyskum, dönskum, norskum, sænskum, finskum, lett- neskum og eistlenskum iskipum rynni óskert í ríkissjóðinn. Ótrúlegt þykir mjer að fulltrú- ar bændastjettarinnar geti ekki gengið inn á: styrkveitingu þessa, þvi ;ef svo væri, þá verð jeg að segja, að ólíkir eru þeir stjettar- bræðrum sínum í Noregi. Á sama tíma sem norskir bændur ganga inn á —• þrátt fyrir vaxandi kjöt framleiðslu þeirra —• að leyfa inn- flutning á íslensku saltkjöti, til samkeppnis við sig á norskum markaði, emungis til framdráttar norskri síldarútgerð við fsland, þá krefjast íslensku bændumir milli ríkjasamnings við Noreg sjálfum sjer til framdráttar, sem orsakar það að íslensk síldarútgerð fær vaxandi erfiðleika. Það er ekkert einsdæmi að ná- grannaþjóðirnar styrki síldarút veg sinn. T. d. hefir Þýskaland í fleiri ár greitt þýskum útgerðar- mönnum 2 ríkismörk í „premíu“ fyrir hverja tunnu saltsíldar, er þeir hafa afhent til „die Deutsche H!eeringshandelsgesellschaft“ í Bre men. Þá hefir þýska síldarútgerð- in fengið rekstrarlán hjá því opin- bera og hafa rentur af lánum þess um. svo og höfuðstóll, oft og ein- att verið látnar niður falla- Nú í haust ákvað þýska stjórnin að veita 4 miljónir ríkismarka til bygginga 30 nýrra síldveiðiskipa með besta nýtísku útbúnaði. Mörg af skipum þessum eru nú full- smíðuð. Ef hægt er að fá báðar þessar tillögur samþyktar í þinginu og koma þeim í framkvæmd, þá tel jeg norska samningnum bjargað á þann hátt, að allir mættu eftir atvikum vel við una. Aðstaða verkafólks fyrir norðan er stór- lega bætt, mikið fleira aðkomu- fólk getur átt kost á vinnu þar en ella og hagur kaupmanna og bæj- arfjelaga mundi batna mikið við aukinn rekstur. Á sameiginlegum fundi lands- málafjelaganna ,Pram‘ og ,Stefnir‘ í Hafnarfirði, voru tillögur þessar samþyktar með öllum atkvæðum fundarmanna s.l. sunnudag. Þingmaður Hafnfirðinga, Bjarni Snæbjörnsson, hefir tekið að sjer flutning þessa máls, og er nú þegar komin fram þingsályktunar tillaga og frumvarp í Efri deild, °ins og getið hefir verið hjer í blaðinu. Beinteinn Bjarnason. Ítalíuför Hitlers. London 24. mars. United Press. PB. Samkvæmt fregnum sem hingað bárust frá Berlín í kvöld og tald- ar eru vera frá áreiðanlegum heim- ildum ætlar Hitler að fljúga til Rómaborgar í byrjun aprílmánað- ar til fundar við Mussolini. Leið- togar Stálhjálmafjelaganna. en leiðtogum þessum hefir Mussolini einnig boðið að koma til Róma- borgar, hafa þegið boð hans. Hafa þeir ákveðið að fara til Róma- borgar um Hvítasunnuleytið og ætla þeir sjer að hafa heila her- deild Stállijálmamanna sem fylgd arlið. Dagbók. □ Edda 59333287—Fyrirl. Veðrið í gær: Suðvestur af Is- landi er lægð, sem er allvíðáttu mikil, en virðist orðin nærri kyr stæð og í rjenun. Hún mun hafa í för með sjer fremur hæga SA- átt hjer á landi næsta sólarhring með mildu veðri um alt land og dálítilli righingu syðra. Sem stendur er SA-kaldi við SV-strönd ina en því nær logn á N- og A- landi. Hiti 4—6 stig nyrðra, en 7 —8 stig syðr^; Veðurútlit ií dag: SA-kaldi. Dá- lítil rigning öðru hvoru og milt. Messur á morgun: í Dómkirkj- unni kl. 11, síra Sigurgeir Sig- ursson; kl. 5 síra Bj. Jónsson. í Fríkirkjunni kl. 2 (síra Árni Sigurðsson). 1 Aðventkirkjunni kl. 8 síðd. Allir velkomnir! Eignarnám Amamess. Út af um- mælum í grein Tngvars Guðmunds sonar hjer í blaðinu í gær, þar sem hann segir að „presturinn í ráðlierrasætinu“ (þ. e. síra Þor steinn Briem) berjist fyrir því, að Arnarnes verði tekið eignar- námi handa Hafnarfjarðarbæ, hefir Þorstéinn Briem ráðherra tjáð blaðinu, að hann sje ekkert við þetta mál riðinn og hafi látið það afskiftalaust. Plutningsmaður þessa frumvarps í þinginu er Jón Baldvinsson. Hjúskapur. Þann 22. þ. mán. voru gefin saman í hjónaband af bæjarfógetanum í Hafnarfirði, yf irhjúkrunarkona á Laugarnesspít- ala, Margrjet Einarsdóttir og cand. med. Pjetur Jakobsson. — Hann fór utan í gærkv. með Lyra til að taka við kandidatsstöðu sinni í Danmörku. Dettifoss fór hjeðan í gær- kvöldi til Hull og Hamborgar- Meðal farþega voru Ingvar Guð- jónsson kaupmaður (til Hull) og Ólafur Auðunsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum (til Vestmanna- eyja.) Skipafrjettir. Gullfoss var á ÓI- afsvík í gær á vestur leið. — Goða foss kemur til Vestmannaeyja í dag, snemma, væntanlegur til Reykjavíkur í kvöld. — Brúar- foss kom til Reykjavíkur í gær, að vestan og norðan. Dettifoss fór frá Reykjavík í gærkvöldi, kl. 8 til útlanda. — Lagarfoss fór frá Vestmannaeyjum í fyrradag, áleið- is til Austfjarða. — Selfoss er i Reykjavík. Skíðaferð. Á morgun er ákveðið að farin verði skíðaför upp á Hell isheiði. Vonast Skíðafjelagið eftir l>ví, að þá verði gott veður, skíða- færi ágætt og ferðin öllum til gleði. Þeir, sem ætla að vera í förinni eiga að gefa sig fram við verslun L. H. Miillers fyrir kl. 7 í kvöld- Skákþing íslendinga. Önnur um ferð fór þannig, að Einar Þor valdsson vann Svein Hjartarson, Jón Guðmundsson vann Eggert Gilfer og Konráð Árnason vann Steingrím Guðmundsson. Jafntefli crerðu Árni Snævarr við Þráinn Sigurðsson og Guðmundur Ólafs- son við Ásmund Ásgeirsson. — I ' kvöld verður ekki teflt. Pjórða umferð tefld á morgun. Bethania. Sunnudaginn 26. mars sambænastund kl. 2, smámeyja- deildin kl. 3%. Almenn samkoma kl. 8%. S. Á. Gíslason talar. Allir velkomnir. Leikhúsið. ,Karlinn í kreppunni* sem er nokkurs konar áframhald af „Karlinum í kassanum", hefir nú verið sýnd i þrjú kvöld, í þess- ari viku við mikla aðsókn. — Á- horfendur hafa áreiðanlega skemt sjer vel. Næst verður Ieikið á morgun, sunnudagskvöld kl. 8. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir, 10,12 Skólaútvarp. (Pr. Brekkan, rithöf.) 12.15 Hádegis- útvarp. 16.00 Veðurfregnir. 18.15 Háskólafyrirlestur Ág. H. Bjarna- son). 19.05 Þingfrjettir. 19.30 Veðufregnir. 19.40 Tilkvnningar Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur Prjettir. 20.30 Upplestur: Sögu- kafli. (H. K. Laxness). 21.00 Tón leikar (iitvarpskvartettinn). Gram mófónsöngnr: David Monrad Jo- hansen: Skjenkarsveinen. Conradi Solnedgang. Halfdan Kjerulf Solvirkning. Alf. Poulsen: Naar Fjordene blaaner -Guldbergs aka- demiske Kor). J. Halvorsen: Dobb- elt Portræt. Riccius: Paa Vandr- ing (Erling Krogh Kvartet). — Danslög til kl. 24. 60 ára er í dag Ingunn Guð- brandsdóttir, húsfrú á Reykja- hvoli í Mosfellssveit. Er hún bú- kona hin mesta og orðlögð fyrir gestrisni og hjálpfýsi. Munu fáar konur njóta meiri vinsælda í sinni sveit en hún. Belgaum kom af veiðum í gær með 85 tunnur lifrar. Aflinn var eingöngu þorskur og stærri held- ur en aðrir togara hafa fengið að undanförnu. Farsóttir og manndauði í Rvik vikuna 12.—18. mars (í svigum tölur næstu viku á undan): Háls- bólga 42 (37). Kvefsótt 70 (90). Kveflungnabólga 8(2). Blóðsótt 1 (0)-. Gigtsótt 1 (0). Iðrakvef 10 (18). Inflúensa 326 (296). Taksótt 4 (3). Hlaupabóla 6 (0). Þrimla- sótt 2 (2). Munnangur 1 (2). Kossageit 2 (0). Mannslát 6 (9). Landlæknisskrifstofan. PB Austnrbæjarskólinn. Merki skól- ans verða seld á götum bæjarins á morgun. Ágóðanum verður varið til að styrkja ferðalög barnanna, sem taka fullnaðarpróf í vor. Er svo ráð fyrir gert, að fullnaðar- prófsbekkir fari lengri eða skemri ferð að loknu prófi. Einn drengja- bekkur ætlar til Færeyja. er að dórai beirra^ sem reynt hafa5. framúrskarandi braffðgott og drjúgt„ Húsmæður, sem enn bá ekki hafa reynt bað, ættu að kaupa 1 pakka og dæma sjálfar um gæðin. — — Yerðlaunamiði £ hverjum pakka. Manchetskyrtur hv. og mlsl. Afar mikið og mjög smokklegt úrval nýkomið. Viruhúsið. Vor- og sumar- tfskuhlOð: Bijou de la Mode. Votre Gout. Chic Parfait. Lyon Moden Album. L’Album d’Enfants. l’Enfant Star. Stella. Ia Parisienne. Élégance Feminine. Children Dress. Romas Pictorial Fashiom Home Fashion. Butterick. Le Jardin des Modes. Mabs. la Mode dé Demain. Pariser Chic. Pariser Record. Weldon Ladies. Weldon Children. Madame fait s. Robes, (Merv. de Modes). Les Jolis Chapeaux. (Hattablað). Praktische Damen- und Kinder-Mode. Nordish Mönster-Tidende Modenzeitung fiirs deutsche Haus. BáUtlaða* Lækjargötu 2. Sími 3736.'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.