Morgunblaðið - 28.03.1933, Síða 3

Morgunblaðið - 28.03.1933, Síða 3
MOSGUNBLAV1B 3 JRðt^nnUaM^ Útxaf.: H.Í. Arvakur, StTkJtTlk. Sltatjörar: Jön KJartanuoB. . Valtyr Btaíánaaoa. Kltatjörn og afgrralBala: Auaturatrætl 8. — Btaa.1 1100. áuKlýalnraatjörl: H. Haíborv. áUKlýalncaakrlfatofa: Auaturatratl 17. — Slaal >700 Holaaalatar: Jön Kjartanaaon nr. >741. Valtjr Steí&naaon nr. 4M0. E. Hafberg nr. >770. Aakrlftaajald: Innanlanda kr. >.00 á aaánnVL Utanlanda kr. >.50 á aUnull, f lauaaaölu 10 aura elntaklV. >0 aura maB Uoabök. Lygar á þjóðuerja. Berlin, 27. mars. Hitler i'rtti nýlega fund með ■Oöbbels utbreiðslumálafulltrúa, og ræddu þeir um skipulag liins nýja útbreiðshiráÖU'neytis. — Einnig ræddu þeir um það, hvað gera :ætti gegn ])eirn árásum, sem þýska •stjórnin vrði fyrir í Ameríku og Englandi, þar sem henni væri bor- ið á brýn að hún ofsækti Gyðinga, og kom þeim saman um, að að svo miklu leyti sem það væri Þjóðverj- ai sem ættu upptökin að þessu, skýldi farið með þá sem landráða- menn. von Neurath ut.anríkisráðherra ’hefir í opinberri tiikvnningu tekið áfstoðu gegn fregnum og skrifum erlendra blaða, sem sjeu Þýska- ‘landi og þýsku stjórninni fjand- samlega, eins og til dæmis sii fregn, að Nazistar hafi kveikt í þýsku Ríkisþingsbyggingunni. — Jafnframt mótmælir stjórnin þeim fregnum, sem nú eru mjög lit- breiddar erlendis, að Gyðingaof- sóknir eigi sjer stað í Þýskalandi. , Lögreglustjórinn í, Beriin hefir framlengt um óákveðinn tíma Ibannið á útkomu blaðanna Berlin am Morgén og Eeho von Berlin. ÍFÚ.). Suiplegt slys. Drertffur verður fyrir bifreið og bíður bana. Á sunnudaginn lagði strætis- vagninn RE 854 á stað frá Lækj- artorgi og ók inn Hverfisgötu. Var bíllinn fullur af farþegum. Þegar komið var móts við lnisið 'Hverfisgötu 75 var 6—7 ára dreng- ur að leika sjer þar á gangstjett- inni. Hljóp hann svo út á götuna og hartnær yfir hana, en sneri þá við og hljóp beint fyrir bifreiðina. Slapp hann fyrir hægra fram- bjólið, en varð þá fyrir fjöðrinni framan á bílnum og fell á götuna, en bíllinn fór yfir hann. —- Fór hægra afturhjól bifreiðarinnar yf- ir brjðst hans og dó hann sam- stundis. Drengurinn hjet Hinrilc Guð- mundsson og átti heima á Hverfis- götu 80 hjá móður sinni. Lögregl- an flutti lík hans suður i Lands- spítala. Bifreiðarstjórinn heitir Jón Sig- mundsson og er viðgerðarmaður hjá Strætisvagnafjelaginu. Elcur hann sjaldan, enda mun hann ekki hafa fullkomið ökuleyfi (til mann- flutninga). Af veiðum kom Hafsteinn í gær- morgun með 70 tunnur lifrarl Löggæslan i Reykjavík og iögreglnst| órinn. Ibúum Reykjavíkur liefði áreið- anlega þótt sú fregn ótrúleg, ef þeim hefði verið tjáð það fyrstu dagana eftir atburðinn sem hjer slteði 9. nóv. s.l„ að lögreglustjór- inn í bænum, Hermann Jónasson, berðist gegn því, að ríkið kæmi hjer upp lögregluliði, bæjarlög- reglunni til styrktar og aðstoðar. Enda fór lögreglustjórinn ekki dult með það fyrstu dagana eftir 9. nóv., að nauðsyn bæri til, að koma upp varaliði hjer í bænum. Var hann og þá um þetta í fullu samræmi við sinn pólitíska læri- föður, Jónas Jónssoh’ frá Hriflu, sem af ótta við íslenska bændur ekki þorði annað en að taka af- stöðu gegn samherjum sínum, sósíalistum og kommúnistum. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Jónasi frá Hriflu rann brátt blóðið til skyldunnar; gerðist hann brátt þögull um ríkis eða varalögregluna og tók að sitja leynifundi með forsprökkum upp- þotsmanna frá 9. nóv. Og þegar stjórnin lagði fyrir Alþingi frv. sitt um lögreglu ríkisins, var Jón- as frá Hriflu, áður en hann vissi af, kominn opinberlega í lið kom- múnistanna í ræðu þeirri, sem hann flutti um málið í efri deild var hann til að byrja með mjög á báðum átt- um. En áður en hann vissi sjálfur af, var hann farinn að tala gegn málinu. Hann mátti ekki heyra nafnið „ríkislögregla“ nefnt og í lok ræðu sinnar kvað hann upp úr um það, að ríkið ætti enga lög- reglu að hafa. Hins vegar gat hann hugsað sjer, að Reykjavík- urbær yrði skyldaður til að hafa 60 manna lögreglusveit og að ríkið greiddi 15% af kostnaðinum. Þegar lögreglustjórinn í Reykja vík, Hermann Jónasson sá hvernig hans pólitíski lærifaðir hafði hring snúist í ríkislögreglumálinu, fór hann sjálfur brátt að verða veikur í trúnni. Hann hafði að vísu erfiða aðstöðu, því að sjálfur hafði hann hvað eftir annað látið Tímann básúna það, að það hefði verið hann — Hermann Jónasson — sem hefði ráðið öllu um fyrir- komulag varalögreglunnar, sem stofnuð var hjer í bænum eftir óeirðirnar 9. nóv. Meira að segja ljet Hermann Jónasson á sjer skilja, að lögreglusveit þessi hefði verið stofnuð eingöngu fyrir hans kröfu og að hann hefði einn ráðið því, hver yrði foringi þessa liðs o. s. frv. En þegar Hermann Jónasson sier, að hans pólitíski lærifaðir, Jónas frá Hriflu vill ekkert með ríkislögreglu hafa, ,snýr hann óð- ara við blaðinu og berst nú einnig gegn þessari lögreglu. Tíminn skýrir frá því á laugar- daginn var, að fundur hafi verið haldinn í Framsóknarfjelagi Rvík- ur á fimtudagskvöld s l. og að þar hafi verið rætt um frv. stjórnar- innar, um lögreglu ríkisins. Frum- mælandi var Hermann Jónasson lögreglustjóri. Eftir því sem Tíminn skýrir frá framsöguræðu Hermanns á þessum fundi, hefir nú ekki gengið hnífur á milli skoðana lögreglustjóra og Jónasar frá Hriflu. Lögreglustjór- inn fordæmdi nafnið „ríkislög- regla“ og fann frv. yfirleitt alt til foráttu. Og liann kom að lokum fram með sömu uppástunguna og Jónas frá Hriflu var með í þing- inu, að bæjunum yrði gert að skyldu að auka lögreglulið sitt, gegn styrk úr ríkissjóði. Þessari uppástungu fylgdi svo alt Hriflu- liðið, sem á fundinum var, að sögn Tímans. Þá er nú svo komið, að sjálfur handhafi lögregluvaldsins í Reykja vík, Hermann Jónasson, er geng- inn í lið með þeim mönnum, sem berjast gegn ríkis- eða varalög- reglu í höfuðstaðnum. Hingað til liafa það verið ofbeldismenhirnir frá 9. nóv., sem liafa barist gegn aukinni lögi-eglu hjer í bænum. Nú hefir þeim bæst við nýr, óvænt ur liðsmaður, þar sem er sjálfur lögreglustjórmn. Þessi undarlega og óskiljanlega framkoma lögreglustjórans gefur tilefni til, að rifja upp það sem hjer gerðist 9. nóv. s.l. Bœjarstjórn Reykjavíkur sat á ráðstefnu til þess að taka ákvarð- anir um málefni bæjarins. Mitt í ráðstefnunni ryðjast þar að of- beldismenn úr liði kommúnista og sósíalista- Þeir hóta hæjarfulltrú- unum líkamlegu ofbeldi, ef þeir ekki vilja gera eins og ofbeldis- mönnunum best líkar. Og þeir láta sjer ekki nægja ofbeldishót- anir, falin barefli eru tekin upp og ofbeldisverkin framkvæmd. Leikur þessi endar með því, að bæjarstjórnarfundinum er hleypt upp, en 22 lögregluþjónar, sem í viðureign þessari lentu, voru meira o’g minna slasaðir, sumir bein- brotnir, aðrir með flakandi sár á höfði og nokkrir hlutu alvarleg meiðsl innvortis. Lögreglustjórinn komst sjálfur ómeiddm’ úr þessum leik, og það var ekki honum að þakka, að hans dyggu þjónar komust lifandi þar frá. — En hart er það vissulega, að lög- reglustjórinn skuli nú launa hina dyggu og djarfmannlegu fram- komu lögregluþjónanna með þvi að berjast gegn því, að ríkisvaldið hafi hjer jafnan til taks nægilega öflugt varalið, lögreglusveit bæj- arins til aðstoðar ef nauðsyn kref- ur. Það er vitanlega engin lausn á málinu að segja, að hið fasta lög- reglulið bæjarins skuli skipað 50 —60 mönnum, því að þeir atburðir geta komið fyrir og hafa komið fyrir, sem sýna, að sú lögregla getur orðið of veik. Það er vitanlega gott og sjálf- sagt, að hafa hina föstu lögreglu bæ-jarins öfluga og vel æfða.. En þar sem það hefir sýnt sig, að slík lögregla —og það jafnt þótt fylgt yrði fylstu kröfu Hermanns Jón- assonar um fjölmenni hennar — getur orðið of veik, þá er það skylda ríkisvaldsins að hafa til varalið, sem grípa má til í ein- stökum tilfellum. Lögreglustjórinn í Reykjavík er ekki svo blindhr að hann elcki sjái nauðsyn ríkis- eða varalögreglunn- ar. En hann er pólitískur sendi- sveinn kommúnistans, Jónasar frá Hriflu. Þess vegna berst hann nú gegn ríkislögreglunni. En það, að afnema nú ríkislögregluna þýðir ekkert annað en það, að stofna lífi lögreglunnar í hættu þegar ó- aldarlýður kommúnista rís upp næst og þar með er líf og eignir borgaranna í voða. Skrípalœti kommúnlsta A sunnudaglrm. K3. 4 á sunnudaginn hóuðu kom- múnistar saman fundi í Fjalakett- inum við Bröttugötu. Þar talaði meðal annars Halldór Kiljan Lax- ness mjög í anda Hriflunga á móti varalögreglunni. En Einar Olgeirs son talaði á móti Hitler. Síðan var samþykt tillaga á fundinum um það að ganga undir rauðum fánum heim til bústaðar þýska ræðismannsins og hrópa Hitler af og stjórn hans! Gengu nú fundarmenn vestur á Sólvallagötu, þar sem þýski ræðis- maðurinn á heima. Gengu tveir menn í liúsið með fundarályktun- ina, en fengu þar hvorki viðtök- ur nje svör, því að þýski konsúll- inn ,er erlendis. Þá ljetu nokkrir óaldarseggirnir sjer nægja að stinga skrifuðum miða undir hurð- ina og hrópa: ,Niður með Hitler!‘ fyrir utan mannlaust hiisið. Yar nú haldið niður í bæinn aft- ur og niður að útvarps- og lands- símastöð. Þar bar þá að — senni- lega af tilviljun — útvarpsstjór- ann, og var hann fótgangandi. Fóru þá foringjar kommúnista að tala við hann og kröfðust þess, að litvarpið „flytti óhlutdrægar fregn ir frá Þýskalandi“ og enn fremur krafðist Einar Olgeirsson þess að fá að halda fyrirlestur í útvarpið um ástandið í Þýskalandi. Jónas Þorbergsson var mjög bljúgur og blíður og lofaði því að kalla sam- an litvarpsráðsfund til þess að taka ákvarðanir um þetta. En þá virtist svo sem kommúnistar krefð ist þess að fá svar fyrir kl. 8 um kvöldið, því að nokkrir þeirra ljetu dólgslega um það, að ef þetta fengist ekki fram, myndi þeir þá halda annan fund og aðra kröfugöngu. Eftir þetta söfnuðust kommiin- istar framan við hús H. Benedikts sonar & Co„ en á tröppum hússins höfðu 20—30 drengir um ferming- araldur safnast saman. Kommún- istar ætluðu að reka drengina af tröppunum, en þeir neituðu og stóðu fastir fyrir. Þá óð einn dólgur úr bardagaliði kommúnista (með rauðan borða sem einkennis- merki) upp á tröppurnar og ætl- áði að rusla drengjunum niður. En þeir voru hvergi smeikir og einn þeirra, 12—13 ára gamall, hljóp á bardagmanninn og gaf honum skalla undir kverkina, svo að hann liraut öfugur niður af tröppunum og fell í götuna. Urðu svo smáryskingar þarna, en að lokum ljetu kommúnistar sjer nægja, að standa neðan við tröppurnar. Ætluðu þeir þá að fara að syngja „Tnternationalen“, en drengirnir hófu þá að syngja „Eldgamla lsafold“ og settu þá út af laginu. Fór svo tvisvar. Gerð- ust kommimistar þá aðsúgsmiklir Nýkomið: Ferminffarkjólaefni frá 2.50 mtr. Kápuefni, fallegt úrval. Kápur og: Kjólar á ferming;- artelpur. Matrosaföt. Kjólasilki, svört og mislit frá 4.75 mtr. Kasmírsjöl frá kr. 35.00 Frönsk Sjöl. Regnhlífar, fallegt úrval. Upphlutasilki frá kr. 5.80 f upphlutinn. Peysufatásilki, 16.50 mtr. og margt fleira. Verslun Guðbl. Bergþörsdúttur. Lauffaveg 11. Sími 4199. Hestamannafjelagið Fákur. flðalfuidur fjelagsins verður haldinn í K. R.- húsinu (uppi) í kvöld kl. 8%. Dagskrá samkvæmt ákvæðum fjelgaslaganna. Lagabreytingar. STJÓRNIN. fcfr illt Ml isleoskn tkipam! 'Z ..... — ...'■ -» við drengina og að lokum tókst þeim að belja „Internationalen“. Eftir það hrópuðu þeir: „Niður með Hitler“ og heldu svo heim í Fjalakött og slitu samkomunni. 5jósly5. Árekstur milli fær- eyskra fiskiskipa. ^ Annað skipið sekkur en allir menn bjargast. Á laugardaginn var rakst fær- eyski kútterinn „Nolsoy“ frá Þórs höfn á færeysku skonnortuna ,Ppi‘ frá Klaksvík fyrir vestan Vest- mannaeyjar. Þetta v^r siðari hluta dags og var mikill stormur. „Nolsoy“ braut hitt skipið mjög og hengu þau saman dálitla sund. Mennirn- ir á „Ppi“, 28 að tölu, gripu tæki- færið til að komast yfir í „Nol- soy“ og tókst þeim það með því að sæta lagi þrisvar sinnum. Rýett á eftir að þeir höfðu allir bjarg- ast, losnuðu skipin sundur og sökk „Ppi“ þá þegar. Nolsoy mun hafa brotnað fur.ðu lítið og kom með skipbrotsmenn hingað á sunnudaginn. Sjórjettarpróf fer fram hjá danska sendiherranum í dag yfir skipshöfninni á „Nolsoy“. — En skiþshöfnin af „Ppi“ fór utan með „íslandi“ i gærkvöldi og fara sjórjettárþróf yfir henni fram í Færeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.