Morgunblaðið - 29.03.1933, Síða 4

Morgunblaðið - 29.03.1933, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Huglýsínyadagbók Glæný ýsa og stútungur. Fisk- búðin á Grettisgöt.u 44. (Beint á móti Grettir). Glæný ýsa og stiitungur. Fisk- búðin í Kolasundi. Sími 4610._____ Vantar íbúð í Hafnarfirði (4 berbergi og eldhús), þann 14. maí. H. Sandholt, forstjóri útibús Ham- ars í Hafnarfirði. íbúð, 4 herbergi og eldhús, með öllum nýtísku þægindum og upp- hitun með laugavatni, til leigu 14- maí. Ibúðin er sólrík og skemtileg. Tilboð til A, S. í. merkt: ,íbúð‘. Rauðmagi fæst framvegis í síma 49Ö3. Fisksala Halldórs Sigurðs- sonar. Uan Heusen Skyrtnr og ilibbar Nýkomið. Frú Asa lausen Heiöruðu húsmæður! þiðjið kaupmann yðar eða kaup fjeíag ávalt um: Vanillu Citron búðingsduft Cacao frá Rom H.f, Efnagerö Reykjavíkur, Raflagu r, nýjar lagnir, viðgerðir og • breytingar á eldri lögnum. •Unnið fljótt, vel og ódýrt. JúUrs Björnsson, löggiltur r&fvirld. Anstnrstræti 12. Simi 3837. .» : m m m I »*•< gjarnir eru á að leita uppi ýmsa ágalla og suma smávægilega, gleymi því erindi sínu eða hafi hljótt um, enda verður að gera ólíkt hærri kröfur til þeirra, sem árum saman hafa helgað listinni starf sitt óskift. Aðalatriðið er, að þeir hæfileikar sem koma í ljós fái að njóta sín sem best, og um það má gera sjer góðar vonir, því ósénnilegt er að allir tónlistar- vinir geri sig ánægða með erlenda niðursuðuvöru eingöngu, en láti Iifandi tónlist með öllu afskifta- lausa. Vikar. hnje í valinn á miðjum aldri, að eins 43 ára gömul. Hún var dóttir Clausenshjónanna og kannast flest ii Reykvikingar við það fólk. Kát var hún, lífsglöð og þrekmikil hvernig sem viðraði og á hverju sem gekk. Var ávalt reiðubúin að hjálpa öllum og sást ekki fyrir um fórnir sínar til annara, en sú dygð er kynlæg í hennar ætt. •Tarðarför hennar fór fram fyrradag og kom þá í ljós, liversu margir vildu sýna henni vináttu og þakklætisvott sinn, því að svo mátti heita, að hvert sæti væri skipað í kirkjunni. Gamlir vinir fjölskyldunnar voru þar margir, er. þar var líka margt manna, sem hin framliðna hafði bundist vin- áttuböndum og sýnt hlýju- Allir hefðu vænst lengri dvalar hennar í þessari tilveru, því okkur vinum hennar, virtist forsjónin hafa á- kveðið henni það hlutverk, að efla kærleika og samúð meðal þeirra er hún kyntist. Því eru ekki slíkir látnir dvelja lengur meðal vor? Vjer spyrjum, en Guð svarar. Oss er kent, ; hver fái launin eftir breytni sinni.. Vjer trúum og fullvissumst þegar að okkur kemur. Þjer fylgja hlýir hugir okkar og fyrirbænir. Það nægir. X. Frá ísafirði. ísafirði, FB. 28. mars. Sýslunefndarfundi Norður-Isa- fjarðarsýslu lauk í gær. Hafði hann staðið í viku. Jafnaðarupp- hæð sýslusjóðs kr. 26.946.00. Til mentamála veittar 3200 kr. Þrem- ur mönnum var veitt leyfi til loð- dýraræktunar. — Skilanefndar- menn kosnir Bjarni Sigurðsson og Grímur Jónsson. Verðlaun úr Bún aðarsjóði fengu Halldór Halldórs- son, Bæjum og Þórarinn Helgason, I/átrum, 300 kr. hvor. en Kristján ólafsson, Eyri 100 kr. Kappglíma um glímubelti Vest- fjarða fór fram í fyrradag. Gísli Kristjánsson úr Bolungavík bar sigur úr býtum. Næstur var Hrólf- ur Sigurjónsson, ísafirði. Kepp- endur 8. Templarastúkurnar hjer vestra hjeldu umdæmisstúkuþing sitt und anfama daga. Umdæmistemplar valinn Gunnar Andrew. Látinn er nýlega Jón Þórólfsson fyrv. kaupm., eftir Ianga van- heilsu. Var um sextugt. Góður afli hjer undanfania daga, en stærri bátamir eru flestir að veiðum í Jökuldjúpinu. Brjefið frð Rockefeller. Þegar ókunnugir menn velja sjer veg yfir mýri og hitta fyrir ófært fen, þá krækja þeir fyrir það eða snúa aftur og þykir engin vansæmd að því. Oðru vísi gengur þetta í flest- um landsmálum, sjerstaklega þar sem flokkarnir berjast. Þar á það að vera ósæmandi, að ríða ekki beint í foraðið. Að skifta um skoð- un, eftir því sem reynslan bendir til, þykir kviklyndi eða lítil- menska. Svo mikið er þroskaleysi vort. Einn af þeim mönnum, sem skifti um skoðun í bannmálinu, var John D. Roekefeller, sonur hins alþekta auðmanns. — Hann hafði verið einbeittur stuðnings- maður bannsins í Bandaríkjun- um, og sjálfur bindindismaðut. — Fyrir nokkru ritaði hann N. M. Butler, forstjóra Columbia-háskól- ans í New York, brjef, sem var birt í blöðum og vakti mikla eftir- tekt. Þar segir meðal annars; „Það kemur yður sjálfsagt á óvart, og mörgum vinum mínum, að heyra að mjer hefir snúist hugur í hannmálinu. Jeg hefi verið strangur bindindismaður alla æfi, og hvorki faðir minn nje afi bragð að áfengi, jeg heldur ekki. Bæði jeg og faðir minn höfum styrkt „fjelagið gegn veitingahúsunum", (Anti-Saloon league)“. Hann seg- ist hafa vænst þess, er bannið komst á, að almenningur væri því fylgjandi, að það yrði bráðlega öllum ljóst, hve mikilsvert það væri fyrir þjóðfjelagið, að losna við drykkjuskap og alt það tjón, sem af honum hlytist. Þessi von hefir brugðist og drykkjuskapur hefir aukist í stað þess að hverfa. í staðinn fyrir gömlu veitingahús- in hafa komið speakeasies (leyni- veitingastofur), heill her af lög brjótum og þeirra aðstoðarmönn- um hefir sprottið upp og grætt offjár. Fjöldi af landsins bestu mönnum þykjast ólögum beittir, og persónufrelsi sínu misboðið. — Þeir hafa því haft bannlögin að engu, brotið þau leynt og Ijóst, og að ósekju. Þetta hefir aftur haft í för með sjer, að virðing- unni fyrir öðrum landslögum hef- ir stórum hrakað, og meiri glæpa- öld gengið yfir landið en dæmi eru til. „Jeg hefi barist fyrir banninu til þess ýtrasta, en smám saman, og móti vilja mínum, hefi jeg hlotið að sannfærast um það, að bannið sje villigata." Hann segist ekki búast við því, að þessu vandræðáástandi Ijetti af þjóðinni, þó bannið sje afnumið, en þó sje það fyrsta skilyrðið fyrir því, að það geti lagfærst. Vafalaust hafa bannmenn ráð- ist með skömmum og svívirðing- um á þennan heiðursmann fyrir skoðanaskiftin, en síðan hafa kosn ingarnar leitt það í Ijós, að mikill meiri hluti kjósenda hafa skift skoðun og þingmennirnir auðvit- að um Ieið. Þegar nógu margir snúast, þá þykir það gott og blessað. G. H. 100 svín brenna. Útihús í nánd við Bærum í Noregi brann í fyrri nótt og brunnu þar inni 100 svín. (FB.). Dagbók. Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5): Yfir SV-landi er alldjúp lægðar- miðja (737 mm.). Veður er kyrt á S- og A-landi með dimmviðri og rigningu og 5—8 st. hita. Á N landi og V-landi er hins vegar NA-kaldi, og norðan til á Vest fjörðum er vindur orðinn hvass á NA. Hiti hefir lækkað niður í 1—2 st. og sums staðar minna, og úr- j koman er orðin slydda eða snjó t koma. Lægðin mun hreyfast NA- yfir landið í nótt og valda NA- og N-átt á morgun og kaldara veðri. Veðurútlit í Rvík í dag. N-kaldi. Ljettir til. Föstuguðsþjónusta í dómkirkj- unni í kvöld kl. 6. Síra Friðrik Hallgrímsson prjedikar. Föstuguðsþjónusta verður í frí- kirkjunni í kvöld kl. 8; síra Árni Sigurðsson. Norsku samningarnir. Frv. um staðfestingu á samningum þessum var til 1. umr. í Ed. í gær. Um- ræðum var útvarpað og stóðu þær yfir í rúmar 3 klst. Til máls tóku: Jón Þorláksson, Jón Baldvinsson, Ásg. Ásgeirsson og Þorst. Briem. Mikla athygli vöktu ræður Jóns Þorlákssonar í þessu máli og mun blaðið innan skamms birta frum- ræðu hans. — Að lokinni umræðu var frv. vísað til 2. umr. og sjútvn. með 6:1 atkv. Nokkrir þiúgmenn voru fjarverandi. Fjáirlögin. Eldhúsumræðum lauk laust eftir miðnætti í fyrrinótt, en atkvgr. um fjárlögin var frestað þar til í gær og var þeim þá vísað til 2. umr. Búist er við að 2. umr. fjárlaga í Nd. hefjist á föstudag og stendur hún vafalaust yfir í tvo daga. Áfengislagafrumvarpið er ekki enn komið í nefnd í Nd.; var framh. 1. umr. í gær. Pjetur Otte- sen hefir talað gegn frv. og flutti hann mjög langa og ýtarlega ræðu. Jón A. Jónsson, fyrsti flm. svar- aði P. Ottesen, en allar líkur benda til þess, að þessari 1. umr. sje hvergi nærri lokið ennþá. Skákþingið. 5. umferð fór þann- ig að Ásmundur Ásgeirsson vann Eggert Gilfer, Sveinn Hjartarson vann Konráð Árnason, Steingrím ur Guðmundsson vann Þráinn Sig- urðsson, Einar Þorvaldsson vann Árna Snævar og Jón Guðmunds- son vann Guðmund Ólafsson. — Hæstir eru Ásmundur Ásgeirsson og Jón Guðmundsson með 4 vinn- inga og Sveinn Hjartarson með 3vinning. 7. umferð er í kvöld kl. 8 í Varðarhúsinu. Af veiðum hafa komið Max Pemherton með 99 tunnur lifrar, Arinbjörn hersir með 70 tn. og Hannes ráðherra. Hjálpræðisherinn. Fimtudags- kvöldið kl. 8 fer fram kínversk sýning í samkomusal hersins. — Majór H. Beekett stjórnar. Fyrstu vorblómin (krokusar) sprungu út í garði Hressingarskál- ans í gær. Trúlofun. Síðastliðinn föstudag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Vilborg Jónasdóttir, Bergþórugötu 29 og Eggert Ólafsson vjelstjóri. Látinn er nýlega í Stokkhólmi Hermann Palmgren stjórnarráð. Palmgren kom hingað til íslands á aðalfund embættismannafjelags Norðurlanda, er haldinn var hjer 1926. Átti hann síðan marga á- gæta kunningja hjer, mintist hann ferðar sinnar hingað altaf með sjerstakri ánægju. Jarðarför frú Þórunnar Stef- ánsdóttur frá Hrafnagili fór fram í gær að Munkaþverá, að við- stöddu miklu fjölmenni. Ilýt! böplasmjör gulrófur, nýteknar upp úr jörðu, jafngóðar og á haustdegi. HvítkáL Gleymið ekki blessuðu silfurtæra þorskalýsinu, sem allir lofa. B jfiminB. NÝKOMIÐ: Manchettskyrtur. Ullar-Hálsbindi. Rykfrakkar. Hattar og Húfur. Vorubusið. Aðalfundur Ferðafjelags íslands- verður haldinn x kvöld kl. 8V2 í Oddfellowhúsinu. Fara þar franr venjuleg aðalfundastörf, en auk þess verða á fundinum afhent. verðlaixnin fyrir ljósmyndasam- kepnina á sýningu fjelagsins. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00* Veðurfregnir. 18.00 Föstuguðsþjón. xxsta í dómkirkjunni. (Síra Friðrik: Hallgrímsson). 19.05 Þingfrjettir- 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 20.00 Klukku- sláttur. Frjettir. 20.30 Háskóla- fyrirlestur. (Árni Pálsson). 21.15* Ópera. Puccini: „Madame Butter- fly“ (seinni hluti). Mötuneyti safnaðanna hafa bor- ist eftirtaldar gjafir: 1 tunna olía frá h.f. Shell, 5 kg. kaffi frá O. Johnson & Kaaber, 25 kg. smjör- líki frá Smjörlíkisgerðin Smári,. I214 kg. smjörlíki frá Smjörlíkis- gerð Reykjavíkur, 25 kg. smjörlíki frá Smjörlíkisgerðin Ásgarður, 1 dunkur sápa og þvettaefni frá H.f. Hreinn, 70 bollapör frá Jó- hanni Ólafssyni & Co., 3 pakkar eldspýtur frá fslensk-rússneska verslunarfjelaginu, Lyfjabúðin Ið- unn brensluspritt og salmiaks- spiritus, salt frá ónefndum. Bestu þakkir. — 27. mars. Gísli Sigur- björnsson. Útvarpsnotendafjelagið. Aðal- fundur fjelagsins verður haldinn 1 kvöld í Kaupþingssalnum, hefst kl. 8%. Náttúrufræðifjelag hafa nem- endur Mentaskólans á Akureyrí nýlega stofnað. Alþingisútvarp. Er útvarpað var frá efri deild í gær olli það all- mikilli truflun hve mikill glumru- gangxxr heyrðist úr neðri deild. Þyrfti að fyrirbyggja slíkar trufl- anir framvegis, með því að hafa ekki umgang milli deildanna með- an á útvörpun stendur. Tuttugu fiskiskip frá Álasundi lögðxx á stað til íslands í vikunní sem leið. en xxrðu að snúa aftur vegna veðurs og leita hafnar 1 Fosnavaag. Nú munu þaxx þó flest lögð á stað aftur. Malygin, rússneska ísbrjótnum sem strandaði hjá Spitsbergen, hef ir nú verið komið á flot aftur. 80 menn fórust í námu í Perxr nýskeð. Fjell. aurskriða á námunæ og hrundu ná.magöngin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.